Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Blaðsíða 3
þriðjudagur 10. febrúar 2009 3Fréttir
Stjórnunarstíll Davíðs Oddssonar var umdeildur í tíð hans
sem borgarstjóra og síðar forsætisráðherra. En stíllinn virt-
ist færa honum undirgefni samverkamanna og mikil völd.
Vinir Davíðs telja að stjórnvöld hafi nú í hótunum við hann
og stundi hreinsanir.
Hótanir og
agavald davíðs
Alvarlegar hótanir Davíðs, sem
heimildir eru um, snúa að Morg-
unblaðinu og ritstjórnum þess
seint á síðasta áratug. Davíð tor-
tryggði Styrmi Gunnarsson og völd
Morgunblaðsins.
Þegar við bættust tíð og illskeytt
skrif Sverris Hermannssonar í
Morgunblaðinu í garð Davíðs og
ríkisstjórnar hans sauð upp úr árið
1998. Stjórnvöld höfðu þá fyrr um
árið komið bankastjórum Lands-
bankans, þeirra á meðal Sverri, úr
bankastjórastóli.
Mogginn
Óundirritað bréf barst Matthíasi
Johannessen ritstjóra um þetta
leyti. Þar segir að umræður um
Landsbankamálið kunni að bera
í bakkafullan lækinn og tilgangur
Morgunblaðsins sé sá einn að verja
Sverri Hermannsson því hann fái
að „… ryðja úr sér óþverranum á
síðum blaðsins.“ Ritstjórarnir muni
fá að kenna á slíku framferði.
Löngu áður en þetta gerðist
höfðu menn úr innsta hring Sjálf-
stæðisflokksins, þeirra á meðal
Davíð, dreift sögum um tugmillj-
óna skuldir Styrmis. Svo rammt
kvað að söguburðinum að snemma
árs 1997 gekk Styrmir á fund Dav-
íðs og baðst vægðar.
Ljóst er að hótanirnar koma úr
innsta hring Sjálfstæðisflokksins.
Hverjir aðrir gátu haft í hótunum
við ritstjóra Morgunblaðsins?
Sjö mínútna kast
Samflokksmenn, vinir og aðrir,
kannast við reiðiköst Davíðs. Frá
einu slíku segir Matthías Johann-
essen í dagbókum sínum. 12. júní
1998 voru ritstjórar Morgunblaðs-
ins í boði hjá Sverri Sigfússsyni,
þá forstjóra Heklu, ásamt Davíð
Oddssyni, Ólafi Skúla-
syni, þá-
verandi
biskupi, og fleirum. „Þegar við
höfðum sezt inn í stofu og vorum
að tala um eitthvað hundómerki-
legt, hóf hann skyndilega harða
gagnrýni á mig út af Sverris-mál-
inu … Gagnrýni Davíðs átti rætur
að rekja til þess, að við skyldum
hafa birt úr bréfi hans til Sverris
Hermannssonar og mynd af því.
Við værum því brotlegir og þátt-
takendur í árás á hann.“
Séra Örn Bárður
„Það er athyglisvert að í kynningu
á „smásögu“ þar sem forsætisráð-
herranum er lýst sem landráða-
manni (manni sem selur fjallkon-
una) og landsölumanni er gefið
til kynna að sendingin sé á vegum
fræðslustarfs kirkjunnar.“
Þetta er úr bréfi sem Davíð
skrifaði biskupi Íslands fyrir um
tíu árum en umrædd smásaga er
eftir séra Örn Bárð Jónsson. Eftir
birtingu sögunnar, sem lesa mátti
sem ádeilu á stóriðjustefnu, var
séra Örn Bárður settur af sem ritari
Kristnihátíðarnefndar.
Kaupþing
20. október 2007 sótti fjöldi Íslend-
inga aðalfund Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins í Washington. Að honum
loknum var haldin veisla á vegum
Seðlabanka Íslands. Í veislunni
veittist Davíð að Sigurði Einars-
syni, meðal annars vegna kröfu
stjórnenda Kaupþings um að fá að
færa bókhald og rekstur bankans
í evrum en ekki íslenskum krón-
um. Gegn þessu hafði Davíð lagst
af þunga. Sigurður hefur sagt það
eitt að Davíð hafi látið stór orð falla
og haft í hótunum um að knésetja
Kaupþing á skömmum tíma.
Hann nafngreindi vitni úr
Seðlabankanum sem hafa ekki
viljað tjá sig um atvikið.
Umboðsmaður
Í átökum um fjölmiðlafrum-
varpið í maí 2004 gegndi Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra
embætti dómsmálaráðherra í fjar-
veru Björns Bjarnasonar. Hann
fékk um þetta leyti í hendur álit
Tryggva Gunnarssonar, umboðs-
manns Alþingis, um skipan Björns
Bjarnasonar á Ólafi Berki Þor-
valdssyni, frænda Davíðs, í emb-
ætti hæstaréttardómara.
Sagt er að Davíð hafi mislík-
að niðurstaða umboðsmanns og
haft í hótunum við hann í símtali.
Tryggvi lýsti því svo við trúnaðar-
menn sína að Davíð hefði hótað að
endurnýja ekki við hann ráðning-
arsamning enda gengi hann erinda
annarra umsækjenda. Var Tryggva
brugðið eftir símtalið og íhugaði
að tilkynna málið til Alþingis.
„Þetta er miklu alvarlegra en
að taka höfund Bláu handarinn-
ar, Hallgrím Helgason, á teppið.
Það er óhjákvæmilegt að taka mál-
ið upp á vettvangi Alþingis. Þing-
ið verður að verja sjálfstæði sitt og
eftirlitsstofnana sinna,“ sagði Helgi
Hjörvar í umræðum um málið á
Alþingi.
Vextir Landsbankans
Í bókinni Sverrir – skuldaskil frá
árinu 2003 er birt hótunarbréf
Davíðs frá árinu 1996 til Sverr-
is Hermannssonar, þáverandi
bankastjóra Landsbankans. Dav-
íð, þá forsætisráðherra, vildi lækka
vexti en viðskiptabankarnir hækk-
uðu þá. Davíð þoldi þetta illa og
sendi Sverri nótu: „Ef þið lagið ekki
þvæluna, sem þið gerðuð í síðasta
vaxtaóðagoti, er það endanlegt
dæmi þess að þið vitið ekki hvað
þið eruð að gera og þá mun ég sjá
til þess fyrr en nokkurn grunar að
menn komi að bankanum sem viti
hvað þeir eru að gera. Ég vil fá svar
frá þér annað en skæting í fjölmiðl-
um strax því ég mun ekki sitja leng-
ur kyrr.“
Jóhann haUKSSOn
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Tryggvi lýsti því svo við trúnaðarmenn sína
að Davíð hefði hótað að endurnýja ekki við
hann ráðningarsamning enda gengi hann
erinda annarra umsækjenda. Var Tryggva
brugðið eftir símtalið og íhugaði að tilkynna
málið til Alþingis.
Sigurður Einarsson davíð hafði í
hótunum um að knésetja Kaupþing í
veislu hjá alþjóðagjaldeyrissjóðnum í
Washington 20. október 2007.
Séra Örn Bárður Jónsson
Settur af sem ritari Kristnihátíðar-
nefndar eftir að ádeilusaga hans
á stóriðju birtist í Morgunblaðinu.
Davíð Oddsson
Varla leikur vafi á því
að völd davíðs hafa
byggst á eins konar
persónubundnu
náðarvaldi sem
stjórnmálamenn
dreymir um að öðlast.
hætti við
davíð tók heilan hring í
þessum snúningsdyrum þegar
hann varð var við blaðamann.
MynD RaKEL óSK SIGURÐaRDóTTIR
Fámáll
blaðamaður náði ekki tali
af davíð í gær þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir.
MynD RaKEL óSK SIGURÐaRDóTTIR
davíð flúði spurningar