Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Blaðsíða 10
an gæsalappa, lífeyrissjóðirnir og
gamla fólkið,“ útskýrir hann og spyr
hvers vegna eldra fólk þurfi ekki að
leggja sitt af mörkum. Aðeins þannig
myndi líf kynslóðanna þróast í jafn-
vægi en að öðrum kosti gæti hér orð-
ið kynslóðastríð. „Ung kona skrifaði
mér um daginn og sagðist ekki sjá
það fyrir sér að afarnir og ömmur
litlu barnanna sinna gætu haft gleði
af því að horfa á þessar kynslóðir í
eilífðarbasli,“ segir hann alvarlegur
í bragði.
Nefndin brást ráðherranum
Benedikt hefur undanfarna mánuði
viðrað hugmyndir sínar á bloggsíð-
unni blogg.visir.is/bensi en hann
var einnig einn framsögumanna á
opnum borgarafundi í Háskólabíói
fyrir áramót. Spurður hvort hann
hafi fengið viðbrögð frá stjórnmála-
mönnum við hugmyndum sínum
segir hann að Jóhönnu Sigurðardótt-
ur, nú forsætisráðherra, hafi orðið á
mistök þegar hún skipaði nefnd sem
ætti að skoða vandann vegna verð-
tryggingarinnar.
„Þeir sem þar sátu, meðal annarra
Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ og Þorgeir
Helgason stærðfræðingur, komu upp
með hugmyndina um greiðslujöfn-
unarvísitölu. Sú hugmynd gengur út
á það að fresta vandanum þannig að
fólk borgar meira síðar. Það er hugs-
að sem skammtímaúrræði en gerir
ástandið verra ef ekkert fylgir í kjöl-
farið. Ég leyfi mér að halda því fram
að Þorkell og Gylfi hafi brugðist ráð-
herranum. Stillt var upp aðferð til
að verja verðtrygginguna en ekki til
að komast út úr henni,“ segir hann
og bætir því við að það sé óraun-
hæf hugmynd að reka húsnæði fjöl-
skyldna með þeim hætti að fólk borgi
sífellt af lánum með höfuðstól sem
sé langt umfram mögulegt markaðs-
verð. „Það gerir enginn. Það er ekki
boðleg framtíðarsýn.“
Réttlætinu gróflega misboðið
Ríkisstjórnin hefur sagst ætla að slá
skjaldborg um heimilin og að hún
muni koma þeim til hjálpar sem eru
á barmi gjaldþrots. Benedikt verður
57 ára í apríl. Hann segir að hans ald-
urshópur hafi verið fyrstur til að taka
verðtryggð náms- og íbúðarlán. Fólk
á hans reki hafi því setið í súpunni
þegar ríkisstjórn Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks hafi fryst laun-
in 1983 til 1984 en hafi látið láns-
kjaravísitöluna leika lausum hala.
Við þær aðstæður hafi lánskjaravísi-
talan mælt næstum því tvöföldun á
greiðslubyrði yngstu fjölskyldnanna.
Það hafi sett stóran hóp fólks í þrot.
„Þá stofnaði ríkisstjórnin til svo-
kallaðra „greiðsluörðugleikalána“. Ég
var einn þeirra sem sótti um lán og
taldi mig eiga rétt á slíku láni þar sem
greiðslubyrðin hefði vaxið um nær
100 prósent. Mér var synjað á þeim
forsendum að ég ætti ekki í vanskil-
um,“ segir Benedikt sem telur að rétt-
lætinu verði gróflega misboðið ef
fólki sem berst við að standa í skilum
verði ekki rétt hjálparhönd á meðan
þeir sem ekki borgi fái aðstoð.
Benedikt Sigurðarson segir að fram verði að fara svokölluð
kreppuleiðrétting vegna þess hve vísitala neysluverðs leiki húsnæðiseigendur
grátt. Færa verði höfuðstólinn niður til þess sem hann var 1. mars 2008. Hann segir
að einstaklingar og fjármálastofnanir muni verða fyrir mun meiri skaða ef ekkert
verður að gert. Ef lífeyrissjóðirnir og eldra fólk taki ekki á sig hluta skerðingar-
innar geti hér orðið stríð á milli kynslóða.
þriðjudagur 10. febrúar 200910 Neytendur
„Þessi vísitöluhækkun síðustu mán-
aða er byggð á óraunsærri mælingu.
Vísitala neysluverðs mælir hækkun á
sama tíma og allir aðrir mælikvarðar
sýna að neysla heimilanna hefur ver-
ið að dragast saman. Ef við værum
með rétta neysluvísitölu, sem endur-
speglaði neyslu síðustu þrjá, sex eða
tólf mánuði, þá kæmi lækkun í ljós,“
segir Benedikt Sigurðarson, fram-
kvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi.
Benedikt hefur afar sterkar skoð-
anir á því hvernig stjórnvöld eigi að
vinna úr þeim vanda sem skuldsett-
ir eigendur húsnæðis standa frammi
fyrir. Mikil verðbólga gerir það nú að
verkum að miklar verðbætur leggjast
á íslensk húsnæðislán. Á sama tíma
hefur húsnæði fallið í verði svo ekki
sér fyrir endann á. Eins og greint hef-
ur verið frá mun því, áður en langt
um líður, myndast bil á milli lán-
anna og þess sem húsnæðiseigendur
geta fengið fyrir fasteignir sínar; lán-
in verða hærri. Benedikt spáir því að
hér gæti skapast kynslóðastríð, verði
ekkert að gert.
Höfuðstóllinn verði lækkaður
Benedikt bendir á að ástandið sem
við stöndum nú frammi fyrir sé í
alla lund óeðlilegt. Þó séu til leið-
ir út úr vandanum. Ein þeirra sé sú
að færa niður höfuðstól húsnæðis-
lána, til þess sem hann stóð í 1. mars
2008. Það kallar hann „kreppuleið-
réttingu“. „Verðtryggingin gerir bara
ráð fyrir verðþenslu, mismikilli. Hún
var ekki hugsuð til að takast á við
kreppuhrun. Vísitölumælingin og
verðtryggingin er lögvarin, það er
að segja bæði heimildin til að verð-
tryggja lánaskuldbindingar og verð-
mælirinn. Það er skylda stjórnvalda
að leiðrétta þetta. Fara þarf í almenna
niðurfærslu höfuðstóls á verðtryggð-
um lánum, sem nemur þessu óraun-
sæja yfirskoti frá 1. mars 2008 til 28.
febrúar 2009,“ segir hann.
Fyrirbyggja stærra tjón
Spurður hvort fjármagnseigend-
ur, það er bankarnir og aðrar lána-
stofnanir, eigi að taka skellinn, segir
Benedikt að ef fólk hætti upp til hópa
að geta greitt af lánum sínum muni
vanskilin leiða til miklu meira verð-
falls á fasteignum. Fjármálastofnan-
ir verði með fangið fullt af eignum
ef ástandinu verður ekki afstýrt. „Ef
þær sitja uppi með tjónið mun miklu
alvarlegra markaðsástand skapast,
jafnvel greiðslufall hjá einhverjum
af þessum fjármálastofnunum. Þessi
aðgerð, að færa niður höfuðstólinn,
er nauðsynleg til að fyrirbyggja mun
stærra tjón,“ segir hann.
Hann bendir þó á að þessi aðgerð
myndi ekki ein og sér koma í veg fyrir
að höfuðstólar fasteignalána hækk-
uðu umfram verðmæti veðsettra
eigna. Hún myndi hins vegar draga
verulega úr þeim tilvikum. Bene-
dikt vill taka upp nýja vísitölu. „Ég
hef talað fyrir því að það væri rökrétt
að innleiða vísitölu fasteignaverðs
sem speglaði verðþróun húsnæðis.
Ef fasteignaverð hækkar, þá hækk-
ar höfuðstóllinn og öfugt. Þannig
myndast ekki bil á milli þess sem þú
skuldar og þess sem þú getur fengið
fyrir húsið,“ útskýrir Benedikt.
Kynslóðastríð
Benedikt spáir því að fasteignamark-
aðurinn hrynji ef ekki verði ráðist í al-
mennar aðgerðir í ætt við þær sem að
ofan eru taldar. Hann óttast árekstra
á milli kynslóða. „Meginþunginn af
skuldum heimilanna er á kynslóð-
inni sem er 45 ára og yngri. Þessi hóp-
ur mun bera langstærsta hlutann af
þeim kostnaði sem fylgir því að end-
urreisa bankakerfið og borga skaða-
bætur vegna IceSave-klúðursins,“
segir hann og bætir við að þeir sem
eigi fjármagnið séu varðir fyrir afleið-
ingum kreppuhrunsins. Þeir muni fá
aukna ávöxtun vegna óraunsærrar
mælingar vísitölu neysluverðs.
„Það er algjörlega út í hött að
reikna með því að unga fólkið, 45
ára og yngra, vilji taka þátt í að bera
tvöfaldan þunga af tjóninu, bæði
sem skattþegnar og líka að tryggja
aukaávöxtun til fjármagnseigenda,
sem margir segja að séu í raun, inn-
Kynslóðastríð
eftir Kreppu
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
„Ung kona skrifaði mér
um daginn og sagðist
ekki sjá það fyrir sér að
afarnir og ömmur litlu
barnanna sinna gætu
haft gleði af því að
horfa á þessar kyn-
slóðir í eilífðarbasli.“
„Það er ekki boðleg framtíðarsýn“
benedikt segir að ekki sé hægt að bjóða
fólki upp á að borga sífellt af lánum sem
séu mun hærri en markaðsvirði íbúða.
MYND SIGTRYGGUR ARI
Breytinga er þörf benedikt Sigurðarson,
framkvæmdastjóri búseta á akureyri, segir
nauðsynlegt að búa til vísitölu fasteignaverðs
til að komast hjá því að milljóna bil myndist á
milli markaðsvirðis og höfuðstóls lána.
MYND HeIÐA GUÐMUNDSDÓTTIR