Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Síða 16
ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 200916 Ættfræði
Þorbjörg G. Pálsdóttir
myndhöggvari og húsmóðir
Þorbjörg fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hún stundaði nám við
Verzlunarskóla Íslands, stundaði
nám í ljósmyndun við Iðnskólann í
Reykjavík og stundaði nám við Berg-
grens Målarskola og við Konstfack í
Stokkhólmi. Eftir heimkomu frá Sví-
þjóð, 1961, stundaði hún nám hjá
Ásmundi Sveinssyni, hjá Sigurjóni
Ólafssyni og hjá Jóhanni Eyfells.
Þorbjörg stofnaði Myndhöggv-
arafélagið í Reykjavík, 1972, ásamt
nokkrum myndhöggvurum, og 1997
var hún gerð að heiðursfélaga þess.
Þorbjörg tók virkan þátt í útisýn-
ingum myndlistarmanna á Skóla-
vörðuholti í mörg ár og þar var verk-
ið Dansleikur fyrst sýnt árið 1970.
Það hefur síðan verið steypt í brons
og sett upp við Perluna. Ef marka má
internetið er ljóst að margur ferða-
maðurinn telur nauðsynlegt að taka
mynd af því.
Þorbjörg hefur haldið nokkrar
einkasýningar á verkum sínum sem
og tekið þátt í samsýningum, bæði
hér heima og erlendis. Verk eftir
Þorbjörgu eru í eigu ýmissa aðila,
þ.á m. Listasafns Íslands og Lista-
safns Reykjavíkur.
Fyrir framlag sitt til myndlist-
ar hefur Þorbjörg hlotið starfslaun
myndlistarmanna.
Fjölskylda
Þorbjörg giftist 6.8. 1942 Andrési
Ásmundssyni, f. 30.6. 1916, d. 30.10.
2006, lækni.
Börn Þorbjargar Guðrúnar og
Andrésar: Ásmundur, f. 1950, d.
1952; Hildur, f. 1953, d. 1955; Stefán,
f. 1953, áfangastjóri, en kona hans
er Þórunn Andrésdóttir sérkennari;
Katrín, f. 1953, íþróttakennari, en
maður hennar er Gunnar Kristjáns-
son útibússtjóri; Þóra, f. 1957, hjúkr-
unarfræðingur en maður hennar er
Gunnar Halford Roach bankamað-
ur; Andrés Narfi, f. 1958, arkitekt, en
kona hans er Ása Sjöfn Lórensdótt-
ir hjúkrunarfræðingur; Þorbjörg, f.
1960, d. 1983, bankamaður.
Barnabörn Þorbjargar eru átj-
án talsins en langömmubörnin eru
fjögur.
Systkini Þorbjargar: Stefán Páls-
son, f.13.6. 1915, d. 25.7. 1969, tann-
læknir; Ingibjörg Pálsdóttir Eggerz,
f. 18.7. 1916, d. 2.2. 1999, listmálari
og sendiherrafrú; Ólöf Pálsdóttir, f.
16.4. 1920, myndhöggvari og sendi-
herrafrú; dr. Jens Ólafur Páll Páls-
son, f. 30.4. 1926, d. 17.4. 2002, for-
stöðumaður Mannfræðistofnunar
HÍ.
Foreldrar Þorbjargar voru Páll
Ólafur Ólafsson, f. 30.8. 1887, d.
15.2. 1971, framkvæmdastjóri, út-
gerðarmaður og ræðismaður, og
Hildur Stefánsdóttir, f. 28.2. 1893, d.
10.5. 1970, húsmóðir.
Ætt
Meðal systkina Páls voru Jón Ólafs-
son, læknir í Bandaríkjunum; Krist-
ín Ólafsdóttir, fyrsti kvenlæknir hér
á landi, kona Vilmundar landlæknis
og amma Þorsteins heimspekings,
Vilmundar ráðherra og Þorvalds
hagfræðiprófessors Gylfasona, sem
og Ólafs, sérfræðings við HÍ og
Kristínar cand.mag; Guðrún, móð-
ir Ólafs Björnssonar hagfræðings og
prófessors og Ásthildar, konu Steins
Steinars; Ásta í Brautarholti, móðir
Ólafs Ólafssonar, fyrrv. landlæknis.
Páll var sonur Ólafs, prófasts
í Hjarðarholti Ólafssonar, kaup-
manns í Hafnarfirði Jónssonar.
Móðir Páls var Ingibjörg Páls-
dóttir Mathiesen, pr. í Arnarbælli
Jónssonar, pr. þar Matthíassonar, á
Eyri Þórðarsonar, ættföður Vigur-
ættar, bróður Ingibjargar, ömmu
Jóns forseta. Þórður var sonur Ólafs,
ættföður Eyarættar Jónssonar. Móð-
ir Páls Mathiesen var Ingibjörg, syst-
ir Gríms, langafa Ásgeirs Ásgeirs-
sonar forseta, og systir Margrétar,
langömmu Margrétar, móður Ólafs
Thors forsætisráðherra.
Systkini Hildar; Eiríkur, prófast-
ur á Torfastöðum, Björn, prófast-
ur á Auðkúlu, faðir Ólafs hagfræð-
ings; Lárus, b. og bankamaður;
Hilmar bankastjóri, faðir Stefáns
bankastjóra; Sigríður, móðir Auð-
ólfs yfirlæknis og dr. Hólmfríðar
Gunnarsbarna.
Hildur var dóttir Stefáns, pr.
í Auðkúlu Jónssonar, bókara í
Reykjavík Eiríkssonar.
Móðir Hildar var Hólmfríður
Bjarnadóttir, stúdents á Stóra-Ási
Thorarensen. Móðir Hólmfríðar
var Anna Jónsdóttir, sýslumanns í
Víðidalstungu Jónssonar, og Hólm-
fríðar Ólafsdóttur, systur Ingibjarg-
ar, langömmu Elísabetar, móður
Sveins Björnssonar forseta. Ingi-
björg var einnig langamma Þor-
valds, afa Vigdísar Finnbogadóttur.
Móðir Hildar var Þorbjörg Hall-
dórsdóttir. Móðir Þorbjargar var
Hildur, systir Jóns, bókara Eiríks-
sonar.
Tryggvi Þórhallsson forsætisráð-
herra lauk stúdentsprófi frá MR,
embættisprófi í guðfræði frá HÍ og
hugðist feta í fótspor föður síns og
hasla sér völl á sviði guðfræði og
kristindóms. Hann var biskupsrit-
ari 1912-13, prestur á Hesti í Borg-
arfirði 1913-17 og settur dósent í
guðfræði við HÍ 1916-17. Hann sótti
þá um dósentstöðuna en var hafn-
að. Það varð örlagaríkt því Tryggvi
söðlaði nú um, snéri sér að pólitík
og gerðist ritstjóri Tímans. Þar með
varð hann, ásamt Jónasi frá Hriflu,
annar leiðtogi „Tímaklíkunnar‘‘
sem hélt uppi harðri stjórnarand-
stöðu við íhaldsstjórnina frá 1924,
og ásamt Jónasi, helsti arkitekt að
kosningasigri Framsóknarflokks-
ins 1927 sem markar upphafið að
hinu langa valdatímabili flokksins,
– meira og minna fram að Viðreisn,
1959.
Tryggvi þótti ábyrgari og naut
mun meira trausts meðal þing-
flokks framsóknarmanna en Jónas.
Tryggvi varð því formaður Fram-
sóknarflokksins 1927 og forsætis-
ráðherra í fyrstu vinstristjórninni,
1927-31, hreinni framsóknarstjórn
með stuðningi Alþýðuflokksins.
Jónas varð hins vegar dómsmála-
og menntamálaráðherra.
Þessi ríkisstjórn var mjög at-
hafnasöm en missti stuðning Al-
þýðuflokksins 1931, í upphafi
kreppunnar, vegna ágreinings um
kjördæmamál. Tryggvi rauf þá þing
og uppskar í kjölfarið gífurleg mót-
mæli sem verða helst borin saman
við mótmælin á Austurvelli undan-
farnar vikur.
Þingrofið og afleiðingar þess
áttu eftir að kosta Framsókn mikla
flokkadrætti, og ósætti milli Jónas-
ar og Tryggva, sem lauk með því að
Tryggvi sagði sig úr flokknum og
stofnaði Bændaflokkinn 1934.
En þrátt fyrir þingrofsmótmæl-
in átti Tryggvi það sameiginlegt
með fyrrv. forsætisráðherra, Geir
H. Haarde, að njóta töluverðra, al-
mennra vinsælda og trausts og
virðingar pólitískra andstæðinga,
jafnt sem samherja. Hann var fríð-
ur sýnum, fyrirmannlegur leiðtogi
þjóðarinnar á Alþingishátíðinni
1930 og þótti drenglundaður og
hjartahlýr.
Foreldrar Tryggva voru Þórhall-
ur Bjarnason, biskup í Laufási við
Laufásveg, og Valgerður Jónsdóttir.
Systir Tryggva var Dóra Þórhalls-
dóttir, síðar forsetafrú.
Tryggvi Þórhallsson
f. 9. febrúar 1889, d. 31. júlí 1935
„Ég finn voðalega lítið fyrir þessu þar
sem ég er svo ung í anda og sprell-
fjörug,“ segir Harpa Guðmundsdótt-
ir hress í bragði en hún er afmælis-
barn dagsins og fagnar þeim áfanga
að verða fertug.
„Lífið hefur ekkert lengur með
aldur að gera og það er nú bara rétt
að byrja núna,“ segir hún og rifjar
upp þegar hún var í fertugsafmæli
móður sinnar en þá fannst henni
allt fólkið í veislunni vera fjörgamalt.
„Það verður að segjast að ég get ekki
fundið það í dag en þau voru auðvit-
að bara ung þá.“
Harpa hefur ofsalega gaman af
því þegar fólk hittist og gleðst saman
og hefur verið dugleg að halda upp
á stórafmælin sín í þeim tilgangi að
hitta fólkið sitt. Í sumar langar hana
að halda afmælisdansleik þar sem
hún vonast til að geta hitt alla sína
gömlu, góðu vini. „Kannski verður
þetta bara garðdansleikur með al-
vöru tónlist og skemmtilegum dansi.“
Hörpu finnst því tilvalið að fólk sem
þetta les fari að undirbúa sig fyrir
herlegheitin. Fari að æfa danssporin
sem og skemmtiatriðin. „Danskort-
um verður svo útdeilt,“ segir hún og
hlær.
Á sjálfan afmælisdaginn býst hún
við að gera eitthvað smávegis. „Ég
verð kannski með kjötsúpu handa
nánustu fjölskyldunni,“ segir hún auk
þess að njóta lítillar skemmtilegrar
hefðar sem kemur frá sænskum eig-
inmanni hennar en það er morgun-
verður í rúmið. „Það er allt gert fyrir
afmælisbarnið með skemmtilegum
morgunmat, alls kyns álegg og got-
terí. Fjölskyldan safnast þá saman
yfir því og pakkaopnun.“
Harpa sem er menntaður kenn-
ari í Alexandertækni á tvö börn sem
hún segir líka halda sér afar ungri.
Auk þess vinnur hún með ungum
mæðrum í Hinu húsinu. „Það er afar
skemmtilegt og gefandi starf,“ seg-
ir hin hressa fertuga kona að lokum
sem ekki ætlar sér að eldast meir. „Ég
hætti sko að telja þegar ég var 27 ára
gamall námsmaður í London og hef
ekki elst neitt síðan.“ asdisbjorg@dv.is
Harpa Guðmundsdóttir er fertug í dag:
Ógleymanlegur dansleikur
30 ára
n Krzysztof Jasielski Smiðshöfða 8, Reykjavík
n Rafal Andrzej Szulborski Unufelli 21, Reykjavík
n Urszula Sokól Básenda 8, Reykjavík
n Þröstur Magnússon Engjavöllum 5a, Hafnar-
fjörður
n Bjarney Bjarnadóttir Klausturstíg 9, Reykjavík
n Sigrún Guðjohnsen Gvendargeisla 21, Reykjavík
n Davíð Ingi Jóhannsson Vallarási 12, Njarðvík
n Brynjólfur Helgi Reynisson Álfholti 56c, Haf-
narfjörður
n Guðbjörn Logi Björnsson Hagamel 46, Reykjavík
n Ágústa Ringsted Asparholti 3, Álftanes
40 ára
n Maria L C Alcaraz Brekkutanga 14, Mosfellsbær
n Tomasz Krysztof Chomiak Urðargötu 5, Patreks-
fjörður
n Robert Komow Grenivöllum 12, Akureyri
n Þórdís Ingadóttir Hólmgarði 7, Reykjavík
n Axel Jónsson Bakkastöðum 91, Reykjavík
n Hrafn Stefánsson Hólabraut 20, Akureyri
n Svava Huld Þórðardóttir Dalbraut 15, Akranes
n Kristinn Valur Wiium Fjallalind 53, Kópavogur
n Ari Jóhannes Þorsteinsson Skaftahlíð 12, Rey-
kjavík
n Birgir Hafliði Steinarsson Vallnaholti 4, Egilsstaðir
n Harpa Guðmundsdóttir Seljavegi 11, Reykjavík
n Ingunn Jóna Gísladóttir Bakkastöðum 161, Rey-
kjavík
n Þorkell S Símonarson Ytri-Görðum, Snæfellsbær
n Gunnhildur Imsland Hagatúni 9, Höfn
n Agnar Már Olsen Hólagötu 31, Njarðvík
50 ára
n Andri Thanh Bui Stóragerði 24, Reykjavík
n Anna Björg Hjartardóttir Sörlaskjóli 7, Reykjavík
n Þuríður Jörgensen Einidal 6, Njarðvík
n Anna Björg Elísdóttir Laugalæk 44, Reykjavík
n Halla Magnúsdóttir Grenimel 30, Reykjavík
n Sigurjón Rúnar Jónsson Álfheimum 36, Reykjavík
n Rúnar Helgason Hátúni 39, Reykjanesbær
n Ragnheiður Skúladóttir Maríubaugi 53, Reykjavík
n Heiða Rósa Sigurðardóttir Dvergagili 40, Akureyri
n Elfar Gunnlaugsson Ásklifi 2, Stykkishólmur
n Baldur Sigurðsson Réttarheiði 23, Hveragerði
n Helga Jónasdóttir Lindasmára 48, Kópavogur
n Erlingur Garðarsson Neðra-Ási 1, Sauðárkrókur
n Lilja Jósteinsdóttir Hvammsdal 7, Vogar
n Sigríður Sveinbjörnsdóttir Lyngholti, Fosshóll
n Guðjón Jóel Björnsson Háalundi 1, Akureyri
n Kristín Þóra Kristjánsdóttir Suðurbraut 20, Haf-
narfjörður
60 ára
n Þórður Grétar Bjarnason Snorrabraut 40, Rey-
kjavík
n Marta Kristín Sigmarsdóttir Logalandi 25, Rey-
kjavík
n Jón Guðmundsson Norðurgötu 10, Seyðisfjörður
n Unnur Ríkey Helgadóttir Lautasmára 1, Kópa-
vogur
n Ragnhildur Blöndal Dísarási 1, Reykjavík
n Þórhalla Gísladóttir Kambaseli 42, Reykjavík
n Herdís Sigurjónsdóttir Eyrarholti 6, Hafnarfjörður
70 ára
n Sigrún Andrésdóttir Markarflöt 15, Garðabær
n Birgir Magnússon Espigerði 2, Reykjavík
n Eva Elsa Sigurðardóttir Laugarásvegi 65, Rey-
kjavík
n Svanbjörg Gísladóttir Smárahlíð 8a, Akureyri
75 ára
n Margrét Sigurbjörnsdóttir Bessahrauni 6, Vest-
mannaeyjar
80 ára
n Sigríður Löve Laugarnesvegi 87, Reykjavík
n Guðný Jónsdóttir Ásgarðsvegi 10, Húsavík
n Sigríður Einarsdóttir Aðalgötu 19, Reykjanesbær
85 ára
n Gunnþórunn Sigurðardóttir Valshólum 2, Rey-
kjavík
90 ára
n Agnar Tryggvason Laufásvegi 48, Reykjavík
Til
hamingju
með
afmælið!
merkir Íslendingar
90 ára Í dag