Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 3
miðvikudagur 11. febrúar 2009 3Fréttir Mjólkurkýr og kunningjaveldi Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur nýverið skipað nýja stjórn Fjár- málaeftirlitsins og Jónas Fr. Jónsson hverfur úr forstjórastóli FME í lok þessa mánaðar. Eftir sitja skilanefndirnar skipaðar mönnum sem báru mikla ábyrgð inn- an bankanna föllnu og eru nátengd- ir Sjálfstæðisflokknum og Framsókn- arflokknum. Margir þeirra kunna að vera vanhæfir til setu í skilanefndun- um meðal annars með tilliti til samn- ings stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn eins og áður er getið. Þá vekur grunsemdir um sérhags- munagæslu einstakra nefndarmanna þegar þeir ákveða að stofna einka- hlutafélög og selja skilanefndunum þjónustu sína á 15 til 20 þúsund krón- ur á tímann. Þannig getur 100 klukkustunda starf eins skilanefndarmanns á mán- uði kostað 1,5 milljónir króna. Kostnaður við skilanefndirnar get- ur því hæglega verið 30 milljónir króna á mánuði eða samanlagt 360 milljónir króna á ári. Skilanefndirnar eiga allar eftir að starfa mánuðum saman, jafn- vel misserum saman, og vilja koma undir sig aðstöðu og aðstoðarfólki. Þannig er við búið að kostnaðurinn við skil og uppgjör gömlu bankanna verði margfalt meiri. Þess ber að geta, að með þessari úttekt er ekki verið að kasta rýrð á fag- lega hæfni, reynslu og kunnáttu þeirra einstaklinga sem nefndir eru. Einungis er verið að benda á tengsl sem kenna mætti við frændhygli, kunningjaveldi eða klíkustjórnmál. Forstjóri FME á förum Jónas fr. Jóns- son var í stjórn SuS líkt og Lárentsínus kristjánsson í skilanefnd Landsbankans. Þeir eiga nokkra flokksbræður aðra í skilanefndunum eða í námunda við þær. Viðskiptaráðherra telur eðlilegt að skoða hvort eðlilegt sé að stjórnendur úr gömlu bönkunum sitji í skilanefndum þeirra. FME meti hvert tilvik Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra segir að skilanefndirnar hafi á sínum tíma verið skipaðar af Fjár- málaeftirlitinu. „Viðskiptaráðu- neytið hefur enga beina aðkomu að því og stjórnar ekki Fjármálaeft- irlitinu frá degi til dags öðruvísi en að skipa stjórn þess. Ég sé ekki flöt á því að viðskiptaráðuneytið fari að hafa nein bein afskipti af því hverj- ir sitja í skilanefndunum. Ég treysti nýjum stjórnendum Fjármálaeft- irlitsins til þess að taka faglegar ákvarðanir hvað það varðar.“ Gylfi segir að ráðuneytið og ráð- herra geti haft skoðun á því hverj- ir ættu að sitja í bankaráðum eða skilanefndum eða koma á ann- an hátt að stjórnun hins nýja ís- lenska fjármálakerfis og uppgjöri hins gamla. „En ég ætla ekki að grípa fram fyrir hendurnar á þeim sem eiga að taka um það ákvarð- anir eins og stjórnskipulagið er. Hins vegar finnst mér alveg eðlilegt sem sett var inn í samninginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að þeir sem tengsl höfðu við gömlu bank- ana séu ekki í forsvari fyrir fjár- málafyrirtæki. Mér finnst að það eigi þá einnig við um bankaráð- in og skilanefndirnar. Það verður bara að skoða það í hverju tilfelli. Það eru ekki allir sjálfkrafa vanhæf- ir sem unnu í íslensku bönkunum fyrir hrunið. Þar vann margt ágætt fólk og vel menntað. Og það er nú einfaldlega þannig að það er fólkið sem þekkir best til bankarekstrar á Íslandi. Við verðum að meta það í hverju tilfelli hvort eitthvað komi í veg fyrir að menn sitji í skilanefnd. Það er mat sem Fjármálaeftirlitið framkvæmir og ég mun ekki skipta mér af því.“ „Mér finnst að það eigi þá einnig við um bankaráðin og skila- nefndirnar. Það verð- ur bara að skoða það í hverju tilfelli.“ Skilanefndir undir smásjá „við verðum að meta það í hverju tilfelli hvort eitthvað komi í veg fyrir að menn sitji í skilanefnd,“ segir gylfi magnússon viðskiptaráðherra. vinir í skilanEFndunuM „Reynsla mín af að eiga við þetta breska tryggingafélag er svipuð og íslensku þjóðarinnar síðustu mán- uði,“ segir Björn Ófeigsson. Hann vann dómsmál á hendur breska tryggingafélaginu Impact Und- erwriting Limited í Hæstarétti á síð- asta fimmtudag. Var breska félaginu gert að greiða honum 13,5 milljón- ir króna. Björn fékk hjartaáfall 9. febrúar árið 2003. Dómurinn kem- ur því sex árum síðar. Björn segir að allt ferlið í kring- um málareksturinn hafi verið erfitt. „Þeir voru mjög leiðinlegir og erfið- ir í alla staði. Við töpuðum málinu í héraði. Hæstiréttur sneri síðan mál- inu við. Við unnum því fullkominn sigur. Hitt er hins vegar annað mál að það er hreint ótrúlegt að það tók sex ár,“ segir hann. Mistök hjá spítalanum Björn var einungis 37 ára gam- all þegar hann fékk hjartaáfall árið 2003. „Fljótlega eftir hjartaáfall- ið varð ég þess áskynja að eitthvað hefði farið úrskeiðis í læknismeð- ferðinni,“ segir hann. Níu klukku- stundir liðu frá því að Björn kom á bráðamóttöku Landspítalans þar til hann var færður á hjartadeild. Hann fór síðan í mál við spítalann. Því lauk með því að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið skaðabótaskylt í fyrra fyrir yfirsjónir starfsfólks á Landspítalanum. Þó er ekki enn búið að úrskurða um bæt- ur sem íslenska ríkið þarf að greiða Birni. „Viðhorf Landspítala - háskóla- sjúkrahúss til þeirra sem hafa eitt- hvað upp á hann að klaga er með þvílíkum eindæmum að það hálfa væri nóg. Það er ótrúlega sterk til- hneiging hjá læknum og stjórnend- um spítalans að koma fram við þá sem hafa eitthvað upp á hann að klaga eins og þeir séu fávitar. Það er óneitanlega mjög erfitt,“ segir Björn. Skert lífsgæði „Hjartað hjá mér virkar á þriðjungs- afköstum. Ég hef ekki unnið síðan ég fékk hjartaáfallið fyrir sex árum. Í dag lifi ég við verulega skert lífsgæði og er öryrki,“ segir Björn. Hann seg- ir að það sem haldi honum heilum sé heimasíða hans hjartalif.is. Síð- unni kom Björn upp ásamt unn- ustu sinni Mjöll Jónsdóttur árið 2005. Á síðunni er að finna upplýs- ingar til almennings, hjartasjúkra og aðstandenda þeirra um þeirra hjartans mál. Björn segir að umræðan um málefni hjartasjúkra sé lítil hérlend- is. „Miðað við að hjarta- og æða- sjúkdómar eru eitt helsta banamein þjóðarinnar finnst mér lítið vera talað um það. Það er lítil fjölmiðla- umfjöllun um hjartans mál. Fáir gera sér grein fyrir því að það deyja fimm sinnum fleiri konur úr hjarta- og æðasjúkdómum en úr brjósta- krabba hérlendis,“ segir Björn. bEið í sEx ár EFtir bótuM Björn Ófeigsson, sem fékk hjartaáfall aðeins 37 ára fyrir sex árum, vann á fimmtudaginn mál gegn bresku tryggingafyrir- tæki í Hæstarétti. Björn segir að stjórnendur Landsspítalans hafi komið fram við hann eins og „fávita“. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 16. nóvember 2007 viðurkennd er skaðabótaskylda stefnda, íslenska ríkisins, vegna líkamstjóns sem stefnandi, björn Ófeigsson, hlaut í kjölfar bráðakransæðastíflu sem starfsfólki Landspítala - háskólasjúkrahúss yfirsást fyrir mistök að greina og veita meðferð við í tæka tíð hinn 9. febrúar 2003. Dómur Hæstaréttar 5. febrúar árið 2008 Stefndi, impact underwriting Limited, greiði áfrýjanda, birni Ófeigssyni, 13.500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 29. júní 2006 til greiðsludags. annaS SigMunDSSon blaðamaður skrifar: as@dv.is „Það er ótrúlega sterk tilhneiging hjá lækn- um og stjórnendum spítalans að koma fram við þá sem hafa eitthvað upp á hann að klaga eins og þeir séu fávitar.“ Réttlætinu fullnægt björn Ófeigsson hefur nú unnið dómsmál gegn bresku tryggingafyrirtæki. Hann fékk hjartaáfall árið 2003. MynD RakEl SiguRðaRDÓttiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.