Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 10
miðvikudagur 11. febrúar 200910 Neytendur
Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir greiðsluaðlögun:
18 ára barátta á enda
Neytendasamtökin hafa í 18 ár, eða
allt frá árinu 1991, barist fyrir því
að sett verði lög um greiðslu- eða
skuldaaðlögun. Samtökin fagna því
að nú sé komin hreyfing á málið.
„Því miður hefur afgreiðsla þessa
frumvarps dregist von úr viti en nú
bregður svo við að á einum og sama
degi eru lögð fram þrjú frumvörp
um greiðsluaðlögun á Alþingi. Það
er vissulega fagnaðarefni að mál-
ið skuli nú loksins komið á dagskrá
með svo afgerandi hætti. Neytend-
asamtökin vona svo sannarlega að
þetta baráttumál nái nú loksins fram
að ganga,“ segir á heimasíðu sam-
takanna, ns.is.
Þar segir einnig að Norðurlönd-
in, önnur en Ísland, hafi lengi verið
í fararbroddi þegar komi að réttind-
um neytenda. Lög um greiðsluað-
lögun hafi lengi verið í gildi hjá
hinum Norðurlandaþjóðunum en
hér hafi úrræðið fyrst verið kynnt
á ráðstefnu sem Neytendasamtök-
in stóðu að árið 1991. „Nokkrum
sinnum hafa verið lögð fram frum-
vörp um greiðsluaðlögun á Alþingi
Íslendinga en aldrei hafa þau náð í
gegn jafnvel þótt þingmeirihluti hafi
verið fyrir hendi,“ segir enn fremur á
heimasíðunni. baldur@dv.is
SíðuStu
forvöð
Flestar verslanir reyna nú eftir
fremsta megni að selja þær vörur
sem þær eiga á lagerum. Óvíst
er hvort nýjar vörur verði á sam-
bærilegu verði og þær gömlu.
Það má með sanni segja að nú
séu síðustu forvöð að nýta sér
útsölurnar. Blaðamaður DV gerði
góð kaup um helgina. Hann fór
í Outlet í Skeifunni og festi kaup
á tvennum Levi’s gallabuxum
á 2.990 krónur samtals. Í næsta
húsi fann hann verslun Regatta
þar sem hlífðarfatnaður er á frá-
bæru verði, svo dæmi séu tekin.
vöruverð
Skal lækka
Neytendasamtökin krefjast þess
að vöruverð lækki í samræmi
við styrkingu krónunnar síðustu
daga. Frá þessu segir á heimasíðu
samtakanna, ns.is. Þar segir að
allt frá 21. janúar hafi helstu er-
lendir gjaldmiðlar lækkað í verði
um 6,5 til 13,9 prósent gagnvart
íslensku krónunni. Innlend-
ir framleiðendur hafa réttlætt
hækkanir með því að hráefnis-
verð hafi hækkað. „Enda hafa
gríðarlegar hækkanir ekki farið
fram hjá neytendum. Neytenda-
samtökin hafa ítrekað krafist þess
að innflytjendur og framleiðend-
ur hafi samræmi í vinnubrögðum
sínum,“ segir enn fremur.
n Viðskiptavinur átti
viðskipti við Pizza Hut í
Smáralind um helgina
og blöskraði verðið.
Hann keypti eina
stóra pitsu sem á var
pepperoni auk fylltra
brauðstanga. Með þessu drakk
hann vatn. Reikningurinn
hljóðaði upp á 4.860 krónur.
n Lofið fær Síminn fyrir góða
þjónustu. Viðskiptavinur þurfit að láta
setja upp internet heima hjá sér
og ákvað að skipta við Símann. Í
skemmstu máli var þjónustan
til fyrirmyndar, allar
tímasetningar stóðust og
viðmótið var eins og best
gerist.
SeNdið LOf eða LaST Á NeYTeNdur@dv.iS
Dísilolía
algengt verð verð á lítra 144,4 kr. verð á lítra 162,8 kr.
Skeifunni verð á lítra 142,8 kr. verð á lítra 159,2 kr.
algengt verð verð á lítra 144,4 kr. verð á lítra 162,8 kr.
bensín
dalvegi verð á lítra 134,3 kr. verð á lítra 152,1 kr.
fjarðarkaupum verð á lítra 138,7 kr. verð á lítra 159,1 kr.
algengt verð verð á lítra 144,4 kr. verð á lítra 162,8 kr.
umSjóN: baLdur guðmuNdSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
el
d
sn
ey
t
i
Þrjú frumvörp á einum degi Neytenda-
samtökin fagna því að frumvarp um greiðslu-
aðlögun sé komið á dagskrá alþingis.
„Ef þú fótbrýtur þig 30. desember og
þarft að borga mér eða öðrum lækni
25 þúsund krónur fyrir læknismeð-
ferð, þá ertu í raun búinn að vinna
þér inn rétt til afsláttarkorts. Þú nýtur
þess hins vegar ekki nema í einn dag
því 1. janúar hafa réttindin þurrkast
út,“ segir Gísli Jónsson, hjartalæknir í
Lækningu í Lágmúla.
Þurrkast út um áramót
Sjúklingar á aldrinum 18 til 70 ára
eiga rétt á afsláttarkorti ef þeir hafa
greitt meira en 25 þúsund krónur í
lækniskostnað á almannaksárinu.
Þetta á við um heimsóknir á heilsu-
gæslustöð, til heimilislæknis, vitjan-
ir lækna, innlagna á sjúkrahús, komu
á slysa- og göngudeild og bráða-
móttöku sjúkrahúsa, svo eitthvað sé
nefnt. Greiðslur sem þarf að greiða
áður en afsláttarkort fæst vegna veik-
inda barna í sömu fjölskyldu eru
8.100 krónur en markið hjá elli- og
örorkulífeyrisþegum er 6.100 krónur.
Nánar má lesa um þetta á tr.is.
Þeir sem þurfa að leita til sérfræð-
inga eða lækna á síðari hluta ársins
njóta afsláttarkortanna ekki í sama
mæli og þeir sem veikjast fyrr á ár-
inu. Þannig getur sá sem þarf lækn-
ismeðferð í desember og janúar þurft
að greiða 50 þúsund krónur áður
en hann hlýtur afsláttarkort á með-
an sá sem veikist að vori til, og þarf
að greiða allt að 25 þúsund krónum
í lækniskostnað, getur nýtt kortið út
árið.
Ætti að gilda í 12 mánuði
Gísla finnst afar óréttlátt gagnvart
sjúklingum að réttindin skuli þurrk-
ast út um áramót. „Þetta á auðvitað
að gilda 12 mánuði fram á við. Fólk
er búið að borga heilmikið í þetta vel-
ferðarkerfi og svona er farið með það.
Þetta kemur sér oft mjög illa fyrir
fólk,“ segir hann en segir að fjölmarg-
ir viti alls ekki að þeir eigi rétt á af-
sláttarskírteinum, hvað þá lyfjakort-
um eða ferðastyrkjum. Hann segist
reyna eftir fremsta megni að skýra
þetta út fyrir fólki en segir að það geti
reynst erfitt þegar mikið er að gera.
Hann undrast hversu illa afsláttar-
kortin eru kynnt. „Mér finnst að regl-
urnar um kortin ættu að vera auglýst
með reglubundnum hætti, til dæmis
í blöðunum,“ segir hann og bætir við
að þann tíma sem hann hafi starfað
hér á landi hafi hann ekki fengið nein
gögn send um það hvernig afslætt-
irnir virka.
Afsláttarkortin send sjálfkrafa
Hjá Tryggingastofnun fengust þær
upplýsingar að stofnunin fái send-
ar upplýsingar um greiðslur sjúk-
linga til allra samningsbundinna
og sjálfstætt starfandi lækna og sér-
fræðinga og greiðslur sjúklinga hjá
Landspítalanum. Þessum upplýs-
ingum sé safnað saman og fólki sé
síðan sent afsláttarkortið auk þess
sem sjúklingum sé endurgreiddur sá
kostnaður eftir því sem við á. Þó var
tekið fram að heilsugæslureikning-
ar standi enn utan við rafrænt kerfi
Tryggingastofnunar vegna þess að
ekki hafi enn verið gengið frá rafræn-
um tengingum. Sjúklingar þurfi því
að halda utan um heilsugæslureikn-
inga sjálfir.
Svakalegur verðmunur
Gísla finnst einnig afleitt að afsláttar-
kort skuli ekki gilda í apótekum. „Það
er svolítið merkilegt. Þú ert kannski
búinn að borga 25 þúsund krónur
fyrir læknisþjónustu en færð eng-
an afslátt af lyfjunum. Síðasta sum-
ar ætlaði ég að kaupa augndropa
og nefúða vegna frjókornaofnæm-
is í fjölskyldunni minni. Ég hafði
til eitt eða tvö þúsund krónur til að
greiða fyrir lyfin og taldi það nægja
fyrir þetta smáræði. Lyfin kostuðu
hins vegar um fimm þúsund. Það er
svakalegur munur á verði á sumum
lyfjum hér og á Norðurlöndunum.
Hér er þetta ekkert niðurgreitt,“ segir
hann að lokum.
„Þetta á auðvitað
að gilda 12 mánuði
fram á við.“
EKKI VERÐA AF
AFSLÆTTINUM
Gísli Jónsson hjartalæknir segir fjölmörgum sjúklingum ókunnugt um rétt sinn til
afslátta í heilbrigðiskerfinu. Hann gagnrýnir skort á upplýsingum til lækna og sjúk-
linga og segir óréttlátt að réttur til afsláttarkorta þurrkist út um áramót. Sjúklingur
sem greitt hefur 25 þúsund krónur á einu almannaksári á rétt á afsláttarskírteini.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Núllast um áramót greiðslur vegna
veikinda barna í sömu fjölskyldu þurfa að
nema 8.100 krónum áður en hægt er að fá
afsláttarkort. um áramót hverfur afslátturinn.
MyND phOtOS.cOM