Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 15
miðvikudagur 11. febrúar 2009 15Umræða Hver er maðurinn? „Sigurbjörn bernharðsson, sonur bernharðs guðmundssonar og rannveigar Sigurbjörnsdóttur.“ Hvar ert þú uppalinn? „Í kópavogi. Ég flutti svo til bandaríkjanna í tónlistarnám þegar ég var nítján ára, árið 1991, og hef búið þar síðan.“ Hvað drífur þig áfram? „Tónlistin. Ég hef spilað á fiðlu síðan ég var fimm ára og kann lítið annað. Þetta er eina lífið sem ég get ímyndað mér og er heppinn að geta fengið að starfa við að spila alla þessa góðu tónlist.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Það er eþíópískur matur. bæði er þetta ótrúlega góður matur og svo er þetta kannski pínu tilfinningalegt því ég bjó í eþíópíu fyrstu fjögur ár lífs míns. Íslenska lambalærið fylgir fast á eftir.“ Hvaða bók/bækur ertu með á náttborðinu þínu? „Ég er að lesa bók sem heitir The echo maker eftir richard Powers og var rétt í þessu að klára Ofsa, bók einars kárasonar.“ Hvert er uppáhaldshúsverkið þitt? „að elda. Stundum finnst mér gaman að vaska upp því maður sér svo fljótt árangurinn eftir sig.“ Hvernig tilfinning er það að vinna Grammy-verðlaun? „Þetta er frábær tilfinning. bæði rosalega skemmtilegt og mikill heiður.“ Var ekki svekkjandi að geta ekki verið viðstaddur afhendinguna? „Jú, en ég vissi fyrir löngu að ég og kvartettinn gætum ekki verið við athöfnina og því sendum við fulltrúa í okkar stað. en það er svo sem margt verra sem hefði getað gerst.“ Eru þessi verðlaun eitthvað sem þig hefur dreymt um lengi? „maður veit alltaf af þeim því þau eru svo fræg. fékk hálfgert sjokk fyrst þegar kvartettinn var tilnefndur. Þá voru þetta orðnar tuttugu prósent líkur og maður því svo sem þannig séð vongóður. en eins og með öll verðlaun þarf maður ofboðslega heppni líka.“ Hvað finnst þér um samskipti forsetaHjónanna í blaðaviðtali portfolio? „mér fannst þetta svolítið asnalegt. fólk verður að passa hvað það segir þegar það er í svona stöðu.“ ElísabEt Gísladóttir 34 ára húSmóðir „mér fannst þetta allt í lagi. hún er einungis að lýsa yfir sjálfstæði sínu.“ róbErt rósmann 52 ára veiðimaður „Þetta hljómaði eins og að vera á góðu þorrablóti. Þorrinn er nú enn þá.“ inGunn raGnarsdóttir 64 ára aTvinnulauS „mér finnst eðlilegt að vera ekki sam- mála, en það er afleitt að blaðamaður skyldi heyra þetta.“ Þórunn nanna raGnardóttir 68 ára ellilÍfeyriSÞegi Dómstóll götunnar siGurbjörn bErnHarðsson fiðluleikari vann grammy-verðlaunin fyrir besta kammermúsíkleikinn. hálfgert sjokk „Ég held að það sé verið að blása þetta upp. mér finnst verið að gera allt of mikið mál úr þessu.“ alfrEd Kristinsson 24 ára nemandi maður Dagsins Til eru þeir sem verja séreignarétt sjávarauðlinda við Íslandsstrend- ur og líkja við séreignarétt húsnæð- is og jarða. Áður sóttu þeir miðin sem vildu og olli litlum vandkvæð- um fyrst í stað. Með stórtækari fiski- skipum gekk þó hratt á auðlindina og mönnum ljóst að hún var tak- mörkuð. Hömlur voru settar á veið- arnar með sjálfbærni í huga. Þessi takmörkun á hvorki við íbúðarhús- næði né jarðnæði og slíkt ekki fyr- irséð. Hinsvegar er spurning hvort menn ættu að geta keypt „landar- eign“ í hafi, merkt sér útviðina og fóðrað fiskinn, ekki ósvipað bænd- um. Segja má að fiskeldi sé for- smekkur þessa. Almennt krefjast seljendur og kaupendur staðfestinga á viðskipt- um sínum. Í þeim kemur fram hverjir standa að, hvað sé verið að kaupa, selja, verð, skilmálar og lánakjör. Ekkert af þessu liggur fyrir varðandi fiskimiðin. Veiðiheimild- ir ganga kaupum og sölum en sjáv- arauðlindin telst enn þjóðareign samkvæmt stjórnarskrá og hvergi að finna endanlegt afsal hennar til einkaaðila. Mjög svo umdeilanleg lög um kvótaframsal gerðu útgerð- um kleift að framselja veiðirétt sinn í hagræðingarskyni og skapaðist þá eftirspurn sem bankarnir notfærðu sér. Niðurstöðu þeirrar helfarar þekkja allir. Séreignaréttur íbúða og jarða hefur reynst ágætlega. Séreigna- réttur fiskimiðanna hinsvegar ekki. Hann bjó til þá blekkingarskriðu sem kaffærir nú heila þjóð. Fimm hundruð milljarða króna skuld sjávarútvegsfyrirtækja vegna end- urtekinna uppkaupa veiðiheimilda hefur skilað þeim sem hættu í tíma ævintýralegum fúlgum en veikt at- vinnugreinina, sjávarbyggðirnar og samfélagið í heild sem þessu nem- ur ásamt því að skila okkur tveim- ur fiskum á land í stað fimm áður. Þetta fyrirkomulag fiskveiða við Ís- landsstrendur hefur gengið sér til húðar og uppstokkun ekki aðeins brýn heldur óumflúin. Breytum véfengjanlegum sér- eignarétti í óvéfengjanlegan nýt- ingarrétt til ákveðins tíma, tengjum þennan rétt byggðunum og seljum hæstbjóðanda. Þetta mætti reyna í fimm ár og endurskoða svo. Eignaréttur kjallari lÝður Árnason heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Séreignaréttur íbúða og jarða hefur reynst ágætlega. Séreigna- réttur fiskimiðanna hinsvegar ekki.“ svona er íslanD 1 davíð laumaðist í bankann milli 30 og 40 mótmælendur eru nú fyrir utan Seðlabankann og er þetta annan daginn í röð sem mótmælendur taka sér stöðu við Seðlabankann. 2 Vændi við hliðina á lögreglu- stöðinni Catalina mikue ncogo gerir út fjórar erlendar vændiskonur í íbúð á hverfisgötu, samkvæmt heimildum dv. 3 segir davíð hafa lekið upplýsingum til agnesar Sigurður einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður kaupþings, segist ekki hafa getað treyst davíð Oddssyni seðlabankastjóra vegna þess að trúnaðarsamtöl við hann rötuðu gjarnan inn á síður morgunblaðsins. 4 u-beygja kostaði fjórar milljónir anna bára reinaldsdóttir lenti í alvarlegum árekstri við rútu í maí í fyrra. 5 „burtu með þig“ „davíð Oddsson ef þú ert inn í bankanum, komdu þá út og vertu með okkur, burtu með þig.“ 6 Hótanir og agavald davíðs Stjórnunarstíll davíðs Oddssonar var umdeildur í tíð hans sem borgarstjóra og síðar forsætisráðherra. 7 Ástareyjan uppgötvuð með Google Earth eigandi lítillar eyjar í adríahafi hefur vart undan að svara fyrirspurnum frá áhugasömum elskendum eftir að í ljós kom, með hjálp google earth, að eyjan er fullkomlega hjartalaga. mest lesið á dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.