Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 14
Hælbítar og hýenur keppast nú við að níða skóinn af okk-ar forkunnarfögru og indælu forsetafrú. Menn hneykslast á henni við hvert tækifæri og láta í það skína að Dorrit Moussaieff gangi ekki í takt við íslenskt þjóð- félag, sé jafnvel Marie Antoinette okkar tíma. Hjartað sekkur í Svart- höfða í hvert skipti sem þessar raddir heyrast, því sjaldan eða nokkurn tíma hefur jafn glæsileg og jafn alþýðleg kona prýtt íslenskt þjóðlíf. Svarthöfði verður nefnilega að gera smá játningu í þessum skrifum sínum. Svarthöfði er bálskotinn í forsetafrúnni. Svo hefur hún heillað hann með líflegri og föl- skvalausri framkomu sinni. Í gamla daga réð alvarleikinn ríkjum á Bessa- stöðum, í dag ríkir þar líf og fjör. Og engum er meira að þakka þessi umskipti en Dorrit Moussaieff sem hef- ur svo sannarlega verið lyfti- stöng fyrir land og þjóð. Auð- vitað verða einhverjir til að kvarta undan því að ríkidæmi hennar sé ekki í neinum takt við þær þreng- ingar sem Íslendingar ganga nú í gegnum. Og vissulega er ekki algengt að sagt sé frá því í viðtölum við fyrirmenni þjóðarinnar að þau hafi verið tekin við borð sem svignuðu und- an kræsingunum, léttu víni og dýrum kavíar. Óneitanlega eru þeir til sem sjá aldrei lengra en þetta, sjá rautt eins og dulu væri veifað frammi fyrir nauti. En fólk verður nú stundum að sætta sig við að öllu því góða fylgir oftast eitthvað sem rís ekki jafn hátt. Og auð- vitað er það líka þannig með okkar frábæru forsetafrú. Dorrit hefur verið hvers manns hugljúfi árum saman. Þeir sem fylgst hafa með lífinu á Bessa- stöðum hafa séð hversu mjög hefur birt yfir forsetaembættinu síðan þessi gleðigjafi kom til sögunn- ar. Hvar sem hún hefur birst hef- ur mátt treysta því að fólk verður brosmildara en ella. Hún bregður á leik og skemmtir fólki. Um hana má óneitanlega segja að hún geti náttmyrkri í birtu breytt. Þess vegna er svo mikilvægt að fólk hreki hana Dorrit okkar ekki úr landi. Þrátt fyrir að illa gangi í efnahagsmálum og einhverjum sárni ummæli hennar verðum við að gera okkur grein fyrir því að íslenskt samfé- lag væri fátækara án Dorritar. miðvikudagur 11. febrúar 200914 Umræða Don’t go Dorrit! svarthöfði spurningin „Mér finnst bara fínt og krúttlegt hjá þeim að koma fram eins og þau eru.“ Séra Þórhallur Heimisson hefur sérhæft sig í styrkingu hjónabanda og sér enga ástæðu til að hafa áhyggjur af forsetahjónunum þótt þau hafi orðið ósammála í tímaritsviðtali. Þarf Þjóðin að hafa áhyggjur af hjónabanDi forsetans? sandkorn n Sigurður Einarsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Kaup- þings, var ómyrkur í máli um Davíð Oddsson í blaðagrein í gær. Vísaði Sigurður til leka- tækni úr Kaupþingi sem rekja mætti til aðila sem tengjast Davíð. Í því samhengi má benda á að Styrmir Gunnars- son, fyrrver- andi Mogg- aritstjóri, hefur verið sem grár skógarköttur í Seðlabankanum. Agnes Bragadóttir, blaðamað- ur Moggans, hefur komist í lánabók Glitnis auk þess sem blað hennar hefur skúbbað inn- anhússmálum úr Kaupþingi. n Bjarni Benediktsson, al- þingismaður og formannsefni Sjálfstæðisflokksins, er kominn á fulla ferð í kosningabaráttu sinni. Í síð- ustu viku brá hann undir sig betri fæt- inum og skellti sér til Vestfjarða þar sem hann og Illugi Gunnarsson, alþingis- maður og fóstbróðir hans, hittu lykilmenn og tryggðu stuðning í formannskosningunum. Bjarni hélt síðan heim fyrir helgina en Illugi var hrókur alls fagnaðar á Stútungi, þorrablóti Flateyr- inga. n Björn Ingi Hrafnsson, fyrr- verandi viðskiptaritstjóri Frétta- blaðsins, leggur nú nótt við dag við að koma á fót nýjum frétta- vef sínum. Reiknað er með að vef- urinn fari í loftið í byrj- un næsta mánaðar. Víst er að samkeppn- in eykst með tilkomu hans en Björn Ingi þykir naskur á að ná upp frétt- um sem aðrir finna ekki. Vef- urinn á að vera hlutlaus en þó í samkeppni við amx.is, hægri vef sem leggur mest upp úr að hampa málstað öfgasinna. Gárungar hafa lagt til að vefur Björns Inga heiti bmx.is en það mun ekki verða. n Uppákoma forsetahjónanna, Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar Moussaieff, í tímarita- viðtali á dögunum hefur vakið gríðarlega athygli. For- setafrúin virðist vera um það bil að fá nóg af dvölinni á kreppu- kvaldri eyju í norður- höfum. Bjartsýnustu aðdáend- ur Dorritar telja þó að deilur hennar og Ólafs séu einung- is stormur í vatnsglasi og þau muni ná fullum sáttum. LyngháLs 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: útgáfufélagið birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Fífl á heimsvísu Leiðari Alþingismenn Íslands eru óðum að sanna sig sem vitleysingar sem láta einkasjónarmið ganga fyrir þjóðarhagsmunum. Á með- an efnahagur landsins stendur í ljósum logum gerir þingheim- ur fátt annað en karpa um mál sem þjóðina skipta engu. Um- ræðan á Alþingi er með yfir- bragð málfunda í grunn- skóla. Átakalínur standa um vegtyllur í þinginu og að leyfa afleitum embættismönnum að sitja í embætt- um. Sjálfstæðis- menn eyða dýr- mætum tíma, sem ætti að fara í björg- unaraðgerðir, til að verja alræmdan seðlabankastjóra sem gerir Íslend- inga að fíflum á heimsvísu. Skoðanakannanir sýna ótvírætt að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að stjórn Seðlabankans víki. Samt eru flokksbræð- ur formanns bankastjórnar lagstir í vörn gegn því að þjóðarvilja verði framfylgt. Þetta gera þeir þrátt fyrir að hafa sjálfir reynt án árangurs að fá seðla- bankastjórann til að víkja sjálfviljugan. Það má til sanns vegar færa að minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hafi staðið illa að samskiptum við þríeykið í Seðlabankanum. Bréfaskipti með ósk um að þeir hætti sjálfir störfum bera þess einkenni að vera vanhugsuð. Tveir af þremur óþurft- armönnum í Seðlabankanum neita að fara. Þeir eru sem hústökumenn í Svörtuloftum Seðlabankans þar sem þeir sitja gegn vilja meirihluta þjóðarinnar. Það er lágmarks- krafa til Alþingis að brottnám bankastjór- anna gangi sem fljótast fyrir sig svo þingið geti farið að sinna nauð- synlegum störfum. Leik- hús fáránleikans á ekki við á þessum viðsjárverðu tímum þegar Ísland þarf á öllu sínu að halda til að verja megi þjóðarhag frekari áföllum. Framganga pólitískra af- glapa skaðar alla þjóðina. Mál er að ruglinu linni. reynir traustason ritstjóri skrifar: Þeir eru sem hústökumenn í Svörtuloftum. „Síðan brá mér nokkuð þegar ég leit upp og sá bílinn sem þá var kominn inn í anddyrið.“ n Lilju Bjarnadóttur, starfsstúlku í Sveinsbakaríi við Engihjalla, brá heldur í brún í gærmorgun þegar jeppi kom keyrandi inn í anddyri bakarísins. – visir.is „Það mætti halda að stelpurnar væru að reyna að ríða niður veggina.“ n Íbúi á Hverfisgötu sem hefur orðið fyrir miklu ónæði vegna starfsemi fjögurra erlendra vændiskvenna. - DV „Við eigum ekkert sameiginlegt.“ n Dorrit Moussaieff í viðtalinu fræga um að hún og Ólafur eigi ekki samleið í neinu nema því að tala ensku og renna sér á skíðum. - DV „Hún var ekki hugsuð til að takast á við kreppuhrun.“ n Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, um verðtrygginguna. - DV „Settlegar en sexí myndir. Engin brjóst eða neitt þannig.“ n Ásdís Rán aðspurð hvort myndirnar í Maxim-tímaritinu komi til með að vera nektarmyndir eður ei. - DV bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.