Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 17
„Hefnd ... ég vil ekki nota það orð en auðvitað förum við í alla leiki til að vinna þá,“ sagði Ólafur Jóhannesson við DV í gær um vináttulandsleik Ís- lands og Liechtenstein sem fram fer á La Manga í kvöld. Svarið kom við spurningu blaðamanns um hvort ekki ætti að hefna ófaranna þegar Ís- land gerði sig að athlægi með 3-0 tapi fyrir Liechtenstein í síðustu undan- keppni undir stjórn Eyjólfs Sverr- issonar. „Við töpuðum síðast fyrir þeim og gerðum jafntefli á undan því þannig vonandi vinnum við núna,“ sagði Ólafur en aðstæður á La Manga eru eins og bestar verða á kosið. „Hér er milt og gott veður, vellirnir frábærir og aðstaðan öll til fyrirmyndar.“ Aðrir fá tækifæri Dagurinn á morgun er al- þjóðlegur leikdagur og gat Ólafur því valið úr öllum þeim mönn- um sem hann vildi. Þetta er jafnframt síðasti alþjóðlegi leikdagurinn þar til Ísland sæk- ir Skota heim í undankeppni Heimsmeist- aramótsins 1. apríl og það er ekkert grín. „Það er fínt ástand á mönn- um og ég get valið úr öll- um þeim sem ferðuð- ust hingað. Það eru allir heilir. Kristján Örn [Sigurðsson] og Heiðar Helguson duttu þó út vegna meiðsla. Þeirra fjarvera er bara kærkomið tækifæri fyrir aðra að fá leik þó að það sé auð- vitað slæmt að missa þá,“ sagði Ólafur við DV um hópinn. Enginn sérfræðingur Gunnleifur Gunnleifsson, mark- vörður landsliðsins, er nýgenginn í raðir FC Vaduz frá Liechtenstein og horfði á 1-1 jafnteflisleik liðsins um helgina. Aðspurður hvort hann væri ekki orðinn sérfræðingur um knatt- spyrnu í Liechtenstein svaraði Gunn- leifur hlæj- andi: „Nei, ég segi það nú ekki.“ Lít- ið var rætt um leikinn á morg- un hjá Vad- uz um helg- ina. „Það eru bara tveir eða þrír landsliðs- menn Liecht- einstein í Vaduz og allavega tveir eru meiddir. Það var því ósköp lítið verið að spá í þetta,“ sagði Gunnleifur við DV í gær. Hálfgerð niðurlæging Landsliðið æfði í fyrrakvöld með öllum hópnum og aftur í gærmorg- un og sagði Gunnleifur góðan anda í hópnum. Sjálfur hefur hann ekki leikið mikið að undanförnu. „Ég hef verið að spila einhverja æfingaleiki með HK. En ég er í fínu formi og hef haldið mér vel við sjálfur. Ég er al- gjörlega klár í þennan leik,“ sagði Gunnleifur sem vill hefna tapsins í Liectenstein. „Það þýðir ekkert ann- að. Þetta er á bakinu á fólki heima þannig að við verðum að gera betur og vinna leikinn. Ég man alveg eft- ir þessum leik og þetta var hálfgerð niðurlæging. Við ætlum að gera bet- ur núna,“ sagði Gunnleifur Gunn- leifsson. miðvikudagur 11. febrúar 2009 17Sport Ræð ekki hvað fólk segiR um mig Nýstirnið í formúlu 1, Þjóðverjinn Sebastian vett- el, lætur stóru orðin sem hafa fallið um hann undanfarið lítið á sig fá. vettel skaust upp á stjörnuhim- ininn á síðasta tímabili með frábærum sigri á monza-brautinni og hefur bernie eccelstone sagt hann manninn sem fólk eigi að fylgjast með. Þá hefur samlandi hans og sjöfaldur heims- meistari í greininni, michael Schumacher, sagt hann eiga eftir að vinna heimsmeistaratit- il. „Ég get ekki ráðið hvað öðru fólki finnst eða segir um mig en ég reyni alltaf að ná sem bestum úrslitum. aðalatriðið hjá mér er að einbeita mér að því að halda áfram að læra á nýja bílinn og mig sjálfan sem ökumann. ef það breytir áliti fólks verður bara svo að vera,“ segir vettel sem nú þegar er kallaður Schumi 2 í þýskum miðlum. ToRRes lengi í liveRpool barcelona er sagt vera að undirbúa risatilboð í spænska framherjann fernando Torres hjá Liverpool en hann segist hafa engar áætlanir um að yfirgefa félagið. „Ég sé ekki fyrir mér að spila með real madrid, barcelona, Chelsea eða nokkru öðru liði. Ég er með langan samning við Liverpool og sé fyrir mér að spila áfram með því,“ sagði Torres á blaðamannafundi í gær. Torres er í spænska landsliðinu sem mætir englandi í æfingaleik í kvöld. hughes ósáTTuR mark Hughes, knattspyrnustjóri manchester City, er ósáttur við bannið sem Shaun Wright-Phillips var dæmdur í samkvæmt mynd- bandi eftir leik liðsins gegn Stoke. rory delap sparkaði þar Wright- Phillips niður og fékk réttilega rautt spjald. Sá stutti brást illa við, sparkaði frá sér, en dómari leiksins sá ekki atvikið. Hann hefur núna verið réttilega dæmdur í þriggja leikja bann. „við erum að missa Shaun í jafnlangan tíma og Stoke missir delap. Það finnst mér ekki rétt ef maður ber saman brotin. Shaun er að fá mjög harða meðferð miðað við það sem hann gerði af sér,“ segir Hughes. umSjóN: TómaS Þór ÞórðarSoN, tomas@dv.is / SveiNN Waage, swaage@dv.is 4.500 kRónuR á hampden paRk miðasala er hafin á leik Skotlands og Íslands sem fram fer 1. apríl á Hampden Park-leikvanginum í glasgow. Þeir Íslendingar sem hafa áhuga á að fylgja landsliðinu til Skotlands geta keypt sér miða í gegnum heimasíðu knattspyrnu- sambands Íslands, ksi.is, en miðinn kostar 4.500 krónur. Skoskir áhorfendur mynda ávallt mikla stemningu og sungu tvö þúsund þeirra og trölluðu stanslaust á Laugardalsvellinum í haust. má margfalda það tuttugu og fimm sinnum til að finna út stemninguna sem myndast alltaf á Hampden Park en sá magnaði þjóðarleikvangur Skota tekur yfir 50.000 manns. Íslenska landsliðið í knattspyrnu fær tækifæri til að hefna stórslyssins í Liechtenstein þar sem liðið tapaði í síðustu undankeppni fyrir heimamönnum, 3–0. Liðin mætast í æfingaleik á La Manga á Spáni í kvöld. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is viðRaR vel Til hefndaR Gunnleifur Gunnleifsson er klár í leikinn og vill hefna fyrir tapið. MyNd KRiSTiNN MAGNúSSON Tekið á því fyrirliðinn Hermann Hreiðarsson stýrir slagsmálum á æfingu. MyNd KRiSTiNN MAGNúSSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.