Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 12
Sophie Waller hræddist tannlækna eftir að hafa verið skorin í tungu við tannskoðun þegar hún var fjögurra ára. Þegar hún var átta ára fór hún til tannlæknis til að láta draga úr sér eina barna- tönn. Allar átta barnatennur hennar voru dregnar úr henni og í kjölfarið neitaði hún að opna munninn. Hún dó tuttugu og þremur dögum eftir aðgerðina. miðvikudagur 11. febrúar 200912 Fréttir Eluana Englaro látin Ítalska konan Eluana Englaro, sem hefur verið þungamiðja í umræð- um um rétt fólks til að deyja, lést í vikubyrjun. Englaro, 38 ára, hafði verið heila- dauð síðan hún lenti í bílslysi árið 1992. Fyrir nokkrum dögum var hún flutt á einkastofnun í kjölfar úrskurðar hæstaréttar um að henni skyldi leyft að deyja, en ekki haldið á lífi með þar til gerðum tækjum. Eluana Englaro varð bitbein þeirra sem eru fylgjandi líknardrápum og andstæðinga þeirra. Páfinn hafði lýst úrskurði réttarins sem „við- urstyggð“ og bað Guð að fyrirgefa þeim sem bæru ábyrgð á dauða hennar. Framundan er 85. afmælisdagur Ró- berts Mugabe, forseta Simbabves, og náhirð hans í Zanu-flokknum er ákveðin í að 21. febrúar verði dagur sem hann muni aldrei gleyma. Undanfarna daga hafa meðreiðar- sveinar Mugabes farið vítt og breitt í leit að „frjálsum framlögum“ frá fyrir- tækjum og hafa skrifað upp óskalista sem er ótrúlegur í ljósi þess að millj- ónir manns lifa af vegna alþjóðlegrar matvælaaðstoðar, atvinnuleysi er 94 prósent og kólera herjar á sveltandi almenning. Á lista sem breska dagblaðið �imes kom höndum yfir er meðal annars að finna 2.000 kampavínsflöskur og þá helst Moët & Chandon eða Boll- inger frá 1961, 8.000 humra, 100 kíló af rækjum, 4.000 skammta af kavíar, 8.000 öskjur af Ferrero Rocher-súkku- laði, 3.000 endur. Þeim sem frekar kjósa að láta fé af hendi rakna er bent á hægt sé að leggja „frjáls framlög“ að upphæð 45.000 til 55.000 bandaríkjadala inn á reikning sem skráður er á 21. febrú- ar-hreyfinguna, en það er æskulýðs- stofnun sem stjórnað er af Zanu-flokk Róberts Mugabe og skírskotar nafn hennar til afmælisdags forsetans. Vestræna diplómata og hjálpar- starfsfólk setti hljóða þegar þau börðu listann augum og sögðu að ráðamenn „væru annaðhvort með öllu ómeðvit- aðir um ástandið í landinu“ eða þeim „stæði gjörsamlega á sama“. Ráðherra vísinda og tæknilegrar þróunar, Zhuwawo, deilir ekki þeirri skoðun. „Þetta er mikilvægur dagur fyrir Simbabvebúa, að fagna lífshlaupi okkar mikilfenglega leiðtoga og hetju Afríku,“ sagði hann. Hann sagði að viðburðurinn yrði jafnvel til þess að fé safnaðist til handa þeim sem minna mættu sín. Ollu þau ummæli mikilli reiði eins fræðimanns sem sagði að þar yrði um að ræða alla Simbave- búa sem ekki yrði boðið og að flestir myndu sennilega sætta sig við óhófið svo fremi sem það yrði það síðasta af hálfu Róberts Mugabe. Ekkert skal til sparað svo afmæli Roberts Mugabe verði sem eftirminnilegast: Óhóf í skugga hungursneyðar Róbert Mugabe Skósveinar hans leita eftir „frjálsum framlögum“ vegna afmælis hans. Mál átta ára stúlku sem lést árið 2005 er nú til rannsóknar á Englandi. Stúlk- an, Sophie Waller, þjáðist af ofsa- hræðslu við tannlækna og svalt í hel því hún vildi ekki opna munninn eft- ir að tannlæknir hafði dregið úr henni átta barnatennur. Sophie Waller neitaði að borða, neyta drykkjar eða tala eftir að tenn- urnar voru dregnar úr henni og dó á heimili sínu vegna nýrnabilunar af völdum ofþornunar tuttugu og þremur dögum eftir aðgerðina. Háttsettur læknir við konunglega Cornwall-sjúkrahúsið í �ruro hefur viðurkennt að Sophie hafi orðið fórn- arlamb umönnunar sem ekki stand- ist kröfur. Læknirinn, John Ellis, sagði við réttarrannsóknina að dauði Sophie hefði haft víðtæk áhrif á öllum trún- aðarstigum innan veggja sjúkrahúss- ins. „Ég hef innleitt breytingar sjálfur,“ sagði Ellis. Fékk skurð á tungu Að sögn móður stúlkunnar, Janet Wall- er, varð Sophie sjúklega hrædd við tannlækna eftir að hún var óvart skor- in í tunguna við tannskoðun þegar hún var fjögurra ára. Þegar ein barnatönn losnaði þegar Sophie borðaði sælgæti kaus hún frekar að hætta að borða en að láta tannlækni líta á það. En að lok- um fóru foreldrar hennar með hana á sjúkrahús, þar sem �amsin Hearle, sér- fræðingur í tannlækningum barna, dró allar barnatennur úr Sophie og sagði að undirskrifuð hefði verið beiðni þar að lútandi. „Vegna þess að Sophie vildi ekki opna munninn til skoðunar vildi ég útiloka frekari vandamál vegna tannvandamála,“ sagði Hearle. Janet Waller, sem er barnahjúkrun- arfræðingur, sagði að dóttir sín hefði orðið eyðilögð þegar hún komst að því að tennurnar höfðu verið dregnar úr henni. „Ég hafði skrifað undir skjal til samþykktar því að ein tönn yrði fjar- lægð, ekki átta. Hún var ekki hrifin af tannlæknum fyrir og var því í miklu uppnámi. Blóð rann niður andlit henn- ar. Þetta var hræðilegt fyrir hana. Fljót- lega þurfti hún næringarslöngu því hún hætti að borða og drekka,“ sagði Janet Waller. Fullvissuð um að allt yrði í lagi Shopie var á sjúkrahúsinu um ellefu daga skeið og fékk næringu í gegnum slöngu, en var síðan útskrifuð og send heim. Heim komin neitaði Sophie enn að opna munninn og þegar foreldrar hennar reyndu að mata hana neitaði hún að kyngja. Janet Waller sagði við réttarrann- sóknina að hún hefði reynt að fá So- phie lagða inn á sjúkrahúsið aftur, en hefði þá verið sett í samband við Kerry Davidson barnasálfræðing. Kerry Dav- idson fullvissaði Janet um að Sophie myndi jafna sig og sagðist myndu líta til hennar í næstu viku. Richard Waller, faðir Sophie, sagði að þau hefðu árangurslaust reynt að útvega Sophie þá hjálp sem hún þurfti eftir því sem ástandi hennar hrakaði. „Ég hringdi í Kerry Davidson daglega, stundum tvisvar á dag, til að láta hana vita hve illa hún [Sophie] liti út. Ég bað hana ítrekað um að koma en hún sagði að hún myndi gera það í næstu viku og að það væri engin ástæða til að hafa áhyggjur,“ sagði Richard. Ekkert aðhafst „Ég var svo áhyggjufullur að ég ákvað að fara með hana á sjúkrahúsið. Við vorum á leið út um dyrnar þegar við fengum skilaboð um að koma ekki,“ sagði faðir Sophie. Foreldrar Sophie sögðu við réttarrannsóknina að þau hefðu hringt á sjúkrahúsið, en þeim hefði verið sagt að Sophie væri nú á könnu Kerry Davidson. Janet Waller sagði að hún hefði skilið það á þann hátt að Kerry Davidson bæri nú ábyrgð á aðhlynningu Sophie. „Ég sagði Kerry að hún [Sophie] sygi watnsmelónu; hún sagði mér að það nægði til að halda henni á lífi,“ sagði Janet. „Auðveldlega hefði verið hægt að komast hjá dauða Sophie ef við hefð- um farið á sjúkrahúsið í stað þess að fara að ráðum þessarar konu, ef ég hefði sagt: Nei, við förum samt,“ sagði Richard Waller. Þegar Sophie lést var hún orðin svo magnvana að hún gat ekki gengið, hún var farin að missa hárið og húðin flagnaði af henni. Við réttarrannsókn- ina kom fram að hún hafði tapað ellefu kílóum, nánast einum þriðja hluta eig- in þyngdar. Sophie lést í rúmi sínu á heimili fjöl- skyldunnar í St. Dennis í Cornwall, 2. desember 2005. Barnameinafræðingurinn Marie Ann Brundler sagði að banamein So- phie hefði verið nýrnabilun vegna sveltis og ofþornunar. Réttarrannsókn vegna Sophie Wall- er er ekki lokið. „Ég hafði skrifað und- ir skjal til samþykkt- ar því að ein tönn yrði fjarlægð, ekki átta. Hún var ekki hrifin af tann- læknum fyrir og var því í miklu uppnámi. Blóð rann niður andlit henn- ar. Þetta var hræðilegt fyrir hana. Fljótlega þurfti hún næringar- slöngu því hún hætti að borða og drekka,“ sagði Janet Waller. Óttaðist tannlækna KolbEinn þoRstEinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is tannlæknir Ótti við tannlækna er ekki með öllu óþekkt fyrirbæri. Janet Waller með mynd af dóttur sinni, Sophie.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.