Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 9
miðvikudagur 11. febrúar 2009 9Fréttir Gæðabakstur ehf. Álfabakka 12 | 109 Reykjavík | S: 545 7000 Veljum íslenskt Gæða kleinur Orku- kubbur gott í dagsins önn... CATALINA RAK ANNAÐ HÓRUHÚS Í HAFNARFIRÐI íbúð Catalinu daginn áður höfðu ver- ið tilkynnt til lögreglu. Nágrannar Ca- talinu höfðu talað sig saman um það á mánudeginum að reyna að koma henni út úr húsinu með því að kvarta við Húseigendafélagið út af henni. „Catalina hótaði mér öllu illu. Hún sagðist ætla að fara og kaupa bensín og kveikja í stigaganginum. Ég sagði henni þá að hún væri að hóta því að drepa fólkið í blokkinni en þá sagði hún mér að hún ætlaði bara að kveikja í stigaganginum,“ segir nágranninn en samskiptin áttu sér stað á meðan Catalina var að ryksuga stigaganginn. „Ég fékk ekki að svara henni því Catalina hélt áfram að ryksuga svo ég gæti það ekki. Þá tók ég ryksuguna úr sambandi og sagði við hana að ég gæti ekki heyrt í henni. Þá vafði hún ryksugusnúrunni utan um hnúann á sér og sló mig í andlitið. Hún reif í hárið á mér og lamdi og lamdi aftur í hausinn á mér. Svo ætlaði hún að slá mig aftur en þá var gengið á milli og komið í veg fyrir það,“ segir nágrann- inn. Hún segir að Catalina hafi í kjöl- farið hótað að drepa hana. Nágranninn segist hafa kært árás Catalinu til lögreglunnar eftir að hafa leitað sér aðstoðar á sjúkrahúsi vegna mars á andliti sem hann varð fyrir í árásinni. Nágranninn segist ekki hafa heyrt neitt frá lögreglunni út af rannsókn málsins. Hann segir lögregluna hafa komið aftur og aftur í húsið en hafa enn ekkert gert. „Ég er ekki sátt við að lög- reglan komi hingað hvað eftir annað og geri bara ekki rass- gat,“ segir íbúinn sem sett hefur íbúð sína á sölu vegna ástands- ins í húsinu. Ekki gefið upp hvort lög- reglan rannsaki Akurvelli Svanhvít Eygló vill ekki gefa upp hvort lögreglan rannsaki einnig vændisstarfsemina í íbúðinni á Akurvöllum. Friðrik Björgvins- son, yfirlögregluþjónn hjá rann- sóknardeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, getur heldur ekki gefið upp hvort lögreglan rannsaki íbúðina á Akurvöllum. Hann segist heldur ekki geta rætt um kæruna á hendur Catalinu vegna lík- amsárásarinnar því hann þekki ekki málið. Svanhvít segir stutt síðan byrjað hafi að sjást til Catalinu Mikue Ncogo í húsinu á Hverfisgötunni. Það leið- ir líkum að því að vændisstarfsemin hafi áður verið í Hafnarfirði. „Þetta er nýtilkomið varðandi hana Catalinu, að hún sé að koma niður á Hverfis- götuna,“ segir Svanhvít. Aðspurð seg- ir Svanhvít að „það virðist ekki vera“ að Catalina hafi farið að venja komur sínar mikið í húsið fyrstu vikur leigu- tímans. Eigandi íbúðarinnar á Hverfis- götu segist ekkert vita Íbúðin á Hverfisgötu hefur verið í út- leigu til eins mánaðar síðan 15. jan- úar, að sögn Gísla Hermannsson- ar, eiganda hennar. Gísli segist hafa leigt íbúðina út með smáauglýsingu í dagblaði til konu sem heitir Kristín Erlendsdóttir. Hann segist ekki hafa vitað að íbúðin væri notuð sem hóru- hús. Gísli segist aðspurður ekki kann- ast við Catalinu Mikue Ncogo og að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki haft samband við sig út af mál- inu. Íbúð Gísla í húsinu á Hverfisgötu 105, þar sem vændið fer fram, var seld á nauðungaruppboði í gær, sam- kvæmt íbúa í húsinu. Catalina kærð í dag Catalina verður kærð til lögreglunnar í dag eftir að hún hótaði blaðamanni DV vegna umfjöllunar blaðsins um hóruhúsið á Hverfisgötu. Hún hringdi í blaðamann í gær eftir að fréttin um málið hafði birst í blaði gærdagsins. Catalina sagði blaðamanni að hún ætlaði í mál við DV vegna umfjöllun- arinnar um hóruhúsið. „Ef þú skrifar eitthvað meira kjaftæði um mig aftur, þá skaltu eiga mig á fæti og þú kemst í vandræði. Ég er mjög reið og mun elta þig,“ sagði Catalina. Aðspurð hvort hún væri að hóta blaðamanni sagði Catalina: „Þú getur sagt lögreglunni það að ég sé að hóta þér. Hún þekkir mig. Ég er að hóta þér og ég ætla að stöðva þig á slæm- an hátt.“ Miðvikudagur 24. SepteMber 20084 Fréttir InnlendarFréttIrritstjorn@dv.is Örn Árnason Vilja stæðin frá svefnherbergisglugganum „Ég var beðinn um álit hvort mér fyndist gott að láta fækka stæðum, mér fannst það ekki,“ segir Örn Árna- son leikari. Anna Dóra Helgadóttir, sem á íbúð við Bröndukvísl í Reykja- vík, hefur óskað eftir því við borg- ina að færa fjögur bílastæði sem eru undir svefnherbergisglugga henn- ar. Þetta vill hún að verði gert vegna þess að bílaumferð um stæðin truflar nætursvefn í svefnherberginu. Örn segir götuna þrönga og erfitt sé að skera niður í bílastæðamálum. „Þegar það eru afmæli er lagt uppi á götuhornum og úti um allt, þá eru engin stæði við húsin. Ég er ekkert að leggjast gegn því að fólkið fái næt- urfrið, ég hlýt að hugsa um heildar- myndina,“ segir Örn. Hann bend- ir einnig á að fólk noti stæðin undir fellihýsi, hjólhýsi og ýmislegt fleira. Skipulagsráð Reykjavíkur hef- ur sent íbúum í nágrenninu bréf svo þeir geti lýst skoðunum sínum á hvort færa eigi bílastæðin sem eru undir glugganum á annan stað í göt- unni. „Ef þau verða færð á svæð- ið hér fyrir neðan fara þau bara fyr- ir framan stofugluggann hjá næsta nágranna, þetta er svolítið þrútið að finna stæði fyrir bílana. Það gæti orð- ið fjandi erfitt að komast út úr göt- unni,“ segir Örn. Allir aðilar sem gerðu athuga- semdir við grenndarkynningu mót- mæltu fækkun bílastæða og færðu fyrir því ýmiss konar rök. Fundað var um málið á fundi skipulagsráðs 16. september og er lagt til að fyrir- komulagi bílastæða verði breytt og gerð verði miðeyja (tvö stæði) milli bílastæða til að koma til móts við óskir íbúa Bröndukvíslar 18. Einnig er gerð tillaga að því að tvö ný stæði verði við enda þessara almennu bílastæða. Þannig mun heildar- fjöldi almennra bílastæða við botn- langa Bröndukvíslar verða óbreytt- ur frá því sem var eða tíu almenn bílastæði. Örn Árnason einn margra íbúa sem eru ósáttir við breytingu á deiluskipulagi þar sem fækka á bílastæðum í götunni. „Við erum dauðhræddar allan sólarhringinn og þorum varla að fara að sofa. Við verðum að fá hjálp,“ segir Cristina Asangono Mba, stúlka frá Miðbaugs-Gíneu í Afríku, sem er búsett hér á landi. Hún segir að í byrjun septemb- er hafi þrír karlmenn ruðst inn á heimili hennar og ráðist á hana og þrjár sambýliskonur hennar. „Þeir hótuðu okkur með hníf- um og rústuðu íbúðinni. Síð- an stálu þeir tölvu, peningum, öllum skilríkjunum okkar og vegabréfunum líka.“ Fá morðhótanir Cristina og sambýliskon- ur hennar leituðu til lög- reglunnar í framhaldinu en henni finnst rannsókn máls- ins ganga hægt. „Lögreglan gerir ekkert til að hjálpa okk- ur. Við erum varnarlausar.“ Að sögn Cristinu telur hún mennina hafa verið á vegum afrískrar konu sem hún þekkir lítillega. „Hún vill að við förum aftur heim til okkar. Við höfum samt ekkert gert henni. Ég held að henni sé bara illa við að hérna séu aðrar svartar kon- ur. Hún heldur að hún sé einhver prinsessa.“ Eftir árásina hafa þær fengið símtöl og sms frá konunni þar sem hún krefst þess að þær borgi hundrað þúsund krónur fyrir hvert vegabréf. Crist- ina vinnur á Landspítal- anum og launin eru ekki há. „Við eigum ekki svona mikla peninga. Hún seg- ist ætla að láta drepa okk- ur ef við borgum ekki eða förum burt.“ Án sjúkratryggingar Marcelina Felicid- ad Obono er ein sam- býliskvenna Cristinu. Hún segist hafa verið með barni en misst fóstur eft- ir árásina og telur henni um að kenna. Marcelina er ekki íslenskur ríkisborgari og hefur enga sjúkratrygg- ingu. Hún segist þurfa á læknishjálp að halda en hafa ekki efni á að borga fyrir hana hér. Því þurfi hún vegabréfið sitt til að kom- ast til Spánar þar sem hún hefur verið búsett, og leita læknis þar. Marcelina lá mest fyrir þegar blaðamann bar að garði og virtist heldur lasleg. Eftir árásina neyddist hún til að fara á spítala og þarf að greiða tugi þúsunda fyrir heimsóknina. Neitar sök Dóttir Franciscu Isabel Angue var búsett með þeim stúlkum en hún er nú farin aftur til Spánar. Hún var þó eitt fórnarlamb árásarinnar að sögn móður hennar en þar sem vegabréfinu hennar var ekki stolið ákvað hún að fara af landi brott. Cristina hefur hins vegar engan áhuga á að flytja burt. Henni þyk- ir gott að búa á Íslandi en finnst óásættanlegt að þurfa að lifa í stöð- ugum ótta. DV ræddi einnig við íslenskan vin Cristinu sem hefur aðstoðað þær við að vekja athygli lögreglu á málinu þar sem hann þekkir kerfið hér betur en stúlkurnar. Lengi vel fannst honum lögreglan skella við skollaeyrum en segir hana nú vera farna að taka við sér. Í samtali við DV neitar konan, sem stúlkurnar bera þessum sök- um, að tengjast árásinni á nokk- urn hátt en svo virðist sem illindi hafi verið þeirra á milli í einhvern tíma. Hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu fæst staðfest að stúlkurnar hafi leitað til lögreglu vegna máls- ins en ekkert fæst uppgefið um efn- isatriði þess. Cristina Asangono Mba MISSTI FÓSTUR EFTIR HNÍFAÁRÁS ErlA HlyNsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is óttaslegnar Francisca isabel angue, Cristina Nfono Mba, Marcelina Felicidad Obono og Cristina asangono Mba. Þær segjast búa við stöðugan ótta eftir að ráðist var inn á heimili þeirra en lögreglan bregðist seint og illa við. ógnað konurnar segja að þeim hafi verið ógnað með hnífum við árásina. Hnífakastari enn til rannsóknar „Við reiknum með að ljúka rannsókn í þessari viku,“ seg- ir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, um mál manns sem grunaður er um að hafa beitt þrjú börn sín hrottalegu ofbeldi og notað hníf á eitt þeirra. Í samtali við DV í vikunni sagði Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, að hann hefði aldrei áður heyrt um mál þar sem eggvopnum væri beitt á börn. Þetta væri því einstakt í sögu barnaverndar á Íslandi ef rétt reynist. Alcan vill skaðabætur Fyrirtaka í skaðabótamáli Alcan á Íslandi gegn olíufélög- unum Olís, Keri og Skeljungi fór fram í gær. Samkvæmt matsgerð sem lög var fyrir í málinu í upphafi mánaðarins nam tjón Alcan vegna sam- ráðs stóru olíufélaganna um 251 milljón króna á verðlagi áranna 1993-2001. Málið er höfðað gegn olíufélögunum á grundvelli þess að Alcan var eitt þeirra félaga sem nefnd voru í skýrslu Samkeppnis- stofnunar um samráð olíu- félaganna. Hæstiréttur hefur áður dæmt olíufélögin til að greiða Reykjavíkurborg og Strætó samanlagt tæpar 80 milljónir króna í bætur. Ingibjörg Sólrún fékk aðsvif Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fékk aðsvif og var flutt til skoðunar á spítala í New York í gær. Hún fékk að fara aftur heim á hótel að lokinni læknisskoðun. Ingibjörg Sólrún er stödd í New York ásamt Geir H. Haarde forsætisráðherra þar sem þau taka þátt í svokallaðri ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna dagana 22. – 27. september. Þar munu ráðherrarnir hitta þjóðarleiðtoga og aðra ráðamenn sem sækja þingið, ræða samskipti ríkja og tala fyrir framboði Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Stúlka beit lögregluþjón Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt stúlku í tveggja mánaða fangelsi fyrir árás á lögregluþjón. Stúlkan, sem var sextán ára þegar árásin var gerð, var ákærð fyrir að bíta lögregluþjóninn í handlegg í nóvember í fyrra. Lögreglu- þjónninn hlaut mar á hand- legginn fyrir vikið. Stúlkan játaði brotið en hún hefur ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi. Þótti dómara hæfi- leg refsing tveggja mánaða fangelsi og er dómurinn bund- inn skilorði til tveggja ára. þriðjudagur 10. febrúar 20098 Fréttir Fjórar erlendar konur á þrítugs- aldri stunda vændi í íbúð 401 í hús- inu á Hverfisgötu 105, við hliðina á höfuðstöðvum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum DV eru konurnar frá Kúbu og öðrum löndum í Suður- Ameríku. Samkvæmt vændiskonunum sjálfum og heimildarmönnum DV eru stúlkurnar fjórar gerðar út af rúmlega þrítugri konu, Catalina Mikue Ncogo, sem ættuð er frá Miðbaugs-Gíneu. Catalina hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2004. Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu og er einnig verið að skoða hvort fíkniefnamisferli tengist starfsemi vændishússins að sögn lögreglu- fulltrúa. Hórumamma í spilinu Konurnar fjórar hafa stundað vændi í húsinu frá því um miðjan janúar. Þær búa fjórar í íbúðinni sem er tveggja herbergja og um sjötíu fermetrar að stærð. Þær selja blíðu sína á uppblásnum færan- legum beddum, samkvæmt sjón- arvotti sem komið hefur inn í íbúð- ina. Íbúar í húsinu hafa margsinn- is haft samband við lögregluna á síðustu vikum og sagt henni frá því að konurnar selji sig í íbúðinni og að líklega sé um ólöglegt athæfi að ræða því Catalina Ncogo geri þær út og græði á vændi þeirra. Vændi er ólöglegt á Íslandi ef einhver ann- ar en sá sem selur sig græðir á því. „Í þessu tilfelli er hórumamma með í spilinu og virðist hún vera að græða á þessu sem þriðji aðili,“ seg- ir íbúi í húsinu að Hverfisgötu 105. Verslunarrekandi í húsinu segist telja að um mansal sé að ræða í til- felli stúlknanna fjögurra. Ekki náðist í Catalinu Ncogo við vinnslu fréttarinnar. Samkvæmt heimildum DV munu stúlkurnar búa í íbúðinni þar til um miðjan mánuðinn þegar samning rinn við eiganda íbúðar- innar, Gísla Hermannsson, renn- ur út. Ekki liggur ljóst fyrir hver er skráður fyrir leigusamningi íbúð- arinnar núna, samkvæmt heimild- um DV. Íbúi pirraður á aðgerðarleysi lögreglunnar Íbúinn segist hafa orðið fyrir tölu- verðu ónæði af starfsemi hóru- hússins. „Ég hef orðið fyrir miklu ónæði af þessu síðastliðnar þrjár vikur. Það mætti halda að stelp- urnar væru að reyna að ríða niður veggina. Ég heyri svo mikinn há- vaða frá íbúðinni þeirra. Það eru allir að verða brjálaðir hérna,“ segir íbúinn. Hann segir að það sé frek- ar mikið að gera hjá stúlkunum því hann hafi séð fullt af karlmönnum á þrítugsaldri og allt upp í sjötíu ára fara inn í íbúðina á liðnum vikum. Íbúinn segist hafa talað fjórum sinnum við lögregluna en að hún hafi hingað til ekkert gert í málinu. Aðspurður segir íbúinn að hann hafi sagt lögreglunni að verið væri að gera stúlkurnar út og græða á þeim. „Lögreglan sagði hins veg- ar að hún þyrfti að standa mellu- mömmuna að verki til að geta gert eitthvað í málinu,“ segir íbúinn. Íbúarnir smeykir og hneykslaðir Íbúarnir í húsinu eru mjög óhressir með starfsemi hóruhússins og vilja að lögreglan geri eitthvað í málinu. „Mig langar ekkert að fara fram á gang hér á nóttunni því ég gæti mætt einhverjum ógeðslegum karli sem gæti haldið að ég væri einhver hóra. Þetta er ógeðslegt,“ segir íbúinn. Verslunarrekandi í húsinu seg- ir að hóruhús sé rekið þar. „Það fer ekkert á milli mála því traffík- in hérna er mikil. Við erum alveg brjáluð hérna í húsinu. Þetta er öm- urlegt,“ segir verslunarrekandinn. Hann segist iðulega mæta vænd- iskonunum á gangi hússins þeg- ar þær koma niður til að opna fyr- ir viðskiptavinum sínum á daginn því dyrabjallan í íbúðinni sé biluð. „Maður er að mæta þeim hérna fá- klæddum í einhverjum dulum og í óeðlilegu ástandi eins og þær séu á fíkniefnum. Ég vil tengja þessa starfsemi við eitthvað annað en bara vændi,“ segir íbúinn. Fíkniefnamisferli einnig rannsakað Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni, segir Svanhvít Eygló Harðardóttir, lögreglufulltrúi í kynferðisafbrotadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að meðal annars sé ver- ið að rannsaka hvort einhver sé að græða á vændi stúlknanna fjög- urra. „Út á það gengur málið. Við rannsökum ekki svona mál nema grunur leiki á að þriðji aðili sé að græða á vændinu,“ segir Svanhvít. Hún vill hvorki staðfesta né neita að Catalina Ncogo liggi undir grun í málinu. Aðspurð hvort einhver grun- ur leiki á að fíkniefnamisferli hafi einnig átt sér stað í tengslum við starfsemi hóruhússins segir Svan- hvít að hún geti ekki rætt það vegna rannsóknarhagsmuna í málinu. Hún segir hins vegar að stundum haldist „það í hendur“ í slíkum málum. „Það er allt skoðað,“ segir Svanhvít. Samkvæmt heimildum DV var hóruhúsið áður til húsa á Vestur- götunni í Reykjavík. Svanhvít segir aðspurð að einnig sé verið að rann- saka starfemi hóruhússins lengra aftur í tímann. Aðspurð hvort Catalina Ncogo hafi komið við sögu lögreglunn- ar áður segist Svanhvít ekki getað svarað því að svo stöddu. „Ég hef orðið fyrir miklu ónæði af þessu síðastliðnar þrjár vik- ur. Það mætti halda að stelpurnar væru að reyna að ríða nið- ur veggina. Ég heyri svo mikinn hávaða frá íbúðinni þeirra. Það eru allir að verða brjálaðir hérna.“ SELJA SIG VIÐ HLIÐINA Á LÖGREGLUSTÖÐINNI Catalina Mikue Ncogo INgI F. VIlHjálMssoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is Hóruhús við lögreglustöðina Í íbúð 401, í miðíbúðinni á fjórðu hæð búa vændiskonurnar fjórar sem samkvæmt heimildum dV eru gerðar út af konu frá Miðbaugs-gíneu. Miði um „hóruhúsið“ á Hverfisgötu þessimiði hékk uppi í anddyri hússins að Hverfis-götu 105 um skamman tíma. Á miðanum stendur: „Hóruhúsið 4. hæð til hægri.“ „Ég þori ekki að vera með börnin mín hérna lengur.“ Frétt DV 24. september 2008 ráðist var á fjórar erlendar stúlkur í íbúð þeirra á Laugavegi um í september síða tliðnum. Stúlkurnar sögðu að Cat lina mikue Ncog hefði staðið fyrir árásinni á þær. up lýsi gar um stöðu rannsóknarinnar í málinu h fa ekki fen ist frá lög glun i. Frétt DV 10. f brúar 2009 frétti fj llaði um hóruhúsið á Hverfisgötu við hliðina á höfuðstöðvum lögreglunnar. vændisko urnar hafa sagt að Catalin st ndi fyrir vændinu. Bifreið Catalinu við húsið á Hverfisgötu benz-bifreið Catalinu sést hér fyrir framan húsið á Hverfisgötu 105 laust fyrir hádegi í gær. Catalina hringdi í blaðamann dv í gær og hótaði honum. Hótun Catalinu verður kærð til lögreglunnar í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.