Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 6
Yfirtaka stórra fyrirtækja Ríkisstjórnin samþykkti í gær þrjú atriði sem meðal annars lúta að endurreisn fjármálakerf- isins og atriðum til aðstoðar fyr- irtækjunum í landinu. Ákveðið var að stofna eignaumsýslufélög sem munu taka yfir 15 til 20 stór fyrirtæki sem komin eru í fjár- hagsvandræði. Með þessu á að koma í veg fyrir að verðmæti fari til spillis. Þá var samþykkt að al- þjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki komi skilanefndum gömlu bankanna til aðstoðar og ráðgjafar í samn- ingum við kröfuhafa erlendis. Einnig var samþykkt starfsáætl- un samræmingarnefndar um endurreisn fjármálakerfisins. Stúlkur kveiktu eld í skúr Lögreglunni í Vestmanna- eyjum var tilkynnt um eld í rusli í skúr á Vesturvegi í bænum. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og skemmd- ir voru litlar. Lögreglan fékk fljótlega upplýsingar um að tvær stúlkur á fimmtánda ári hefðu kveikt eldinn. Þá hand- tók lögreglan karlmann undir morgun á laugardag en lög- reglumenn urðu vitni að því þegar maðurinn braut rúðu í húsnæði Glitnis með sparki. Maðurinn viðurkenndi brot sitt við yfirheyrslu. Einar hættir hjá Árvakri Einar Sigurðsson, forstjóri Ár- vakurs útgáfufélags Morgun- blaðsins, hættir sem forstjóri fyrirtækisins en hann hefur ver- ið ráðinn forstjóri Mjólkursam- sölunnar. Þar hefur hann störf 1. apríl. Honum er ætlað að klára sölu félagsins áður en hann læt- ur af störfum en stefnt er að því að ný hlutabréf í félaginu verði gefin út síðar í þessum mánuði. Framsóknar- menn þinga Framsóknarmenn ákveða á fundum sínum um næstu helgi hvernig þeir muni standa að vali á framboðslista vegna þingkosn- inganna 25. apríl. Aukakjör- dæmisþing hafa verið boðuð í öllum kjördæmum. Fyrsta kjör- dæmisþingið, í Reykjavík, hefst klukkan tíu að morgni og það síðasta, í Suðurkjördæmi, klukk- an eitt, þannig að gera má ráð fyrir að síðdegis á laugardag liggi fyrir hvernig efstu frambjóðend- ur verða valdir á lista. miðvikudagur 11. febrúar 20096 Fréttir Davíð Oddsson var mættur í bankann á undan mótmælendum í gærmorgun: davíð sá við mótmælendum Milli 30 og 40 mótmælendur voru mættir fyrir utan Seðlabankann í gærmorgun til að freista þess að varna Davíð Oddssyni og Eiríki Guðnasyni seðlabankastjórum inn- göngu. Davíð virðist hafa séð við mótmælendum, því hann tók dag- inn snemma og var mættur áður en mótmælendurnir tóku sér stöðu fyr- ir utan bankann klukkan átta. Jepp- anum hans Davíðs hafði verið lagt á sínum stað inni í bílastæðahúsi Seðlabankans þegar mótmælendur mættu. Sturla Jónsson, atvinnubílstjóri og nýr liðsmaður Frjálslynda flokks- ins, var mættur fyrir utan Seðla- bankann með flautu af bíl sínum sem hann knúði áfram með há- þrýstihólkum. Hljómsveitin Egó spilaði í rúmar tuttugu mínútur fyr- ir utan bankann og beindi Bubbi Morthens þeim orðum til starfsfólks bankans að það skyldi ganga í lið með mótmælendum og bera Davíð rólega út, án þess að meiða hann. Hann vildi ekki persónugera mót- mælin og sagði að Davíð væri ein- faldlega vanhæfur. Lögreglan var með viðbúnað, bæði í bílastæðahúsi Seðlabankans og svo við aðalinngang. Mótmæl- in fóru þó friðsamlega fram og ekki þurfti að grípa til neinna aðgerða að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Hörður Torfason sagði í samtali við DV í gær að Davíð Oddsson yrði að víkja úr bankanum. „Þetta er mógð- un. Við munum halda þessum að- gerðum áfram þangað til hann fer,“ sagði Hörður. bodi@dv.is Sá við mótmælendum Jeppinn hans davíðs var kominn í bílastæðahús Seðlabank- ans þegar mótmælendur tóku sér stöðu þar í gærmorgun. „Það er mjög óviðeigandi að nota þetta tækifæri til að ná viðtali,“ sagði Örnólfur Thorsson forsetaritari þeg- ar blaðamaður DV ætlaði að ræða við Dorrit Moussaieff forsetafrú um hvort erfiðleikar væru komnir í sam- band hennar og Ólafs Ragnars. Dorrit afhenti Eyrarrósina á Bessastöðum í gær. Voru flestir fjölmiðlar landsins boðaðir þangað af því tilefni. Áður en Örnólfur neitaði blaðamanni um viðtal hafði Dorrit sagst hafa næg- an tíma til að ræða við blaðamann. „Ég get talað við þig í tvo klukku- tíma,“ sagði Dorrit þegar blaðamað- ur spurði hvort hún ætti mínútu af- lögu. Þegar Örnólfi varð ljóst erindi blaðamanns var honum nánast vís- að á dyr. Eins og eiginkona araba „Mig langaði að fara á mótmælin en eiginmaður minn leyfði mér það ekki. Ég er eins og eiginkona araba,“ segir Dorrit í viðtali við marshefti tímaritsins Condé Nast Portfolio. Viðtal blaðsins við Dorrit og Ólaf hef- ur vakið mikla athygli hér á landi og hefur meðal annars verið talið bera þess merki að einhverjir brestir séu komnir í samband þeirra. Viðbrögð forsetaritara í gær gefa líka til kynna að embættið hafi lítinn áhuga á því að Dorrit tjái sig um einkamál þeirra hjóna við fjölmiðla. Efnahagsleg togstreita Ekki er nóg með að ágreiningur for- setahjónanna um efnahagshrunið í erlendum fjölmiðli hafi sýnt forset- ann í vandræðalegu ljósi heldur hafa orð hans um afleiðingar efnahags- hrunsins komið íslenskum stjórn- völdum og bönkum í bobba. Í gær hafði þýska útgáfa Financial Times eftir Ólafi Ragnari að ekki væri hægt að ætlast til þess af Íslendingum að þeir endurgreiddu þýskum spari- fjáreigendum innistæður þeirra hjá Kaupþingi í Þýskalandi. Ummælin vöktu blendin viðbrögð innan lands sem utan og forsetinn sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu með athugasemd við fréttina með ummælunum sem hann sagði vera villandi. Forsetinn ítrekaði í yfirlýs- ingunni að hann hefði gert blaða- manni Financial Times grein fyrir því að skýr vilji væri fyrir því að standa við skuldbindingar íslenskra fjár- málafyrirtækja á erlendri grundu. Samband Ólafs og Dorritar hefur nú staðið í átta ár. Á þeim tíma hafa þau ferðast mikið um heiminn, oft í föruneyti íslensku „útrásarvíking- anna“. Eftir bankahrunið hefur for- setanum verið legið á hálsi fyrir að hafa verið í klappstýruhópi útrásar- innar og viðbrögð Dorritar í viðtalinu við Condé Nast Portfolio benda til að efnahagsþrengingar undanfarinna mánaða hér á landi hafi skapað tog- streitu í sambandi hennar og forset- ans. Deilur Dorritar Moussaieff og Ólafs Ragnars í tímaritinu Condé Nast Portfolio hafa vakið mikla athygli. Örnólfur Thorsson forsetaritari kom í veg fyrir að Dorrit gæti tjáð sig við blaðamann DV í gær þrátt fyrir að hún segðist hafa nægan tíma. Viðbrögð Örnólfs benda til að forsetaembættið hafi lítinn áhuga á því að Dorrit tjái sig við fjöl- miðla um samband þeirra hjóna. bannað að tala Nýir tímar vel fór á með dorrit moussai- eff og nýjum menntamálaráð- herra á bessastöðum í gær. MYND HEiða HElgaDÓTTiR Brestir í sambandinu Ólafur ragnar og dorrit trúlofuðu sig árið 2000 og giftu sig árið 2003. Nú þegar útrásarævin- týrið er búið og kreppa skollin á fer ljóminn óneitanlega af embættinu. Þetta er talið hafa slæm áhrif á samband þeirra hjóna. aNNaS SigMuNDSSON blaðamaður skrifar: as@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.