Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 22
miðvikudagur 11. febrúar 200922 Fólkið
Jakob Smári Magnússon, bassa-
leikari Egó, varð sár yfir við-
brögðum margra bloggara við
tónleikunum sem hljómsveitin
hélt fyrir utan Seðlabankann í
gær. Í pistli á síðu sinni með fyr-
irsögninni „Ég er sár!“ segir Jak-
ob að þeir Egómenn séu sakaðir
um tækifærismennsku og að
uppátæki þeirra hafi bara verið
auglýsingabrella. „Þetta minnir
á viðbrögð framsóknarfíflsins
Óskars Bergssonar þegar hann
neitaði að styrkja samstöðutón-
leika í Laugardalshöllinni á þeim
forsendum að þetta væru út-
gáfutónleikar,“ segir Jakob meðal
„Við erum búin að stunda þetta reglu-
lega síðan í sumar,“ segir Siv Frið-
leifsdóttir alþingiskona sem stund-
ar sjósund með hópi fólks á hverjum
mánudegi í Nauthólsvík. „Það hleðst
alltaf smám saman utan á hópinn og
ég hef verið dugleg að lokka fólk með
mér í sundið með því að geta lánað
því neopren-hanska og -sokka,“ segir
Siv sem lumar á nokkrum aukapör-
um af neopren-búnaði. „Það er gott
að vera allavega í neopren-sokkum og
-hönskum því maður dofnar stund-
um svolítið á fingrunum og tánum.“
Siv segist vera komin með
ákveðna tækni við sjósundið og
það fylgi því hrein sælutilfinning að
skella sér til sunds. „Ég er komin með
ákveðið trix við að koma mér út í. Ég
geng ákveðnum skrefum út í sjóinn
og gef mér sirka ellefu sekúndur við
að koma mér ofan í sjóinn. Ef ég ein-
beiti mér bara að því að telja sekúnd-
urnar gleymi ég því hvað þetta er kalt.
Strax og maður er kominn út í finn-
ur maður fyrir tærri sælutilfinningu,
það fylgir því nefnilega mjög mikil
sæla að kólna svona niður og geysi-
leg slökun sem fylgir þessu. Maður
kemst hálfpartinn í nirvana-ástand.“
Siv segir alla velkomna að synda
með henni og félögunum í Nauthól-
svíkinni á mánudögum. „Ég hef kall-
að sjósundið hálfgert kreppusund
og hvet fólk til að mæta. Það kostar
ekkert í Nauthólsvíkina og strákarn-
ir sem vinna á ströndinni sýna fram-
úrskarandi þjónustu við sundgesti.
Ég ítreka samt að fara varlega og vera
ekkert að pína sig til að vera of lengi í
köldum sjónum.“
krista@dv.is
Egóisti sár
Hera Björk og elektra:
Atli Fannar Bjarkason og hans
fólk á Monitor standa í ströngu
þessa dagana þrátt fyrir að blað-
ið komi nú sjaldnar út. Vefur
tímaritsins, monitor.is, er í yf-
irhalningu og verður nýtt útlit
virkt á föstudaginn. Ekki er langt
síðan vefurinn var endurbætt-
ur en Atli og hans fólk ætla að
gera enn betur og verður ýmsar
nýjungar að finna á vefnum. Í
næstu viku mun Monitor svo slá
upp veislu þar sem áfanganum
verður fagnað.
stEndur í
ströngu
Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona
þjáfar Hara-systur fyrir úrslit Söngva-
keppni Sjónvarsins. Hera lenti nýverið
í öðru sæti í dönsku forkeppninni fyrir
Eurovision. Hún er í skýjunum með ár-
angurinn og segir hann stökkpall inn í
danskt tónlistarlíf.
HEra þjálfar
ara
„Ég var bara aðeins að fínpússa söng-
inn,“ segir söngkonan Hera Björk
Þórhallsdóttir sem hjálpar stúlkna-
sveitinni Elektru fyrir úrslit Söngva-
keppni Sjónvarpsins sem fer fram
um helgina. Hera mætti á æfingu hjá
sveitinni í vikunni þar sem hún fór
yfir sönginn með Hara-systr-
um. Þeim Rakel og Hildi Magnús-
dætrum.
„Ég vann með þeim í X-Factor
og við vinnum mjög vel saman,“ en
Hera segir engar stórvægilegar að-
gerðir hafa verið í gangi. „Við vorum
bara að fara yfir smáatriðin og bæta
það sem enn betur mátti fara.“
Rakel Magnúsdóttir var ánægð
með innkomu Heru. „Hún veit
hvernig á að ná því besta fram í okkur
og það var frábært að fá hana,“ segir
Rakel. Æfingar hjá Elektru hafa geng-
ið vel og ætla stelpurnar sér stóra
hluti. „Við erum bara mjög bjart-
sýnar,“ en Elektra flytur lagið Got No
Love eftir Örlyg Smára.
Eins og frægt er orðið endaði Hera
í öðru sæti í dönsku forkeppninni
fyrir skömmu og er hún í skýjunum
með árangurinn. „Þetta var meiri-
háttar reynsla og frábært að fá að
koma fram á stærri vettvangi.“ Hera
segist sátt þrátt fyrir að hafa ekki náð
alla leið. „Ég held að ég hafi kom-
ist eins langt og mögulegt var. Þar
sem ég er alveg óþekkt og var bara
að keppa við fræga Dani. Ég sé það
seint gerast að Danir sendi einhvern
óþekktan Íslending fyrir sig í keppn-
ina. Ekkert frekar en að Íslendingar
myndu senda óþekktan Svía.“ Hera
segir þessa velgengni vera mikinn
stökkpall fyrir sig inn í danskt tón-
listarlíf enda ætlar hún sér stóra
hluti þar. „Þetta er rétt að byrja.“
asgeir@dv.is
Fríður hópur Það vantar
ekki tónlistarhæfileikana
hjá stúlkunum.
Elektra
Ætlar sér alla
leið.
Hera og Hara Hera björk
miðlar af reynslu sinni
en hún er ein af betri
söngkonum landsins.
Siv FriðlEiFSdóttir HvEtur Fólk til að Synda mEð Sér í Sjónum við nautHólSvík:
sæl í krEppusundi