Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 8
miðvikudagur 11. febrúar 20098 Fréttir CATALINA RAK ANNAÐ HÓRUHÚS Í HAFNARFIRÐI Vændi hefur verið stundað í íbúð Catalinu Mikue Ncogo að Akurvöll- um í Hafnarfirði, samkvæmt íbúum í blokkinni. Hópur erlendra kvenna hefur búið í húsinu og segja íbúarn- ir að umgangur ókunnra karlmanna hafi verið töluverður í húsinu. Íbú- ar hússins hafa oft haft samband við lögregluna út af vændinu og hávaða og láta úr íbúð Catalinu. Þeir segja að lögreglan hafi ekkert aðhafst í málinu og eru ósáttir við framgöngu hennar. Nágrannakona Catalinu kærði hana til lögreglunnar í lok síðasta árs eftir að Catalina barði hana í andlit- ið með ryksugusnúru sem hún hafði vafið utan um hnúann á sér. Catalina hótaði í kjölfarið að drepa konuna og kveikja í blokkinni. Íbúinn hefur sett íbúð sína á sölu út af Catalinu. „Ég þori ekki að vera með börnin mín hérna lengur.“ Einn íbúinn segist halda að vænd- iskonurnar sem bjuggu í íbúð Catal- inu hafi nú verið fluttar úr henni og niður á Hverfisgötu 105 því hann hafi ekki séð þær í nokkurn tíma. DV greindi frá því í gær að Catal- ina ræki hóruhús í íbúð 401 í húsinu á Hverfisgötu 105. Fjórar konur á þrí- tugsaldri frá löndum í Suður-Ameríku hafa búið í íbúðinni síðan um miðjan janúar og selt sig fjölda karlmanna á öllum aldri á uppblásnum, færan- legum beddum. Íbúarnir í húsinu á Hverfisgötu hafa margsinnis kvartað til lögreglunnar vegna vændisins. Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um að verið sé að græða á vændi kvennanna, að sögn Svan- hvítar Eyglóar Ingvarsdóttur, lög- reglufulltrúa í kynferðisafbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur fengist uppgefið hjá lög- reglu hvort hún rannsaki einnig íbúð Catalinu á Akurvöllum. Samkvæmt íslenskum lögum er ólöglegt að þriðji aðili græði á vændi. Einn íbúi í húsinu á Hverfisgötu bankaði upp á hjá vændiskonunum í íbúðinni í desember síðastliðnum og ræddi við þær. Ein þeirra sagði við íbúann að Catalina tæki alla pen- ingana sem þær fengju greidda fyrir vændið. Í kjölfarið hafði íbúinn sam- band við lögregluna. Svo virðist sem hóruhúsið hafi fyrst verið rekið í íbúð Catalinu á Ak- urvöllum en hafi síðan verið fært nið- ur á Hverfisgötu. Vændishúsið á Akurvöllum Íbúi í blokkinni á Akurvöllum seg- ir aðspurður að á síðustu mánuð- um hafi verið töluverður umgangur ókunnugra karlmanna um stiga- gangana í húsinu og til íbúðar Ca- talinu. „Það er bara vændi stundað í íbúðinni. Það er alveg greinilegt. Ég hef oft gómað menn sem eru að fara þarna og um leið og þeir eru að fara inn opnar einhver kona fyrir þeim. Catalina er greinilega að gera konur út í íbúðinni,“ segir íbúinn og bætir því við að yfirleitt hafi nokkrar konur búið í íbúðinni á sama tíma. Íbúinn segir kúnna vændiskvennanna hafa komið í húsið að Akurvöllum á öllum tímum dagsins. Annar íbúi segir augljóst að vændi hafi verið stundað í húsinu. „Þetta er hrikalegt. Karlmannaumferðin sem verið hefur hérna í húsinu. Við töl- uðum um að setja öryggismyndavél- ar í stigaganginn svo vændið myndi hætta,“ segir íbúinn. Catalina kærð fyrir líkamsárás Deilur Catalinu og nágranna hennar náðu hápunkti í lok desember þegar hún gekk í skrokk á nágrannakonu sinni í stigaganginum á Akurvöll- um. Lögreglan hafði komið í húsið þann 28. desember vegna hávaða frá íbúð Catalinu. Þegar lögreglan kom á svæðið hafði Catalina verið í slags- málum við fyrrverandi kærasta sinn. Nágranni Catalinu segir að hún hafi ráðist á sig mánudaginn 29. desember vegna þess að ólætin í IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Í stigaganginum á Akurvöllum Catalina sést hér í stigaganginum í blokkinni að akurvöllum í Hafnar- firði. Í lok desember barði hún ná- granna sinn í andlitið með ryksugu- snúru á stigaganginum. Nágranninn kærði málið til lögreglunnar. hótaði að kveikja í stigaganginum Nágranni Catalinu í blokkinni á akur- völlum 1 segir að Catalina hafi hótað að kveikja í stigaganginum í húsinu ef hún yrði ekki látin í friði. Hóruhúsið á Hverfisgötu 105 var að öllum líkindum áður í íbúð Catalinu mikue ncogo í blokkinni að Akurvöll- um 1 í Hafnarfirði. Catalina var kærð fyrir líkamsárás gegn nágranna sínum í lok desember. Nágrannar Catalinu á Akurvöllum hafa oftsinnis kvartað til lögreglu út af vændinu. Catalina hótaði að kveikja í blokkinni og drepa nágrannakonu sína. Eigandi íbúðarinn- ar á Hverfisgötu segist ekki hafa vitað af vændinu. Catalina verður kærð til lögreglunnar í dag fyrir að hóta blaða- manni DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.