Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Blaðsíða 20
miðvikudagur 11. febrúar 200920 Fókus á miðvikudegi Þrítugur stjórnar sinfó Hinn tæplega þrítugi Daníel Bjarnason stjórnar Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á tónleikum í Háskólabíói annað kvöld. Einleikarar eru ekki af verri endanum, Einar Jóhannesson klarínettleikari og Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari. Víkingur mun meðal annars frumflytja píanókonsert eftir Daníel á tónleikunum sem eru hluti af hátíðinni Myrkir músíkdagar. Miðasala á sinfonia.is. Draugaleg Vetrarhátíð Vetrarhátíð í Reykjavík hefst á föstu- daginn og stendur yfir fram á laug- ardagskvöld. Dagskrá hátíðarinnar telur á annað hundrað viðburða og dreifist út um alla borg. Að þessu sinni verður hátíðin sett í Grjóta- þorpinu þar sem gestir ferðast aftur í tímann til Reykjavíkur 19. aldar. Safnanóttin tekur mið af deginum sem hún er haldin á – föstudegin- um 13. febrúar – og munu hjátrú, hindurvitni, draugar og fleiri dul- rænir viðburðir einkenna dagskrá safnanna. Grænlenskir rokkarar, hipphopparar, sem bjóða í bíó, og leikbrúður koma einnig við sögu á hátíðinni. Nánar á vetrarhatid.is. ósjálfráð ömmuskrift Elín Hirst, fréttamaður á RÚV, les upp úr bók með ósjálfráðri skrift ömmu sinnar, Þóru Mörtu Stefánsdóttur, á Vetrarhátíð í Reykjavík sem fer fram um næstu helgi og sagt er frá hér að ofan. Upplesturinn fer fram í Þjóðar- bókhlöðunni klukkan 19.30 á föstudaginn og er hluti af dagskrá þar sem til umfjöllunar er bæði sjálfráð og ósjálfráð skrift. Elín ætlar einnig að leika upptöku frá miðilsfundi sem tekin var upp á stálþráð fyrir margt löngu. moonboots snýr aftur Hljómsveitin Moonboots snýr aftur á laugardaginn þegar hún kemur fram á Players í Kópavogi. Í tilkynn- ingu frá hljómsveitinni, sem sér- hæfir sig í lögum níunda áratugar- ins, eru gestir hvattir til að klæða sig í takt við áratuginn og taka sér þá hljómsveitir á borð við Duran Dur- an, Talk Talk og Tears for Fears til fyrirmyndar. Moonboots var stofnuð í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1995 og hefur sveitin tekið fjöl- mörgum mannabreytingum síðan. Forsprakki hennar er Svavar Knútur Kristinsson sem þekktastur er vænt- anlega fyrir söng sinn með hljóm- sveitinni Buff. Íslendingar hafa eflaust beðið í of- væni eftir þriðju plötu Antony and the Johnsons. I am a bird now fór sigurför um heiminn, en Antony er þekktur fyrir bræðandi melódíur og rödd sem nánast er yfirnáttúruleg. The crying light er engin undan- tekning. Antony Hegerty sýnir það og sannar á plötunni The crying light hversu hæfileikaríkur tónlistarmað- ur hann er. Titill plötunnar gæti ekki verið meira við hæfi, en það er mik- il von og birta yfir plötunni í heild sinni og textunum líka. Antony á heiðurinn af allri textagerð. Níst- andi sársauki fylgdi fyrstu plötunni og I am a bird now. Sá sársauki virð- ist vera farinn. Textarnir eru gullfallegir og allar útsetningar til fyrirmyndar, en Ant- ony fékk Nico Muhley, sem hefur meðal annars unnið með Björk, til liðs við sig með útsetningar. Annars spilar undurfögur rödd Antonys Hegerty stærsta hlutverk- ið. Í lögunum Aeon og Daylight and the sun er samspilið millar raddar- innar og undirspilsins svo fullkom- ið að auðvelt er að gleyma sér í tón- listinni. Á köflum virðist rödd Antonys svífa með hlustandann inn í ótrúleg- an ævintýraheim, kannski er þetta ævintýraheimur Antonys, en hlust- andinn á ekki eftir að vilja sleppa takinu. Lög sem standa upp úr á plötunni eru Aeon, Her eyes are underneath the ground, Daylight and the sun og Kiss my name. Aðdáendur Antony and the Johnsons ættu ekki að verða fyrir neinum vonbrigðum. The cry- ing light stendur undir öllum vænt- ingum og er sú besta hingað til. Hanna Eiríksdóttir Ævintýraheimur antonys Stórmynd þessa Óskarstímabils er án efa The Curious Case of Benja- min Button. Hún inniheldur fjöld- ann allan af frábærum leikurum, stórkostlegum tæknibrellum og hef- ur fengið 13 tilnefningar. Þrátt fyrir allar þessar skrautfjaðrir er Benja- min Button ekki besta mynd ársins að mínu mati. Myndin segir sögu hins mjög svo undarlega Benjamins Button sem er leikinn af Brad Pitt. Benjamin fæðist eldgamall þó svo að hann sé aðeins á stærð við ungbarn. Eftir því sem Benjamin eldist, því yngri verður hann. Ævi Benjamins er síðan rak- in frá upphafi til enda þar sem ýmis- legt drífur á daga hans. Það sem gerir sögu Benjamins ekki síst sérstaka er að þótt lífs- hlaup hans sé á skjön við allra ann- arra nýtur hann forréttinda að vissu leyti. Þegar hann er gamall og veik- burða og er að læra á heiminn elst hann upp innan um gamalt fólk sem deilir allri visku sinni með honum. Hann þroskast svo og yngist og lærir á lífið sjálfur. Þegar Benjamin er svo kominn á „besta“ aldur hefur hann lifað lífinu, séð ótrúlega hluti og hef- ur þroska, frelsi og vit til þess að vera ungur og njóta sín. Þessi undarlega saga Benjamins er sett fram á skemmtilegan hátt af handritshöfundinum Eric Roth. Hann byggir skrif sín á smásögu eft- ir F. Scott Fitzgerald en Roth hef- ur skrifað handrit fyrir stórmyndir eins og Forrest Gump, Ali og Mun- ich. Leikstjórinn David Fincher sér svo um að gæða söguna lífi en hann er þekktastur fyrir myndir eins og Se7en, Fight Club og Zodiac. Eins og stórmynd sæmir er allt fyrsta flokks og vandað til verks á öllum vígstöðvum. Enda segja 13 tilnefningar allt sem segja þarf. Út- lit myndarinnar er ótrúlega flott og einn sterkasti kostur hennar. Hins vegar finnst mér myndin ekki eiga tilkall til verðlauna í þeim flokkum sem stærstir þykja. Svo sem besta mynd og besti aðalleikari. Mynd- in er góð og Brad Pitt er frábær en aðrir hafa staðið sig betur að þessu sinni. Til dæmis Slumdog og Mick- ey Rourke. Þegar upp er staðið er hér á ferð- inni mjög áhugverð mynd sem allir ættu að gefa sér tíma til að sjá. En mér fannst að hún hefði mátt rista mun dýpra. Þetta er skemmtileg saga en mér fannst hún lítið átak- anleg. Þá er hún alltof löng og það hefði verið hægt að segja sömu sögu á töluvert skemmri tíma. Það er misjafnt hvernig gagn- rýnendur hafa tekið í þessa mynd. Sumum finnst þetta óttaleg þvæla meðan aðrir halda ekki vatni yfir henni. Dómarnir heilt yfir hafa þó verið jákvæðir. Persónulega finnst mér myndin góð en heldur ofmetin. Ásgeir Jónsson áhugaVerð en ofmetin The Curious Case of Benjamin Button augnakonfekt alla leið en sagan ristir of grunnt. The Curious Case of Benjamin BuTTon Leikstjóri: david fincher Aðalhlutverk: brad Pitt, Cate blanchett, Tilda Swinton, Taraji P. Henson, Jason flemyng, elias koteas, Julia Ormond kvikmyndir The Crying lighT Flytjandi: antony and the Johnsons tónlist The crying light Ævintýralega góð plata.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.