Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Qupperneq 2
Vinjettuhöfundurinn og athafnaskáldið Ármann Reynisson gaf skjólstæðingum Fjölskylduhjálpar Íslands þriðju bókina í vinjettusafni sínu. Hann segir mikilvægt að fólk dreifi huganum á þeim tímum sem Íslendingar upplifa í dag og vill hjálpa til við það. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjöl- skylduhjálparinnar, segir framtak hans glæsilegt. föstudagur 13. febrúar 20092 Fréttir hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni níddist á dóttur sinni Karlmaður á þrítugsaldri níddist kyn- ferðislega á dóttur sinni frá því hún var eins árs að aldri. Brot hans stóðu yfir í rúm tvö ár eða þar til stúlkan var tekin af honum og sett í neyðarvist. Maður- inn var dæmdur til tveggja ára fangelsis- vistar í vikunni. Hann neitaði sök við yfirheyrsl- ur en sagði að hugsanlega hefði hálfbróðir hans og föðuramma stúlkunnar brotið gegn stúlk- unni. Síðar dró hann þau ummæli sín til baka. Hálfbróðir mannsins er barnaníðingur og býr í Bangkok. Í könnunarviðtölum og dómsyfir- heyrslum yfir stúlkunni lýsti hún alls kyns kynferðislegum samskipt- um hennar og föður hennar. forsetahjónin deila Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff forsetafrú deildu um það í viðtali við Condé Nast Port- folio hvað hún mætti segja um stöðu efnahagsmála á Íslandi og hvernig hún hefði varað við því sem gæti farið úrskeið- is. Dorrit sagði meðal annars frá því að henni hefði verið bannað að taka þátt í mótmælunum á Austurvelli, stöðu sinnar vegna. Í greininni sagði Hammer að ástarsamband forsetahjón- anna sýndi merki um álag. Í samtali við DV staðfesti Hammer þetta en taldi hjónabandið ekki standa á brauðfótum. Þegar DV reyndi að bera þetta undir for- setafrúna bannaði Örnólfur Thorsson forsetaritari viðtalið. vændi við lögreglustöð Fjórar erlendar konur á þrítugsaldri stunda vændi í íbúð 401 í húsinu á Hverfisgötu 105, við hliðina á höfuð- stöðvum lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu. Samkvæmt heimildum DV eru konurnar frá Kúbu og öðrum löndum í Suður-Ameríku. Samkvæmt vændis- konunum sjálfum og heimildarmönnum DV eru stúlkurnar fjórar gerðar út af rúmlega þrí- tugri konu, Catalina Mikue Ncogo, sem ættuð er frá Miðbaugs-Gíneu. Catalina hlaut íslensk- an ríkisborgararétt árið 2004. Nágrannar Cata- linu í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði óttast hana og telja að hún hafi rekið vændishús þar. vinaveldi í skilanefndum Kunningjatengsl og helmingaskiptaregla Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ein- kennir skipan í skila- nefndir gömlu bankanna. Hætta á vanhæfi og óeðlileg- um hagsmunatengslum er mikil. Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru auk þess tengdir vinnu við skil og uppgjör gömlu bankanna næstu misserin og ljóst að kostnaður verður mikill. Fjórir lögfræðingar af sömu lögfræðiskrifstofunni koma við sögu skilanefndanna. Fjármálaeftirlitið skipaði skilanefndirnar. Til að meta hæfi nefndarmanna voru þeir sérstaklega spurðir hvort þeir uppfylltu kröfur um almennt hæfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. 2 3 1 aldrei aftur 3-0 dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð miÐViKudaGur 11. febrúar 2009 dagblaðið vísir 27. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 lét höGGin dynja á náGrannaKOnu í stiGaGanGinum MISNOTUÐ FRÁ EINS ÁRS aldRI: LÍTIL STÚLKA EYÐILÖGÐ AF FÖÐUR fréttir hera þjálfar hara meÐ sKertan þrOsKa eftir misnOtKun í tVö ár „hún Veit eKKi muninn á réttu OG rönGu “ send á milli fósturfOreldra fólK erlent sValt af ótta ViÐ tannlæKna spOrt GeGn liechtenstein beiÐ bóta ísexár reiddist VeGna GaGnrýni á VændishúsiÐ í blOKKinni „éG þOri eKKi aÐVera meÐ börnin mín hérna lenGur“ neytendur Vel falinn afsláttur á VelferÐ þOrÐi eKKi aÐ Opna munninn örnólfurbannaÐi ViÐtal ViÐ dOrrit xxxxxxx fréttir MYNdiN er sviðsett þriðjudagur 10. febrúar 20098 Fréttir Fjórar erlendar konur á þrítugs- aldri stunda vændi í íbúð 401 í hús- inu á Hverfisgötu 105, við hliðina á höfuðstöðvum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum DV eru konurnar frá Kúbu og öðrum löndum í Suður- Ameríku. Samkvæmt vændiskonunum sjálfum og heimildarmönnum DV eru stúlkurnar fjórar gerðar út af rúmlega þrítugri konu, Catalina Mikue Ncogo, sem ættuð er frá Miðbaugs-Gíneu. Catalina hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2004. Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu og er einnig verið að skoða hvort fíkniefnamisferli tengist starfsemi vændishússins að sögn lögreglu- fulltrúa. Hórumamma í spilinu Konurnar fjórar hafa stundað vændi í húsinu frá því um miðjan janúar. Þær búa fjórar í íbúðinni sem er tveggja herbergja og um sjötíu fermetrar að stærð. Þær selja blíðu sína á uppblásnum færan- legum beddum, samkvæmt sjón- arvotti sem komið hefur inn í íbúð- ina. Íbúar í húsinu hafa margsinn- is haft samband við lögregluna á síðustu vikum og sagt henni frá því að konurnar selji sig í íbúðinni og að líklega sé um ólöglegt athæfi að ræða því Catalina Ncogo geri þær út og græði á vændi þeirra. Vændi er ólöglegt á Íslandi ef einhver ann- ar en sá sem selur sig græðir á því. „Í þessu tilfelli er hórumamma með í spilinu og virðist hún vera að græða á þessu sem þriðji aðili,“ seg- ir íbúi í húsinu að Hverfisgötu 105. Verslunarrekandi í húsinu segist telja að um mansal sé að ræða í til- felli stúlknanna fjögurra. Ekki náðist í Catalinu Ncogo við vinnslu fréttarinnar. Samkvæmt heimildum DV munu stúlkurnar búa í íbúðinni þar til um miðjan mánuðinn þegar samningurinn við eiganda íbúðar- innar, Gísla Hermannsson, renn- ur út. Ekki liggur ljóst fyrir hver er skráður fyrir leigusamningi íbúð- arinnar núna, samkvæmt heimild- um DV. Íbúi pirraður á aðgerðarleysi lögreglunnar Íbúinn segist hafa orðið fyrir tölu- verðu ónæði af starfsemi hóru- hússins. „Ég hef orðið fyrir miklu ónæði af þessu síðastliðnar þrjár vikur. Það mætti halda að stelp- urnar væru að reyna að ríða niður veggina. Ég heyri svo mikinn há- vaða frá íbúðinni þeirra. Það eru allir að verða brjálaðir hérna,“ segir íbúinn. Hann segir að það sé frek- ar mikið að gera hjá stúlkunum því hann hafi séð fullt af karlmönnum á þrítugsaldri og allt upp í sjötíu ára fara inn í íbúðina á liðnum vikum. Íbúinn segist hafa talað fjórum sinnum við lögregluna en að hún hafi hingað til ekkert gert í málinu. Aðspurður segir íbúinn að hann hafi sagt lögreglunni að verið væri að gera stúlkurnar út og græða á þeim. „Lögreglan sagði hins veg- ar að hún þyrfti að standa mellu- mömmuna að verki til að geta gert eitthvað í málinu,“ segir íbúinn. Íbúarnir smeykir og hneykslaðir Íbúarnir í húsinu eru mjög óhressir með starfsemi hóruhússins og vilja að lögreglan geri eitthvað í málinu. „Mig langar ekkert að fara fram á gang hér á nóttunni því ég gæti mætt einhverjum ógeðslegum karli sem gæti haldið að ég væri einhver hóra. Þetta er ógeðslegt,“ segir íbúinn. Verslunarrekandi í húsinu seg- ir að hóruhús sé rekið þar. „Það fer ekkert á milli mála því traffík- in hérna er mikil. Við erum alveg brjáluð hérna í húsinu. Þetta er öm- urlegt,“ segir verslunarrekandinn. Hann segist iðulega mæta vænd- iskonunum á gangi hússins þeg- ar þær koma niður til að opna fyr- ir viðskiptavinum sínum á daginn því dyrabjallan í íbúðinni sé biluð. „Maður er að mæta þeim hérna fá- klæddum í einhverjum dulum og í óeðlilegu ástandi eins og þær séu á fíkniefnum. Ég vil tengja þessa starfsemi við eitthvað annað en bara vændi,“ segir íbúinn. Fíkniefnamisferli einnig rannsakað Málið er til rannsóknar hjá lög- reglunni, segir Svanhvít Eygló Harðardóttir, lögreglufulltrúi í kynferðisafbrotadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að meðal annars sé ver- ið að rannsaka hvort einhver sé að græða á vændi stúlknanna fjög- urra. „Út á það gengur málið. Við rannsökum ekki svona mál nema grunur leiki á að þriðji aðili sé að græða á vændinu,“ segir Svanhvít. Hún vill hvorki staðfesta né neita að Catalina Ncogo liggi undir grun í málinu. Aðspurð hvort einhver grun- ur leiki á að fíkniefnamisferli hafi einnig átt sér stað í tengslum við starfsemi hóruhússins segir Svan- hvít að hún geti ekki rætt það vegna rannsóknarhagsmuna í málinu. Hún segir hins vegar að stundum haldist „það í hendur“ í slíkum málum. „Það er allt skoðað,“ segir Svanhvít. Samkvæmt heimildum DV var hóruhúsið áður til húsa á Vestur- götunni í Reykjavík. Svanhvít segir aðspurð að einnig sé verið að rann- saka starfemi hóruhússins lengra aftur í tímann. Aðspurð hvort Catalina Ncogo hafi komið við sögu lögreglunn- ar áður segist Svanhvít ekki getað svarað því að svo stöddu. „Ég hef orðið fyrir miklu ónæði af þessu síðastliðnar þrjár vik- ur. Það mætti halda að stelpurnar væru að reyna að ríða nið- ur veggina. Ég heyri svo mikinn hávaða frá íbúðinni þeirra. Það eru allir að verða brjálaðir hérna.“ SELJA SIG VIÐ HLIÐINA Á LÖGREGLUSTÖÐINNI Catalina Mikue Ncogo INgI F. VIlHjálMssoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is Hóruhús við lögreglustöðina Í íbúð 401, í miðíbúðinni á fjórðu hæð búa vændiskonurnar fjórar sem samkvæmt heimildum dV eru gerðar út af konu frá Miðbaugs-gíneu. Miði um „hóruhúsið“ á Hverfisgötu þessi miði hékk uppi í anddyri hússins að Hverfis- götu 105 um skamman tíma. Á miðanum stendur: „Hóruhúsið 4. hæð til hægri.“ 4 dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjUdagUr 10. febrúar 2009 dagblaðið vísir 26. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 VÆNdiSHúS Við lögreglUSTöðiNa bÍlliNN TeKiNN Á HÁlfVirði gigTVeiK rUKKUð af lýSiNgU fréTTir STUrla Í fraMbOði FORSETAHJÓNIN HNAKKRIFUST Í VIÐTALI: DORRIT FÉKK NÓG daVÍð flúði SPUrNiNgar þagði Og þóTTiST fara Í lÆKNiSSKOðUN fréTTir ÁSdÍS rÁN dýr fréTTir Með frjÁlSlyNdUM lÁNiN afTUr UM Ár NeyTeNdUr fréTTir SlöSUð Móðir rUKKUð UM 4 MilljóNir dOrriT: „Við eigUM eKKerT SaMeigiNlegT“ ólafUr baNNaði dOrriT að MóTMÆla „ég er eiNS Og eigiNKONa araba“ „dorrit, þú getur ekki sagt þetta!“ „Ég var að segja þetta!“ fréTTir fólK GAF BLÖNKU FÓLKI BÆKUR „Það er gott að geta komið til móts við þá sem eiga erfitt á þessum tímum,“ segir Ármann Reynisson, vinjettu- höfundur og fagurkeri, sem áritaði og gaf fólki sem leitaði til Fjölskyldu- hjálpar Íslands á miðvikudag þriðja bindið í vinjettusafni sínu. Mikið frost var fyrir utan Fjölskylduhjálp- ina en inni í hlýjunni beið Ármann þeirra sem þangað áttu erindi með ríflega 200 bækur og áritaði hverja og eina með nafni viðkomandi. Geta dreift huganum við lesturinn Ármann segir að það sé mikilvægt að halda góðri andlegri heilsu á tím- um eins og íslenska þjóðin geng- ur í gegnum núna. „Húsnæði, fæði, klæði og góðar tekjur skipta vissu- lega miklu máli, en ég er á þeirri skoðun að það sé ekki síður það and- lega sem skiptir máli. Í hverri bók eru 43 sögur, hver saga er ein blaðsíða og hún er jafnframt á ensku, fólk getur þá dreift huganum og lesið allavega eina sögu á dag og æft sig í enskunni og lesið fyrir aðra og reynt að gera líf- ið bærilegt,“ segir hann. Bækurnar andleg verðmæti Ármann segir það mikilvægt að opna augun fyrir ástandinu í þjóðfélaginu því það sé vissulega alvarlegt. „Ég ætla að opna augu mín fyrir ástand- inu hér á landi, sem ég hef ekki þekkt af eigin raun, og reyna að átta mig á því hvað það er sem um er að vera hjá þeim sem eiga í erfiðleikum. Það er nú þannig að maður þarf að kynn- ast af eigin raun til að skynja og finna hvað er um að vera hjá fólki, ég held að allt of margir loki augunum fyrir því.“ Ármann segir að bækur hans séu hans andlegu verðmæti og að gefa þeim sem eiga erfitt gleður hann mikið. „Ég vil gera eitthvað í þessu ástandi og við þessar þjóðfélagsað- stæður. Ég vil hvetja alla Íslendinga til þess að taka höndum saman og hætta að rífast á Alþingi og hætta að bítast um stólana heldur taka höndum saman og vinna sig út úr þessu ástandi, það er það sem skipt- ir máli.“ Mikið af útlendingum Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað- ur Fjölskylduhjálpar Íslands, segir að 150 fjölskyldur hafi leitað aðstoð- ar á miðvikudag og að minnsta kosti helmingurinn af þeim hafi verið út- lendingar. Hún segir að fólk hafi ver- ið ánægt með bækurnar frá Ármanni. „Þetta var mjög flott hjá honum, það voru allir svo ánægðir. Hann árit- aði og gaf hundrað bækur, það voru margir sem töluðu hvorki íslensku né ensku svo bókin nýttist þeim ekki, en þetta var glæsilegt framtak hjá hon- um,“ segir Ásgerður Jóna og bendir á að Ármann ætli að koma aftur næsta miðvikudag og gefa fleiri bækur. Boði loGason blaðamaður skrifar bodi@dv.is „Ég vil gera eitthvað í þessu ástandi og við þessar þjóðfélagsað- stæður.“ Ánægðir skjólstæðingar skjól- stæðingar fjölskylduhjálparinnar voru ánægðir með vinjettur Ármanns að sögn Ásgerðar Jónu flosadóttur. Mynd RóBeRt Reynisson Gott að geta hjálpað Ár- mann reynisson áritaði og gaf skjólstæðingum fjölskyldu- hjálparinnar vinjettubækur. Mynd Heiða HelGadóttiR        Skilanefnd landSbankanS (gamla): láruS finnbogaSon formaður - Landsbankinn lárentSínuS kriStjánSSon hrl. – Landsbankinn einar jónSSon hdl. – Fjármálaeftirlitið frá 2006 til 2008 Sigurjón geirSSon endursk. – Landsbankinn árSæll HafSteinSSon hdl. – Landsbankinn Skilanefnd glitniS (gamla) árni tómaSSon formaður – Glitnir Heimir HaraldSSon endursk. – Glitnir ÞórdíS bjarnadóttir hrl. – Glitnir erla S. árnadóttir hrl. – Glitnir kriStján óSkarSSon rekstrarhagfr. – Glitnir Skilanefnd kaupÞingS (gamla) Steinar Þór guðgeirSSon hrl. – formaður – Kaupþing guðni aðalSteinSSon rekstrarhagfr. – Kaupþing knútur ÞórHallSSon endursk. – Kaupþing jóHanneS rúnar jóHannSSon hrl. – Kaupþing tHeodór SigurbergSSon endursk. – Kaupþing ólafur garðarSSon hrl. – greiðslustöðvun Kaupþings kriStinn bjarnaSon hrl. – greiðslustöðvun Landsbankans Steinunn guðbjartSdóttir hrl. – greiðslustöðvun Glitnis Lögfræðistofa Reykjavíkur gamlir Við- SkiptafÉlagar SKILANEFNDIR BANKANNA Skilanefnd Landsbankans (gamla): Skilanefnd Kaupþings (gamla) Skilanefnd Glitnis (gamla) FRAMSÓKNARFLOKKURINN SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FYRRVERANDI YFIRMENN Í GÖMLU BÖNKUNUM jónaS fr. jónSSon – forstjóri FME MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRúAR 20092 Fréttir Skilanefndir gömlu bankanna, Kaup- þings, Landsbanka og Glitnis, voru all- ar skipaðar af Fjármálaeftirlitinu strax í kjölfar setningar neyðarlaganna í byrj- un október síðastliðins. Stjórn Fjár- málaeftirlitsins þótti eðlilegt að skipa í skilanefndirnar menn sem voru hnút- um kunnugir í bönkunum. Fyrir valinu urðu nokkrir valdamiklir millistjórn- endur gömlu bankanna sem enn sitja í skilanefndunum. rekst á við ákvæði í samningum við agS Í samningi stjórnvalda við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn frá 3. nóvember segir um endurskipulagningu og mat á gömlu og nýju bönkunum að virt endurskoðunarfyrirtæki verði ráð- in til að hafa yfirumsjón með fram- kvæmdinni. „Hluti af framkvæmdinni er einnig mat á því hvort stjórnendur og helstu hluthafar hafi gerst sekir um afglöp í rekstri og misnotkun á bönk- unum,“ segir orðrétt í sjöttu grein. Í tí- undu grein samningsins er einnig gert ráð fyrir að fyrrverandi yfirstjórnendur og helstu hluthafar í yfirteknu bönk- unum, sem gerst hafa sekir um afglöp í rekstri eða misnotkun á bönkunum, eigi ekki að gegna sambærilegum störfum næstu þrjú árin. Í öllum skilanefndunum eru yfir- stjórnendur gömlu bankanna. Ársæll Hafsteinsson var yfirmaður lögfræði- sviðs Landsbankans gamla og var ráð- inn þangað þegar árið 2003, hann er nú í skilanefnd bankans. Kristján Ósk- arsson rekstrarhagfræðingur var fram- kvæmdastjóri hjá Glitni, en hann á sæti í skilanefnd Glitnis. Jóhannes Rúnar Jóhannsson var yfirmaður lögfræði- sviðs Kaupþings, en situr nú í skila- nefnd Kaupþings. Knútur Þórhallsson endurskoðandi starfaði hjá Kaupþingi og situr í skilanefnd bankans nú. Hann var endurskoðandi Exista og vann að samruna Kaupþings og Búnaðarbank- ans á sínum tíma. Hann er einn helsti eigandi Deloitte-endurskoðunarfyrir- tækisins á Íslandi, hefur setið í stjórn þess. Hann hefur jafnframt rekið skrif- stofu með Árna Tómassyni. Guðni Að- alsteinsson rekstrarhagfræðingur var áður stjórnandi hjá fjárstýringu Kaup- þings, en situr nú í skilanefnd bank- ans. Spurðu nefndarmenn hvort þær væru hæfir! Augljóst má vera að meinbugir kunna að vera á setu fyrrverandi yfirmanna gömlu bankanna í skilanefndunum í ljósi samningsins við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn. Þar sem Ársæll, Kristján, Jóhannes Rúnar, Knútur og Guðni eru meðal fyrrverandi stjórnenda gömlu bankanna kunna hagsmunaárekstrar að koma upp en einnig getur verið um að ræða vanhæfi til setu í skilanefnd- unum. Þann 15. desember síðastliðinn sá FME ástæðu til þess að senda frá sér tilkynningu vegna umræðu um skila- nefndirnar. Þar kemur fram að FME beitti ákvæðum neyðarlaganna aðeins nokkrum klukkustundum eftir setn- ingu þeirra til þess að skipa skilanefnd yfir gamla Landsbankann og síðar Glitni og Kaupþing. Í lok tilkynningarinnar segir orð- rétt: „Við skipun manna í skilanefndir var kannað og nefndarmenn sérstak- lega spurðir hvort þeir uppfylltu kröf- ur um almennt hæfi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.“ Þess má geta að í skilanefnd Landsbankans situr Einar Jónsson héraðsdómslögmaður, en hann var starfsfélagi Jónasar Fr. Jónssonar í Fjár- málaeftirlitinu 2006 til 2008. lögmannsstofa eða...? Skilanefndirnar voru skipaðar með hraði eftir að neyðarlögin svonefndu höfðu verið samþykkt á Alþingi í byrj- un október síðastliðins. Valinu réðu einkum þrír menn samkvæmt heim- ildum DV; Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, Baldur Guðlaugsson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Jón Sigurðsson, stjórnarformaður FME. Augljóslega voru yfirmenn á förum úr gömlu bönkunum sem settir voru í greiðslustöðvun. Samkvæmt gögnum sem DV hefur í höndunum stofnaði Ársæll Hafsteins- son einkahlutafélagið ÁH lögmenn ehf 8. október, daginn eftir að hann hafði verið skipaður í skilanefnd bankans. Tilgangur félagsins er auk lögfræði- þjónustu viðskiptaráðgjöf og hags- munagæsla. Aðsetur ÁH lögmanna ehf er í Þrándarseli 2 í Reykjavík sem er heimili Ársæls. Í lögmannalögum segir hins vegar að lögmanni sé skylt að hafa skrifstofu opna almenningi, sérstak- an vörslufjárreikning í viðurkenndri bankastofnun og gilda starfsábyrgðar- tryggingu og fleira. Sama virðist eiga við um Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögfræðing og fyrr- verandi yfirmann lögfræðisviðs Kaup- þings. Hann á og rekur JRJ fjárráð ehf, til heimilis að Traðarbergi 17 í Hafnar- firði, en það er heimili Jóhannesar. Ekki er vitað til þess að Lögmanna- félag Íslands hafi gert athugasemdir við rekstur ÁH lögmanna ehf og JRJ fjár- ráða ehf í heimahúsum eigendanna. Athygli vekur að Lárentsínus Kristj- ánsson, formaður Lögmannafélags- ins, situr í skilanefnd Landsbankans með Ársæli, eiganda ÁH lögmanna, en Lögmannafélagið hefur meðal annars tilsjón með því að lögmenn fylgi fag- legum reglum. Sem skilanefndarmaður hefur Jó- hannes Rúnar nú afskipti af skuldum bresk-íranska kaupsýslumannsins Roberts Tchenguiz við gamla Kaup- þing. Bankinn hefur tekið yfir félag- ið Oscatello Investments, sem skráð er á Bresku Jómfrúaeyjum og kann- ast Tchenguiz ekki við að eiga það fé- lag lengur. Skuldir hans og eða félaga í hans eigu við Kaupþing nema 643 milljónum sterlingspunda eða um 105 milljörðum króna. lögfræðistofa reykjavíkur Athygli vekur hversu vel eigendur Lög- fræðistofu Reykjavíkur hafa hreiðrað um sig í skilanefndum gömlu bank- anna. Lárentsínus Kristjánsson, lög- fræðingur og formaður Lögmanna- félagsins, situr í skilanefnd gamla Landsbankans. Hann er einn af eig- endum Lögfræðistofu Reykjavíkur. Ólafur Garðarsson lögfræðingur er umsjónarmaður vegna greiðslustöðv- unar Kaupþings gamla og starfar náið með skilanefnd bankans. Hann er einn af eigendum Lögfræðistofu Reykjavík- ur. Steinar Þór Guðgeirsson lögfræð- ingur er formaður skilanefndar Kaup- þings banka. Hann er einn af eigend- um Lögfræðistofu Reykjavíkur. Tómas Jónsson lögfræðingur hef- ur einnig komið við sögu skilanefnd- anna, en hann var fundarstjóri á fundi skilanefndar Kaupþings með erlend- um kröfuhöfum í síðustu viku. Hann hefur einnig unnið fyrir Fjármálaeft- irlitið og starfað í þágu Icebank, síðar Sparisjóðabankinn, um og eftir banka- hrunið. Hann er einn af eigendum Lögfræðistofu Reykjavíkur. Eigendurnir eru fleiri, þekktast- ur þeirra er væntanlega Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur og fyrrver- andi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins. Allir eiga þessir menn það sameig- inlegt að vera sjálfstæðismenn. Sumir þeirra hafa gegnt trúnaðarstörfum fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn, meðal annars setið í stjórn SUS –Sambands ungra sjálfstæðismanna, rétt eins og Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins gerði árin 1991 til 1993. Guðni Aðalsteinsson rekstrarhag- fræðingur, áður framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings og núver- andi skilanefndarmaður gamla Kaup- þings, er einnig sjálfstæðismaður. Það er Jóhannes Rúnar Jóhannsson einn- ig, en hann starfaði áður á lögmanns- stofu með lögfræðingunum Sigurbirni Magnússyni og Gunnari J. Birgissyni sem báðir eru flokksbundnir sjálf- stæðismenn. Þáttur framsóknar Lárus Finnbogason, formaður skila- nefndar Landsbankans, er jafnframt einn af eigendum endurskoðun- arfyrirtækisins Deloitte á Íslandi. Finnur Ingólfsson, þáverandi við- skiptaráðherra, skipaði Lárus í stjórn Fjármálaeftirlitsins þegar það tók til starfa í núverandi mynd árið 1999. Lár- us varð stjórnarformaður Fjármálaeft- irlitsins í ársbyrjun 2007 og hélt þeirri stöðu til ársloka þegar Jón Sigurðsson varð formaður þess. Lárus er skráður félagi í Fram- sóknarflokknum. Hann er gamall fé- lagi Finns Ingólfssonar og talinn hafa tengst S-hópnum. Árni Tómasson endurskoðandi er formaður skilanefndar Glitnis. Hann er framsóknarmaður eins og Lárus. Árni er vinur Ólafs Ólafssonar í Sam- skip og hefur setið í stjórn Alfesca, sem er að mestu í eigu Ólafs. Ársæll Haf- steinsson í skilanefnd Landsbankans og Árni Tómasson voru áður yfirmenn Búnaðarbankans. Þeir voru taldir hafa rofið bankaleynd árið 2003 sem varð til þess að Fjármálaeftirlitið úrskurð- aði að Búnaðarbankinn hefði brotið lög um bankaleynd. Með Árna í skilanefnd Glitnis situr Heimir Haraldsson, löggiltur endur- skoðandi. Hann situr meðal annars í stjórn Össurar og er sagður góðvinur Árna. gamla helmingaskiptareglan? Ljóst er að þræðir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eru gildir inni í skila- nefndum gamla Kaupþings, Lands- bankans og Glitnis og bera keim af helmingaskiptareglu þessara tveggja flokka frá gamalli tíð. Margt bendir til þess að valið á mönnum í skilanefnd- irnar hafi ekki verið nein tilviljun en hafi byggst á flokkslegum hagsmuna- og kunningjatengslum. Ráðandi öfl í skila- nefndunum eru augljóslega tengd Sjálfstæðis- flokknum gild- um böndum en einnig Fram- sóknarflokkn- um. jóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is kunningi ólafs ólafssonar Árni Tómasson er formaður skilanefndar Glitnis. Hann hefur meðal annars setið í stjórn Alfes�a�� fyrirtæki í eigu Ólafs. vinir í skilanefndunum miðvikudagur 11. febrúar 2009 3 Fréttir Mjólkurkýr og kunningjaveldi Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur nýverið skipað nýja stjórn Fjár- málaeftirlitsins og Jónas Fr. Jónsson hverfur úr forstjórastóli FME í lok þessa mánaðar. Eftir sitja skilanefndirnar skipaðar mönnum sem báru mikla ábyrgð inn- an bankanna föllnu og eru nátengd- ir Sjálfstæðisflokknum og Framsókn- arflokknum. Margir þeirra kunna að vera vanhæfir til setu í skilanefndun- um meðal annars með tilliti til samn- ings stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn eins og áður er getið. Þá vekur grunsemdir um sérhags- munagæslu einstakra nefndarmanna þegar þeir ákveða að stofna einka- hlutafélög og selja skilanefndunum þjónustu sína á 15 til 20 þúsund krón- ur á tímann. Þannig getur 100 klukkustunda starf eins skilanefndarmanns á mán- uði kostað 1,5 milljónir króna. Kostnaður við skilanefndirnar get- ur því hæglega verið 30 milljónir króna á mánuði eða samanlagt 360 milljónir króna á ári. Skilanefndirnar eiga allar eftir að starfa mánuðum saman, jafn- vel misserum saman, og vilja koma undir sig aðstöðu og aðstoðarfólki. Þannig er við búið að kostnaðurinn við skil og uppgjör gömlu bankanna verði margfalt meiri. Þess ber að geta, að með þessari úttekt er ekki verið að kasta rýrð á fag- lega hæfni, reynslu og kunnáttu þeirra einstaklinga sem nefndir eru. Einungis er verið að benda á tengsl sem kenna mætti við frændhygli, kunningjaveldi eða klíkustjórnmál. Forstjóri FME á förum Jónas fr. Jóns- son var í stjórn SuS líkt og Lárentsínus kristjánsson í skilanefnd Landsbankans. Þeir eiga nokkra flokksbræður aðra í skilanefndunum eða í námunda við þær. FME meti hvert tilvik Gylfi Magnússon viðskiptaráð- herra segir að skilanefndirnar hafi á sínum tíma verið skipaðar af Fjár- málaeftirlitinu. „Viðskiptaráðu- neytið hefur enga beina aðkomu að því og stjórnar ekki Fjármálaeft- irlitinu frá degi til dags öðruvísi en að skipa stjórn þess. Ég sé ekki flöt á því að viðskiptaráðuneytið fari að hafa nein bein afskipti af því hverj- ir sitja í skilanefndunum. Ég treysti nýjum stjórnendum Fjármálaeft- irlitsins til þess að taka faglegar ákvarðanir hvað það varðar.“ Gylfi segir að ráðuneytið og ráð- herra geti haft skoðun á því hverj- ir ættu að sitja í bankaráðum eða skilanefndum eða koma á ann- an hátt að stjórnun hins nýja ís- lenska fjármálakerfis og uppgjöri hins gamla. „En ég ætla ekki að grípa fram fyrir hendurnar á þeim sem eiga að taka um það ákvarð- anir eins og stjórnskipulagið er. Hins vegar finnst mér alveg eðlilegt sem sett var inn í samninginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að þeir sem tengsl höfðu við gömlu bank- ana séu ekki í forsvari fyrir fjár- málafyrirtæki. Mér finnst að það eigi þá einnig við um bankaráð- in og skilanefndirnar. Það verður bara að skoða það í hverju tilfelli. Það eru ekki allir sjálfkrafa vanhæf- ir sem unnu í íslensku bönkunum fyrir hrunið. Þar vann margt ágætt fólk og vel menntað. Og það er nú einfaldlega þannig að það er fólkið sem þekkir best til bankarekstrar á Íslandi. Við verðum að meta það í hverju tilfelli hvort eitthvað komi í veg fyrir að menn sitji í skilanefnd. Það er mat sem Fjármálaeftirlitið framkvæmir og ég mun ekki skipta mér af því.“ „Mér finnst að það eigi þá einnig við um bankaráðin og skila- nefndirnar. Það verð- ur bara að skoða það í hverju tilfelli.“ Skilanefndir undir smásjá „við verðum að meta það í hverju tilfelli hvort eitthvað komi í veg fyrir að menn sitji í skilanefnd,“ segir gylfi magnússon viðskiptaráðherra. EF M „Reynsla mín af að eiga við þetta breska tryggingafélag er svipuð og íslensku þjóðarinnar síðustu mán- uði,“ segir Björn Ófeigsson. Hann vann dómsmál á hendur breska tryggingafélaginu Impact Und- erwriting Limited í Hæstarétti á síð- asta fimmtudag. Var breska félaginu gert að greiða honum 13,5 milljón- ir króna. Björn fékk hjartaáfall 9. febrúar árið 2003. Dómurinn kem- ur því sex árum síðar. Björn segir að allt ferlið í kring- um málareksturinn hafi verið erfitt. „Þeir voru mjög leiðinlegir og erfið- ir í alla staði. Við töpuðum málinu í héraði. Hæstiréttur sneri síðan mál- inu við. Við unnum því fullkominn sigur. Hitt er hins vegar annað mál að það er hreint ótrúlegt að það tók sex ár,“ segir hann. Mistök hjá spítalanum Björn var einungis 37 ára gam- all þegar hann fékk hjartaáfall árið 2003. „Fljótlega eftir hjartaáfall- ið varð ég þess áskynja að eitthvað hefði farið úrskeiðis í læknismeð- ferðinni,“ segir hann. Níu klukku- stundir liðu frá því að Björn kom á bráðamóttöku Landspítalans þar til hann var færður á hjartadeild. Hann fór síðan í mál við spítalann. Því lauk með því að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið skaðabótaskylt í fyrra fyrir yfirsjónir starfsfólks á Landspítalanum. Þó er ekki enn búið að úrskurða um bæt- ur sem íslenska ríkið þarf að greiða Birni. „Viðhorf Landspítala - háskóla- sjúkrahúss til þeirra sem hafa eitt- hvað upp á hann að klaga er með þvílíkum eindæmum að það hálfa væri nóg. Það er ótrúlega sterk til- hneiging hjá læknum og stjórnend- um spítalans að koma fram við þá sem hafa eitthvað upp á hann að klaga eins og þeir séu fávitar. Það er óneitanlega mjög erfitt,“ segir Björn. Skert lífsgæði „Hjartað hjá mér virkar á þriðjungs- afköstum. Ég hef ekki unnið síðan ég fékk hjartaáfallið fyrir sex árum. Í dag lifi ég við verulega skert lífsgæði og er öryrki,“ segir Björn. Hann seg- ir að það sem haldi honum heilum sé heimasíða hans hjartalif.is. Síð- unni kom Björn upp ásamt unn- ustu sinni Mjöll Jónsdóttur árið 2005. Á síðunni er að finna upplýs- ingar til almennings, hjartasjúkra og aðstandenda þeirra um þeirra hjartans mál. Björn segir að umræðan um málefni hjartasjúkra sé lítil hérlend- is. „Miðað við að hjarta- og æða- sjúkdómar eru eitt helsta banamein þjóðarinnar finnst mér lítið vera talað um það. Það er lítil fjölmiðla- umfjöllun um hjartans mál. Fáir gera sér grein fyrir því að það deyja fimm sinnum fleiri konur úr hjarta- og æðasjúkdómum en úr brjósta- krabba hérlendis,“ segir Björn. bEið í sEx ár EFtir bótuM Björn Ófeigsson Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 16. nóvember 2007 viðurkennd er skaðabótaskylda stefnda, íslenska ríkisins, vegna líkamstjóns sem stefnandi, björn Ófeigsson, hlaut í kjölfar bráðakransæðastíflu sem starfsfólki Landspítala - háskólasjúkrahúss yfirsást fyrir mistök að greina og veita meðferð við í tæka tíð hinn 9. febrúar 2003. Dómur Hæstaréttar 5. febrúar árið 2008 Stefndi, impact underwriting Limited, greiði áfrýjanda, birni Ófeigssyni, 13.500.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 29. júní 2006 til greiðsludags. annaS SigMunDSSon blaðamaður skrifar: as@dv.is „Það er ótrúlega sterk tilhneiging hjá lækn- um og stjórnendum spítalans að koma fram við þá sem hafa eitthvað upp á hann að klaga eins og þeir séu fávitar.“ Réttlætinu fullnægt björn Ófeigsson hefur nú unnið dómsmál gegn bresku tryggingafyrirtæki. Hann fékk hjartaáfall árið 2003. MynD RakEl SiguRðaRDÓttiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.