Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Side 15
föstudagur 13. febrúar 2009 15Umræða
Hver er konan? „Ég er eiginkona,
móðir og listamaður.“
Hvar ert þú uppalin? „fædd á
bíldudal, alin upp í stykkishólmi.“
Hvað drífur þig áfram? „réttilætis-
kennd og réttlæti í allri sinni mynd.“
Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn? „Ég er meiri kjötæta en fisk og
verð því að nefna lambakjötið góða.“
Hvaða bók/bækur ertu með á
náttborðinu þínu? „fullt af bókum,
ég er til dæmis að glugga í feng
shui-fræðin sem og annað áhugavert
sem kemur að sálarlífi og andlegri
heilsu fólks.“
Hvert er uppáhaldshúsverkið
þitt? „Ég hef alla tíð þurft að ganga
í öll húsverk og lít á þau jöfnum aug-
um. Þetta eru einfaldlega verkefni
sem þarf að vinna.“
Hefurðu áður tekið sæti á þingi?
„ekki á alþingi en ég hef verið mikið
í sveitarstjórnarmálum, þar á meðal
starfað sem bæjarfulltrúi á akranesi.“
Hafðirðu beðið lengi eftir
tækifæri til að láta alþingismenn
heyra það? „Ég held ég hafi ekkert
sérstaklega verið að bíða eftir þessu.
Þetta var einfaldlega tækifæri sem
gafst og það bar að nýta vel.“
Hvaða málefnum ættu þing-
menn að einbeita sér að þessa
dagana? „fyrst og fremst fjármálum
heimilanna og atvinnumálunum.
Það má ekki gleyma því að þessi
mál snúa ekki bara að unga fólkinu
okkar heldur einnig eldri borgurum
og öryrkjum. Það er lágmark að fólk
geti búið við mannsæmandi kjör hér
á landi. “
Hefurðu fengið mikil viðbrögð
við ræðunni? „Já, ég verð víst að
viðurkenna það. Mjög mikil og góð
viðbrögð.“
Hvað er fram undan? „fram undan
er umræðan um efnahagsmál og
svo verð ég með fyrirspurnir um
eldri borgara ásamt mörgum öðrum
bráðnausynlegum málum. Ég mun
nýta tíma minn vel.“
Hver er draumurinn? „betra líf
öllum til handa, og bjartari framtíð.
Það verður að koma eitthvað jákvætt
inn í þjóðfélagið eins og staðan er
í dag.“
Hvort er skemmtilegra idol eða eurovision?
„Þetta er hvort tveggja jafnleiðinlegt.
eurovision-forkeppnin í ár er sérstak-
lega léleg og alveg hreint sú versta
sem ég hef séð í mörg ár. Lögin eru öll
svo léleg en það sem mér finnst skást
er kántrílagið með edgari smára. Idolið
er svo alltaf eins ár eftir ár og þú missir
áhugann. Ég byrja stundum að fylgjast
með því bara undir blálokin.“
Ólafur Gunnarsson
71 árs söLustJórI
„Mér finnst báðar keppnirnar
leiðinlegar. Ég hef aldrei verið mikið
fyrir einhverjar söngvakeppnir og hef
ekkert fylgst með þessari eurovision-
keppni í ár. Mér er eiginlega alveg
sama hvaða lag keppir fyrir okkur í
aðalkeppninni.“
JÓHann EGilsson
13 ára neMI
„Mér finnst nú eurovision skemmti-
legra. Ég fylgist alltaf mikið með
keppninni en á mér ennþá ekki neitt
uppáhaldslag í henni í ár.“
Guðrún PálsdÓttir
72 ára húsMóðIr
„Pottþétt Idol. reyndar bara af því ég
fylgist svo mikið með ameríska Idolinu.
Ég hef aldrei náð að detta almennilega
inn í íslenska Idolið og fylgist ekkert
með eurovision.“
EGill arnarsson
22 ára kJötIðnaðarMaður í krónunnI
Dómstóll götunnar
raGnHEiður ÓlafsdÓttir,
varaþingmaður frjálslyndra, bað í
gær þingmenn um að sýna þingi og
þjóð þá virðingu að láta karpið bíða
til kosningabaráttunnar. hún benti á
að deilt væri um mál sem engu skipti
á meðan almenningur biði. ræða
ragnheiðar vakti gífurleg viðbrögð
bæði þingmanna og annarra.
Mun nýta
tíMann vel
„Okkur finnst eurovision skemmtilegra.
Við erum aðeins búnar að fylgjast með
keppninni í ár og okkur finnst hún búin
að vera mjög skemmtileg. Við eigum
okkur samt ekkert uppáhaldslag
ennþá.“
Emilía rafnsdÓttir oG siGrún
Kristín lárusdÓttir
13 ára neMar
maður Dagsins
Í hinni umdeildu grein „The Clash
of Civilizations?“ skrifar stjórnmála-
fræðingurinn Samuel Huntington
meðal annars: „Fólk hefur mismun-
andi stig sjálfsmyndar: Íbúi Róm-
ar gæti litið á sjálfan sig, með mis-
munandi áherslum, sem Rómverja,
Ítala, kaþólikka, kristinn, evrópskan
eða Vesturlandabúa. Siðmenningin
er breiðasti hópurinn sem hann tel-
ur sig tilheyra.“
En hvernig líta
íslendingar á sjálfa sig?
Í grunninn má segja að Ísland til-
heyri þremur hópum ríkja. Ísland er
Norðurland, það er einnig Evrópu-
land, og það er eitt hinna vestrænu
ríkja. Fjórði klúbburinn, Sameinuðu
þjóðirnar, er ef til vill mikilvægasti
hópurinn af þeim öllum. En hann er
of breiður til þess að fólk noti hann
til þess að skilgreina sjálft sig, það
hefur jú lítið gildi að tilheyra hópi
sem allir aðrir tilheyra líka.
Vesturlönd frekar
en norðurlönd
Þó að ekki sé endilega umdeilt að
Ísland tilheyri öllum þessum hóp-
um í senn, má sjá talsvert mikinn
áherslumun á milli stjórnmálaflokk-
anna hvað þá varðar. Í grófum drátt-
um má segja að vinstri-græn leggi
mesta áherslu á Norðurlandasam-
starfið, að Samfylkingin leggi mesta
áherslu á Evrópu, meðan Sjálfstæð-
isflokkurinn virðist helsta líta aug-
um til vestrænnar samvinnu. Stefna
Framsóknarflokksins er, í þessum
málum sem öðrum, minna skýr.
Á seinni hluta 20. aldar var það
Sjálfstæðisflokkurinn sem mestu
réð í íslenskum stjórnmálum og
því hefur hann átt mestan þátt í að
móta stefnu landsins. Áhersla hans
á vestræna menningu, frekar en sér-
evrópska eða norræna, kemur fram
með ýmsum hætti. Meðal annars
má benda á að Ísland er meðlimur
í Atlantshafsbandalaginu, sem telur
flestar þjóðir Vesturlanda (og jaðar-
landið Tyrkland), en ekki í Evrópu-
sambandinu.
Þátttökugjald í þjóðaklúbbum
Bandalagið við forustuþjóð Vest-
urlanda, Bandaríkin, hefur og ver-
ið það sem mestu máli hefur skipt
í utanríkismálum, hvort sem litið
er til herverndarsamningsins 1951
eða innrásarinnar í Írak 2003. Þó
má kannski segja að það bandalag
hafi orðið minna náið eftir endalok
Kalda stríðsins, og sérstaklega eftir
brotthvarf bandaríska hersins 2006.
Þessi áherslumunur á milli flokk-
anna sést einnig af afstöðu þeirra til
bankahrunsins. Sjálfstæðismenn
hafa lagt áherslu á að hrunið sé eitt-
hvað sem gangi nú yfir Vesturlönd,
frekar en heimsbyggðina alla eða þá
Ísland sérstaklega. Þannig má segja
að samkvæmt sumum sjálfstæðis-
mönnum sé hún einfaldlega fylgi-
fiskur þess að tilheyra hópi hinna
ríku þjóða Vestursins, nánast þátt-
tökugjald í þeim fína klúbbi. Sam-
fylkingin hefur lagt fram Evrópu-
sambandið og evruna sem lausn
við vandamálinu, þó ekki sé ljóst
að það muni endilega leysa vand-
ann. Vinstri-grænir, með Steingrím
J. Sigfússon fremstan í flokki, hafa
fyrst og fremst litið til Norðurland-
anna um aðstoð, og jafnvel viljað
taka upp norsku krónuna.
norræna bandalagið
Sú hugmynd að Ísland tilheyri Norð-
urlöndunum er lítt umdeild. Ísland
hefur átt sæti í Norðurlandaráði frá
stofnun þess árið 1952 og ólíkt Atl-
antshafsbandalaginu eða Evrópska
efnahagssvæðinu hefur ríkt svo til
alger sátt um veru þess þar. Á hinn
bóginn hefur vera í Norðurlanda-
ráðinu ekki komið í stað þátttöku
ríkja í öðrum ríkjabandalögum. Til-
raunir til að stofna norrænt varnar-
bandalag eftir seinni heimsstyrjöld
eða efnahagsbandalag á 7. áratugn-
um runnu út í sandinn, með þeim
afleiðingum að Norðurlandaþjóð-
irnar tilheyra NATO og ESB á víxl.
Þó að Ísland sé óumdeilanlega
Norðurland hefur það þó að mörgu
leyti fjarlægst hin Norðurlöndin á
undanförnum árum. Sumir héldu
því jafnvel fram að Ísland hafi verið
komið langt fram úr þeim og hefði
því lítið þangað að sækja. Eftir efna-
hagshrunið hefur þó Ísland meira
farið að líta til hinna Norðurland-
anna um lánveitingar en jafnvel um
fyrirmyndir líka. Nýjasta dæmið um
Norðurlandasókn Íslands er sú hug-
mynd að flugherir Norðurlandanna
taki við því hlutverki sem Bandarík-
in höfðu hér fyrir ekki löngu. Enn
liggur spurningin um Evrópu í loft-
inu. Að einhverju leyti hljóta slíkar
vangaveltur að vera nánast órök-
réttar þegar mörg brýnni vandamál
standa fyrir dyrum. En það breyt-
ir því ekki að spurningunni mun á
endanum þurfa að svara.
Er Ísland Evrópuríki eða Vesturland?
kjallari
Valur
Gunnarsson
rithöfundur skrifar
„Þó að Ísland sé óum-
deilanlega Norður-
land hefur það þó að
mörgu leyti fjarlægst
hin Norðurlöndin á
undanförnum árum.“
mynDin
sólarupprás nauthólsvíkin er vinsæl til útivistar og tóku þessi ungmenni daginn snemma þar sem þau skokkuðu meðan sólin reis úr sæ.
mynd HEiða HElGadÓttir
Gleymum ekki góðum hugmyndum