Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Page 32
föstudagur 13. febrúar 200932 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Björn Jóhannsson lyfjafræðingur og kennari Björn fæddist á Vopnafirði en ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann lauk prófum frá Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja 1966, lauk stúdents- prófi frá MH 1976, stundaði nám í lyfjafræði við HÍ 1977-79 og við Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð 1980-83 er hann lauk lyfjafræði- prófi og lauk prófi í uppeldis- og kennslufræði fyrir framhaldsskóla frá KHÍ 1993. Björn var lyfjafræðingur hjá Pharmaco 1983-87, hjá O.Johnson og Kaaber 1987-89, var kennari við Fjölbrautaskólann í Breið- holti 1989-94, við Framhaldsskóla Austur-Skaftfellinga 1994-95, var lyfsali á Patreksfirði 1995-99, lyfjafræðingur við Apótekið við Smiðjuveg 1999-2001, lyfjafræð- ingur við Apótek Landspítalans 2001-2002, lyfjafræðingur hjá Lyfj- um og heilsu 2003-2008 og kenn- ir nú við Framhaldsskóla Austur- Skaftfellinga. Björn söng með Hamrahlíðar- kórnum á menntaskólaárunum, með Háskólakórnum á háskólár- unum, með Mótettukórnum um skeið, með Karlakórnum Jöklum á Hornafirði, söng með kirkju- kórnum á Patreksfirði, var einn stofnenda og meðlimur Samkórs Patreksfjarðar, söng með Karlakór Reykjavíkur sl. átta ár og með Fíl- harmóníukórnum. Fjölskylda Eiginkona Björns var Sigríður Eyjólfsdóttir lyfjafræðingur. Þau skildu 1985. Önnur kona Björns var Gunnur P. Þórsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þau skildu 1987. Sonur Björns og Gunnar er Jó- hann Arnar, f. 19.2. 1992. Sambýliskona Björns er Svana H. Stefánsdóttir, f. 13.12. 1951, efnafræðingur, efnavörður og kennari við HÍ. Systkini Björns eru Jenný Jó- hannsdóttir, f. 26.4. 1950, meinatæknir; Inga Jóhanns- dóttir, f. 27.12. 1951, verslun- armaður hjá Húsasmiðj- unni; Jón Freyr Jóhannsson, f. 17.5. 1962, tölvufræðingur og aðj- unkt við Háskólann á Bifröst. Foreldrar Björns: Jóhann Björnsson, f. 14.3. 1921, d. 12.5. 2003, póstmeistari í Vestmanna- eyjum og síðar forstjóri Sjúkra- samlags Vestmannaeyja, og Freyja S. Jónsdóttir, f. 26.6. 1924, húsmóð- ir í Vestmannaeyjum. Ætt Jóhann var sonur Björns, b. í Vetur- húsum og síðar kennara og skóla- stjóra á Vopnafirði Jóhannssonar, frá Hörghóli í Vestur-Húnavatns- sýslu Jóhannssonar, vinnumanns þar Jónassonar. Móðir Jóhanns frá Hörgshóli var María Sigvalda- dóttir, systir Jóhanns, hreppstjóra í Mjóadal, og Björns, b. í Aðalbóli í Miðfirði. Móðir Björns skólastjóra var Ragnheiður Björnsdóttir, b. á Klúku í Steingrímsfirði Björnsson- ar, pr. í Tröllatungu Hjálmarsson- ar, ættföður Tröllatunguættar Þor- steinssonar. Móðir Ragnheiðar var Helga Zakaríasdóttir frá Heydalsá, hálfsystir Guðlaugar, konu Torfa í Ólafsdal. Móðir Jóhanns, póstmeist- ara og forstjóra, var Anna, dóttir Magnúsar, b. í Hjarðarhaga Ívars- sonar, b. á Vaði í Skriðdal Jóns- sonar. Móðir Magnúsar var Anna Guðmundsdóttir. Móðir Önnu var Sólveig Þórðardóttir, b. á Sævar- enda í Loðmundarfirði. Freyja er dóttir Jóns Sveinsson- ar, verkamanns í Vestmannaeyj- um, og k.h., Jennýjar Jakobsdóttur húsmóður. 70 ára á laugardag Vésteinn Ólason prófessor og forstöðumaður stofnunar Árna magnússonar Vésteinn fæddist á Höfn í Hornafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Laugarvatni 1959, Mag. art.-prófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1968 og Dr.phil.-prófi frá HÍ 1983. Vésteinn sinnti ýmsum störfum með námi, einkum kennslu, og var styrkþegi Handritastofnunar Íslands; hann var lektor í íslensku við Kaup- mannahafnarháskóla 1968-72, lekt- or og síðan dósent í almennri bók- menntasögu og bókmenntafræði við HÍ 1972-80 og dósent í íslenskum bókmenntum við HÍ 1980-85, próf- essor í íslensku og íslenskum bók- menntum við Óslóarháskóla 1985-91, gistiprófessor við Kaliforníuháskóla 1988-89, prófessor í íslenskum bók- menntum við HÍ 1991-99, forseti heimspekideildar HÍ 1993-95, for- stöðumaður Stofnunar Árna Magn- ússonar á Íslandi 1999-2006 og Stofn- unar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum frá 2006. Vésteinn var fulltrúi heimspeki- deildar í Stúdentaráði HÍ 1964, full- trúi Félags háskólakennara í há- skólaráði 1975-77, í Rannsóknarráði Íslands 1994-2000, í stjórn Lands- bókasafns-Háskólabókasafns 1994- 2002, formaður Félags íslenskra fræða 1973-75, forstöðumaður Bók- menntafræðistofnunar HÍ 1984-85 og 1992-93, sat í úthlutunarnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs 1973-76, í stjórn Launasjóðs rit- höfunda 1976-78, í dómnefnd um Ís- lensku bókmenntaverðlaunin 1991, ritari Vísindafélags Íslendinga 1991- 95, fulltrúi í stjórn bókmenntafélags- ins Máls og menningar 1982-85 og frá 1994-2007, sat í miðstjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1972-73 og var formaður miðnefndar Samtaka herstöðvarandstæðinga 1976-77. Vésteinn er höfundur doktorsrit- gerðarinnar The Traditional Ballads of Iceland, 1982; Sjálfstætt fólk eft- ir Halldór Laxness, bókmenntakver, 1983; Bókmenntafræði handa fram- haldsskólum, 1985, Samræður við söguöld. Frásagnalist Íslendinga- sagna og fortíðarmynd, 1998, og Ég tek það gilt. Greinar um íslenskar bók- menntir á 20. öld, 2008. Hann var rit- stjóri og meðhöfundur ritsins Íslensk bókmenntasaga I-II 1992-93, sá um útgáfu, ásamt Grími M. Helgasyni, á Íslendingasögum I-VIII, með nútíma- stafsetningu, formálum og skýringum, 1968-73, sá um útgáfu Sagnadansa með inngangi og skýringum, 1979, sem og Sögu af Tristram og Ísönd, með formála, eftirmála og skýringum, 1987, ritaði inngang og bjó til prent- unar ritið Ólafur Jóhann Sigurðsson: Kvæði, 1995, ritaði inngang að ritinu Konungsbók Eddukvæða, 2001, og Snorri Sturluson: Ritsafn I-III, 2002, ritstýrði, ásamt Gísla Sigurðssyni, rit- gerðasafninu Handritin, 2002, og hef- ur skrifað fjölda fræðilegra greina og ritdóma í íslenskar og erlendar bækur og tímarit. Hann var meðritstjóri rit- raðarinnar Íslensk rit 1-8, 1975-85, og Tímarits Máls og menningar, 1983- 85 og ritstjóri Studia Islandica 53-56, 1996-99, og Íslenskra miðaldahand- rita Manuscripta Islandica Medii Aevi frá 2001. Vésteinn var kjörinn félagi í Vís- indafélagi Íslendinga 1983; í Det Norske Videnskabs Akademi 1994; Kgl. Gustaf Adolfs Akademien 1999, og Det Kongelige Norske Viden- skabers Selskab 2000, heiðursfélagi í Society of Antiquaries, London 2005. Hann hlaut verðlaun Kgl. Gustaf Ad- olfs Akademien fyrir rannsóknir í norrænum fræðum 1990 og Íslensku bókmenntaverðlaunin, ásamt Guð- rúnu Nordal og Sverri Tómassyni, fyr- ir Íslenska bókmenntasögu I, 1993. Fjölskylda Eiginkona Vésteins er Unnur Alex- andra Jónsdóttir, f. 5.4. 1939, kenn- ari. Hún er dóttir Jóns Magnússonar, f. 13.8. 1904, d. 17.4. 1961, skrifstofu- manns, og Sigurlaugar Sigurjónsdótt- ur, f. 24.7. 1915, d. 25.1. 1990, fisk- matsmanns. Börn Vésteins og Unnar eru Þóra, f. 7.4. 1970, hársnyrtir, barn hennar Al- exander Fannar Kristjánsson, f. 15.10. 1993; Ari, f. 5.2. 1972, rafmagnsverk- fræðingur, maki Hulda Lóa Svavars- dóttir, f. 12.3. 1973, börn þeirra Álfrún f. 18.3.2004, og Unnur, f. 25.7. 2006. Systkini Vésteins: Ragnhildur, f. 24.3. 1934, fyrrv. skrifstofumaður; Ás- rún Guðlaug Johansson, f. 28.9. 1935, fyrrv. skrifstofumaður; Guðgeir, f. 14.4. 1941, bóndi; Rannveig, f. 26.1. 1951, námsráðgjafi. Foreldrar Vésteins voru Óli Krist- ján Guðbrandsson, f. á Randversstöð- um í Breiðdal 5.4. 1899, d. 27.7. 1970, skólastjóri á Höfn í Hornafirði og í Villingaholti, og k.h., Aðalbjörg Guð- mundsdóttir, f. á Gilsárstekk í Breið- dal 25.11. 1908, d. 1.3. 1999, húsmóð- ir. Ætt Óli Kristján var sonur Guðbrands, b,. á Randversstöðum Ólafssonar, b. á Kömbum í Stöðvarfirði Vigfússonar, b. í Borgargerði í Reyðarfirði Magn- ússonar. Móðir Óla Kristjáns var Guð- rún Ingibjörg Guðmundsdóttir, b. á Eiríksstöðum í Berufjarðarsókn Eg- ilssonar. Aðalbjörg var dóttir Guðmundar, b. á Gilsárstekk í Breiðdal Árnasonar, og Guðlaugar Pálsdóttur. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 60 ára á föstudag merkir íslendingar 70 ára á föstudag Erla fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún var í Barnaskóla Sauðárkróks og lauk prófum frá Gagnfræðaskóla Sauð- árkróks. Erla hóf störf við verslun föð- ur síns á Sauðárkróki, verslunina Vísi, og starfaði þar um árabil. Hún starfaði síðan við mötuneyti Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á árunum 1982-2007. Erla hefur samið sönglög og dægurlög um langt árabil og tek- ið þátt í ýmsum lagakeppnum. Hún á nú lag í íslensku Eurovision- keppninni sem komið er í úrslit. Það er lagið Vornótt sem barna- barn hennar, Hreindís Ylva Garð- arsdóttir Hólm, syngur. Fjölskylda Eiginmaður Erlu er Jónas Þór Páls- son, f. 15.4. 1930, málari og þús- undþjalasmiður. Hann er sonur Páls Þorkelssonar og Þórdísar Jón- asdóttur. Dætur Erlu og Jónasar Þórs eru Þórdís Jónasdóttir, f. 20.1. 1957, húsmóðir í Noregi en maður henn- ar er Bjarni Haraldsson og eru börn þeirra Erla Huld, Jónas Þór og Harry Þór; Hulda Jónasdóttir, f. 1.1. 1963, bankastarfsmaður, bú- sett í Mosfellsbæ en maður henn- ar er Garðar Hreinsson og eru börn þeirra Hreindís Ylva Garðarsdótt- ir Hólm söngkona, og Ingvi Rafn Garðarsson. Bróðir Erlu var Hreinn Þor- valdsson, f. 5.6. 1937, d. 17.2. 2006, bifreiðastjóri á Sauðárkróki. Foreldrar Erlu voru Þorvald- ur Þorvaldsson, f. 5.9. 1913, d. 4.7. 2006, kaupmaður á Sauðárkróki, og Hulda Jónsdóttir, f. 2.6. 1915, d. 9.1. 1992, húsmóðir. Erla Gígja Þorvaldsdóttir húsmóðir og lagahöfundur Á sauðÁrkróki mynd jóhanna ólaFsdóttir Emílía Borg leikkona fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í sögu- frægu húsi sem enn stendur, núm- er 5 við Laufásveg, og átti reynd- ar heima þar alla tíð. Þar höfðu áður búið stórmenni á borð við Jón Árnason þjóðsagnasafnara, Þorvald Thoroddsen náttúrufræðing og Jón Ólafsson, ritstjóra og skáld sem orti Íslendingabrag. Emilía stundaði nám við Kvennaskólann í Reykjavík og lauk prófum frá Tónlistarskólan- um 1936. Hún hóf leikferil sinn á barnsaldri, var vinsæl leikkona á vegum Leikfélags Reykjavíkur um áratuga skeið og lék m.a. með móð- ur sinni á vegum Leikfélags Íslend- inga í Winnipeg 1920-22. Þá stund- að hún píanókennslu um árabil. Emilía var dóttir Borgþórs Jós- efssonar, bæjargjaldkera í Reykja- vík, og k.h., Stefaníu Guðmunds- dóttur sem var þekktasta leikkona Reykvíkinga á bernskuárum Leikfé- lags Reykjavíkur. Systur Emilíu voru leikkonurn- ar Þóra Borg, sem lék um áratuga skeið hjá Leikfélagii Reykjavíkur, og Anna Borg, leikkona við Konung- lega leikhúsið í Kaupmannahöfn og fremsta leikkona Íslendinga á sinni tíð, eiginkona Pouls Raumert, eins þekktasta leikara Dana. Bróðir þeirra systra var Geir Borg, forstjóri Kol og salt, faðir Sunnu Borg sem hefur verið í hópi þekktustu leikara á Akureyri og for- maður Leikfélags Akureyrar. Bróðir Borgþórs var Jón Bachmann, faðir Hallgríms, ljósameistara Þjóðleik- hússins, föður Helgu Bachmann leikkonu, móður Helgu Völu, fjöl- miðlakonu og leikkonu. Systir Hall- gríms var svo Rósa, langamma Bjarkar Guðmundsdóttur söng- konu sem hefur auðvitað einnig fengist við leiklist. Emilía Borg f. 13. febrúar 2001, d. 24. desember 1984

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.