Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2009, Qupperneq 38
föstudagur 13. febrúar 200938 Lífsstíll umsjón: kolbrún pálína helgadóttir, kolbrun@dv.is Afslöppuð innkAup á meðan konur líta á innkaup sem afslöppun finnst körlum hins vegar afar stressandi að versla. í bókinni 1001 ráð til að slaka á, sem nýlega var gefin út af sölku, má finna nokkur góð ráð til að minnka álagið við nauð- synlegustu innkaupin. Er kynlífið orðið þreytt? Gerið þið það alltaf á sama stað, á sama tíma og í sömu stell- ingu? Með smá hugmyndaflugi má hressa upp á samlífið allsvakalega og fá meira út úr því en mann órar fyrir. Ekki vera feimin! Afklæddu þig Hvað er meira kynæsandi en að sjá makann afklæðast og aðeins fyrir þig. Önnur leið til meira sjálfstrausts. Það er óþarfi að vera feimin/n við að líta út eins og bjáni. Leigið 9½ Weeks og lærið af Kim Basinger. Best er að vera í klæðnaði sem auðvelt og jú kynæsandi er að klæða sig úr. Fatn- aði sem er laus og maður getur bók- staflega fleygt af sér. Speglið ykkur Sitjið nakin fyrir framan spegilinn saman og talið um hvað þið elskið við líkama hvort annars. Þetta er frá- bær leið til þess að auka sjálfstraustið sem og traust hvort til annars. Mun- ið að tala aðeins um það jákvæða og ekki skemmir fyrir ef búið er að kveikja á kertaljósum. Eftir að hafa rannsakað hvort annað í þaula snú- ið ykkur að munnmökum fyrir fram- an spegilinn og sjálfstraustið fer upp í himingeiminn. Tungufimi Láttu hugmyndaflugið ráða þegar þú gefur maka þínum munnmök. Not- aðu tunguna eins og þú getur, hún nýtist við fleira en einungis til að finna bragð og plokka úr tönnunum. Fyrir konur, prófið að láta hana vera á hreyfingu allan tímann og gleymið ekki að hreyfa ykkur sjálfar með. Fyr- ir karlana, farið með stafrófið eða skrifið eitthvað sérstakt. Fjölbreyttar hreyfingar eru lykilatriðið. Nudd, nudd og aftur nudd Nuddið hvort annað og finnið takt- inn sem ykkur líkar best. Nuddið á ekki að vera neitt venjulegt heldur einbeitið ykkur að því að æsa hinn aðilann. Koma við djásnin inn á milli og þá aðeins með léttum snert- ingum. Takið til dæmis bakið vel og snertið rassinn létt inn á milli, með fingurgómunum. Nuddið bringuna og snertið djásnið létt við og við. Eftir smástund er annað ykkar og jafnvel bæði orðin vel æst í mótaðilann. Smáflengingar Notið hendurnar í kynlífinu. Það skapar fjölbreytileika og æsing ef þið prófið að flengja makann létt. Það er allt í lagi að verða svolítið djarfari en vanalega með því að leyfa höndun- um að leika um líkama hins hvort sem það er kitl, smáflengingar, smá klór og klípur. Eins er hægt að fá ým- islegt skemmtilegt í kynlífsverslun- um landsins til að hjálpa. Ekki bara svefnherbergið Það þarf ekki að stunda bara kynlíf á kvöldin og ekki bara í svefnherberg- inu. Af hverju ekki að ákveða að koma ástinni þinni á óvart og grípa hana í einhverju herberginu og á einhverj- um óhefðbundnum tíma. Að fara í bað saman, breyta stofunni í dyngju með teppi á gólfinu eða skoða sam- an góðgætið í ísskápnum nakin getur alltaf leitt til einhvers góðs. Dótakassinn Ef kynlífið er orðið vanafast og leiði- gjarnt er ekkert að því að fara saman í kynlífsbúðirnar og finna eitthvað skemmtilegt. Það þýðir alls ekki að kynlífið sé eitthvað slæmt, það bara gerir það ævintýralegra. Miklu skiptir að fara saman í búðina því þá finnið þið eitthvað sem ykkur báðum líkar. Sjálfsfróun Stund með sjálfum sér eykur löng- unina í kynlíf. Það eykur líka sjálfs- traustið. Hitaðu sjálfa/n þig upp og farðu svo og fáðu makann með í leik- inn, hvað sem þið gerið. Ef þið fróið ykkur fyrir framan hvort annað lær- ið þið nýja tækni sem getur komið til góða seinna. Rannsóknir hafa leitt í ljós að körlum finnst mest kynæs- andi að sjá konuna fá fullnægingu. Ekki feimin/n! Það sem skiptir mestu í góðu kynlífi er að vita hvað makanum finnst gott. Ekki vera feimin að segja frá hvað þið viljið og ekki fara í fýlu ef mak- inn leiðbeinir ykkur. Maður les ekki hugsanir. Það er ekki mjög aðlað- andi að vera með einhvern fyrirlest- ur heldur hvíslið ykkur áfram. Fastar þarna, lausar hérna, hægar eða hrað- ar... smá leiðbeiningar geta fært ykk- ur bæði upp til himnaríkis. asdisbjorg@dv.is kryddAðu kynlífið Óhefðbundið og æsandi deilið fantasíunum með hvort öðru og það mun færa sambandið á æðra stig. rómAntík á VAlentínusArdAginn öll eigum við að hugsa vel um maka okkar og vera dugleg að koma honum á óvart og dekra við hann. og ekki er verra að nota daga á við konu- og bóndadaginn sem og valentínusardag- inn, sem er laugardaginn 14. febrúar næstkomandi, til að krydda örlítið upp á tilveruna. pantaðu borð á huggulegum veitingastað, vertu búin/n að láta renna í bað, kaupa blóm eða annað sem þú telur að gæti glatt þinn ektamaka á val- entínusardaginn og eigið síðan rómantíska stund saman. Gerðu innkaupalista ekki fara með gaulandi garnir í matvörubúð. vertu með lista yfir það sem þú þarft á að halda því það hjálpar þér að halda einbeitingunni og þú kaupir síður einhvern óþarfa. Freisting stórmarkaðanna framsetning vara í stórmörkuðum er sérstaklega hugsuð til að höfða til neytenda. ef þér finnst erfitt að standast freistingar skaltu fara sjaldnar og kaupa birgðir fyrir mán- uðinn, eins og til dæmis pakkamat og hreinlætisvörur. verslaðu síðan í minni og notalegri verslunum til að verða þér úti um aðrar nauðsynjar. Sérverslanir eru sérstakar bakarí, ostabúðir, fiskbúðir og fornbókaverslanir – allt eru þetta sér- verslanir sem skemmtilegt er heim að sækja. lærðu að meta sérstöðu þeirra og persónulega þjónustu. Verslaðu í heimabyggð Það er góð tilfinning að styðja við efnahag bæjarfélagsins með því að versla í heimabyggð. að vera hluti af sterku og samheldnu samfélagi styrkir þig persónulega og er góð vörn gegn streitu. Pantaðu á Netinu ótrúleg þægindi og tímasparn- aður fylgja því að versla á netinu. kannaðu hvort þær verslanir sem þú notar bjóði upp á slíka þjónustu og ef þær gera það ekki skaltu hvetja þær til þess. Haltu þig innan skikkanlegra marka algengt er að fólk með miklar kreditkortaskuldir sé lélegra til heilsunnar en annað fólk. ef þú hefur áhyggjur af skuldum skaltu endilega leita hjálpar og reyna að semja um viðráðanlegar afborganir. Sparnaður er dyggð safnaðu fyrir munaðarvörum og borgaðu út í hönd. Þá hefurðu líka tíma til að íhuga hvort þú þarfnist þeirra í raun og veru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.