Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Qupperneq 3
þriðjudagur 3. mars 2009 3Fréttir Andrés Pétur er meðal annars ákærður fyrir að hafa ekki staðið skil á tæplega fjögurra milljóna króna virðisaukaskatti fyrir einkahlutafé- lagið Eignarsalan Stuðlaberg á ár- unum 2001 til 2002. Einnig fyrir að hafa ekki greitt tæplega 2,5 milljóna króna tekjuskatt af starfsemi sama félags á árunum 2002 og 2003 og fyr- ir að færa ekki lögboðið bókhald. Auk þess er Andrés Pétur ákærð- ur fyrir að hafa ekki greitt virðisauka- skatt að upphæð tæplega tvær millj- ónir af starfsemi einkahlutafélagsins Upp árið 2004 og fyrir að færa ekki lögboðið bókhald fyrir félagið. Að lokum er Andrés Pétur ákærð- ur fyrir að hafa lánað sjálfum sér tæpar ellefu milljónir króna af fé einkahlutafélagsins L 94 þar sem hann var framkvæmdastjóri og fyrir að að telja lánið ekki fram til skatts. Í ákærunni kemur fram að með þessu hafi Andrés Pétur komið sér hjá því að greiða tæpar tvær milljónir króna í tekjuskatt. Þess er krafist í ákærunni að Andrés Pétur verði dæmdur til refs- ingar og til að greiða allan sakar- kostnað. „Misnotkun“ Andrésar Andrés Pétur er skráður stofnandi stuðningssíðu Guðlaugs Þórs Þórð- arsonar á Facebook en hann er með- al annars þekktur fyrir að hafa unnið fyrir Guðlaug í prófkjörum í gegnum tíðina. Andrés Pétur komst í fréttir fyrir síðustu helgi í tengslum við stuðn- ing sinn við Guðlaug Þór þegar hann hvatti meðlimi stuðningssíðu Geirs H. Haarde á Fésbókinni að lýsa yfir stuðningi við Guðlaug Þór í fram- boði hans til fyrsta sætis í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Andr- és Pétur er einnig einn af stofn- endum Facebook-síðu Geirs. Eftir að Geir greindi frá veikindum sín- um hefur fjöldi fólks gerst meðlim- ir á stuðningssíðunni og óskað Geir góðs bata í veikindunum. Andrés Pétur sendi meðlim- um Fésbókarsíðu Geirs tölvupóst þar sem hann sagði meðal annars: „Guðlaugur Þór hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. sætið á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Langar mig af því tilefni að benda ykkur á stuðningssíðu sem sett hefur verið upp hér á fésbókinni. Þið getið geng- ið í grúppuna með því að fara inn á meðfylgjandi slóð og smella á „join group“ eða „ganga í grúppu“. Auðvit- að væri svo gott ef þið gætuð boðið vinum ykkar að ganga í grúppuna, en það er gert með því að smella á „invite a friend“ fyrir neðan mynd- ina.“ Nokkrum af stuðningsmönnum Geirs á síðunni fannst tölvupóstur Andrésar ekki vera viðeigandi. Einn þeirra, Kjartan Ólafsson Vídó, skrif- aði meðal annars inn á stuðnings- síðuna að sér þætti sendingin vera „misnotkun á góðum hópi“. Ölvunarakstur og uppákoma Andrés Pétur hefur áður komist í kast við lögin því hann var dæmd- ur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi sumarið 2006 og var svipt- ur ökuréttindum í tvö ár fyrir ölvun- arakstur og uppákomu sem varð á skemmtistaðnum Breiðinni á Akra- nesi. Andrés Pétur var að skemmta sér á Breiðinni í árslok 2005. Hann ætl- aði að aka heim af skemmtistaðn- um en var stöðvaður af lögreglunni. Áfengismagnið í blóði hans mældist 2,51 prómill og var hann látinn sofa úr sér í fangageymslum. Morguninn eftir vildi Andrés Pétur ekki tjá sig um sakarefnin en neitaði síðar sök við þingfestingu málsins. LÖGREGLUmÖnnUm boðnaR mútUR Stuðningsmaður Guðlaugs andrés Pétur sést hér með andreu ingimundardóttur, ingibjörgu guðmundsdóttur, Ágústu johnson og alþingismanninum guðlaugi þór þórð- arsyni. andrés Pétur er mikill stuðningsmaður guðlaugs og hefur unnið fyrir hann í kosningum. Hann stofnaði stuðningssíðu ráðherrans fyrrverandi á Facebook. Laganeminn andrés Pétur rúnarsson er frægur gleðipinni úr samkvæmislífi borgarinnar og er þekktur fyrir að halda veglegar veislur við hin ýmsu tækifæri þar sem þotuliðið kemur saman og skemmtir sér. Hann hélt meðal annars upp á 35 afmælið sitt á skemmtistaðnum Nasa árið 2006 þar sem jónína Ben, jón gerald sullenberger og Bobby Fischer voru meðal gesta og Paparnir léku fyrir dansi. Við það tækifæri sagði andrés Pétur í samtali við dV: „það er eins gott að gera þetta almennilega þá sjaldan maður slær í klárinn,“ og brá þar fyrir sig myndlíkingu úr hestamennskunni en hann er einnig kunnur hestamaður sem látið hefur þau orð falla að það að eiga hest sé lykillinn að frelsi. andrés Pétur er góðvinur margra þekktra persóna úr þjóðlífinu, líkt og myndirnar sýna, meðal annars áðurnefndrar jónínu og hefur hann látið þau orð falla um hana að betri manneskju sé ekki hægt að eiga sem vin, en jafnframt að verri óvinur fyrirfinnist varla. Laganeminn hefur einnig í gegnum tíðina átt í sambandi við þekktar dívur, svo sem eins og aðalheiði Ólafsdóttur idol-stjörnu. andrés Pétur er líka þekktur fyrir annað en glamúrlífið því hann er eitt helsta tannhjólið í kosningavél guðlaugs þórs þórðarsonar, alþingismanns sjálfstæð- isflokksins, sem byrjar að vinna þing- manninum í hag í aðdraganda próf- kjöra og kosninga. Hann er byrjaður að beita sér í komandi prófkjörsbaráttu guðlaugs og stofnaði Fésbókarsíðu til að styðja hann í fyrsta sætið á lista sjálfstæðisflokksins í reykjavík í vor. andrés Pétur mun einnig hafa unnið í prófkjörum Vilhjálms þ. Vilhjálmssonar, borgarfulltrúa og fyrrverandi borgar- stjóra, en það mun að miklu leyti vera sama fólkið sem stendur á bak við vel útfærða prófkjörssigra þeirra beggja. Fleira tengir andrés Pétur og guðlaug því lögmaður hans, sveinn andri sveinsson, er einnig kunnur stuðningsmaður þingmannsins. Í helgarviðtali við dV á seinni hluta síðasta árs sagði sveinn andri: „Ég hef áhuga á borgar- og landsmálum og það hentar mér vel að vera í staðinn fótgönguliði hjá vinum mínum, eins og guðlaugi þór, sem verður án efa formaður flokksins síðar meir,“ en það er sennilega ekki ofmælt að kalla andrés Pétur einnig fótgönguliða þingmannsins. ingi@dv.is Tvö mál gegn Andrési Pétri Rúnarssyni þingfest í dag: þekktur gLeðiPiNNi og kosNiNgasmaLi Ákærður fyrir meiri háttar brot tvö mál gegn andrési Pétri rúnarssyni, laganema og fyrrverandi fasteignasala, verða þingfest í héraðsdómi í dag. Hann sést hér með jóni gerald sullenberger og bandaríska bílasalanum ivan motta. Í stjörnufans Laganeminn sést hér á góðri stundu með ella, eiganda Hard rock, einkaþjálfaranum arnari grant og hárgreiðslumanninum Bödda. Laganeminn, stjórnmálamaðurinn og lögmaðurinn andrés Pétur er kunnur fyrir að vera eitt helsta tannhjólið í frægri kosningavél guðlaugs þórs þórðarsonar sem byrjar að vinna fyrir þingmanninn í aðdraganda kosninga og prófkjöra. Hér sést andrés prúðbúinn ásamt guðlaugi þór og öðrum kunnum stuðningsmanni guðlaugs þórs, sveini andra sveinssyni, lögmanni sínum, á nýársfagnaði á Hótel sögu í janúar árið 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.