Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Blaðsíða 9
Álframleiðendur í heiminum búa sig undir verulegan og langvinnan samdrátt. Forsvarsmenn Century Aluminium, sem á og rekur álverið á Grundartanga og áformar að reisa annað í Helguvík, segjast að óbreyttu eiga rekstrarfé fram í júní á næsta ári og telja framtíðarhorfur mjög dökkar. Ekki verður þó hróflað við Grundar- tangaálverinu um sinn en byggingu álvers í Helguvík á vegum félagsins hefur verið slegið á frest. Dregið úr framleiðslu Sama á við um Rio Tinto - Alcan sem tilkynnt hefur um 11 prósenta sam- drátt á þessu ári. Ólafur Teitur Guðna- son, upplýsingastjóri félagsins hér á landi, segir að ætlunin sé að loka tveimur álverum á þessu ári, í Quebec í Kanada og á Bretlandi sem Rio Tinto á helmingshlut í. „Straumsvíkurálverið fram- leiddi 188 þúsund tonn í fyrra sem er met. Það framleiðir nú upp í pantanir eftir þörfum kaupend- anna og engin áform um að þar verði breyting á í bili,“ segir Ólafur Teitur. Alcoa, sem rekur Alcoa-Fjarða- ál á Reyðarfirði, lokaði nýverið ál- veri í Texas. Það eru einkum eldri álver sem verða fyrir barðinu á kreppunni. Þau notast yfirleitt við óhagkvæmari tækni en þau nýrri. Erna Indriðadóttir, upplýsinga- stjóri Alcoa-Fjarðaáls, segir að ekki standi til að draga úr framleiðslu eða segja upp starfsfólki á Reyðarfirði. Þar starfa 450 manns sem framleiða nærri 350 þúsund tonn af áli á ári í stærsta álverinu hér á landi. Verðfall og birgðasöfnun Álverð hefur fallið um þriðjung á ör- fáum mánuðum og stóð í lok febrú- ar í um 1.270 dollurum fyrir tonnið á opna málmmarkaðnum í London. Þess má geta að hæsta verð allra tíma var um 3.300 dollarar fyrir áltonn- ið um mitt ár í fyrra. Verðið nú hefur ekki orðið svo lágt síðan árið 2001 og er ekki fjarri því sem það var að jafn- aði nær allan tíunda áratuginn. Samkvæmt gögnum frá Cent- ury veldur þetta því að þrjú af hverj- um fjórum álverum í heiminum eru rekin með tapi, kostnaðurinn við að framleiða hvert áltonn er orðinn hærri en það verð sem fæst fyrir það á markaði. Það sem veldur sérstökum áhyggjum álframleiðenda er ekki að- eins mjög mikil og snögg verðlækk- un eftir að að það fór í hæstu hæðir um mitt ár í fyrra, heldur einnig mik- il birgðasöfnun í heiminum. Í gær voru álbirgðir heimsins komnar í 3,2 milljónir tonna og því orðnar helm- ingi meiri en árið 2007. Samkvæmt gögnum DV virðist þetta koma ál- markaðnum nokkuð í opna skjöldu þar sem mikil verðlækkun ætti að örva sölu. Óvissar og dökkar horfur Helsta úrræði fyrirtækjanna er að draga úr framleiðslu og loka óhag- kvæmustu álverunum. Það sem einnig ræður viðbrögðum framleið- endanna við þessum snöggu um- skiptum til hins verra eru ytri þættir eins og samningar um orkuverð sem er afar þýðingarmikill þáttur þessa orkufreka iðnaðar. Þannig er ætlunin að loka álveri Rio Tinto Alcan í Que- bec þegar orkusamningar renna út í haust. Century leitast við að endur- skipuleggja rekstur sinn alls staðar, spara í yfirstjórn félagsins og skera niður útgjöld vegna starfsemi sem unnt er að vera án. Samdrátturinn nemur 11 prósentum hjá félaginu eins og áður segir. Þótt Century hafi nú slegið framkvæmdum í Helguvík á frest vegna sparnaðar í fjárfesting- um er yfirstjórn félagsins áfram um að standa vörð um hagsmuni sína þar og halda áfram þegar aðstæð- ur lagast. Þetta á einnig við um Al- coa-Fjarðaál sem reynir að draga úr útgjöldum eins og ferðakostnaði. Framleiðslusamdráttur Alcoa nem- ur 18 prósentum í öllum álverum fé- lagsins í heiminum en það kostar um 13.500 manns vinnuna. Verð á hlutabréfum í áliðnaði fell- ur á heimsmarkaði og telja eigendur Grundartangaálversins að verðmæti Century séu verulega vanmetin sem stendur. Í gögnum Century Alumini- um segir að heimsmarkaðurinn sé við lok gríðarlegs neysluhrings. Þrátt fyrir að dregið hafi verið mjög hratt úr framleiðslu á áli hafi birgðir safnast upp engu að síður. Þess sé því ekki að vænta að álverðið hækki og nái stöð- ugleika á næstunni. Náin framtíð sé afar óljós og horfur séu á minnkandi eftirspurn í heiminum. Stjórnendur félagsins gera því ráð fyrir að auka þurfi hlutafé í lok þessa árs hafi eng- in umskipti orðið þá. Enda hafi félag- ið ekki laust fé til rekstrar nema fram á mitt næsta ár að óbreyttu eins og áður segir. þriðjudagur 3. mars 2009 9Fréttir inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif- stofustjóri Íþrótta- og tómstunda- „Við lítum svo á að börnin séu að taka þátt í formlegu frístunda- starfi á frístundaheimilunum en þar fer fram margs konar starf- semi sem er sniðin að aldri þeirra og þörfum. Þá taka ekki öll börn sem sækja frístundaheimilin þátt í öðru frístundastarfi og þótti ástæða til að gefa foreldrum þeirra möguleika á að nýta kortið til að greiða niður dægradvölina. Það skal þó tekið fram að full vistun á frístundaheimili kostar um 8.000 Vegagerðin óskar eftir tilboðum í gerð nýs Álftanesvegar milli Hafnarfjarð- arvegar og Bessastaðavegar. Verkið lýtur að því að leggja nýjan fjögurra kílómetra langan veg frá Engidal að Bessastaðavegi. Framkvæmdirn- ar munu meðal annars felast í því að gera mislæg gatnamót, ásamt að- og fráreinum, við Hraunsholt í Engidal, byggja tvenn göng fyrir gangandi um- ferð og gera hringtorg við Bessastaða- veg. Hilmar Finnsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni í Reykjavík, segir að gamli Álftanesvegurinn uppfylli ekki kröfur um umferðaröryggi og því hafi verið ákveðið að leggja nýjan veg í staðinn fyrir að gera við þann gamla. „Burðarþol núverandi Álftanes- vegar er orðið mjög lítið. Lega hans og breidd, ásamt fjölda vegamóta og tenginga við hann, uppfylla ekki kröf- ur sem varða afköst og umferðarör- yggi og eru gerðar til vega með þeirri umferð sem þar er orðin en það eru yfir fimm þúsund bílar á dag. Vegna fjölda vegamótanna og tenginganna við hann er ekki annað mögulegt en að færa hann,“ segir Hilmar og bæt- ir við að núverandi vegur um Garða- hraun og Garðaholt verði að innan- bæjargötu í Garðabæ eftir að hinn nýi vegur verður ko inn í no kun. Að sögn Hilmars verða tilboð opn- uð 7. apríl næstkomandi og þá verða kostnaðartölur birtar. Áætluð verklok eru 31. ágúst 2010. liljakatrin@dv.is Álftanesvegur gerður að innanbæjargötu í Garðabæ: uppfyllir ekki kröfur Mislæg gatnamót Framkvæmdirnar felast meðal annars í því að gera mislæg gatnamót við Hraunsholt í Engidal. Það sem veldur sérstök- um áhyggjum álfram- leiðenda er ekki aðeins mjög mikil og snögg verðlækkun eftir að að það fór í hæstu hæðir um mitt ár í fyrra, held- ur einnig mikil birgða- söfnun í heiminum. Kreppan þrengir að álinu Horfur eru á miklum samdrætti álframleiðslunnar í veröldinni á næstunni. Álfélögin loka verksmiðjum enda eru þrjú af hverjum fjórum álverum í heiminum rekin með halla. Eigendur Grundartangaálversins eiga að óbreyttu rekstrarfé fram á mitt næsta ár og ætla að falast eftir auknu hlutafé um áramótin hafi ástandið ekki lagast þá. Alcoa Fjarðaál Erna ind- riðadóttir upplýsingastjóri segir að hagkvæmt þyki að framleiða ál hér á landi og ekki sé ætlunin að draga úr framleiðslu á reyðarfirði. JÓhAnn hAuksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Reyðarfjörður Álframleiðendur eru ekki bjart- sýnir og hafa margir þeirra lokað álverum, dregið úr framleiðslu og sagt upp starfsmönnum. MynDiR sigtRygguR ARi JÓhAnnsson Vaxandi birgðir af áli til loka febrúar Hríðfallandi álverð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.