Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2009, Blaðsíða 22
þriðjudagur 3. mars 200922 Fólkið
Eva María Jónsdóttir, spyrill í
Gettu betur, fékk heldur góða
kveðju frá stigaverðinum Ásgeiri
Erlendssyni í keppninni sem fór
fram á laugardaginn. Eftir góða
kynningu sneri Eva sér að Ás-
geiri og spurði hann hvort það
væri ekki ögrandi að vera stiga-
vörður. „Hvenær ögrar starfið
þér mest?“ spurði hún Ásgeir
sem hugsaði sig um í smástund
og sagði síðan hreinskilnislega:
„Þessi kjóll þinn er til dæmis
mjög ögrandi.“ Eva María klædd-
ist sumarlegum blómakjól um
kvöldið. Nemendur Verzlunar-
skóla Íslands voru hæstánægð-
ir með þetta komment Ásgeirs,
stóðu upp og sungu fyrir stiga-
vörðinn sem eitt sinn keppti fyrir
hönd Verzló í keppninni frægu.
Fésbókin bönnuð
„Við erum að fara til Ameríku á mánu-
daginn þar sem við munum spila á
tónlistarhátíð í Toronto, Austin í Tex-
as og á nokkrum tónleikum í New
York,“ segir Bergur Ebbi Benedikts-
son, söngvari Sprengjuhallarinnar.
Sveitin hefur tekið upp átta laga
kynningarstuttskífu þar sem sveitin
syngur á ensku. „Þetta er mjög hefð-
bundið. Við erum að reyna að koma
okkur á framfæri og spila fyrir áhuga-
sama aðila,“ segir Bergur hæstánægð-
ur með útkomuna. „Við sungum alltaf
á ensku til að byrja með,“ segir hann
og bætir við: „Fyrsta lagið sem við
tókum upp var á ensku. Það var síðan
þýtt yfir á íslensku.“
Meðlimir sveitarinnar ákváðu svo
á endanum að gefa út plötu á móð-
urmálinu. „Okkur fannst vera meira
„af hverju?“ í því.“ Bergur tekur einnig
fram að þrjú lög af plötunum tveim-
ur voru upprunalega á ensku, þar
á meðal hið geysivinsæla Verum í
sambandi, sem heitir á enskri tungu
Worry ´till Spring. Sveitin er full til-
hlökkunar fyrir ferðina og segir Berg-
ur sveitina hæfilega bjartsýna.
„Okkur langar að gefa út plötu í
Bandaríkjunum og við þurfum að
sannfæra útgáfufyrirtæki með alvöru
dreifingu um að gefa okkur út,“ segir
hann. Aðspurður segist Bergur hafa
litlar áhyggjur af efnahagsástandinu
þó að ferðin sé dýr. „Besti tíminn er
oft óhentugasti tíminn.“
hanna@dv.is
Í ögrandi
kjól
Sprengjuhöllin í Ameríkutúr í næStu viku:
Idol StjörnuleIt:
Fegurðardrottningin fyrrver-
andi Manuela Ósk Steinsson er
byrjuð að blogga á fréttavefn-
um pressa.is. Hennar fyrsta
færsla nefnist Út með gömul
gildi, þar sem hún undrar sig á
hvers kyns fatasamsetningum,
hvað má og hvað ekki. Manúela
Ósk hvetur fólk til þess að stíga
út fyrir rammann og prófa nýja
hluti. Manuela er búsett í Bolton
á Englandi þar sem eiginmað-
ur hennar, Grétar Rafn Steins-
son, spilar fótbolta. Marta María
Jónasdóttir, fyrrverandi ritstjóri
Föstudagsins, er einnig byrjuð
að skrifa á Pressunni. Í Veröld
Mörtu má finna allt það nýjasta
um hönnun.
manúela
Í pressunni
Stundum þarf að fórna ýmislegu fyr-
ir frægðina eins og keppendur í Idol-
Stjörnuleitinni hafa komist að. Meðal
þess sem keppendurnir þurfa að fórna
er Fésbókin. Flestir þeirra tuttugu sem
nú keppa um að komast í Smáralindina
eru skráðir í Fésbókina en þeim hefur
nú öllum verið gert að eyða aðgangi
sínum að síðunni á meðan á keppn-
inni stendur. Þór Freysson, framleið-
andi Idol-Stjörnuleitar, segir þetta gert
til að allir fá jafna umfjöllun.
„Í rauninni er Facebook bara eins
og að fara í viðtal en við leggjum upp
með það að passa að allir keppendur
fái jafna umfjöllun en eins og við vit-
um eru oft einn eða tveir í keppninni
sem kannski blaðamenn eru spenntari
fyrir,“ segir Þór sem nú undirbýr fyrstu
símakosningu þáttanna en hún fer
fram á föstudaginn.
„Þetta hefur fylgt keppninni frá upp-
hafi. Það er ekkert mál fyrir fjölmiðla að
fá viðtal við keppendur en það verður
þá að vera á jafnréttisgrundvelli,“ segir
Þór.
Þegar blaðamaður tjáði Þór að enn
væru þó nokkrir keppendur skráðir
inn á Fésbókina sagði hann að miðað
sé við fyrstu símakosningu. Það þýð-
ir að allir þeir tuttugu keppendur sem
nú eru eftir verða að vera búnir að eyða
Fésbókar-aðgangi sínum fyrir keppn-
ina á föstudaginn.
Eftir því sem DV kemst næst er að-
eins einn sem hefur verið rekinn úr
Idolinu fyrir að brjóta „fjölmiðla“-
ákvæðið í samningi keppenda Idol-
Stjörnuleitarinnar en það var í fyrstu
þáttaröðinni sem fór í loftið árið 2003.
Keppanda að nafni Arnar Dór Hannes-
son var vísað úr keppninni eftir að við-
tal við hann birtist í Víkurfréttum og á
vef blaðsins á meðan á keppninni stóð.
Í fréttatilkynningu frá Stöð 2 kom fram
að þetta hafi verið gert til að keppendur
hái ekki kosningabaráttu.
Þeir tuttugu sem nú eru eft-
ir verða því að láta sér nægja að
tala við vini og vandamenn í
gegnum síma eða textaskila-
boð því samkvæmt heimild-
um DV falla Myspace-síður
keppenda einnig undir „fjöl-
miðla“-ákvæðið í samningum.
Eins og áður segir heldur Idol-
Stjörnuleitin áfram á Stöð 2 næsta
föstudag en þá ríða stelpurnar á
vaðið en þær eru tíu talsins rétt eins
og strákarnir. Úrslitin ráðast síðan í
símakosningu sem fer fram strax eftir
þáttinn en þjóðin kýs bestu fimm stelp-
urnar sem síðan keppa við fimm bestu
strákana á sviði Smáralindarinnar. Tólf
manna úrslitin hefjast síðan 20. mars
næstkomandi.
Í idolinu
Þeir tuttugu keppendur idol-Stjörnuleitarinnar sem nú keppast
um að komast í Smáralindina verða að eyða Facebook-vefsíð-
unni sinni. Þetta er hluti af samningi sem þau skrifuðu undir
en ákvæðið á að tryggja öllum keppendum jafna umfjöllun.
Heppinn! aron Pálmi datt út úr idol-
stjörnuleit tiltölulega snemma og má því
halda í Fésbók-síðuna sína. þeir tuttugu
sem nú eru eftir eru ekki jafnheppnir.
Þór Freysson Framleiðandi idol-
stjörnuleitar vill jafna umfjöllun um alla
keppendur og bannar því Fésbókar-síður.
Sprengjuhöllin
Heldur til ameríku í næstu viku með von
um að fá plötusamning þar vestra.
vonast eFtir samningi