Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Page 2
Kettlingurinn Smári gistir hjá Kattholti þessa dag-
ana eftir að honum var bjargað af þaki Smáralindarinnar en þar
var hann í sjálfheldu. Smári var ómerktur og hafði lítið sem ekk-
ert ofan í sig í þessa viku sem hann er talinn hafa verið uppi á
Smáralindinni. Sigríður Heiðberg, formaður Kattholts, telur lík-
legt að Smára hafi verið kastað út af heimili sínu en enginn hefur
gefið sig fram sem eigandi hans. Smári er því líklega enn eitt fórn-
arlamb kreppunnar.
föstudagur 6. mars 20092 Fréttir
hitt málið
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
LögguM boðnar Mútur
Tvö mál gegn fasteignasalan-
um fyrrverandi Andrési Pétri
Rúnarssyni voru þingfest fyrir
héraðsdómi í vikunni. Hann
er meðal annars ákærður fyrir
meiri háttar hegningarlaga- og
skattalagabrot, ölvunarakstur og fyrir að
reyna að múta lögreglumönnum. Hann
er þekktur sem einn helsti stuðnings-
maður og kosningasmali Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar og stofnaði stuðningssíðu
þingmannsins á Facebook. Andrés Pétur
hefur áður hlotið dóm fyrir ölvunarakstur
og annað. Andrés Pétur Rúnarsson vildi
ekki tjá sig um málin tvö þegar DV hafði
samband við hann. „Hvaða mál eru það?“ spurði hann. Þegar blaða-
maður sagði honum hvaða mál væri um að ræða sagði Andrés Pétur:
„Ég vil ekki tjá mig um þetta. Ég sé enga frétt í þessu.“
kaddi í boði Lífeyrissjóðs
Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri
Lífeyrissjóðs verslunar-
manna, hefur þegið þrjá-
tíu milljónir á ári í laun fyrir
störf sín en auk þess keyrir
hann um á tíu milljóna króna Cadillac
Escalade í boði sjóðsins. Á sama tíma
og forstjórinn keyrir um á bandarískum
lúxusbíl af dýrustu gerð tapar sjóðurinn
þrjátíu og tveimur milljörðum vegna
fjárfestinga sinna. Bíllinn var keyptur í
janúar í fyrra en samkvæmt upplýsing-
um frá bílasala sem þekkir til banda-
rískra lúxusbíla er núverandi mat hans
í kringum níu til tíu milljónir. Vélin í
lúxusjeppanum er átta strokka og fram-
leiðir fjögur hundruð hestöfl án fyrirhafnar. „Þetta er hluti af mínum
starfskjörum,“ segir Þorgeir. Aðspurður hvort eldsneyti sé innifalið í
þeim starfskjörum segir Þorgeir svo vera.
„Það er rekstrarkostnaður bifreiðarinnar. Síðan eru mér reiknuð bif-
reiðahlunnindi vegna bílsins sem ég greiði síðan af tekjuskatt.“
hótað útLegð af Lista
Sigmundur Ernir Rúnarsson
gerðist brotlegur við reglur
prófkjörs Samfylkingarinnar
í Norðausturkjördæmi. Hann
lét prentsmiðju prenta kynn-
ingarrit fyrir sig á meðan aðrir
frambjóðendur eru með svarthvít ljós-
rit. Allir frambjóðendur skrifuðu undir
samþykkt þess efnis að stilla kostnaði
prófkjörsbaráttunnar í hóf. Sigmund-
ur var áminntur fyrir brot sín og verður
vísað frá prófkjörinu gerist hann brot-
legur aftur. „Það var einfaldlega þannig
að það var ódýrara að renna þessu í
gegnum prentsmiðju en litaprentara og
því var ákveðið að fara þessa leið,“ segir
Sigmundur Ernir. Hann segist ekki hafa heyrt af því að brotin vörðuðu
brottvísun úr prófkjörinu. Hann segist ekki ætla að hætta að dreifa
kynningarritum um sjálfan sig en hann muni hins vegar prenta þau
með öðrum hætti í kjölfar áminningarinnar.
icesave-Lygin
Mánudaginn 6. október sagði efna-
hagsráðgjafi Geirs H. Haarde
forsætisráðherra honum frá
samskiptum þá um nóttina
við Landsbankamenn vegna
möguleika á flýtimeðferð �ce-
save-reikninganna inn í breska
lögsögu. Geir hefur aftur á móti neitað
því afdráttarlaust að hafa vitað nokkuð
um málið. Breska fjármálaeftirlitið hef-
ur nú staðfest að viðræður um flýtimeð-
ferð vegna �cesave-reikninganna fóru
fram með þátttöku forstjóra eftirlitsins.
„Ég ræddi við Sigurjón Árnason, banka-
stjóra Landsbankans, seint um kvöld-
ið og síðast klukkan þrjú um nóttina,“
segir Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur um samskipti sín við
Landsbankamenn aðfaranótt 6. október síðastliðins áður en Lands-
bankinn var yfirtekinn af ríkinu og Bretar beittu hryðjuverkalögum
gegn Íslendingum. Tryggvi segir að Sigurjón hafi lýst því að Lands-
bankamenn væru að vinna að því að fá 200 milljóna punda lán hjá
Seðlabankanum. „Ég skildi Sigurjón þannig að þetta væru samskipti
á milli Landsbankans og Seðlabankans og þetta væri viðleitni þeirra
til að fá 200 milljóna punda lán hjá Seðlabankanum til þess að tryggja
að þeir fengju hraða afgreiðslu �cesave-reikninganna yfir í breska lög-
sögu. Þetta var ekki þannig að verið væri að biðja mig um eitt eða neitt
heldur halda okkur upplýstum. Eins og Sigurjón sagði mér frá þessu
var frestur gefinn fyrst til klukkan sex um morguninn.“
2
3
1 dv.isF r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ðþriðjudagur 3. mars 2009 dagblaðið vísir 38. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
13 miLLjÓNa cadiLLac
Í BOði LÍfeyrissjÓðs
Kynþátta-
fordómar
taldir vera
orsökin
hrOttaLeg árás á piLt Í saNdgerði
Kreppir að áLiNu
Andrés Pétur rúnArsson, fyrrverandi
fasteignasali, ákærður:
Löggum
boðnar
mútur
stÓrfeLLd sKattsviK, öLvuN-
araKstur Og mútutiLrauN
KOsNiNgasmaLi dregiNN
fyrir tvO dÓmstÓLa Í dag
fréttirfréttir
fréttir
áLframLeiðeNdur reiKNa
með LaNgviNNum samdrætti
þOrgeir eyjÓLfssON fOrstjÓri Leiddi LÍfeyrissjÓð vr Í 32 miLLjarða tapfær 30 miLLjÓNir á ári Í LauN Og LúxusBÍL tiL að aKa KÍLÓmetra Í viNNuNa
idOL-stjörNum settur stÓLLiNN fyrir dyrNar
fÓLKidOL
BaNNar
faceBOOK
dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
miðvikudagur 4. mars 2009 dagblaðið vísir 39. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
Þarfnast eiganda
HÓTAÐ BROTTVIKNINGU ÚR PRÓFKJÖRI:
sigmundur
skammaður
fyrir bruðl
fréttirfréttir
fréttir
fólk
fréttirfréttir
Áminntur fyrir að
brjóta reglur prófkjörs
„ég Ákvað að koma inn af
auðmýkt og algjörlega hrokalaus“
örlÁtur við
sitt eigið
kjördæmi
stal senunni
ólafur f. Á
teknóballi
pólverjar rÁðnir –
íslendingar reknir
„bara einhvertilviljun“
bjargað eftir
viku uppi Á
smÁralind
andrés pétur fjarlægður
Úr faCebook-hópi guðlaugs Þórs
keyrði Á
próflaus
Á flótta
„nei“
björn
ingi ekki
aftur í
stjórnmÁl
4dv.isF r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ðfimmtudagur 5. mars 2009 dagblaðið vísir 40. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347HVER KLÚÐRAÐI HVERJU?
fréttir
fréttir
ICESAVE
LYGIN
„OrÐsPOr ÞJÓÐar ÞiNNar BÍÐur HrÆÐiLEgaN HNEKKi“
mENNiNgarvErÐLauNiN
Í 30. siNN tÍu sigurvEgarar KyNNtir Í gÆrHJaLtaLÍN féKK NEtvErÐLauNiN
sara BJörK
„PaKKaÐi“
NOrEgi samaN
ÍsLaNd vaNN 6. BEsta LiÐ HEims
sPOrt
„ÞEtta Er
fráBÆrt“
áNÆgJa mEÐ ÓLaf f. á tEKNÓBaLLi
fÓLK
KrúNu-
KúgariNN
viLdi afHJúPa
NauÐgara
tErry
Og HENry
tJá sig um Pétur
fréttir
HÓtuN
uNdir
rúÐuÞurrKu
„sJáumst Í HrauNBÆ“
Hvarf
frá
LitLu
BarNi
„viÐ HöLdum Í vONiNa“
fÓLK
Lífslöngunin hélt kettlingnum
Smára á lífi í heila viku þegar hann
festist uppi á Smáralind en starfs-
menn verslunarmiðstöðvarinn-
ar náðu honum niður eftir að hafa
reynt að bjarga honum í rúma viku.
Smári var að vonum mjög hvekktur
enda mikið lagt á sex mánaða kett-
ling að fá hvorki vott né þurrt. Harð-
fiskurinn sem starfsfólk Smáralind-
ar gaf Smára reyndist þó lífgjöf en
hann var grindhoraður þegar Sig-
ríður Heiðberg, formaður Kattholts,
og hennar fólk tóku við honum á
þriðjudaginn.
Enginn hefur gefið sig fram sem
hugsanlegur eigandi Smára en þar
sem hann var ómerktur er vonlaust
að hafa uppi á honum. Sigríður
Heiðberg, formaður Kattholts, telur
jafnvel að Smára hafi verið kastað út
af heimili sínu en því miður fá dýrin
líka að finna fyrir kreppunni.
Blíður og góður
Eftir því sem DV kemst næst er ekk-
ert um „villikettlinga“ hér á landi
og því má leiða líkum að því að
Smári hafi fengið að fjúka
þegar kreppan fór að gera
vart við sig á heimili
hans. Til marks um
það var Smári með
brúna ól en hún
var ekki merkt.
Sigríður Heið-
berg er því
sammála.
„Hann var grindhoraður greyið,
ómerktur og ógeldur. Honum hef-
ur eflaust verið hent út enda væri
hann ekki svona blíður ef hann hefði
aldrei umgengist mannfólk,“ seg-
ir Sigríður sem nú sér um Smára á
meðan hann nær sér að fullu eftir
vikudvöl uppi á verslunarmiðstöð
Smáralindarinnar.
„Hann er mjög góður og blíður
en ég ætla að láta
hann ná sér,“ segir Sigríður og bætir
við að Smári fái nóg að borða í Katt-
holti.
Gott heimili fyrir Smára
Smári er svartur og hvítur en sam-
kvæmt upplýsingum frá Kattholti er
hann eitthvað í kringum sex mán-
aða gamall. Eins og áður segir er
hann blíður og góður og því kjörið
fyrir fjölskyldu að taka hann að sér.
Ef leit að eigandanum gengur ekki
upp mun Sigríður finna frábæra fjöl-
skyldu handa honum en áhugasöm-
um, sem vilja taka Smára að sér, er
bent á að hafa samband við Kattholt.
„Hann er búinn að ganga í gegn-
um svo mikið, þetta litla grey. Ég ætla
að leyfa honum að ná sér en síðan
læt ég gelda hann og merkja. Þegar
það er búið ætla ég að koma
honum á gott heimili,“
segir Sigríður.
fórnarlamb
kreppunnar
Eftir því sem DV kemst
næst er ekkert um „villi-
kettlinga“ hér á landi
og því má leiða líkur að
því að Smári hafi fengið
að fjúka þegar kreppan
fór að gera vart við sig
á heimili hans.
Atli Már GylfASon
blaðamaður skrifar: atli@dv.is
Sigríður Heiðberg
formaður Kattholts segir
líklegt að smára hafi verið
kastað út af heimili sínu en
enginn eigandi hefur gefið
sig fram.
átt þú mig?
Kettlingurinn
smári fékk nafn-
ið hjá starfsfólki
smáralindarinnar
sem bjargaði
honum af þaki
verslunarmiðstöðv-
arinnar en þar hafði
hann verið fastur í
rúma viku.
þriðjudagur 3. mars 20098
Fréttir
Á sama tíma og Lífeyrissjóður verslun-
armanna þarf hugsanlega að skerða
lífeyrisréttindi sjóðsfélaga sinna keyr-
ir forstjóri sjóðsins, Þorgeir Eyjólfsson,
um á þrettán milljóna króna banda-
rískum lúxusjeppa af gerðinni Cadillac
Escalade – allt í boði sjóðsins.
Bíllinn var keyptur í janúar á síð-
asta ári en samkvæmt upplýsingum
frá bílasala sem er kunnur banda-
rískum lúxusbílum er núverandi mat
hans í kringum níu til tíu milljónir. Vél-
in í lúxusjeppanum er átta strokka og
framleiðir fjögur hundruð hestöfl án
fyrirhafnar. Fyrirtækið Toms ehf. flutti
jeppann til landsins en samkvæmt
upplýsingum á vefsíðu fyrirtækisins
sérhæfir það sig í innflutningi á banda-
rískum bílum.
100 ár að borga bílinn
„Þetta er hluti af mínum starfskjörum,“
segir Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna. Aðspurð-
ur hvort eldsneyti sé innifalið í þeim
starfskjörum segir Þorgeir svo vera.
„Það er rekstrarkostnaður bifreiðar-
innar. Síðan eru mér reiknuð bifreiða-
hlunnindi vegna bílsins sem ég greiði
síðan af tekjuskatt.“
Eftir því sem DV kemst næst eyð-
ir lúxusjeppinn um það bil 25 lítrum á
hundraðið í akstri innanbæjar en get-
ur þó farið upp í 30 lítra á hundraðið ef
allur kraftur hans er notaður.
„Bíllinn kostaði 7,9 milljónir fyr-
ir rúmu ári, þetta er hluti af mínum
hlunnindum síðustu tuttugu og fimm
árin sem ég hef verið forstjóri lífeyr-
issjóðsins,“ segir Þorgeir spurður út í
lúxusjeppann. Eins og áður segir tjáðu
matsmenn DV að lúxusjeppinn væri
metinn á níu til tíu milljónir. Miðað við
það verð sem Þorgeir nefnir tekur það
íslenska láglaunamanneskju hundrað
og fimm ár að borga lúxusjeppa Þor-
geirs með iðgjöldum sínum sé miðað
við fjögur prósent gjöld.
Kílómetri í vinnuna
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR og
jafnframt formaður stjórnar Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna, mundi ekki
eftir því hvernig bifreiðahlunnindum
Þorgeirs væri hagað.
„Ég verð að viðurkenna að það
hefur ekki verið samið um þessi bif-
reiðahlunnindi frá því ég varð stjórn-
arformaður þannig að það hefur svo
sem ekki komið inn á mitt borð,“ segir
Gunnar Páll. Blaðamað-
ur DV tjáði Gunnari
Páli að Lífeyris-
sjóður verslun-
armanna hefði
keypt lúxus-
jeppann í fyrra,
það er þeg-
ar hann var
stjórnarfor-
maður.
„Ég vissi
að hann
endurnýjaði
bílinn en það
átti bara að
vera eitt-
hvað
sambærilegt því sem hann hafði ver-
ið á,“ segir Gunnar Páll sem vissi ekki
nánari deili á bílnum.
Þess má geta að Þorgeir býr rúman
kílómetra frá vinnustað sínum sem er í
Húsi verslunarinnar við Kringluna.
Lækkaði laun
Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði
gríðarlega háum upphæðum á síðasta
ári vegna fjárfestinga félagsins sem
margar hverjar urðu að engu í banka-
hruninu. Sjóðurinn tapaði 32 milljörð-
um króna á síðasta ári og eignir hans
rýrnuðu um 20 milljarða á sama tíma-
bili. Samkvæmt ársskýrslu sjóðsins
fyrir árið 2007 átti sjóðurinn um-
talsverða fjármuni í íslensk-
um fyrirtækjum sem sum
hver eru komin í þrot
eða eru í greiðslu-
stöðvun.
Meðal þeirra fyr-
irtækja sem sjóð-
urinn átti í er FL
Group, Glitnir banki
hf., Kaupþing banki
hf., Landsbanki
Íslands
hf. Bakkavör Group hf. og Straumur-
Burðarás Fjárfestingabanki hf.
Aðspurður hvort hugmyndir séu
uppi um að skera niður í bifreiða-
hlunnindum eða öðru segir Þorgeir
að svo hafi verið gert: „Við erum búin
að lækka hér laun á skrifstofunni og
stjórnin er búin að lækka launin sín. Þá
hafa launin mín lækkað um fjórðung.
Við erum að gera það sem
við getum til að halda
rekstri skrifstofunnar í
lágmarki.“
Þorgeir segir að
laun sín hafi lækkað
frá og með áramót-
um en samkvæmt
upplýsingum frá
honum sjálfum
er hann nú með
1.875 þúsund á
mánuði.
Þorgeir Eyjólfsson
SJÓÐURinn SKAFFAR
STJÓRAnUM CADiLLAC
HEIMILI ÞORGEIRS
HÚS VERSLUNARINNAR
1 km
AtLi Már GyLfAson
blaðamaður skrifar: atli@dv.is
forstjórinn
þorgeir Eyjólfsson segir bifreiða-
hlunnindi sín tuttugu og fimm
ára gömul en hann keyrir um á
tíu milljóna króna Cadillac.
stjórnarformaðurinn
gunnar Páll Pálsson mundi ekki
eftir því hvernig bifreiðahlunn-
indum þorgeirs var háttað.
Það tekur láglaunamanneskju
rúm 105 ár að borga Cadillac
Escalade með iðgjaldi sínu:
Lágmarkslaun: 156.000 kr.-
iðgjald 4%: 6.240 kr.-
Cadillac 7,9 m.kr.- / 6.240 kr.- = 1266
mánuði = 105,5 ár
„Þetta er hluti af mín-
um hlunnindum síðustu
tuttugu og fimm árin
sem ég hef verið for-
stjóri lífeyrissjóðsins.“
Lífeyrissjóður verslunarmanna
Tapaði 32 milljörðum í fyrra en kostar
lúxusjeppa fyrir forstjórann sem hefur
notið bifreiðahlunninda í 25 ár.