Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2009, Qupperneq 18
Tími TeheTTunnar Það fyrsta sem stjórnmálafólk gleymir þegar það kemst til áhrifa er að það starfar í um-boði almennings og er þjón- ar fólksins. Þegar ilmurinn af kjötkötl- unum fyllir vitin og glampinn af gulli alþýðunnar í ríkissjóði slær menn blindu er þeim sem áður voru auð- mjúkir frambjóðendur fyrirmunað að sinna þeim skyldum sem þeir voru kosnir til að gegna. Allt í einu fer allt að snúast um að halda völdunum til þess að geta hlaðið undir gæðinga og vini og dreifa peningum annars fólks í gæluverkefni og kjördæmapot. Á fjögurra ára fresti fær bless-að fólki þó minnið af illri nauðsyn, stígur niður úr fílabeinsturninum, ávarpar múginn, hreykir sér af ein- hverju sem það gerði ekki, lofar meiru upp í ermina á sér og síðast en ekki síst skemmtir það okk- ur með því að láta eins og bjánar. Þess á milli eru pól- itíkusarn- ir á flótta undan fjöl- miðl- um. Svara ekki símum eða það sem verra er, með skætingi ef í þá næst. Nú er hins vegar lag og fólk sem fyrir nokkrum vikum hljóp við fót undan mynda-tökufólki situr nú nánast fyr- ir ljósmyndurum við heimili þeirra og grátbiður um athygli. Og takmörkin fyrir því sem hægt er að fá stjórnmála- menn til að gera eru eiginlega engin. Svarthöfða er alltaf í fersku minni þegar Jón Ársæll Þórðar-son fékk Ólaf Ragnar Gríms-son, nú forseta en þá for- mann Alþýðubandalagsins, til að setja forláta rússneska tehettu á hausinn í sjónvarpsþætti. Nú var Ólafur Ragnar enginn sérstakur djóker áður en hann flutti á Bessastaði en í aðdrag- anda kosninga var hann til í að bregða á leik. Siv Friðleifs- dóttir hefur undanfarið skellt sér í sjósund með í það minnsta fulltrúum þriggja fjöl- miðla, Þorgerður Katrín er búin að tala um kjaftasögurnar og hvaðeina á Skjá einum og eiginkona Bjarna Benedikts- sonar hefur talað fjálglega um frammi- stöðu hans við eldhúsvaskinn á Stöð 2. Þetta ball er rétt að byrja og um að gera fyrir okkur að njóta þessara augnablika sem stjórnmálafólkið nennir að láta ná í sig. Auðvitað er veik von í því að hrunið mikla og hugmynd- ir um djúpstæða siðbót verði til þess að þeir sem nú fara fram á umboð til að stjórna landinu sýni sóma sinn í að gefa raunverulegt færi á sér næstu fjögur árin. Líklegra er samt að fátt breytist og að þau sem komast á þing telji sér stætt á að láta sig hverfa og vinna sín myrkraverk í hljóði gegn því að þau geri sig að fíflum eftir fjög- ur ár. föstudagur 6. mars 200918 Umræða Sandkorn n Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hefur verið í mik- illi herferð við að rétta ímynd sína vegna REI-málsins sem hann telur vera eitt mesta spill- ingarmál síðari tíma. Hann gef- ur til kynna á bloggi sínu að hann búi yfir stórum leyndarmál- um. „... við sem stóð- um í fárinu miðju og höfuðpaur- arnir gerðu að blórabögglum, fáum sífellt meiri upplýsingar um óhreinindin í málinu. Sú saga hefur ekki enn verið sögð.“ Væntanlega er Gísli meðal ann- ars að vísa til þáttar Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fyrrverandi leiðtoga síns. n Það eru fleiri með athygl- isverðan þátt í REI-málinu. Guðlaugur Þór Þórðarsson er sagður vera guðfaðir útrásar- hugmyndar REI sem formað- ur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur lagði hann grunn að ævintýrinu sem seinna fór eftir- minnilega úr böndunum. Hugsanlegt er að Gísli Marteinn Baldursson sé að senda honum viðvörun með því að segja frá því að hann búi yfir skuggaleg- um upplýsingum. n Eftir bankahrunið hefur Ísland þótt ákjósanlegt umfjöllunarefni í kreppufræðum í háskólum um allan heim. Mikil uppgrip eru því hjá íslenskum fræðimönn- um í hagvísindum sem nenna á ráðstefnur erlendis þar sem fjallað er um fjár- málakrepp- una. Þetta á raunar einnig við um þá sem vilja gefa út bækur um bankahrunið. Þannig vinnur Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur hörðum höndum að bók fyrir Forlagið um banka- hrunið og gæti sú bók komið út innan nokkurra vikna. n Einnig heyrist að Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi rit- stjóri Morgunblaðsins, hafi lagt til hliðar ævisögu sína og vinni að bók um bankahrunið. Styrm- ir var um tíma sem grár köttur í Seðlabank- anum við hlið Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabanka- stjóra. Eng- um sögum fer af erindi hans þar en líklegt er að hann hafi þar bergt af fróðleiksbrunni Davíðs og safnað í sarpinn fyrir bók um hrunið. LyngháLs 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Sjáumst í Hraunbæ 44“ n Stóð í hótunarbréfi til Axels Inga Viðarssonar, nema í Kvikmyndaskóla Íslands. Miðanum var búið að koma fyrir á framrúðu bíl hans sem búið var að mölbrjóta. – DV „Maður verður að passa vel upp á sjálfan sig og sýna aldrei merki um veikleika.“ n Krúnukúgarinn Paul Einar Aðalsteinsson sem nýsloppinn er úr öryggisfangelsi í Bretlandi. – DV „Við höldum í vonina“ n Lögreglan um hvarf Aldísar Westergren sem ekkert hefur spurst til í síðan 24. febrúar. - DV „Það styttist í að teknótæf- urnar verði ömmur.“ n Helgi Már Bjarnason hjá Party Zone segir raftónlistina eldast eins og aðra tónlist. – DV „Þetta verður svona desertinn á eftir lambalærinu á sunnudögum.“ n Villi Naglbítur mun stýra Helgarútgáfunni á Rás 2 frá og með næsta sunnudegi. – Fréttablaðið „Fólki finnst svolítið spes að fá lögmanninn í lúguna.“ n Magnús Jónsson, leikari í Rétti, leysti systur sína af í veikindum í sjoppunni Skalla sem er í eigu fjölskyldu hans. – Séð og heyrt Falsspámenn Leiðari Í komandi kosningum er full ástæða fyrir kjósendur til að vera á varðbergi gagn-vart einstaklingum sem bjóða sig fram til starfa í þágu þjóðarinnar án þess að hafa fram að færa nokkuð það sem get- ur nýst þjóðinni. Við þá uppstokkun sem nú fer fram skýtur upp kollinum fólk sem er að sækjast eftir þægilegri innivinnu án þess að hafa til þess þá þekkingu, heiðar- leika eða ástríðu sem nauðsynleg eru góð- um stjórnmálamanni. Hvert frægðarmenn- ið af öðru stígur nú fram á sviðið og þykist ætla að bjarga þjóðinni með froðusnakkið eitt í ferilskránni. Útbrunnar stjörnur vilja komast á þing til að fara þar með innihalds- lausa frasa sína. Menn sem hafa steypt fyr- irtækjum í þrot standa nú hrópandi uppi á kössum sínum og þykjast þess umkomnir að bjarga þjóð úr fjármálakrísu. Útigangsmenn hafa risið upp og viljað fá þingsæti. Hrun Ís- lands og siðferðislegt þrot stjórnmálanna má ekki verða til þess að salur Alþingis fyllist af enn fleiri liðleskjum. Endurnýjun á þingi er nauðsyn en það þýðir ekki að hafna eigi öllum þeim sem þar sitja nú. Aðalatriði er að róttæk hugarfarsbreyting verði meðal allra stjórnmálamanna. Eini flokkurinn sem sýnt hefur einhverja viðleitni í þá átt er Sjálfstæð- isflokkurinn sem skiptir út nær allri forystu sinni. Undir forystu Vilhjálms Egilssonar, fyrrverandi alþingismanns, horfist flokkur- inn nú í augu við syndir sínar og afglöp. Aðr- ir spillingarflokkar ættu að fara í sambæri- lega naflaskoðun. Kjósendur bera þá ábyrgð að hafna falsspámönnum og vanda val sitt. Aldrei fyrr hefur verið eins nauðsynlegt og nú að velja rétta fólkið til að stjórna landinu. Ef fagurgali hinna innihaldslitlu fleytir þeim á Alþingi er það á ábyrgð kjósenda. Prófkjör- in fram undan og kosningarnar eru nauð- synleg til þess að greina hismið frá kjarnan- um. Þjóðin verður að nota tækifærið til að hafna innihaldslausri pólitík og velja gott fólk til starfa. Þar verður hver maður að axla sína ábyrgð og nota atkvæði sitt með það markmið skýrt að siðvæða stjórn Íslands. Lýðskrumið verður að víkja fyrir stjórnfestu og góðu siðferði. reynir TrausTason riTsTjóri skrifar. Hvert frægðarmennið af öðru stígur nú fram á sviðið. bókStafLega AÐ RANNSAKA RANNSÓKN Núna er víst einhver rannsókn í gangi. Okkur er sagt að ætlunin sé að rannsaka aðdraganda banka- hrunsins og hrunið sjálft. Okkur er einnig sagt, að ef menn komi sjálf- viljugir til þeirra sem rannsaka eiga málið og láti þeim í té upplýsingar um glæpi sína megi ekki nota þá vitneskju gegn þeim þegar sekt skal endanlega sönnuð. Ef við hefðum á tilfinningunni að menn væru að rannsaka eitthvað annað en sjálfa rannsóknina, sem er ekki farin af stað, væri kannski í lagi að leyfa mönnum að reyna að komast að því hvort eitthvað gerðist eða ekki. En það er ekki verið að yfirheyra neinn. Jafnvel þótt einn af okkar fyrrver- andi bankamönnum haldi því fram að hann sitji á upplýsingum sem varpað geti ljósi á margt í aðdrag- anda hrunsins er hann ekki einu sinni kallaður inn til yfirheyrslu. Ja, ef ég héldi því nú fram hérna í pistli mínum að ég gæti upplýst allt um það hvert allir peningarnir fóru og segjum að ég héldi því fram að ég hefði sannanir fyrir því að hér hefðu menn verið að þvo illa feng- ið rússneskt klink í áraraðir. Já, ef ég segðist vita allt um alla skúrkana og ef ég gæti sannað að samtrygging- in og helmingaskiptaveldið leyfðu þjófum að blekkja okkur hin. Já, ef ég héldi þessu fram – væri þá ekki nauðsynlegt að kalla mig til yfir- heyrslu og athuga hvort fullyrðing- ar mínar gætu hugsanlega verið á rökum reistar? Núna eru Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, þeir stjórnmálaflokkar tveir sem spillingunni hafa stjórn- að síðustu tvo áratugi, að nudda saman nefjum og með lygum og uppspuna eru einstaklingar innan flokkanna uppteknir við að afvega- leiða þá björgunarleiðangra sem ríkisstjórn Jóhönnu er að reyna að koma í verk. Núna er andlitslyfting það her- bragð sem spillingaröflin ætla að bjóða þjóðinni. Sannir leiðtogar einsog Geiri smart, Guðni Ágústs- son, Valgerður Sverrisdóttir og Árni dýralæknir stíga af stalli og í skörð þessa fólks koma ný andlit með ná- kvæmlega sömu samtrygginguna, sömu bitlingana, sömu vinavæð- inguna og nákvæmlega sömu spill- inguna að leiðarljósi. Núverandi samstarfsflokkar í rík- isstjórn geta ef til vill tryggt áfram- haldandi stjórnarsamstarf með því að ganga til kosninganna í banda- lagi. Þannig má segja að valkostir þjóðarinnar verði skýrir – uppbygg- ing eða spilling. Kemur góssið hingað heim, er hægt að borga gjöldin, mun réttast vera að refsa þeim sem réttu þjófum völdin? kristján hreinsson skáld skrifar „Núna er andlits- lyfting það her- bragð sem spill- ingaröflin ætla að bjóða þjóðinni. “ SkáLdið Skrifar Svarthöfði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.