Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Blaðsíða 10
föstudagur 20. mars 200910 Fréttir
Bæjarflöt 8E · 112 Reykjavík
SÍMI: 567 4262 · GSM: 893 3236
FAX: 567 4267 · sagtaekni@sagtaekni.is
www.sagtaekni.is
STEYPUSÖGUN
KJARNABORUN
MÚRBROT
sagtaekni@sagtaekni.is · www.sagtaekni.is
yfirheyrsla
auglýsingasíminn er
512
70
50
Ætlaðir þú að stofna stjórnmálaflokk
áður en þú gekkst til liðs við
Framsóknarflokkinn?
Nei, en margir kunningjar mínir voru orðn-
ir afar frústreraðir á ástandinu í valdatíð
síðustu ríkisstjórnar. Nokkrir þeirra veltu
því fyrir sér hvort mynda ætti framboð fyr-
ir kosningarnar. Eftir að ég fór út í stjórnmál
sáu þeir að Framsókn væri að ganga í gegn-
um þá endurnýjun sem þurfti og að stefna
flokksins, það er skynsemis- og miðjustefna,
væri það eina rétta í stöðunni.
Hvert verður fylgi flokksins í
kosningunum eftir mánuð?
Ég held að sígandi lukka sé áreiðanlegust í
þessu. Framsóknarflokkurinn eins og aðrir
stjórnmálaflokkar á Íslandi þarf að endur-
heimta traust á löngum tíma. Ef það bæt-
ist smátt og smátt við fylgið er ég sáttur. Ný
könnun Capacent sýnir 11,3 prósent. Ég
býst ekki við að fylgið fari að stíga fyrr en
kosningabaráttan hefst og fólk kynnist hin-
um nýja Framsóknarflokki.
Ferðu á þing?
Já, ég geri ráð fyrir því og reyndar að Fram-
sókn fái nokkra þingmenn í Reykjavík. Ég
held að fólk muni sjá að ég og flokkurinn
munum verja þau grundvallargildi sem
gleymdust á síðustu árum með afleiðingum
sem allir þekkja.
Með hverjum viltu stjórna
landinu eftir kosningar?
Tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og
vinstri grænna væri góður kostur en óvíst
er að þeir tveir flokkar fái nægt fylgi til þess.
Þótt ég hafi gagnrýnt Samfylkinguna að
undanförnu efast ég ekki um að hægt verður
að mynda með henni stjórn. Ég held reynd-
ar að Samfylkingin mundi strax lagast með
samstarfi við Framsóknarflokkinn, það er
þegar hún lítur á hann sem samstarfsflokk
frekar en keppinaut.
Er Samfylkingin loftbóluflokkur?
Mér hefur oft þótt vanta upp á innihald hjá
flokknum og fundist öll áherslan vera á að
skapa ímynd og hanna atburðarás og um-
ræðu. Rétt eins og með bankana og aðra
þætti loftbólutímabilsins er meira kapp lagt
á að ráðast á gagnrýnendur en að færa fram
rök. Það hefur til að mynda ekki staðið á
Samfylkingunni að ráðast á hugmyndir sem
koma frá öðrum en vantað mikið upp á að
hún kæmi sjálf með lausnir. Ég held samt að
það væri hægt að mynda stjórn með Sam-
fylkingunni og raunar að það væri mjög
æskilegt að hún ynni með flokkum sem hafa
meiri jarðtengingu. Það mundi vonandi laða
fram það besta í flokknum.
Er Sjálfstæðisflokkurinn stjórntækur?
Ég er ekki alveg viss um það. Flokkurinn þarf
að fara í gegnum töluvert mikla hugmynda-
fræðilega endurnýjun áður en aftur verður
hægt að eiga við hann.
Skilyrði númer eitt fyrir
stjórnarsamstarfi eftir kosningar?
Vonandi verður búið að taka ákvörðun um
stjórnlagaþing og aðrar úrbætur í lýðræðis-
málum fyrir kosningar. Hins vegar er ég ekki
svo viss um að búið verði að ráðast í nauð-
synlegar aðgerðir í efnahagsmálum. Aðal-
krafan yrði því sú að stjórnin væri tilbúin til
að ráðast í trúverðugar aðgerðir til að takast
á við efnahagsvandann. Þær aðgerðir þurfa
að vera róttækar við þær aðstæður sem nú
eru ríkjandi.
Hvert yrði þitt fyrsta verk ef þú værir
forsætisráðherra?
Að árétta að Íslendingar séu vopnlaus þjóð
sem ekki taki þátt í stríði og muni leitast við
að vera góð fyrirmynd fyrir þjóðir heims á
sem flestum sviðum. Hrunið gefur okkur
nefnilega tækifæri til að byggja hér upp frá
grunni. Nú veit allur heimurinn af hruninu.
Fyrirmyndaruppbygging landsins mundi
þess vegna vekja mikla athygli um allan
heim.
Sérðu eftir að hafa veitt minnihluta-
stjórn VG og Samfylkingar hlutleysi?
Nei, ég geri það nú ekki. Ég hef reyndar
lýst því yfir að ég hafi orðið fyrir vonbrigð-
um með stjórnina. Það má þó ekki gleyma
því hvernig ástandið var áður en þessi
stjórn var mynduð og hvernig síðasta
ríkisstjórn var. Það var þess vegna nauð-
synlegt að rjúfa kyrrstöðuna. Við rædd-
um það á þingflokksfundum að ólíklegt
væri að Framsóknarflokknum yrði þakk-
að lengi fyrir að gera stjórninni kleift að
starfa. Samt komumst við að þeirri nið-
urstöðu að ef við ætluðum að vera sjálf-
um okkur samkvæm með að fylgja þeirri
stefnu að gera alltaf það sem er best fyrir
þjóðina en ekki bara það sem er best fyrir
flokkinn ættum við að bjóða upp á þenn-
an möguleika.
Ertu enn þeirrar skoðunar að
raunhæft sé að lækka húsnæðis-
skuldir um fimmtung?
Já, ekki síður en áður. Nú hafa þekktir er-
lendir hagfræðingar lýst því yfir að þetta
sé eina raunhæfa leiðin til að taka á vand-
anum. Þar fer fremstur í flokki Nouriel
Roubini sem er einn virtasti hagfræðing-
ur heims og áreiðanlega sá eftirsóttasti
því að hann hefur haft rétt fyrir sér um alla
þróun síðustu ára. Ríkisstjórnir um allan
heim, svo ekki sé minnst á fyrirtæki, líta
þess vegna sérstaklega til hans um ráð-
gjöf. Það er mikilvægt að gera sér grein
fyrir því að hugsunin er ekki sú að auka
útgjöld heldur þvert á móti að lágmarka
tap. Það er að segja bæði að lágmarka tap
Íslendinga og erlendu kröfuhafanna sem
lánuðu okkur með því að hagkerfið kom-
ist aftur af stað. Við stöndum frammi fyr-
ir hugsanlegu hruni efnahagskerfisins og
þess vegna þarf að beita kerfisbundnum
aðgerðum.
Það að tala um 20% skuldaniðurfell-
ingu hefur hins vegar valdið misskilningi.
Ef til vill er betra að orða þetta þannig að
verðlagsvísitalan sem lán eru reiknuð út
frá verði færð aftur í þá stöðu sem hún
var fyrir hrunið. Þannig eru allir eins sett-
ir, hvað skuldir varðar, og þeir hefðu verið
ef vísitalan hefði ekki breyst umfram það
sem mátti gera ráð fyrir. Það er ekki verið
að láta þá skuldsettustu fá neitt aukalega.
Þótt Roubini og fleiri hafi sagt að nauð-
synlegt sé að gera þetta í Bandaríkjun-
um er enn auðveldara að gera þetta hér
meðal annars vegna þess að það er þegar
búið að afskrifa lán til Íslendinga að miklu
leyti. Þó er ljóst að best væri að semja við
kröfuhafana áður en þessu er hrint í fram-
kvæmd. Því til viðbótar mun þó þurfa að
aðstoða sérstaklega þá sem hafa orðið fyr-
ir verulegum tekjumissi.
Eiga Íslendingar að sækja
um aðild að ESB?
Framsóknarflokkurinn komst að mjög
góðri niðurstöðu varðandi þessa stóru
spurningu og tók þannig forystu í málinu.
Við viljum að sótt verði um aðild en jafn-
framt standa föst á því að vissir hlutir, þar
með talin yfirráð yfir auðlindum okkar
verði ekki gefin eftir. Á endanum mun síð-
an þjóðin taka ákvörðun um hugsanlegan
samning í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Er krónan ónýt?
Hún er verulega löskuð en við munum
þurfa að nýta hana enn um sinn. Ég hef
hins vegar ekki slegið alveg út af borðinu
hugmyndir um einhliða upptöku erlends
gjaldmiðils. Sú staða gæti komið upp að
við neyddumst til að gera það. Það er ekki
hægt að búa endalaust við gjaldeyrishöft.
Hins vegar hjálpar veik króna okkur nú
á ýmsan hátt, til dæmis með því að auka
útflutningstekjur. Það styrkir líka sam-
keppnisstöðu okkar. Svo að ég nefni dæmi
geta íslenskar verkfræðistofur tekið að sér
verkefni erlendis á mun hagstæðari kjör-
um en sambærilegar stofur annars staðar.
Fátt er því svo með öllu illt að ekki boði
nokkuð gott.
Nafn: sigmundur davíð gunnlaugsson.
Aldur: 34 ára síðan á fimmtudaginn.
Menntun: skipulagshagfræðingur.
Starf: stjórnmálamaður - formaður
framsóknarflokksins.
Fjölskylduhagir: Lofaður.
Augnlitur: Blár.
Mottó: Ja, það eru nú mörg sem koma til
greina. til dæmis: Það sem þú vilt að aðrir
menn gjöri yður skalt þú og þeim gjöra.
Áhugamál: sitt lítið af hverju, meðal
annars skipulagsmál, arkitektúr, listir,
verkfræði og saga.
„Þótt ég hafi gagnrýnt
Samfylkinguna að und-
anförnu efast ég ekki
um að hægt verður að
mynda með henni stjórn.
Ég held reyndar að Sam-
fylkingin mundi strax
lagast með samstarfi við
Framsóknarflokkinn...“
fylgið rís í
baráttunni