Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Blaðsíða 25
­sportinu­myndu­flestir­ætla­að­hann­ hafi­ alist­ upp­ í­ sportinu­ en­ því­ fer­ fjarri.­„Árið­1991­keyptu­mamma­og­ pabbi­sinn­snjósleðann­hvort­og­voru­ það­mín­fyrstu­kynni­af­sleðum.­Mér­ tókst­ að­ eyðileggja­ sleðann­ henn- ar­ mömmu­ og­ keyptum­ við­ mæðg- ­inin­ okkur­ því­ næsta­ sleða­ saman­ nokkrum­árum­seinna.“­Lexi­grínast­ með­það­að­það­hafi­verið­altalað­að­ hann­myndi­aldrei­geta­neitt­af­viti­í­ snjósleðasportinu­ sökum­ þess­ hve­ klunnalegur­og­ófagmannlegur­hann­ var­ á­ sleða.­ „Maður­ kunni­ auðvitað­ ekki­neitt.“­ Hápunktur ferilsins Árið­ 1997­ fór­ Lexi­ þó­ að­ ráða­ betur­ við­sjósleðann­og­ná­smá­árangri­og­ þá­fyrst­fór­bakterían­að­gera­vart­við­ sig­og­áður­en­hann­vissi­af­var­hann­ farinn­að­taka­þátt­í­hverju­mótinu­á­ fætur­öðru.­Næstu­átta­árin­átti­Lexi,­ sem­enginn­hafði­trú­á,­eftir­að­taka­ þátt­ í­ fjölda­ móta,­ má­ þar­ nefna­ Ís- landsmótin­ þar­ sem­ Lexi­ sigraði­ mörg­ ár­ í­ röð,­ Evrópumótaröðina,­ Heimsmeistararöðina­ í­ Bandaríkj- unum­og­síðast­en­ekki­síst­X­Games­ sem­ eru­ stærstu­ jaðarleikar­ heims,­ en­ Lexi­ er­ eini­ Íslendingurinn­ sem­ hefur­tekið­þátt­í­þeim­leikum­og­það­ tvisvar­sinnum.­ Spurður­ um­ sætasta­ sigurinn­ á­ ferlinum­er­Lexi­ekki­lengi­að­hugsa­ sig­ um.­ „Það­ var­ þegar­ ég­ vann­ al- þjóðlegt­ mót­ á­ Ólafsfirði­ árið­ 2003­ þar­sem­keppendur­komu­alls­stað- ar­að­úr­heiminum.­Þetta­var­án­efa­ hápunktur­ ferilsins­ hjá­ mér.­ Ég­ var­ í­ toppformi,­ á­ góðum­ sleða­ og­ allt­ gekk­upp.­Þetta­var­toppurinn.“ Lexi­ segir­ að­ mótin­ sem­ hald- in­voru­erlendis­hafi­alltaf­reynst­ ís- lensku­ keppendunum­ erfið­ vegna­ þess­ að­ þeir­ voru­ alltaf­ settir­ í­ hóp­ með­ þeim­ allra­ bestu.­ „Að­ vera­ bestur­á­ litla­Íslandi­er­ekkert­nema­ sæmilegur­ úti,­ í­ besta­ falli.­ Við­ vor- um­í­raun­alltaf­vitlaust­flokkaðir.“ Íþróttin­ hefur­ greinilega­ átt­ hug­ Lexa­ og­ hjarta­ og­ neitar­ hann­ því­ ekki.­ „Maður­ eyddi­ öllum­ sínum­ peningum­ í­ þetta,­ átti­ ekkert­ eftir­ nema­sögur­að­segja,­frábærar­sögur.­ Þetta­kallast­að­lifa­lífinu.“­ Fórnir Þrátt­ fyrir­ alla­ gleðina­ í­ kringum­ íþróttina­ hefur­ Lexi­ þurft­ að­ færa­ hinar­ýmsu­fórnir­í­formi­slysa­og­lík- amlegrar­þjáningar.­Fyrir­utan­slysið­ árið­2000,­sem­hann­talar­um­í­byrj- un­viðtalsins,­hefur­Lexi­slitið­kross- bönd­í­öðru­hnénu­og­er­í­dag­mjög­ illa­farinn­á­hnénu.­„Ég­bíð­bara­eft- ir­ því­ að­ getað­ fengið­ gervihné,­ þá­ verður­það­betra­en­það­hefur­nokk- urn­tímann­verið.“­Einnig­hefur­Lexi­ mjaðmagrindarbrotnað,­ brotið­ líf- beinið­ í­ tvennt,­ úlnliðsbrotnað­ og­ margt­ fleira.­ Þrátt­ fyrir­ að­ hafa­ slas- að­sig­þetta­oft­og­illa,­segir­Lexi­það­ aldrei­hafa­hvarflað­að­sér­að­hætta.­ „Ég­ lít­ ekki­ á­ þessi­ áföll­ sem­ slæma­ hluti,­þetta­gerir­mig­að­þeim­manni­ sem­ ég­ er­ í­ dag,­ sársaukinn­ og­ ég­ erum­ orðnir­ góðir­ vinir,­ enda­ erum­ við­búnir­að­eiga­samleið­í­mörg­ár,“­ segir­ hann­ og­ hlær.­ „Ég­ tel­ að­ það­ sem­ ég­ er­ búinn­ að­ ganga­ í­ gegn- um­ sé­ góður­ grunnur­ fyrir­ það­ sem­ koma­skal.­Hvort­sem­það­eru­veik- indi­ eða­ annars­ konar­ áföll.­ Ég­ hef­ alltaf­staðið­strax­á­ fætur­og­ tekist­á­ við­sársaukann.­Ég­hugsa­að­ég­eigi­ eftir­að­fá­mér­einhver­flott­tattú­sem­ minna­ mig­ á­ þessi­ slys,“­ segir­ hann­ og­bendir­stoltur­á­handlegginn.­„Ég­ á­bara­eftir­að­finna­réttu­tattúin.“­ Sjómannslíf Stutt­ er­ síðan­ Lexi­ hætti­ að­ keppa­ enda­ fór­ hann­ að­ sinna­ enn­ mikil- vægara­ hlutverki,­ föðurhlutverkinu.­ Árið­2005­eignuðust­hann­og­konan­ hans­frumburðinn,­Ásgrím­Örn,­að- eins­ einu­ og­ hálfu­ ári­ síðar­ fæddist­ þeim­annar­sonur,­Bergvin­Snær,­og­ fyrir­ sex­ mánuðum­ bættist­ svo­ lítil­ prinsessa­ í­ fjölskylduna,­ hún­ Berg- rún­Fönn.­Það­hefur­því­verið­í­nógu­ að­ snúast­ undanfarin­ ár­ hjá­ fjöl- skyldunni.­ Lexi­ rekur­ ásamt­ bræðrum­ sín- um­fyrirtækið­Papco­hér­í­Reykjavík­ en­heimili­hans­hefur­fram­til­þessa­ verið­ á­ Akureyri.­ „Við­ hjónin­ erum­ þar­af­leiðandi­búin­að­lifa­hálfgerðu­ sjómannalífi­ undanfarin­ ár.­ Ég­ kem­ heim­um­helgar­og­er­ farinn­aftur­á­ mánudagsmorgni.­Þar­af­leiðandi­hef­ ég­ekki­sinnt­neinu­öðru­en­fjölskyld- unni­um­helgar.“­Núna­eru­hins­veg- ar­mikil­tímamót­í­lífi­fjölskyldunnar­ því­ konan­ hans­ Lexa,­ Árný­ Elva­ Ás- grímsdóttir,­er­flutt­suður­með­börn- in.­ „Það­ er­ ólýsanlegt­ að­ geta­ bara­ farið­heim­eftir­vinnu­og­hitt­konuna­ og­börnin,“­segir­hann­og­ljómar.­ Spurður­ hvort­ hann­ muni­ keppa­ aftur­ segir­ hann­ það­ aldrei­ að­ vita.­ „Nú­ er­ á­ döfinni­ að­ koma­ sér­ aftur­ í­ gott­ form,­ og­ svo­ er­ aldrei­ að­ vita.­ Ætli­maður­geti­þá­ekki­keppt­svona­ einu­sinni­án­þess­að­skammast­sín­ og­strítt­aðeins­ungu­strákunum.“ Lék í James Bond Þrátt­ fyrir­ að­ hafa­ látið­ sleðana­ vera­ um­ nokkurn­ tíma­ hefur­ hann­ samt­ sem­áður­verið­á­fullu­að­vinna­fyrir­ sportið­eins­og­hann­segir.­Hann­held- ur­úti­tveimur­vinsælustu­sleðasíðum­ landsins,­ annars­ vegar­ hrollur.is­ og­ hins­vegar­lexi.is.­Lexi­hefur­lagt­mik- ið­ upp­ úr­ því­ að­ fá­ send­ myndbönd­ frá­ sleðaköppum,­ óskað­ eftir­ sög- um,­leiðbeiningum­og­að­skapa­gott­ tengslanet­fyrir­sleðamenn.­„Þetta­er­ frábær­ vettvangur­ fyrir­ reynda­ sem­ og­byrjendur­til­að­kynnast­íþróttinni­ betur,­fá­upplýsingar­um­hvert­er­best­ að­fara­og­þar­fram­eftir­götunum.“­ Í­ tvö­ ár­ hélt­ Lexi­ einnig­ úti­ sjón- varpsþáttunum­ Sno-X­ á­ Skjá­ ein- um­ um­ snjósleðasport­ við­ miklar­ vinsældir.­ „Ég­ hef­ alveg­ ofboðslega­ gaman­ að­ því­ að­ búa­ eitthvað­ til­ og­ framkvæma­hugmyndir­mínar.­Til­að­ mynda­ hafði­ ég­ samband­ við­ sjón- varpsþáttinn­ Trans­ World­ Sport­ fyr- ir­nokkrum­árum­og­hvatti­þá­ til­að­ koma­til­Íslands.­Þeir­sögðust­nú­ekki­ bara­ geta­ komið­ hingað­ til­ að­ hitta­ mig­ þannig­ að­ ég­ fékk­ fullt­ af­ góðu­ og­skemmtilegu­fólki­til­að­taka­þátt­í­ þessu­með­mér­og­hingað­komu­þeir­ og­tóku­upp­þátt.“ Eitt­ skemmtilegasta­ verkefnið­ af­ þessum­toga­segir­Lexi­þó­vera­Bond,­ James­Bond,­en­eins­og­flestir­vita­var­ hluti­þeirrar­kvikmyndar­tekinn­upp­ hér­á­landi­fyrir­nokkrum­árum.­Það­ var­ enginn­ annar­ en­ Lexi­ sem­ var­ fenginn­ til­ að­ vera­ stönt­ fyrir­ Pier- ce­ Brosnan.­ „Ég­ frétti­ að­ þeir­ væru­ komnir­til­landsins­og­ákvað­að­kom- ast­í­myndina.­Það­hafa­verið­gerðar­ allt­of­margar­myndir­með­sleðum­í­ en­með­ökumönnum­sem­hafa­ekki­ kunnað­á­sleða.­Frændi­minn­var­að­ aka­ með­ nokkra­ sem­ voru­ að­ vinna­ að­myndinni,­og­setti­ég­saman­smá­ demó-spólu­ af­ krossi,­ keppnum­ og­ leik.­ Hann­ sýndi­ þeim­ þetta­ og­ þeir­ hringdu­í­mig­daginn­eftir,­enda­kom­ í­ljós­að­þeir­voru­með­Breta­til­að­sjá­ um­aksturinn­og­þeir­kunnu­ekkert­á­ sleðana.­ Þetta­ var­ vafalaust­ eitt­ það­ flottasta­sem­ég­hef­tekið­þátt­í­og­al- gert­ævintýri­að­fylgjast­með.“ Miðlar þekkingu sinni Lexi­ segir­ afar­ mikilvægt­ í­ íþróttum­ að­ reyndir­ íþróttamenn­ hætti­ ekki­ bara­einn­daginn­eins­og­svo­oft­vill­ verða.­ „Þetta­ er­ oft­ mikið­ áfall­ fyrir­ íþróttalið­ sérstaklega,­ þegar­ kemp- urnar­bara­hætta.­Það­sem­ég­vil­sjá­ er­ að­ þetta­ fólk­ staldri­ við­ og­ vinni­ við­ íþróttina,­ miðli­ þekkingu­ sinni­ og­reynslu­til­þeirra­sem­yngri­eru­og­ óreyndari.“­En­einmitt­það­gerir­Lexi­ í­ dag.­ „Ég­ er­ búinn­ að­ halda­ nám- skeið­fyrir­ferðakalla,­unglinga,­kon- ur,­ byrjendur­ og­ þá­ reyndari,­ bara­ nefndu­ það.­ Það­ er­ nú­ bara­ þannig­ að­fæst­snjósleðaslys­eiga­sér­stað­hjá­ þeim­sem­mestu­reynsluna­og­besta­ búnaðinn­hafa.­Flest­slysin­verða­hjá­ fólki­sem­hefur­ litla­reynslu­og­æðir­ af­stað­af­því­að­það­er­svo­gott­veð- ur­og­heldur­að­þetta­sé­ekkert­mál.­ Afar­ mikilvægt­ er­ að­ vera­ með­ ein- hvern­grunn­áður­en­haldið­er­af­stað­ á­ svona­ stóru­ og­ kraftmiklu­ tæki,­ jafnvel­á­staði­sem­viðkomandi­þekk- ir­ekki­nægilega­vel.“ Lexi­segir­að­sem­betur­fer­sé­mik- il­vakning­í­varnarbúnaði,­menn­eru­ farnir­ að­ fjárfesta­ í­ brynjum,­ spelk- um,­ snjósleðaýlum­ og­ þessu­ helsta.­ „Það­er­bara­nauðsynlegt­ætlirðu­að­ stunda­ sleðasportið,“­ og­ talar­ Lexi­ þar­af­reynslu­þar­sem­hann­hefur­því­ miður­ þurft­ að­ horfa­ á­ eftir­ góðum­ félaga­ eftir­ að­ hann­ lenti­ í­ vélsleða- slysi.­„Ég­missti­félaga­fyrir­nokkrum­ árum­og­það­sorglega­við­það­slys­var­ að­hann­hafði­nýlega­fjárfest­í­brynju­ en­var­ekki­með­hana.­Ég­er­viss­um­ að­hún­hefði­breytt­miklu.“­­ Hið fullkomna fjölskyldusport Þegar­Lexi­er­beðinn­um­að­ líta­yfir­ farinn­veg­og­hugsa­hvort­hann­hefði­ viljað­ gera­ eitthvað­ öðruvísi­ segir­ hann­svo­ekki­vera.­„Ég­sé­ekki­eftir­ neinu.­Ég­fékk­alltaf­mikinn­stuðning­ frá­ foreldrum­ mínum­ og­ það­ skipt- ir­ sköpum.­ Í­ framtíðinni­ sé­ ég­ fyrir­ mér­ að­ við,­ fimm­ manna­ fjölskyld- an,­munum­stunda­bæði­snjósleða- ­sportið­sem­og­mótorkrossið­saman.­ Þetta­ er­ hið­ fullkomna­ fjölskyldu- sport.­ Elsti­ sonur­ Lexa­ og­ Árnýjar­ hefur­ nú­ þegar­ eignast­ mótorkross- hjól­og­segir­Lexi­hann­una­sér­vel­á­ því.­ Því­ fyrr­ sem­ maður­ byrjar­ með­ börnin­í­þessu,­því­betra.­Fólk­á­það­ til­ að­ vera­ hrætt­ við­ það­ en­ því­ fyrr­ sem­þau­byrja­að­læra­því­betri­verð- ur­ grunnurinn,­ það­ er­ með­ þessa­ íþrótt­­eins­og­allar­aðrar.­Lexi­vinnur­ nú­að­því­að­byggja­draumahúsið­fyr- ir­fjölskylduna­og­er­einmitt­gert­ráð­ fyrir­ mótorkrossbraut­ í­ garðinum.­ „Þetta­er­nú­kannski­ekki­gáfulegasti­ tíminn­til­að­byggja­en­ég­mun­klára­ þetta,“­ segir­ þessi­ ofurhugi­ og­ efast­ eflaust­ enginn­ um­ orð­ hans­ enda­ vanur­ að­ framkvæma­ hugmyndir­ sínar­og­drauma. kolbrun@dv.is föstudagur 20. mars 2009 25Helgarblað „Ég lít ekki á þessi áföll sem slæma hluti, þetta gerir mig að þeim manni sem ég er í dag, sársaukinn og ég erum orðnir góðir vinir, enda erum við búnir að eiga samleið í mörg ár.“ Í faðmi fjölskyldunnar Hér er Lexi með konu sinni, Árnýju Elvu Ásgrímsdóttur, og börnum þeirra þrem. Mynd úr einkaSaFni Í góðum félagsskap Lexi á góðri stundu með fólki úr sleðaskól- anum. Mynd úr einkaSaFni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.