Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Page 20
Örvænting
húsbændanna
Vernd karlmanna er veiga-mikil rök fyrir því að banna nektardans. Nektardans-arar eru háþróuð kynferð-
isleg rándýr sem nýta sér veikgeðja
karlmenn á sérstaklega viðkvæm-
um stundum. Þær eru eins og ljónin
sem ráðast á höltu antílópurnar.
Þónokkrir karlmenn hafa stigið fram og sagt reynslu sína af því hvernig borið var í þá áfengi á nektar-
dansstöðum og hvernig dönsurun-
um tókst að féfletta þá. Flestir þess-
ara manna þora ekki að koma fram
undir nafni, vegna skammarinnar
sem fylgir því að vera misnotaður
með þessum hætti.
Þegar karlmenn verða fórn-arlömb nektardans eru þeir yfirleitt í ástandi örvinglun-ar og skertrar dómgreind-
ar. Oft eru þeir hraktir og smáðir af
kvenþjóðinni, sem vill ekki und-
irgangast blíðu þeirra gjaldfrjálst.
Nektardansarar sitja um þessa hálf-
menn þegar þeir ráfa ölvaðir inn á
dansstaðina. Það segir sig sjálft að
enginn heilsteyptur maður borgar
sex þúsund krónur á mínútuna fyrir
að leyfa léttlyndri konu að hossast á
sér. Þarna koma brotnir menn.
Yfirlýsta vændiskonan Cata- lina Ncogo hefur greint frá því í einlægu viðtali við tímaritið Vikuna að ís-
lenskar konur séu „ofdekraðar og
koma fram við eiginmenn sína eins
og hunda“. Þessir sömu menn fara
með skottið á milli lappanna í faðm
stúlkna, eins og hennar sjálfrar, og
verða í sinni verstu neyð blíðusölum
að bráð. Karlmenn, eins og hundar,
hafa þörf fyrir blíðuhót, sem þeir
þurfa að uppfylla með einhverjum
hætti. Slíkt er ljótt að misnota í fjár-
hagslegum tilgangi.
Það ber að fagna átaki stjórnvalda gegn kynferð-islegri fjárplógsstarfsemi í garð karlmanna. Nektar-
dansstaðir eru engum í hag nema
fjárhagslegum rándýrum sem herja
á karlmenn í krafti þess að afvega-
leiða þá kynferðislega og þeim
mönnum sem svíkja kynbræður sína
með því að skipuleggja slíka fjár-
plógsstarfsemi.
föstudagur 20. mars 200920 Umræða
Sandkorn
n Ármann Kr. Ólafsson, al-
þingismaður Sjálfstæðis-
flokksins í Kraganum. varð
fyrir miklum skelli í prófkjör-
inu um seinustu helgi þegar
hann hrapaði niður listann og
nær örugg-
lega ekki
inn á þing.
Ármann er
mikill sam-
herji Guð-
laugs Þórs
Þórðarson-
ar sem laut
í gras fyrir
Illuga Gunnarssyni í Reykja-
vík. Fóstbræðralag þeirra er þó
ekki talið hafa kostað Ármann
Kr. þingsætið. Líklegra er að
það hafi verið bandalag Ár-
manns við Gunnar Birgisson,
bæjarstjóra í Kópavogi.
n Óvíst er hvort Ármann Kr.
Ólafsson taki sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins. Það gæti farið
svo að hann veðjaði á frama
innan bæjarstjórnar Kópa-
vogs þar
sem hann
hefur með-
al annars
verið forseti
bæjarstjórn-
ar. Ármann
hefur verið
skjöldur
Gunnars
Birgissonar, oddvita sjálf-
stæðismanna sem hefur yfir
sér spillingarímynd. Nú kann
að fara svo að Ármann leggi í
toppslag við Gunnar og stefni
að því að hirða af honum
mestu valdastöðu í Kópavogi.
n Í hamförum undanfarinna
missera skjóta ýmsar nýjar
stjörnur upp kollinum. Frétta-
vefurinn Pressan vekur athygli
á því að meðal nýrra stjórn-
armanna í Fjármálaeftirlit-
inu er að finna varamanninn
Guðrúnu Ögmundsdóttur.
Guðrún
er þrítug
með BS-
gráðu í
hagfræði
upp á vas-
ann. Þá er
hún dóttir
heilbrigð-
isráðherr-
ans Ögmundar Jónassonar.
Pressan vekur athygli á tengsl-
unum og að varamaðurinn
hafi ekki annað á „bak við sig
en einfalt BS-próf frá Háskóla
Íslands“.
n Merkileg ritstjórnargrein er
í ritinu Þjóðmál sem Jakob F.
Ásgeirsson ritstýrir. Þar kvart-
ar ritstjórinn undan því að
fjölmiðlar beiti blaðið þöggun
og vitnar til Fréttablaðsins
og Moggans. Telur Jakob að
Tímarit Máls og menningar og
Herðubreið fái mun meiri at-
hygli. Ritstjórnargreinin hefur
fengið mikla athygli en annað
í blaðinu ekki. Þó er þar að
finna greinar eftir hugmynda-
fræðinga á borð við Björn
Bjarnason alþingismann og
Jón Gerald Sullenberger,
fyrrverandi skipstjóra Baugs á
Flórída.
LyngháLs 5, 110 reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Okkur fannst þetta fyrst
fyndið en svo áttuðum við
okkur á því að þetta væri
það alls ekki.“
n Birgir Þór Harðarson, ritstjóri Verslóblaðsins,
um myndatexta með myndaþætti sem var svo
grófur að Fréttablaðið treysti sér ekki til þess að
birta hann. - Fréttablaðið
„Ég er hóra og glæpa-
mannsdóttir.“
n Vændiskonan Catalina
Mikue Ncogo sem á 1600
MSN-vini og með 12 stúlkur í
vinnu. Hún segir pólitíkusa og
ráðherra í sínum kúnnahópi. - Vikan
„Hvar eruð þið? Góðir
landsmenn nær og fjær.
Hvar eruð þið?“
n Valgeir Skagfjörð, frambjóðandi
Borgarahreyfingarinnar, á bloggsíðu sinni í gær. -
valgeirskagfjord.blog.is
„Þetta var bara upplifun
að sjá þetta.“
n Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari
um sigur íslenska landsliðsins á Makedóníu-
mönnum á útivelli. Mikið var um meiðsli í liðinu
sem vann frækinn sigur, 26-29. - DV
„Ég geri allt fyrir peninga.“
n Hassjan Mahmutov,
fertugur rafvirki frá Eistlandi sem
leitaði eftir aðstoð Fjölskyldu-
hjálpar. Hann reynir að vinna
fyrir börnum sínum heima í
Eistlandi. - DV
Leynimakk ríkisins
Leiðari
Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar hafa lofað að leynd verði aflétt sem víðast í kerfinu. Almenningur átti þannig að fá til þess tækifæri
að vega og meta sem flestar gjörðir ríkis-
ins. Reyndin er sú að fátt hefur breyst hvað
þetta varðar. Nýir ráðamenn, afkvæmi bús-
áhaldabyltingarinnar, eru á harðahlaupum
undan því að svara spurningum fjölmiðla. Í
nýju ríkisbönkunum gengur flest út á það að
gæta þess að ekkert leki út. Svæsnasta dæm-
ið er af Árvakri sem gefur út Morgunblað-
ið. Skuldir þess félags eru yfir 5 milljarðar
króna eftir margra ára óráðsíu fyrrverandi
eigenda. Einkabankinn Glitnir átti stærstan
hluta skuldanna. Í stað þess að láta fyrirtæk-
ið fara í þrot eins og eðlilegt hefði talist hófst
mikið leynimakk inni í ríkisbankanum sem
reis á rústum Glitnis. Mánuðum saman lagði
almenningur allt að fimm milljónum króna
á dag með Árvakri svo blaðið héldi áfram að
koma út. Ríkisbankinn ákvað síðan að fyrir-
tækið færi í söluferli sem átti að vera opið og
gagnsætt. Það leikrit endaði með því að hóp-
ur athafnamanna eignaðist flakið á strand-
stað. Engar upplýsingar er þó að hafa um
verðið sem vinir bankans eiga að greiða. Og
afskriftum vegna fyrirtækisins er leynt. Gef-
ið hefur verið út að Íslandsbanki hafi ekkert
afskrifað í bókum sínum. Það þýðir að al-
menningur er enn að gefa út Morgunblað-
ið, fimmta mánuðinn í röð. Sama er uppi á
teningnum hjá Landsbankanum sem virð-
ist tapa tæpum milljarði króna á sama fyrir-
tæki. Einungis er gefið upp að bankinn hafi
afskrifað hartnær tvo milljarða en bankinn
neitar að upplýsa hvað var afskrifað. Þetta
gerist í skjóli nýs viðskiptaráðherra sem þótt-
ist vera maður gagnsæis. Skilaboðin til þjóð-
arinnar eru skýr: Ykkur kemur þetta ekki við.
Niðurstaðan er sú að núverandi ráðamenn
eru engu skárri en þeir sem hraktir voru frá
völdum; því miður.
reynir traustason ritstjóri skrifar. Þetta gerist í skjóli nýs viðskiptaráðherra
bókStafLega
Sturlunin bölvanlega
Nýverið ritaði Sturla Böðvarsson
grein í Fréttablaðið, þar bölsótast
hann yfir því að ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur skuli hafa vogað sér
að sækja seðlabankastjóra til Nor-
egs. Sturla bendir á að menn hefðu
heldur átt að sækja seðlabankastjóra
í raðir íslenskra stjórnmálamanna –
fara þá leið sem þótti svo vænleg hjá
helmingaskiptaveldinu.
Í grein sinni fer Sturla út í það að
hallmæla öllu norsku og hann virðist
hræðast stuðning og hjálp frá þeim
ágætu frændum okkar. Sturla reynir
svo að draga upp mynd af samsær-
iskenningu með því að vitna í sjón-
varpsþátt þar sem Jens Stoltenberg,
forsætisráðherra Noregs, segir að
reynsla Norðmanna af vinstristjórn-
um sé góð. Þetta kallar Sturla „inn-
grip í íslensk stjórnmál“. Það er engu
líkara en Sturla haldi að Norðmenn
ætli að innlima Ísland í sitt ágæta ríki
með því einu að sýna okkur samúð og
aðstoð við að komast frá gróðahyggju
og græðgi Sjálfstæðisflokksins.
Það er sama hvaðan gott kemur –
en fari hið illa fjandans til.
Það er kannski rétt að geta þess,
Sturla Böðvarsson, að markmið okk-
ar með Búsáhaldabyltingunni, var að
koma stjórn frá völdum. Við öskruð-
um: „VANHÆF RÍKISSTJÓRN!“ Við
vildum koma sturlaðri ófreskju frjáls-
hyggjunnar frá kjötkötlum. Ég barði
í potta og pönnur og ég öskraði mig
hásan. Og þú getur kallað þetta hátt-
arlag mitt öllum illum nöfnum. En
gerðu þér grein fyrir því, ógæfusami
maður, að með því að losna undan
oki gróðahyggju og græðgi sjálfstæð-
ismanna, eygir íslenska þjóðin nú
loksins von um réttlæti.
Sturla Böðvarsson, þú sem hefur
í hópi merkisbera auðvaldsins boð-
að það að þú viljir að þingmenn njóti
forréttinda hvað áhrærir eftirlaun,
þú sem sýnir með skrifum þínum
að þú munir líklega aldrei geta lært
að skammast þín, þú sem mærðir
miljarðamæringana, þú sem lofaðir
framferði útrásarvíkinga, þú sem sast
í ríkisstjórn sem ýtti undir spillingu,
bankaútsölu og einkavinavæðingu,
þú sem lofaðir ránsfeng víkinganna,
þú sem átt í beinan karllegg ættir að
rekja til Noregs, þú sem lastar allt sem
vel er gert undir merkjum vinstri-
manna, þú ættir að reyna að skamm-
ast þín – þótt ekki væri það nema eitt
örstutt augnablik – rétt fyrir svefninn.
Mig grunar að forfeður okkar,
Sturlungar, hefðu að öllum líkind-
um fundið til blygðunar ef þeim hefði
verið tjáð að þjóðin ætti eftir að ala
þann skríl sem stjórnað hefur land-
inu síðustu 18 árin.
Þeir þrjótar hafa þroska náð
sem þýfi kunna að fela,
þeim þykir himnesk hetjudáð
að heimta, ljúga og stela.
kristján hreinsson
skáld skrifar
„Í grein sinni fer
Sturla út í það að
hallmæla öllu norsku
og hann virðist
hræðast stuðning og
hjálp frá þeim ágætu
frændum okkar.“
SkáLdið Skrifar
Svarthöfði