Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Blaðsíða 23
föstudagur 20. mars 2009 23Fókus góð kellingamynd fyrir kalla Listahátíðin 700IS Hreindýraland er nú haldin í fjórða sinn. Hátíð- in fer fram víða á Austurlandi. Svo sem í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, Skaftfelli á Seyðisfirði, Skriðu- klaustri í Fljótsdal, Eiðum á Eið- um. Hátíðin verður sett á laugar- dag en hún stendur frá 21. mars til 28. mars. Hátíðin er með breyttu sniði en áður. Framvegis verður um- fang hennar tvískipt. Það er að segja stór hátíð annað hvert ár og svo minni og lágstemmdari hátíð þess á milli. Það er minni útgáf- an í ár og einblínt á innsetning- ar. Átta listamenn munu setja upp sjö vídeóinnsetningar í Sláturhús- inu á Egilstöðum. Þeir eru Andr- eas Templin og Johanna Reich frá Þýskalandi, Julie Sparsö Damkajer frá Danmörku og Lana Vogestad frá Bandaríkjunum. Fyrir Íslands hönd eru svo Hrafnkell Sigurðs- son, Soffía Guðrún Kr. Jóhanns- dóttir og Sigrún Lýðsdóttir ásamt Tom Goulden. Þá er fjórum gesta- sýningastjórum frá svipuðum há- tíðum boðið að sýna prógrömm sín víða um Austurland. Formleg opnun hátíðarinnar er í Sláturhúsinu klukkan 20.00 en það er Áslaug Thorlacius, formað- ur SÍM, sem opnar hana. Eftir það verður gleðskapur í Valaskjálf þar sem koma fram þeir Maggi Noem, Danni Deluxxx og Gísli Galdur. asgeir@dv.is m æ li r m eð ... Killzone 2 frábær tölvuleikur í alla staði. elegy Hreinskilin mynd um mann sem er ástfanginn á skjön við kynslóðabil. 50 Cent: Blood on the Sand fullt af hasar en lítið um söguþráð. Marley & Me Ljúfsárt fjöl- skyldudrama. reSident evil 5 frábær grafík en óþolandi stjórnkerfi. WatChMen allt of stór saga til að troða í eina mynd.m æ li r eK Ki m eð ... föstudagur n gísli galdur á Kaffibarnum gilli galli töfrar fram fallega tóna á Kaffibarnum í kvöld eins og honum einum er lagið. fjörið byrjar á mið- nætti. Ekki gleyma dansskónum því í kvöld verður dansað til að gleyma. n Franz og Kristó og danni deluxxx á Prikinu tónlistin byrjar að óma upp úr klukkan 21 á Prikinu í kvöld með franz og Kristó. um miðnætti tekur þó danni deluxxx við og skemmtir lýðnum fram eftir nóttu. n dj Áki Pain á Sólon Það verður heldur stuð á sólon í kvöld. Áki Pain mun passa vel upp á það. Þeir sem vilja svitna og púla á dansgólfinu ættu ekki að láta þetta framhjá sér fara. n Brynjar Már á Café oliver Brynjar már, betur þekktur sem BmV, mun gera allt vitlaust á á Oliver í kvöld og er aldrei að vita nema hann taki nokkur lög. fjörið hefst á miðnætti. n dr. Spock á dillon Sportbar Hressasta hljómsveit landsins, dr. spock, treður upp á dillon sportbar í kvöld við mikinn fögnuð aðdáenda, enda er sveitin í miklu uppáhaldi hjá þjóðinni. Einnig koma fram sveitirnar Nevolution og Bárujárn. Það kostar 1.000 kr. inn og hefst ballið klukkan 20. laugardagur n grímuball á Kaffibarnum grímuböllin á Kaffibarnum eru löngu orðin klassík í skemmtanalífi miðbæjarins. Í boði verða skemmtileg- ar veigar fyrir þá sem mæta í búningum einnig verða valdir skemmtilegustu búningarnir af dómnefnd sem skipuð er heimsþekkt- um dómurum á þessu sviði. dj Kári og alfons X sjá um tónlistina. stuðið byrjar á miðnætti. n Benni B ruff Á Prikinu Benni B ruff hressir, bætir og kætir í hvert einasta skipti sem hann spilar á Prikinu. Óhætt er að segja að það verði góð stemning á Prikinu í nótt. n dj Margeir og Sinfó á Jakobsen tónverkasett samið og útsett fyrir plötuspilara, söng og stengjasveit. Það verður mikið um dýrðir á Jakobsen í kvöld þegar dj margeir, urður Hákonardóttir söngkona og strengjasveit undir stjórn samúels samúelssonar koma saman. Þetta hefur verið gert nokkrum sinnum áður og alltaf heppnast mjög vel. Þeir sem eru vinir Jóns Jónssonar og Jakobsens á facebook fá frítt inn með því að ýta á mæta. n Spaðar á naSa spaðaböllin valda ekki vonbrigðum og aðdáendur sveitarinnar ættu ekki að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. Það verður sko dansað þetta kvöldið í hverju einasta horni á Nasa. Ballið byrjar klukkan 23 og kostar 1.000 krónur inn. n dj Jónas á vegamótum dj Jónas veit hvað hann syngur þegar það kemur að r&b-tónlistinni. stúlkur, mætið snemma ef þið ætlið að hrista rassana í kvöld. Jónas sér til þess að þið skemmtið ykkur vel. Hvað er að GERAST? inna trúarbragða heldur meira trú á orku, flæði alheimsins og spíritisma. Til dæmis hvernig einhver getur trú- að því að hægt sé að upplifa svokall- að sálnaflakk. Þar sem maður svífur út úr líkamanum, horfir í raun yfir sjálfan sig og heiminn á meðan ein- hver annar segir þetta bara vera súr- efnisskort til heilans. Sem leiði til spennufalls í heilanum sem orsaki þessar sýnir.“ Þórir segist dansa eftir þeirri ótrú- lega fallegu línu sem sé milli stærð- fræði og vísinda annars vegar og trúarbragða hins vegar. Trúarinnar á sálina og orkunnar í alheiminum. „Þegar maður fer að rýna í allar þess- ar tölur og stærðina þá verður maður eiginlega hálfklikkaður. Þá má segja að þetta verk sé í raun hátækniárás á stóru spurningarnar.“ leikhús augnabliksins Eins og áður kom fram er engin sýn- ing á Eternum eins. Þar er ekki ver- ið að fylgja neinu handriti eða fyrir fram ákveðnu ferli. „Það er enginn leikstjóri og ekkert handrit. Þetta eru nú tveir mjög stórir þættir sem skil- greina nútímaleikhús.“ Verkið hef- ur tvívegis verið forsýnt nú þegar og Þórir segir þær sýningar hafa ver- ið gerólíkar. „Þar náði ég mjög mis- munandi tengslum við áhorfendur og því þróaðist sýningin á mismun- andi hátt. Ef það kemur upp einhver áhugaverður punktur þá skoða ég hann eins náið og ég vil. Það er ekk- ert handrit sem segir að nú þurfi að halda áfram í næsta atriði.“ Þórir er orðinn leiður á því að fara í leikhús þar sem alltaf er verið sýna honum fyrir fram ákveðna ferla. „Það er alltaf verið að sýna manni hvern- ig hlutverkunum á sviðinu líður. Það er alltaf rosalega áberandi í hvaða ástandi karakterinn er. Hann er ofsa- lega ástfanginn eða afskaplega reið- ur.“ Þórir segist þreyttur á þessu ferli. „Leikhúsið á að vera og hefur alltaf verið, þangað til kannski síðustu 150 árin, leikhús augnabliksins. Þar sem má alveg fara út fyrir rammana.“ Að mati Þóris er of mikið um end- urtekningar í leikhúsi almennt. „Það er verið að endurtaka rosalega mikið það sem virðist virka. Ef áhorfendur hlæja til dæmis þá er mikilvægt að fá þann hlátur aftur daginn eftir. Ég er ekki að segja að þetta sé slæmt en mig langar mjög mikið að prófa hitt. Þar sem það er ekkert ákveðið fyrir fram.“ Í noregi í 11 ár Þórir er fæddur árið 1980 og ólst upp í Hafnarfirði og í Grímsey. Eftir að hafa lokið grunnskólanámi flutt- ist Þórir til Noregs ásamt fjölskyldu sinni. „Þar fór ég í menntaskóla og kláraði hann. Ég komst síðan beint inn í norska leiklistarskólann og kláraði hann árið 2002.“ Eftir útskrift var nóg að gera hjá Þóri. Í kvikmyndum, sjónvarpi og leikritum. Leiklistin gekk vel að hans sögn en einhver óróleiki leitaði á Þóri sem hann þekkti ekki áður. „Síðasta árið mitt úti í Noregi, sem var 11. árið mitt þar, fór ég að finna fyrir miklum óróleika. Ég var rosa- lega órólegur en ég skildi ekki al- mennilega af hverju. Ég var bara ekki að átta mig á þessu. Því ég hef alltaf verið glaðlyndur. Allt í einu var ég bara orðinn mjög þungur.“ „djöfulinn er ég að gera í noregi?“ Í kjölfarið á þeim óróleika sem var farinn að sækja að Þóri úti í Noregi ákvað hann að fara í langt sumarfrí til Íslands árið 2007. Hann dvaldi hér heima í tvo mánuði og kynntist land- inu upp á nýtt. „Það að lifa á íslensku aftur fyllti mig mikilli bjartsýni. Að lifa þar sem allt er á íslensku, allir fjölmiðlar, öll samtöl og samskipti.“ Þórir segist í leiðinni hafa áttað sig á því hvað þyrfti að gerast. „Í kjölfar- ið spurði ég sjálfan mig bara: Hvurn djöfulinn er ég að gera í Noregi? Af hverju í ósköpunum er ég í Noregi?“ segir Þórir sem ákvað á þeirru stundu að flytja aftur heim. Kokhraustur leikari Þórir kláraði samninginn sem hann var á úti í Noregi áður en hann kom til Íslands. „Ég var á flottum samn- ingi úti í Osló. Ég var að leika Makka hníf í Túskildingsóperunni sem er mjög flott hlutverk. Ég er sáttur við að hafa endað feril minn þar í bili á svo góðum nótum en ég þurfti bara að koma heim aftur.“ Þórir hafði haft samband við leik- hússtjórana hér heima í millitíðinni og bauð þeim starfskrafta sína. „Ég mætti bara nokkuð kokhraustur og sagðist vera fínn leikari með góða menntun og ágætis reynslu. Og að þeim væri bara best að ráða mig í vinnu og Tinna (Gunnlaugsdóttir) féll fyrir því sem betur fer.“ Þórir segist hafa fundið fjölina sína hér heima á Íslandi og er sáttur við lífið. „Mér líður frábærlega og það er meiriháttar að fá að starfa í þessu magnaða húsi sem Þjóðleikhúsið er,“ segir Þórir að lokum. asgeir@dv.is eterinn „Hátækniárás á stóru spurningarnar.“ Mynd KriStinn Lágstemmt Hreindýraland Maggi noem og danni deluxxx Koma fram í sláturhúsinu á Egilsstöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.