Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Page 32
föstudagur 20. mars 200932 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Haukur Þór Guðmundsson leigubílstjóri í reykjavík Haukur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Neðra-Breið- holtinu. Hann var í Breiðholtsskóla og stundaði síðan nám í bifvélavirkjun við Borgarholtsskóla. Haukur vann í frystihúsi og við salt- fiskverkun á Þingeyri í Dýrafirði á sumrin á skólaárunum, var háseti á togara 1998-2000, var bifvélavirki hjá Bílheimum 2000- 2003 og hefur verið leigubílstjóri frá 2003 og verið sjálfstæður at- vinnurekandi sl. eitt ár. Fjölskylda Dóttir Hauks er Emilía Rós Hauksdóttir, f. 1.8. 2004. Systkini Hauks eru Sigfús Örn Guðmunds- son, f. 15.2. 1977, nemi í Danmörku; Rúna Sirrý Guðmundsdóttir, f. 23.3. 1985, húsmóðir í Reykjavík; Jón Valur Guðmundsson, f. 3.3. 1988, trommari og tón- listarmaður í Reykjavík. Foreldrar Hauks eru Guðmund- ur Jónsson, f. 19.12. 1953, starfrækir verfsíðugerðina Ofnir, og Lára Sig- fúsdóttir, f. 9.3. 1957, aðstoðarkona á tannlæknastofu. 30 ára á föstudag 100 ára á laugardag Gissur Ólafur Erlingsson þýðandi og fyrrv. umdæmisstjóri Pósts og síma Gissur fæddist í Brúnavík í Borgarfirði eystra. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1928, cand phil-prófi við HÍ 1930 og loftskeytaprófi frá Loftskeytaskóla Landssímans í Reykjavík 1941. Þá er hann löggiltur dómtúlkur og skjala- þýðandi og starfaði við það lengstum frá 1933. Gissur var ritari og síðar fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Vestmanna- eyjum 1931-39, var loftskeytamaður á skipum Eimskipafélags Íslands og á togurum 1941-43 og 1947-48, full- trúi hjá Ríkisútvarpinu 1943-45 og rit- stjóri Sjómannablaðsins Víkings og skrifstofustjóri Farmanna- og fiski- mannasambands Íslands 1945, vann á radíóverkstæði Landssímans og tal- sambandinu við útlönd 1946-47, var kennari á Eiðum 1948-65, stöðvar- stjóri endurvarpsstöðvarinnar á Eið- um 1952-65, Pósts og síma í Neskaup- stað 1965-70, á Siglufirði 1970-72 og umdæmisstjóri Póst- og símastofnun- ar í Austurlandsumdæmi 1972-77. Gissur var umdæmisstjóri Rotary á Íslandi 1975-76, fararstjóri fyrsta námsskiptahóps Rotary sem fór til annarra landa, og er Paul Harrys-fé- lagi í Rotary-hreyfingunni. Gissur hefur þýtt um hundrað og sextíu bækur auk ýmissa annarra þýð- inga, þar af sex bækur á síðasta áratug. Fjölskylda Gissur kvæntist 12.9. 1931 Mjallhvíti Margréti Jóhannsdóttur, f. 22.10. 1911, d. 21.11. 1972, húsmóður. Þau slitu samvistum 1942. Foreldrar Mjallhvítar voru Jóhann Pétur Pétursson frá Sjáv- arborg í Skagafirði, sjómaður í Reykja- vík, og k.h., Jóhanna Júlíusdóttir hús- móðir. Börn Gissurar og Mjallhvítar eru Jóhanna Unnur Erlingsson, f. 16.1. 1932, þýðandi og fyrrv. ritstjóri, búsett í Reykjavík, var gift Jóni Sigurðssyni tón- listarmanni sem er látinn og eignuð- ust þau átta börn; Kristján, f. 1.2. 1933, fyrrv. símaverkstjóri, tónlistarkennari og kirkjuorganisti, búsettur á Eiðum, kvæntur Bjarneyju Bjarnadóttur hús- móður og eiga þau fjögur börn; Erling- ur Þór, f. 2.3. 1934, d. í nóvember 2008, véltæknifræðingur í Svíþjóð, var kvænt- ur Erlu Hilmarsdóttur og eignuðust þau sex börn; Pétur, f. 17.5. 1935, fyrrv. togaraskipstjóri í Reykjavík, var kvænt- ur Guðrúnu Mikaelsdóttur og eiga þau þrjú börn; Kristín, f. 17.4. 1938, hús- móðir á Seyðisfirði, gift Páli Vilhjálms- syni skipstjóra og eiga þau fimm börn; Jón Örn, f. 29.9. 1939, bifreiðastjóri í Sandgerði, kvæntur Brynhildi Guð- mundsdóttur og á hann sex börn. Gissur kvæntist 16.9. 1944 Valgerði Óskarsdóttur, f. 2.12. 1917, d . 10.10. 2006, húsmóður. Foreldrar Valgerð- ar voru Óskar Guðmundsson, húsa- málari í Winnipeg, og k.h., Magnúsína Eyjólfsdóttir húsmóðir. Kjördóttir Gissurar og Valgerðar er Auður Harpa, f. 14.1. 1951, sjúkraliði í Reykjavík, var gift Steingrími Jónssyni, sem er látinn, rennismið og eignuðust þau þrjú börn. Systkini Gissurar: Jón, f. 25.4. 1908, d. 29.6. 1941, vélstjóri í Reykjavík; Stef- anía, f. 22.4. 1910, nú látin, húsmóðir í Kanada; Gunnþórunn, f. 10.8. 1911, d. 12.9. 1997, húsmóðir í Reykjavík; Sveinbjörn, f. 28.3. 1913, d. 8.2. 1996, vélstjóri í Reykjavík; Þorsteinn, f. 21.7. 1914, d. 2001, rennismiður í Reykjavík; Soffía, f. 18.6. 1916, d. 24.6. 1916; Óli Filippus, f. 11.7. 1917, d. 14.12. 1955, verkamaður í Reykjavík; Ásta Kristín, f. 12.6. 1920, d. 8.7. 2005, grasalæknir í Reykjavík; Soffía, f. 24.9. 1922, d. 16.7. 2004, húsmóðir í Reykjavík; Regína, f. 30.9. 1923, húsmóðir í Reykjavík; Ein- ar Sveinn, f. 3.3. 1926, lengst af vörubíl- stjóri, nú búsettur í Garðinum. Foreldrar Gissurar voru Erling- ur Filippusson, f. 13.12. 1873, d. 25.1. 1967, búfræðingur og grasalæknir í Reykjavík, og k.h., Kristín Jónsdóttir, f. 21.7. 1881, d. 28.5. 1934, húsmóðir. Ætt Erlingur var sonur Filippusar, silfur- smiðs í Kálfafellskoti Stefánssonar. Móðir Erlings var Þórunn, grasalæknir og ljósmóðir Gísladóttir, b. á Ytri-Ásum Jónssonar, bróður Eiríks, langafa sand- græðslustjóranna Páls Sveinssonar og Runólfs, föður Sveins landgræðslu- stjóra. Annar bróðir Gísla var Jón, langafi Ragnars í Smára. Móðir Þór- unnar var Þórunn, ljósmóðir Sigurð- ardóttir, b. í Steig í Mýrdal Árnasonar. Móðir Þórunnar var Þórunn ljósmóð- ir, langamma Steinunnar, langömmu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra. Þórunn var dóttir Þorsteins, smiðs á Vatnsskarðshólum Eyjólfsson- ar og Karítasar ljósmóður, stjúpdóttur Jóns Steingrímssonar eldprests Jóns- sonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, biskups á Hólum Vigfússonar. Kristín var dóttir Jóns, b. á Gilsár- völlum í Borgarfirði eystra Stefánsson- ar. Móðir Kristínar var Stefanía, ljós- móðir Ólafsdóttir, b. á Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra Stefánssonar. Móð- ir Ólafs var Steinunn, læknir og ljós- móðir Þórðardóttir, b. á Finnastöðum Gíslasonar og k.h., Eygerðar Jónsdótt- ur pamfíls, systur Jóns, langafa Einars H. Kvarans. Móðir Stefaníu var Soffía, systir Elísabetar, langömmu Gunn- ars Gunnarssonar skálds. Soffía var dóttir Sigurðar, b. í Skógum í Öxar- firði Þorgrímssonar og k.h., Rannveig- ar Skíða-Gunnarsdóttur, b., ættföður Skíða-Gunnarsættar Þorsteinssonar. Elfar fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp til átta ára aldurs er hann flutti til Reykjavíkur með foreldrum sín- um. Hann lærði prentverk hjá Félags- prentsmiðjunni og lauk sveinsprófi í prentiðn 1960. Elfar var sölumaður hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum 1965-72, starf- aði hjá Landsvirkjun 1972-74 og var kaupmaður í Hafnarfirði 1974-2000. Elfar spilaði með Lúdó sextett og var með eigin hljómsveit á árunum 1959-78 en spilar í dag með hljóm- sveitinni Lúdó og Stefán. Elfar hefur setið í stjórn sjálf- stæðisfélagsins í Hafnarfirði, verið formaður Kaupmannafélags Hafn- arfjarðar og verið forseti Kiwanis- klúbbsins Eldborgar í Hafnarfirði. Fjölskylda Elfar kvæntist 5.9. 1965 Guðfinnu Sig- urbjörnsdóttur, f. 14.2. 1945, kaup- manni. Foreldrar hennar: Sigurbjörn Meyvantsson, sölumaður í Reykjavík, og Unnur Guðnadóttir, húsfreyja frá Stokkseyri, en þau eru bæði látin. Börn Elfars og Guðfinnu eru Unn- ur Berg, f. 30.3. 1966, starfsmaður hjá Byr sparisjóði, en sambýlismað- ur hennar er Guðgeir Magnússon, f. 21.9. 1964, verslunarmaður og eiga þau tvær dætur, Rakel Berg, f. 3.4. 1992, d. 5.4. 1992, og Guðfinnu Mar- gréti Berg, f. 11.2. 1998, d. 12.2. 1998; Bjarni Marteinn Berg, f. 20.7. 1969, flugstjóri, kvæntur Berglindi G. Li- bungan, f. 25.3. 1974, lækni og eiga þau tvær dætur, Ylfu Berg, f. 8.3. 1998, og Birnu Berg, f. 26.3. 2003. Foreldrar Elfars: Sigurður Jó- hannsson, f. 22.10. 1909, d. 1971, bílstjóri á Patreksfirði, og Bergljót Sturludóttir, f. 2.10. 1919, d. 1992, húsmóðir. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 70 ára á laugardag Elfar Berg Sigurðsson hljómlistarmaður og fyrrv. kauPmaður Kristín A. Þuríðardóttir leiðbeinandi við leikskóla í borgarnesi Kristín fæddist á Akra- nesi en ólst upp í Borgarnesi. Hún var í Grunnskóla Borgarness og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi, við Iðnskólann í Hafnar- firði og við Hússtjórnar- skólann í Reykjavík. Kristín var í ungl- ingavinnunni í Borgar- nesi, vann í Hyrnunni í eitt sumar, starfaði á sumrin og í jólafrí hjá Borgarness kjötvörum. Þá starfaði hún við Hótel Barbró á Akranesi um skeið, vann í Reyn- isbakaríi í Kópavogi og við hár- greiðslustofuna Elítu. Hún starfaði við leikskóla í Reykjavík og hefur starfað við leikskóla í Borgarnesi frá 2003. Fjölskylda Eiginmaður Kristínar er Eiríkur Jónsson, f. 27.4. 1977, tölvunar- fræðingur. Börn Kristínar og Eiríks eru Bergur Ei- ríksson, f. 16.1. 2002; Arnar Eiríksson, f. 20.2. 2004; Hanna Eiríks- dóttir, f. 23.7. 2008. Bræður Kristínar eru Björn Sólmar Val- geirsson, f. 23.8. 1981, knattspyrnuþjálfari í Borgarnesi; Ingólfur Hólmar Valgeirsson, f. 15.7. 1985, starfsmað- ur hjá Eðalfiski í Borgarnesi; Kári Guðlaugsson, f. 11.7. 1994, grunn- skólanemi og íshokkíleikmaður í Reykjavík. Foreldrar Kristínar eru Valgeir Ingólfsson, f. 14.2. 1953, verkstjóri hjá Vegargerðinni í Borgarnesi, og Þuríður Bergsdóttir, f. 13.2. 1955, kjötiðnaðarmeistari og starfsmaður við dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi. Fósturfaðir Kristínar er Trausti Jónsson, f. 20.5. 1950, járnsmiður hjá BM Vallá í Borgarnesi. 30 ára á laugardag Ingvar Hermansson vélstjóri í reykjavík Ingvar fædd- ist á Akureyri en ólst upp á Dalvík. Hann var í Dalvík- urskóla, stundaði nám við Fjöltækni- skólann í Reykja- vík og lauk þaðan vélstjórnarprófi. Ingvar fór fimmtán ára til sjós og var háseti á togurum frá Dalvík og Ólafsfirði á ár- unum 1994-2004. Hann var síðan bílstjóri hjá Flytj- anda 2004-2006 og hefur síðan starfað hjá Formaco þar sem hann vinnur við viðhald og uppsetningar á byggingarkrönum. Ingvar er áhugamaður um jökla- ferðir á jeppum og hefur starað með jeppaklúbbnum 4x4 um nokkurt skeið. Fjölskylda Kona Ingvars er Hrefna Valgeirs- dóttir, f. 10.4. 1976, bókhaldari hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Dóttir Ingvars og Hrefnu er Thelma Veronika Ingvarsdóttir, f. 16.4. 2007. Sonur Ingvars og Agnesar Lindu Þorgeirsdóttur er Fannar Ingi Ingv- arsson, f. 31.1. 2000. Hálfsystkini Ingvars, samfeðra, eru Heimir Viðar Hermannsson, f. 12.6. 1977, kokkur í Danmörku; Her- dís Hermanns- dóttir, f. 19.11. 1988, starfskona við dvalarheimili aldraðra á Reyð- arfirði. Hálfbræður Ingvars, sammæðra, eru Benedikt Snorri Hallgrímsson, f. 2.5. 1989, verkamaður á Dalvík; Óskar Helgi Ingvason, f. 31.5. 1999, grunnskólanemi; Birgir Ingvason, f. 5.7. 2002. Foreldrar Ingvars eru Hermann Harðarson, f. 1.10. 1959, sölumaður, búsettur á Akureyri, og Aðalbjörg Kristín Snorradóttir, f. 7.9. 1960, bankastarfsmaður á Ólafsfirði. 30 ára á sunnudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.