Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Blaðsíða 48
n Sprengjuhöllin gerir það gott vest- anhafs, en sveitin er nú á ferðalagi um Bandaríkin og Kanada að kynna átta laga EP-plötu sína. Sprengju- hallarmeðlimir eru nú þegar að gera það gott en samkvæmt vef- síðunni ChartAttack komust þeir á lista yfir sveitir sem stóðu sig vel á sviði. Sprengjuhöllin fékk ein- kunnina 91 af hundrað fyrir eitt af sjóvum sínum og gerði jafntefli við The Black Diamond Enemies, The Golden Dogs, Hot Panda og Quest For Fire. Ekki sótti ég um! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. „Ég er alsaklaus af þessu,“ segir Sig- urður Helgi Guðjónsson, lögmaður og framkvæmdastjóri Húseigendafé- lagsins. Hann hefur undanfarið legið undir grun um að sækjast eftir starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. „Ég hélt kannski að einhver hefði tekið af mér skarið og sótt um,“ segir hann glettinn. Nítján manns sóttu um stöðuna og eftir að umsóknarfrestur rann út 11. mars var gert opinbert hverjir sóttu um. Þar á meðal var gefið upp nafn og titill Sigurðar Guðjónssonar lögmanns. Í fyrstu töldu margir að þarna væri á ferðinni Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður. Þegar áhuga- samir fjölmiðlamenn höfðu samband við hann bar Sigurður G. þó af sér að hafa sótt um starfið. „Eftir að Sigurður G. hafði neitað þessu fóru spjótin að beinast að mér,“ segir Sigurður. Lögmenn eru meðal þeirra sem hafa gengið á hann vegna málsins. Í símaskrá eru aðeins þeir tveir skráðir undir þessu nafni með starfs- heitinu lögmaður. Sigurður segir enn- fremur að samkvæmt lögmannatali Lögmannafélagsins séu þeir aðeins tveir nafnarnir. „Enginn veit hvaða Sig- urður Guðjónsson er á ferðinni,“ segir Sigurður Helgi. DV leitaði nánari upplýsinga hjá Fjármálaeftirlitinu og var þar vísað á ráðningarþjónustu Capacent sem hef- ur umsjón með ráðningarferlinu. Ekki náðist tal af þeim full- trúum sem sjá um ráðninguna. erla@dv.is Heitir vestanHafs Sigurður Helgi Guðjónsson segist ekki hafa sótt um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins: enginn veit Hver er þarna á ferð n Sölvi Tryggvason, sjónvarps- maður á Skjá einum, gerir ýmislegt til að halda líkama og hug í topp- formi. Það má sjá í nýjasta tölublaði tímaritsins Séð og heyrt þar sem er fylgst með honum í svokölluðu heitu jóga, þá er jóga stundað í heitu herbergi sem hefur helst verið hitað upp að 37 gráðum. Sölvi er nýbyrjaður í jóganu en Jóhanna Karlsdótt- ir jógakennari er augljóslega ánægð með nýja nemand- ann því hún segir í viðtali við tímaritið að Sölvi hafi staðið sig betur í erf- iðum jafnvæg- isæfingum en hún hafi séð til byrjanda áður. Sölvi er líka að prófa sig áfram með hugleiðslu í tuttugu mínútur á dag til að halda sér góðum. sjóðHeitur í Heitu jóga n Eva Hauksdóttir, norn og mót- mælandi, er allt annað en sátt við nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar sem mun banna rekstur nektar- staða með öllu hér á landi. Eva spyr áleitinna spurninga á Moggabloggi sínu. „Hversu margt fólk sem er virkt í kynlífsþjónustu í dag, var haft með í ráðum við gerð þessa laga- frumvarps?“ spyr Eva og bætir við: „Hversu margir sem hafa jákvæða reynslu af þessum bransa, eiga sér ekki sögu um fíkniefnaneyslu og hafa ekki verið undir ægivaldi ofbeldis- manns eða kúgara voru spurðir álits?“ norn gegn vændisfrumvarpi Sótti ekki um hefur ekki hugmynd um hver sótti um starfið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.