Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Blaðsíða 28
föstudagur 20. mars 2009xx Sakamál
SyStrablóð Lennart Persson yggldi sig þegar hann staulaðist fram úr
rúminu. Hann heyrði raddirnar enn og aftur. flesta daga um leið og hann vakn-
aði upphófu raddirnar sín eilífu tilmæli. „dreptu, dreptu,“ sögðu þær honum.
„svalaðu drápsþorsta þínum.“Lennart var 29 ára og hafði átt erfitt líf. Hann hafði
alist upp á upplausnarheimili og foreldrar hans gáfu hann frá sér til ættleiðingar
þegar hann var á unglingsaldri. framtíðarforeldrar hans áttu fyrir tvær dætur, önnu
og Camillu, og innan örfárra mánaða höfðu þær viðurkennt hann sem bróður og hann þær sem
systur sínar. En Lennart heyrði raddir. Lesið um Lennart Persson og raddirnar í næsta helgarblaði dV.
„brenglaður
og illur“
Englendingurinn Jeremy Bamber var sakfelldur árið 1986 fyrir að hafa myrt nokkra fjölskyldumeðlimi
sína. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og hann hefur ávallt síðan lýst yfir sakleysi sínu. Áfrýjunar-
beiðnum hans hefur hingað til verið hafnað og hann bíður nú eftir úrskurði vegna einnar slíkrar. Margt
virðist vera á huldu um málið.
Jeremy Bamber var tuttugu og
fimm ára þegar hann var dæmdur
í lífstíðarfangelsi 28. október 1986
fyrir að hafa skotið foreldra sína,
systur sína og frændur sína, sex ára
tvíbura. Morðin voru framin á býli
fjölskyldunnar í Essex snemma
morguns 7. ágúst, 1985.
Þann örlagaríka morgun sagðist
Jeremy svo frá að hann hafi vakn-
að á heimili sínu við símhringingu
klukkan hálf fjögur um nóttina.
Þegar hann svaraði heyrði hann
föður sinn segja: „Sheila er með
byssuna, hún er orðin óð, komdu
fljótt.“ Nefnd Sheila var systir Jer-
emys, einnig ættleidd og móðir
tvíburanna. Að sögn Jeremys rofn-
aði sambandið áður en fleira var
sagt og á tali þegar hann reyndi að
hringja til baka.
Jeremy hringdi ekki í neyðar-
línuna af ótta við að hann myndi
gera úlfalda úr mýflugu, því Sheila
átti að hans sögn til að fá æðisköst.
Þess í stað hringdi hann á næstu
lögreglustöð og bað lögregluna að
hitta sig við býlið.
Byssan í höndum Sheilu
Þegar lögreglan hafði brotist inn í
húsið í morgunsárið mætti henni
ófögur sjón. Lík Ralphs Bamber,
föður Jeremys, lá í eldhúsinu. June,
móðir Jeremys, var látin í svefn-
herbergi hjónanna og ljóst að hún
hafði verið skotin nokkrum sinn-
um þegar hún hafði reynt að kom-
ast úr herberginu.
Tvíburarnir höfðu verið skotn-
ir nokkrum sinnum þar sem þeir
lágu í rúmi sínu, og Sheila, fyrrver-
andi fyrirsæta þekkt sem Bambi,
lá á gólfinu við hlið rúms foreldra
sinna. Hún hafði verið skotin í
hálsinn og hálfsjálfvirkur riffill lá í
höndum hennar.
Þegar Jeremy heyrði tíðindin
fékk hann áfall og virtist með engu
skilja hvað hefði gerst og í vitna
viðurvist kastaði hann upp á hlað-
inu fyrir fram býlið.
Geðheilsa Sheilu
Áður en lengra er haldið er vert að
huga aðeins að Sheilu og þá sér-
staklega geðheilsu hennar. Hún
átti að baki óhamingjuríkt hjóna-
band, en þegar því lauk sótti á
hana þunglyndi sem síðar þróaðist
í geðklofa með einkenni vænisýki.
Í tvígang hafði hún verið lögð
inn á sjúkrahús og hafði reyndar
verið útskrifuð af sjúkrahúsi að-
eins örfáum dögum fyrir morðin. Í
læknaskýrslum var til þess tekið að
sjúkdómur hennar einkenndist af
undarlegum viðhorfum gagnvart
tvíburasonum hennar sem hún
talaði um sem „börn djöfulsins“.
Einnig kom fram að Sheila hafði
talað um að svipta sig lífi. Dagana
fyrir morðin hafði Sheila ekki tek-
ið lyf sem henni voru nauðsynleg
til að hafa hemil á geðsveiflum sín-
um.
Að sögn jeremys hafði kvöldið
áður en morðin voru framin verið
rætt hvort koma ætti tvíburunum í
fóstur tímabundið vegna veikinda
Sheilu og ekki loku fyrir það skot-
ið að sú umræða hefði valdið æðis-
kasti hjá Sheilu.
Vitneskjan um geðheilsu Sheilu
og aðkoman á vettvangi morðanna
varð til þess að lögreglan dró þá
ályktun að Sheila hefði myrt börn-
in, foreldra sína og síðan svipt sig
lífi.
Framburður fyrr-
verandi kærustu
Rúmlega mánuði eftir morðin
snerist lögreglunni hugur. Eftir að
hafa túlkað vísbendingar á ann-
an hátt komst hún að þeirri nið-
urstöðu að Jeremy Bamber hefði
framið morðin og sviðsett vett-
vanginn. Reyndar var „Taff“ Jones,
sem fór fyrir rannsókninni, þeirr-
ar skoðunar að Sheila hefði fram-
ið morðin, en Jones var tekinn úr
rannsókninni og lést af slysförum
áður en réttarhöld vegna morð-
anna hófust.
Grunur lögreglunnar beindist
að Jeremy eftir að fingraför hans
fundust á morðvopninu, en engu
minna vægi hafði framburður kær-
ustu Jeremys, Julie Mugford. Mug-
ford bar vitni um að Jeremy hefði
viðrað löngun sína til að drepa for-
eldra sína. Saksóknarinn fullyrti að
Jeremy hefði myrt fjölskyldu sína
til að koma höndum yfir arf upp
á tæp 500.000 sterlingspund og
tíu kviðdómarar af tólf voru sama
sinnis og saksóknarinn.
Auk umrædds arfs átti Bamb-
er-fjölskyldan viðamiklar eignir;
fimm býli, pökkunarverksmiðju að
hluta til, og hjólhýsastæði sem velti
1.000.000 sterlingspundum á ári.
Saksóknari hélt því fram að Jeremy
hefði ekki staðist þá freistingu að
myrða fjölskyldu sína til að komast
yfir þessar verðmætu eignir.
Reið kærasta
Sem fyrr segir grundvallaðist sak-
felling Jeremys að hluta til á vitnis-
burði Julie Mugford, kærustu hans,
en þess má geta að kvöldið fyrir
morðin sagði vinkona hennar, Liz
Rimmington, að hún sjálf hefði átt
í kynferðislegu sambandi við Jer-
emy, og ekki útilokað að henni hafi
verið hefnd í huga þegar hún setti
sig í samband við lögregluna næsta
morgun.
Lögreglan komst að því að Mug-
ford hafði framið glæpi; hún hafði
framið innbrot á Osea-hjólhýsa-
stæðinu, verslað með kannabis og
komist yfir fé með fölsuðum ávís-
unum. Lögreglan bauð Julie Mug-
ford friðhelgi gegn því að hún bæri
vitni við réttarhöldin yfir Jeremy
Bamber.
Að sögn áðurnefnds Scotts
Lomax greiddi dagblaðið News of
the World Julie 25.000 sterlings-
pund fyrir að segja sögu sína. Að
mati verjenda Jeremys hafði Julie
verulegan hagnað af því að bera
vitni gegn Jeremy; hún náði fram
hefnd, komst í álnir og var áfram
frjáls kona, þökk sé samningnum
við lögregluna.
„Brenglaður og illur“
Drake, dómarinn við réttarhöldin,
sagði við Jeremy að Jeremy væri
„brenglaður og illur“ og mæltist
til þess að hann ekki yrði íhugað
að veita honum frelsi fyrr en hann
hefði að minnsta kosti verið tut-
tugu og fimm ár á bak við lás og slá,
þannig að hann yrði í fangelsi til
2010 að minnsta kosti.
Jeremy Bamber bíður nú eftir úr-
skurði um hvort hann fær að áfrýja
málinu, en á meðal þeirra sem tala
máli hans eru Bob Woffinden, fyrr-
verandi blaðamaður, þingmað-
urinn George Galloway, Andrew
Hunter, fyrrverandi þingmaður og
Scott Lomax sem hefur sérhæft sig
í skrifum um sönn sakamál og gaf
út bók um málið. Nú þegar hefur
tveimur áfrýjunarbeiðnum Jerem-
ys verið hafnað. Nefnd sem fer yfir
gömul sakamál þar sem grunur
leikur á að menn hafi veriðranglega
dæmdir er nú að fara yfir ný sönn-
unargögn. Jeremy Bamber tók lyga-
mælispróf, sem er þáttur meðferðar
nefndarinnar, og stóðst prófið.
Jeremy hefur ávallt haldið fram
sakleysi sínu og hefur gefið í skyn
að um samsæri sé að ræða af hálfu
annarra fjölskyldumeðlima.
umsjón: koLbEinn þorstEinsson, kolbeinn@dv.is
Sheila Caffell „Bambi“ fannst látin með morðvopnið í höndunum.
Jeremy Bamber Hefur alla tíð lýst yfir sakleysi sínu og barist fyrir endurupptöku
málsins.