Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Blaðsíða 16
„Ég hef það frá fyrstu hendi frá stúlk-
um sem unnið hafa á þessum nektar-
stöðum hvernig málum þar er háttað.
Þær búa oft allar saman á einum stað,
jafnvel utan við bæinn, og eru keyrð-
ar þangað og sóttar. Þær hafa ekki
ferðafrelsi og fá aðeins greitt fyrir brot
af þeirri vinnu sem þær sinna,“ seg-
ir Margrét Steinsdóttir, lögfræðingur
hjá Alþjóðahúsi og fulltrúi í starfshópi
um aðgerðaáætlun gegn mansali.
„Þessar konur skilgreina sig ekki
sem fórnarlömb mansals en þeir sem
þekkja mansal og hafa starfað að þeim
málum vita hvað um er að ræða,“ seg-
ir Margrét. Hún hefur starfað hjá Al-
þjóðahúsi í fimm ár, setið í stjórn Stí-
gamóta frá 1999 auk þess sem hún
hefur sótt ótal fundi og ráðstefnur er-
lendis um mansal, hitt starfsfólk í at-
hvörfum í Evrópu og rætt við erlenda
lögreglumenn sem starfa að mansals-
málum.
„Það er jafnvel þannig að stúlka
sem kemur hingað til að starfa við
kynlífsþjónustu af fúsum og fjálsum
vilja getur verið fórnarlamb mansals
ef aðstæður hennar heima fyrir voru
bágbornar og hún átti ekki annarra
kosta völ,“ segir Margrét.
Erfið í rannsókn
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fé-
lags- og tryggingamálaráðherra,
kynnti á dögunum aðgerðaáætlun
gegn mansali í 25 liðum. Þetta er í
fyrsta sinn sem slík aðgerðaáætlun er
kynnt hér á landi og því um stórt skref
fyrir íslensk yfirvöld að ræða.
Markmið áætlunarinnar er að
koma betra skipulagi á þær aðgerð-
ir sem nauðsynlegar eru til þess að
koma í veg fyrir mansal hér á landi
og að mansal verði rannsakað nánar.
Enn fremur er að finna aðgerðir sem
miða að forvörnum og fræðslu um
málefnið sem og að aðstoð við fórn-
arlömb mansals og vernd þeirra verði
tryggð. Þá er áhersla lögð á aðgerð-
ir sem miða að því að gerendur verði
sóttir til saka.
Friðrik Smári Björgvinsson, yf-
irmaður rannsóknadeildar lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu, stað-
festir að nokkur mál hafi komið til
kasta lögreglu þar sem grunur leikur
á mansali. Aldrei hafa þó verið gefnar
út ákærur vegna mansals. „Vafalaust
er engin ein skýring á því hvers vegna
þessi mál hafa ekki fengið framgang
eða ákært hefur verið í þeim, en þetta
eru verulega erfið mál í rannsókn.
Brotamenn hafa yfirleitt þannig tök á
fórnarlömbunum að þau eiga óhægt
um vik með að leita sér aðstoðar,“ seg-
ir Friðrik.
Hann bendir á að algengt sé að
fórnarlömbum sé jafnvel hótað því
að fjölskyldum þeirra í heimalandinu
verði unnið mein ef þau sýna mót-
þróa. Einnig er oftar en ekki búið að
svipta fólkið vegabréfum og kemst
það því hvergi úr landi.
Friðrik lýsir yfir ánægju sinni með
aðgerðaáætlun félagsmálaráðuneyt-
isins. „Ég get fullyrt að þetta auðveld-
ar lögreglu að rannsaka slík mál,“ seg-
ir hann og telur mörg þeirra úrræða
sem greint er frá í áætluninni komi til
með að gagnast fórnarlömbum man-
sals vel.
Heft ferðafrelsi
Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga-
móta, vekur athygli á því að á fórn-
arlömb mansals eiga oft erfitt um vik
með að leita sér hjálpar, bæði vegna
þess að þögn þeirra hefur verið tryggð
með hótunum eða vegna þess að þau
eru full sektarkenndar. Hún segir
því erfitt að greina fórnarlömb man-
sals frá öðrum konum í vændi eða
klámiðnaði . „Fórnarlömb mansals
felast afskaplega vel í þessum hópi.
Þær segja ekki frá því það er búið að
tryggja þögn þeirra. Þess vegna sjá-
um við ekki neina leið til að sporna
við mansali nema uppræta umhverf-
ið sem það þrífst í. Þetta umhverfi er
viðurkenndur og útbreiddur klám-
iðnaður,“ segir Guðrún.
Ísland hefur þegar skrifað undir
tvo alþjóðasamninga um mansal en
hvorugur þeirra hefur verið fullgilt-
ur. Palermo-samningur Sameinuðu
þjóðanna gegn alþjóðlegri glæpa-
starfsemi var undirritaður árið 2000
og samningur Evrópuráðsins gegn
mansali var undirritaður fyrir Íslands
hönd árið 2005.
„Samkvæmt þessum samningum
er skilgreiningin á mansali ansi víð
og í henni felst mikill skilningur og
þekking á eðli mansals,“ segir Guð-
rún, sem er betur þekkt sem Rúna í
Stígamótum.
Íslensk stjórnvöld vinna nú að því
að fullgilda samningana og er að-
gerðaáætlunin innlegg í þá vinnu.
Rúna bendir á að samkvæmt al-
þjóðlegum skilgreiningum geti vel
talist að mansal sé stundað á íslensk-
um nektarstöðum. „Rekstraraðil-
ar nektarstaða á Íslandi hafa sjálfir
sagt frá því í fjölmiðlum að þeir hefti
ferðafrelsi þeirra kvenna sem vinna
hjá þeim, sem er eitt af einkenn-
um mansals. Spurningin er auðvitað
hvar við eigum að setja stimpilinn en
klámiðnaðurinn á Íslandi hefur borið
mörg einkenni mansals samkvæmt
þeim samningum sem Ísland hefur
undirritað. Það er hins vegar fyrst nú
sem við höfum tæki til að takast á við
þetta,“ segir Rúna og vísar til aðgerða-
áætlunarinnar gegn mansali.
„Nú á að hefja virka leitarstarf-
semi, það þarf að fræða allar þær fag-
stéttir sem koma að þessum málum
þannig að mögulegt mansal sé alltaf
á dagskrá. Það hefur það ekki verið.
Þessi spurning hefur ekki alltaf verið á
borðinu þegar fagfólk kemur að kon-
um sem hafa verið í vændi og þar af
leiðandi hefur ekki verið komið fram
við þær eins og manneskjur sem get-
ur hafa verið brotið á. Ég held að það
sé stórkostlegur áfangi að þessi að-
gerðaáætlun sé orðin til og nú er bara
að framfylgja henni,“ segir Rúna.
Struku frá nuddstofunni
Í Leifsstöð hafa í gegnum tíðina kom-
ið upp nokkur mál þar sem grunur
hefur leikið á mansali. Eitt þeirra er
þegar fimm kínverskar stúlkur, sem
skilgreindar voru sem fórnarlömb
mansals, voru ákærðar og dæmdar
í Hæstarétti árið 2003 fyrir að nota
fölsuð skilríki. Þetta var gert þrátt fyr-
ir að dómurinn liti á þær sem fórnar-
lömb mansals en ekki þótti unnt að
reisa það mál á grundvelli gildandi
laga hérlendis.
Margir muna einnig eftir máli Kín-
verjans Pang sem var um tíma eft-
irlýstur af lögreglunni eftir að hann
hvarf af nuddstofu í Kópavogi sem
hann starfaði hjá. Þá hafði Pang lát-
ið sig hverfa af nuddstofunni ásamt
tveimur öðrum nuddurum á stofunni
og dvaldist á Hjálpræðishernum. Þar
faldi hann sig ásamt félögum sínum
en Pang hefur sakað eiganda nudd-
stofunnar um að greiða honum ekki
laun samkvæmt samningi.
Eigandi stofunnar, Lína Jia, er tal-
in hafa flutt inn starfsmenn frá Kína
um nokkurra ára skeið og gert við þá
samning um að fá 600 þúsund króna
greiðslu fyrir að koma þeim til lands-
ins og fá að hefja störf hjá henni. Kín-
verjarnir báru að hún hefði haldið
þeim föngnum þegar þeir voru ekki
að vinna og greitt þeim lúsarlaun.
Árið 2006 var Lína dæmd til að
greiða fyrrverandi starfsmanni sín-
um, Xing Haiou, sem er lærður nudd-
ari, tæpar fimm milljónir vegna van-
goldinna launa. Þegar Xing starfaði á
stofunni fékk hann tíu þúsund krónur
á mánuði. Lína var aldrei ákærð fyrir
mansal.
Leigðu út stúlkurnar
Margrét Steinarsdóttir hjá Alþjóða-
húsi segir fjölda einstaklinga hafa leit-
að til sín sem hún álítur fórnarlömb
mansals. Hún bendir á skilgreiningar
alþjóðasamninga þar sem segir að ef
fólk nýtir sér bágar aðstæður einstakl-
ings til að græða á honum á einhvern
hátt skipti ekki máli þó samþykki ein-
staklingsins liggi fyrir. Engu að síður
sé um mansal að ræða.
„Til mín komu tvær konur þar
sem mennirnir þeirra seldu aðgang
að þeim. Þær voru báðar frá lönd-
um langt í burtu og þekktu ekki sinn
rétt. Þarna var verið að nýta sér þeirra
bágu aðstæður. Einnig hafa komið til
mín stúlkur sem áður unnu á nektar-
stöðum en hafa ílengst á landinu og
jafnvel gifst en hafa enn ekki neina
stjórn á lífi sínu.
Ein stúlkan var með gífurlegar
skuldir á bakinu sem tilheyrðu nekt-
arstaðnum þar sem hún vann en hún
verið skrifuð fyrir,“ segir Margrét. Hún
þekkir einnig dæmi þess að stúlkur
hafi verið leigðar út á land af nektar-
stöðum sem þær starfa hjá.
Inn á hennar borð hafa sömuleið-
is komið mál þar sem einstaklingar
úti í heimi hafa borgað fólki hér til
að giftast sér. Milligöngumaður um
hjúskapinn vill þá fá endurgreiddan
útlagðan kostnað og makinn fá enn
meiri greiðslur heldur en þegar höfðu
borist. „Fólk hefur þá kannski ætlað
að koma hingað til að vinna og senda
peninga heim til fjölskyldunnar en
er þess í stað komið í skuldafangelsi,
fjötrað í höndunum á þessu fólki,“
segir hún.
„Stundum notfæra menn sér einn-
ig samlanda sína til að vinna myrk-
ranna á milli fyrir lítil laun eða rukka
þá jafnvel um okurleigu. Það eru ótal
dæmi,“ segir Margrét en allt geta þetta
verið dæmi um mansal.
Hún segist alltaf hafa verið afar
varkár þegar hún áætlaði fjölda þeirra
föstudagur 20. mars 200916 Fréttir
NÝTA SÉR NEYÐINA
Mansal er falið vandamál á Íslandi. Margrét Steinsdóttir segir að í starfi sínu hjá Al-
þjóðahúsi hafi hún hitt allt að þrjátíu fórnarlömb mansals. Sjaldnast skilgreina fórn-
arlömbin sig þó sem slík. Stúlka sem kemur til Íslands til að starfa við kynlífsþjónustu
af fúsum og frjálsum vilja getur þannig verið fórnarlamb mansals ef bág staða hennar
heima fyrir gaf henni ekki annan kost.
Vísbendingar um að kona
sé fórnarlamb mansals
n Konan forðast samband við opinbera aðila, lögreglu, hjálparsamtök og aðra.
n Konan fær mörg símtöl og sms sem benda til þess að aðrir hafi hana á valdi
sínu.
n Konan verður margsaga um stöðu sína, hvers vegna hún fór að stunda vændi og
ferðina til viðkomandi lands.
n Konan virðist hafa lært sögu sína utan að.
n margar konur nota sömu auglýsingu og sama símanúmer.
n Konan býr á þeim stað þar sem hún selur sig, hún veit kannski ekki heimilisfang-
ið á staðnum sem hún býr á og flytur ört á milli íbúða.
n Konan hefur reynslu af vændi í mörgum Evrópulöndum.
n Konan tengist glæpamönnum.
n Það er takmarkað hvert konan má fara og hve lengi hún má vera í burtu.
n Konan er undir eftirliti, fær ekki að fara ein út, taka þátt í félagslífi eða tala við
utanaðkomandi.
n Konan er læst inni í íbúð.
n Konan fær ekki að halda neinu – eða bara hluta – af því sem hún þénar af
vændinu.
n Konan skuldar þeim sem skipuleggja starfið, skuld sem hún vinnur af sér með
því að selja afnot af líkama sínum.
n Konan greiðir allt of háa húsaleigu miðað við gæði og stærð húsnæðis.
Vísbendingarnar eiga sömuleiðis við ef grunur leikur á að karlmaður eða barn sé fórnarlamb
mansals. Hér er hins vegar talað um konur þar sem hér á landi eru konur taldar helstu
fórnarlömbin.
atriðin Eru fEngin úr gátlista sEm norsK yfirvöld styðjast við ÞEgar mEtið Er hvort um mansal sé að ræða.
listinn var Þýddur af margréti stEinarsdóttur hjá alÞjóðahúsi.
ErLa HLynSdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
„Rekstraraðilar nekt-
arstaða á Íslandi hafa
sjálfir sagt frá því í
fjölmiðlum að þeir
hefti ferðafrelsi þeirra
kvenna sem vinna hjá
þeim sem er eitt af ein-
kennum mansals.“
Þurfa aðstoð tugir fórnarlamba mansals hafa leitað sér aðstoðar hjá alþjóðahúsi.
Mynd PHotoS.coM