Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Blaðsíða 21
föstudagur 20. mars 2009 21Umræða
Hver er maðurinn? „Karl steinar
Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
og yfirmaður fíkniefnadeildar.“
Hvað drífur þig áfram? „Ég held
að það sé bara gleði og góður
félagsskapur.“
Hvar ertu alinn upp? „reykjavík.“
Hvað hefurðu starfað lengi í
lögreglunni? „síðan sumarið 1985
eða 86.“
Af hverju löggæsla? „Ég prófaði
þetta eitt sumar og hef verið í þessu
síðan. maður kynnist svo miklu
af hæfileikaríku og færu fólk sem
gaman er að starfa með. svo er þetta
göfugt starf.“
Hvað er það erfiðasta sem þú
hefur þurft að takast á við í
starfinu? „Það er svo margt að það
er erfitt að velja eitthvað eitt fram yfir
annað.“
Þið eruð búin að taka 4.000
plöntur á árinu. Er það met?
„aldrei í sögunni hefur verið tekið
svo mikið af plöntum á jafnskömm-
um tíma. Vanalega eru það um 1.000
á ári.“
Hvað liggur að baki þessum ár-
angri? „flottur starfshópur og góður
stuðningur almennings. skilvirkar
rannsóknir og góðar ábendingar.“
Hversu miklir fjármunir liggja
í þessu? „Það er erfitt að áætla.
Það sem við erum að reyna að gera
er að koma í veg fyrir dreifingu á
ólöglegum fíkniefnum. markmiðið er
að koma í veg fyrir fjölgun neytenda.
markmiðið síðasta ár var að koma í
veg fyrir framleiðsu á þessum efnum.
Í orðisins fyllstu merkingu bjugg-
umst við ekki við því að uppskeran
yrði svona góð.“
Hvað veldur þessari gífurlegu
aukningu? „Ég veit það nú ekki
nákvæmlega. Þetta fór að aukast
síðustu mánuðina 2008 og það er
í takt við það sem hefur verið að
gerast erlendis. gæti verið að það
sé erfiðara að fjármagna önnur
fíkniefnakaup.“
Hvað finnst þér um að BuBBi mortHens Hætti að gefa út plötur vegna ólöglegs niðurHals?
„Ég hef í raun og veru enga sérstaka
skoðun á þessu.“
Birgir KAABEr
54 ára
„Það er fúlt að það sé verið að stela
íslenskri tónlist.“
KArl Kristján lEifsson
25 ára aðstoðarVerslunarstjóri
„Ég myndi styðja hann. Ég dánlóda
ekki íslenskri tónlist sjálfur, en mér
finnst að hann eigi fullan rétt á að gera
þetta, fyrst að fólk er að stela af
honum.“
árni ÞormAr ÞórðArson
16 ára námsmaður
„Ég held að hann hafi fullan rétt á því.
Hann tapar peningum á því að fólk sé
að stela þessu.“
Björgvin gylfAson
15 ára miKill námsmaður
Dómstóll götunnar
KArl stEinAr vAlsson
fíkniefnadeild lögreglunnar hefur
sagt kannabisrækt stríð á hendur.
Karl steinar Valsson er yfirmaður
deildarinnar.
4.000 plöntur
á 3 mánuðum
„nei, ég hef frekar litla skoðun. Það er
leiðinlegt að það sé verið að stela
þessu á netinu frá honum. Ég vona
bara að honum gangi vel honum
Bubba mínum.“
snæBjörn Kristjánsson
69 ára ellilÍfeyrisÞegi
maður Dagsins
Þetta eru erfiðir tímar fyrir íslenska
karlmenn. Eftir því sem við best fáum
séð voru það örfáir auðmenn sem
settu landið okkar á hausinn. Ofan
á þetta bætist svo að margir af þeim
einstaklingum sem hæfastir virðast
til að takast á við hrunið, svo sem Jó-
hanna Sigurðardóttir eða Eva Joly, eru
kvenkyns. Þar sem flestir þessara auð-
manna voru karlkyns virðast margir
líta svo á að flestir karlmenn séu þar
af leiðindi auðmenn. Svo er þó ekki,
og þess vegna er það stundum eins og
að karlmenn almennt þurfi að taka út
refsingu fyrir glæp sem þeir hafa ekki
framið.
Og samt er því ekki að neita að
margt sem bandaríski blaðamaður-
inn Michael Lewis fjallar um í hinni
frægu Vanity Fair-grein sinni um Ís-
land hljómar kunnuglega. Í fyrsta sinn
sem ég fór til útlanda á fullorðinsár-
um, 21 árs og í Þýskalandi, varð ég
iðulega var við að fólk, og þá sérstak-
lega eldri konur, hrópuðu ókvæðis-
orð á eftir mér vegna göngulags míns.
Ég gekk um eins og ég væri heima hjá
mér, en á meginlandinu er þetta kall-
að að troðast.
Einkenni íslenskrar karlmennsku
Það sem þó helst einkennir íslenska
karlmennsku er þessi gríðarlega sam-
keppni manna á milli og sést alls stað-
ar þar sem íslenskir karlmenn eru
samankomnir. Vinir mínir eru flest-
ir mjúkir menntamenn. Eigi að síður
þarf ávallt að drekka meira en næsti
maður í samkvæmum, vinna meira
í vinnunni, hlaupa meira í maraþoni
eða eiga síðasta orðið í öllum samræð-
um. Fyrir ekki löngu hefðum við stært
okkur af einmitt þessum eiginleikum,
enda má líka margt gott um þá segja.
En undanfarið var frekar eins og ís-
lenskir karlmenn stæðu á hengiflugi
og kepptust um hver þyrði að standa
næst brúninni. Það er örþunn lína á
milli hraustleika og heimsku og ekki
tekst alltaf að halda sig réttum megin
við hana.
Karlmenn og auðmenn
Þannig virðist, sé Vanity Fair-grein-
inni trúað, að hinn íslenski auðmað-
ur sé eins konar öfgakennd útgáfa eða
jafnvel skrípamynd af hinum íslenska
karlmanni, sem ávallt þarf að ganga
lengra og veit aldrei hvar eða hvenær
skuli stoppa.
Það er þó annað sem vinir mín-
ir eiga enn frekar sameiginlegt en
keppnisskapið og það er einmitt
það að þeir eru nánast allir karlkyns.
Lewis segir að það að fara á íslensk-
an skemmtistað sé meira eins og að
mæta í vinnuna heldur en nokkur
vinna. Er hann hér vafalaust að vísa til
þess hvað bæði kynin á Íslandi þurfa
að drekka mikið af áfengi áður en þau
taka af skarið og nálgast hvort annað.
Einnig bendir hann á að allar konur
sem hann talar við benda honum á
kvenkyns viðmælendur og allir karl-
menn á karlkyns.
friður í augsýn?
Hér erum við ef til vill komin að kjarna
málsins. Svo virðist nefnilega sem bil-
ið á milli kynjanna á Íslandi sé meira
heldur en tíðkast annars staðar og er
það undarlegt í svo litlu samfélagi.
Dæmi um þetta sjást víða, hvort sem
litið er til laugardagskvölda þar sem
stelpu- eða strákapartí eru haldin víða
um bæinn og renna ekki saman fyrr
en löngu eftir miðnætti, eða í stjórn-
málum þar sem konum finnast þær
þurfa að stofna flokka byggða á kyni
eða þá í það minnsta að setja kynja-
mál á oddinn.
Með þetta í huga virðist sem
vandamál góðærisins hafi verið það
að einstaka karlmenn fengu að ganga
sjálfala um efnahagskerfið eftirlit-
slausir. Lausnin er þó ekki fólgin í
því að einungis skipta um kyn stjórn-
enda, þó að það myndi vissulega vera
til bóta sums staðar, heldur að kynin
læri að vinna saman. Lewis gagnrýnir
það einmitt að flestir stjórnendur ís-
lenskra fyrirtækja hafa verið íslensk-
ir, karlkyns og á fertugsaldri. Þess-
ir menn hafa líklega att hver öðrum
áfram í innbyrðis samkeppni. Það
hefur jú löngum verið þekkt með-
al forstjóra að karlmenn eru líklegri
til þess að taka áhættu en konur eru
íhaldssamari í ákvarðanatöku. Besta
niðurstaðan liggur líklega, eins og
ávallt, einhvers staðar þarna mitt á
milli.
Nokkur orð um íslenska karlmennsku
mynDin
Beðið eftir strætó Þessi föngulegi hópur barna og umsjónarmanna þeirra beið rólegur eftir strætisvagni úti á granda í reykjavík þegar ljósmyndara bar að.
mynd Kristinn
kjallari
vAlur gunnArsson
rithöfundur skrifar
„Svo virðist nefnilega
að bilið á milli
kynjanna á Íslandi
sé meira heldur
en tíðkast annars
staðar.“