Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 2
miðvikudagur 1. apríl 20092 Fréttir HlutHafar: SpariSjóðurinn í KeflavíK ÚtneSjamenn Saltver Kaupfélag SuðurneSja víSir HópSneS neSfiSKur grindavíKurbær gnÚpverjar Skulda Sparisjóðabankanum rúma tvo milljarða vegna kaupa á 2,7 % hlut í Spkef. Skulda SprOn rúma 3 milljarða vegna kaupa á 9,5 % hlut í icebank. Stjórnarformaður Þorsteinn Erlingsson eigandi Þorsteinn Erlingsson eigandi og framkvæmdastjóri Sigmar Eðvarðsson Sigmar eðvarðsson var formaður bæjarráðs grindavíkur þegar bærinn kom inn í Suðurnesjamenn. SuðurneSjamenn eHf. bæjarstjórnarmenn í milljarða gjaldþroti Einkahlutafélagið Suðurnesjamenn, sem var úrskurðað gjald- þrota í síðasta mánuði, skuldar samtals um fimm milljarða króna. Félagið átti meðal annars eignarhluti í Sparisjóðnum í Keflavík og Sparisjóðabankanum. Athygli vekur að Sparisjóður- inn í Keflavík og Grindavíkurbær eiga hlut í félaginu en nokkur óvissa hefur ríkt um eignarhaldið á því. Grindavíkurbær tapar milljónum á fjárfestingunni. Bæjarstjóri Grindavíkur segir það ekki gott að bæjarfélög taki þátt í slíkum fjárfestingum. Bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins var hvatamaðurinn að kaupunum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og Grindavík, þeir Þorsteinn Erlingsson og Sigmar Eð- varðsson, tóku beinan og óbeinan þátt í fjárfestingum einkahlutafélags- ins Suðurnesjamanna sem lýst var gjaldþrota í mars. Suðurnesjamenn og dótturfélag þess skulda þrotabú- um Sparisjóðabankans og SPRON samtals rúmlega fimm milljarða króna samkvæmt heimildum DV. En skuldirnar eru tilkomnar vegna kaupa einkahlutafélagsins á hlutum í Sparisjóðnum í Keflavík og Icebank, nú Sparisjóðabankanum. Saltver, útgerðarfyrirtæki í eigu Þorsteins Erlingssonar, er einn af hluthöfunum í Suðurnesjamönnum og sömu sögu er að segja um Hóps- nes, fyrirtæki í eigu Sigmars Eðvarðs- sonar. Þorsteinn er auk þess stjórn- arformaður Sparisjóðsins í Keflavík sem er stærsti hluthafinn í Suður- nesjamönnum og Sigmar var helsti hvatamaðurinn að því að bæjarstjórn Grindavíkur gerðist hluthafi í Suður- nesjamönnum. óvissa um skuldastöðu og hluthafa Nokkur óvissa hefur ríkt um skulda- stöðu félagsins og eignarhaldið á því og er hlutahafahópurinn ekki gefinn upp í gögnum frá Lánstrausti. Sam- kvæmt heimildum DV á Sparisjóður- inn í Keflavík hins vegar 14 prósenta hlut í félaginu og mun sparisjóðs- stjórinn, Geirmundur Kristinsson, hafa haft nokkra aðkomu að rekstri félagsins fyrir hönd sparisjóðsins samkvæmt heimildum. Aðrir hluthafar í Suðurnesja- mönnum eru útgerðarfyrirtækið Saltver, einkahlutafélagið Útnesja- menn ehf., útgerðarfyrirtækið Nes- fiskur ehf. í Garði, Grindavíkurbær, gámaþjónustan Hópsnes, Gnúpverj- ar, útgerðarfélagið Vísir í Grindavík og Kaupfélag Suðurnesja. fjárfest í fjármálafyrirtækjum Félagið var upphaflega stofnað til að kaupa rúmlega 15 prósenta hlut rík- isins í Hitaveitu Suðurnesja og fékk það meðal annars til þess lán upp á rúma tvo milljarða frá Icebank. Þeg- ar fallið var frá því keypti félagið hins vegar hlut í Sparisjóðnum í Keflavík árið 2007, en félagið á tæplega 2,7 prósenta hlut í sparisjóðnum. Fé- lagið á einnig hlut í Bláa lóninu, Fær- eyjabanka og SPRON. Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík hef- ur því tekið ákvörðun um að gerast stór hluthafi í einkahlutafélagi sem síðan fjármagnaði stofnfjárbréfakaup í sparisjóðnum sjálfum með láni frá Icebank, en Sparisjóðurinn í Kefla- vík var einmitt stærsti hluthafinn í Icebank með um 20 prósenta eign- arhluta. Jafnframt fékk eignarhalds- félagið Bergið sem er í eigu annars bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Steinþórs Jónssonar, þriggja millj- arða króna kúlulán frá SPRON til að kaupa hlutabréf í Icebank. Stein- þór er jafnframt varamaður í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík og tók sæti í stjórn Icebank í árslok 2007. Dótturfélag Suðurnesjamanna, SM 1, átti auk þess 9,5 prósenta hlut í Sparisjóðabankanum, áður Icebank. Kaupverð hlutarins var 3 milljarðar króna og veitti SPRON einkahluta- félaginu lánið til að fjármagna kaup- in. Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Sparisjóðabankans og SPRON í lið- inni viku og eru eignarhlutir félag- anna í fjármálafyrirtækjunum orðnar að engu með yfirtökunni en skuld- irnar sitja eftir inni í einkahlutafélög- unum. grindavíkurbær tapar milljónum Grindavíkurbær tapar rúmlega fjór- um milljónum króna á fjárfest- ingunni í Suðurnesjamönnum að sögn Jónu Kristínar Þorvaldsdótt- ur, samfylkingarkonu og bæjarstjóra í Grindavík. Hún segir að yfirvöld í eigna- og hagsmunatengsl í kross Einkahlutafélagið Suðurnesjamenn fékk rúmlega 2 milljarða króna kúlulán frá icebank til að að kaupa tæplega 3 prósent hlut í Sparisjóðnum í keflavík. Stjórnarformaður bankans, Þorsteinn Erlingsson, var auk þess einn af eigendum Suðurnesjamanna sem var stofnað gagngert til að kaupa rúmlega 15 prósenta hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. af og frá Bæjarstjórinn í grinda- vík, Jóna kristín Þorvaldsdóttir, segir að auðvitað eigi bæjarfélög ekki að taka þátt í áhættufjárfest- ingum með einkahlutafélögum eins og Suðurnesjamönnum líkt og grindavíkurbær gerði. tapaði fé Sigmar Eðvarðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í grindavík, segist hafa tapað persónulega á fjárfestingunni í Suðurnesjamönnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.