Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 13
miðvikudagur 1. apríl 2009 13Fréttir Bandarískar unglingsstúlkur eru gripnar nýju æði: Sex ms er málið Nýtt æði hefur gripið um sig á með- al bandarískra unglinga. Unglingar senda nektarmyndir af sjálfum sér með farsímum sínum og virðast ann- aðhvort ekki gera sér grein fyrir því að athæfið kann að leiða til ákæru um dreifingu á barnaklámi, eða láta sér afleiðingarnar í léttu rúmi liggja. Þegar ungar stúlkur senda nekt- armyndir af sér til kærasta sinna eiga myndirnar það til að lenda í höndum rangra aðila, en sex ms er málið í dag. Ein fjórtán ára stúlka var fyr- ir nokkrum dögum handtekin fyrir að hafa sent nektarmyndir af sér til kærastans. Saksóknari einn er þeirr- ar skoðunar að hún hafi dreift barna- klámi og geti þar af leiðandi átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Á síðasta ári sögðu 39 prósent unglinga í bandarískri könnun að þeir hefðu sent smáskilaboð með kynferðislegum ljósmyndum. Áhöld eru um til hvaða ráðstafana sé best að grípa til að stemma stigu við þessari tísku, og einn saksóknari vill að fleiri stúlkur verði ákærðar fyr- ir dreifingu á barnaklámi, en dómari einn hefur sett honum stólinn fyr- ir dyrnar. Að mati dómarans er þetta spurning um ábyrgð foreldranna á uppeldi eigin barna og eigi ekkert erindi inn í dómsali lands- ins. Farsímar eru til margra hluta brúk- legir unglingar í Bandaríkjunum gerast óafvitandi sekir um dreifingu barnakláms. Hæstiréttur Afganistans hefur úr- skurðað að Hamid Karzai, forseti landsins, geti verið við völd þar til nýr leiðtogi verður kosinn síðar á árinu. Samkvæmt stjórnarskrárákvæði renn- ur valdatími hans opinberlega út 21. maí, en ástæða þess að hæstiréttur tók málið í sínar hendur er sú að upphaf- lega var stefnt að kosningum í þess- um mánuði, en kjörstjórn ákvað að fresta þeim til ágústmánaðar af örygg- isástæðum. Úrskurðurinn er talinn mikill sigur fyrir Karzai, sem nú hefur verið sak- aður um tilraun til að tryggja sér at- kvæði í komandi kosningum með því að samþykkja lög sem þykja afar um- deild. Sameinuðu þjóðirnar telja að um- rædd lög heimili nauðganir innan hjónabands og banni eiginkonum að stíga út fyrir dyr heimilis síns án leyfis frá eiginmanninum. Keyrt í gegn með hraði Hamid Karzai skrifaði undir lögin í mars þrátt fyrir fordæmingu mann- réttindasamtaka og nokkurra þing- manna sem segja að lögin brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnrétti. Jon Boone, fréttaritari breska dag- blaðsins The Guardian í Afganistan, stiklar á stóru í þessum nýju lögum á vefsíðu dagblaðsins. Að sögn hans voru lögin keyrð í gegn á mjög skömm- um tíma og án mikillar umræðu. Boone segir lögin eðlilega valda mikl- um ugg bæði á meðal alþjóðlegra tals- manna réttar kvenna og kvenmanna úr röðum afganskra þingmanna sem óttist að mæla gegn frumvarpinu op- inberlega því með því baki þær sér óvild áhrifamikilla trúarleiðtoga. Lokaútgáfa laganna hefur ekki ver- ið gerð opinber en Jon Boone segir að um sé að ræða fjölskyldulög sem muni eingöngu hafa áhrif á samfélag Sjía í landinu. Lögin eru talin innihalda ákvæði sem kveði á um að konur geti ekki leitað vinnu, leitað til læknis eða menntað sig án leyfis eiginmanns síns, auk áðurnefndra hafta á ferðafrelsi og kynlífsoks sem þær verða undir af hálfu eiginmanns síns. „Verri en á tímum talíbana“ Í skjali frá Sameinuðu þjóðunum er einnig varað við því að forræði barna verði eingöngu hjá feðrum og öfum. Humaira Namati, þingmaður efri deildar afganska þingsins, sagði að lögin væru „verri en á tímum talíbana“. „Hver sá sem mótmælti var sakað- ur um að vera andvígur íslam,“ sagði hún. Samkvæmt afgönsku stjórnar- skránni er Sjíum, sem eru um tíu prósent þjóðarinnar, heimilt að hafa sérstök fjölskyldulög sem byggjast á réttarhefðum Sjía. En stjórnarskráin og ýmsir alþjóðlegir samningar sem afgönsk stjórnvöld hafa skrifað undir og samþykkt tryggja konum jafnrétti. Shinkai Zahine Karokhail lagði, líkt og fjöldi annarra kvenmanna á af- ganska þinginu, fram kvörtun eftir að lögin voru samþykkt með hraða sem átti sér engin fordæmi og fátæklegri umfjöllun þrátt fyrir samkomulag um annað. „Þeir vildu koma þeim í gegn nánast líkt og um leynisamkomulag væri að ræða. Það var fjöldi atriða sem við vildum breyta, en þeir vildu ekki ræða þau því Karzai vill þóknast Sjíum fyrir kosningar,“ sagði Karokhail. Til verndar kvenréttindum Enn sem komið virðist margt á huldu um nýju lögin og mannréttindasam- tök hafa farið bónleið til búðar í við- leitni sinni til að fá í hendur eintak af þeim. Að sögn dómsmálaráðuneytis- ins verða lögin ekki birt fyrr en búið er að slípa af ýmis „tæknileg vandamál“. Það er talið nokkuð ljóst að við ramman reip verður að draga hjá Hamid Karzai í komandi kosningum. Eftir sjö ár í embætti glímir hann við vaxandi óvinsældir bæði heima fyrir og erlendis og hin nýju lög kunna að tryggja honum stuðning á meðal Sjía- klerka sem njóta mikilla áhrifa í land- inu. Leiðtogar minnihlutahóps Hazara kröfðust einnig nýju laganna. Ustad Mohammad Akbari, þingmaður og leiðtogi Hazara, fór ekki leynt með að Karzai hefði stutt lögin til að komast í náðina hjá Hazara, en sagði þó að lög- in vernduðu í raun réttindi kvenna. „Samkvæmt íslam hafa karlmenn og kvenmenn jafnan rétt, en það er munur á hvernig karlar og konur eru sköpuð. Karlmenn eru sterkari og kvenmenn eru örlítið kraftminni; jafn- vel á Vesturlöndum sérðu ekki konu í slökkviliðinu,“ sagði Akbari. Að sögn Akbaris veita lögin kon- unni rétt til að hafna kynlífi með eig- inmanni sínum ef henni líður ekki vel eða ef hún getur komið með aðra raunsæja „afsökun“. Að auki yrði kon- unni ekki skylt að halda sig innan dyra ef neyðartilvik yrði til þess að hún þyrfti að yfirgefa heimilið án heimild- ar. Þögn Vesturlanda Enn sem komið er hefur lítið borið á spurningum af hálfu alþjóðasamfé- lagsins vegna nýju laganna og vest- rænn sendiráðsfulltrúi í Kabúl, höf- uðborg Afganistans, viðurkenndi að Vesturlönd ættu óhægt um vik með að setja sig upp á móti þeim, því þá yrðu þau sökuð um að vanvirða afganska menningu. Soraya Sobhrang, yfirmaður mál- efna kvenna hjá mannréttindanefnd- inni Afghanistan Independent Hum- an Rights Commission, sagði að þögn Vesturlanda hefði verið „hörmuleg fyrir réttindi kvenna í Afganistan“. Sob- hrang sagði að aðgerðir alþjóðasam- félagsins væru skammarlegar og að ef það hefði komið meira að ferlinu þeg- ar lögin voru til meðferðar á þinginu hefði verið hægt að stöðva frumvarp- ið. „Vegna kosninganna er ég ekki viss um að við getum breytt þeim núna. Það er orðið of seint,“ sagði hún. Nokkrar konur úr röðum stjórn- málamanna líta málið raunsæisaug- um og segja að barátta þeirra í neðri deild þingsins hafi skilað ákveðnum árangri. Þær hafi meðal annars haft í gegn að giftingaraldur stúlkna var færður úr níu árum upp í sextán og að ákvæði um tímabundið hjónaband var fellt niður. „Þettar er ekki hundrað prósent fullkomið, en miðað við fyrri drög er um að ræða mikla framför. Fyrir voru fjölskyldumál leyst samkvæmt hefð- bundnum lögum, svo þetta er mikil bót,“ sagði Shukira Barakzai þingmað- ur. eldinn Afgönsk kona gefur lyf Ný lög meina meðal annars konum að mennta sig án leyfis eiginmanns síns. 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI                     Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.