Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 14
Svarthöfði hefur aldrei skilið hvurslags annarlegur metn-aður rekur fólk út í pólitík. Það sést úr mílufjarlægð að þetta stapp er hundleiðinlegt enda virðist það einhvern veginn loða við þá sem feta þessa braut að þeir þykja bæði leiðinlegri og heimskari en við hin. Og vilji svo ólíklega til að skemmtileg og óvitlaus manneskja láti hafa sig út í þá vitleysu að koma nálægt pólitík slettist drullan frá hinum yfir hana þannig að hún er sjálfkrafa stimpluð heimsk og leiðinleg. Sjálfsagt er eftir einhverju að slægjast þarna þar sem fólk virðist almennt ófáanlegt til að hætta í stjórnmálum þegar það er komið í atvinnumannahópinn. Líkamleg veikindi og ærumissir fyrir dómstólum slá ekki einu sinni á löng- unina til þess að fá að teljast til hinna heimsku og leiðinlegu. Svarthöfða er samt fyrirmunað að skilja áhuga fólks á djobbum á Alþingi og í pólitík í hallær- isástandinu núna. Það getur varla nokkur haft gagn, gaman eða gróða af því að komast til valda hjá gjald-þrota og forsmáðri smáþjóð á hjara veraldar. Kjötkatlarnir sem voru funheitir fyrir nokkrum mánuðum eru rétt ylvolgir núna og alls konar lið, rannsóknardómarar og sérkennilegir saksóknarar, mun vaka yfir hverri emb- ættisfærslu. Fólk sem er í pólitík núna getur varla ýtt við kantsteini eða hugsað um vaxdúk án þess að fjölmiðlar og eftirlitsaðilar spretti upp með samsær- iskenningar, stríðsfyrir- sagnir og hand- járn á lofti. Svarthöfði getur samt ekki vor-kennt þessu liði sem álpast út í þennan furðubransa. Samúðin liggur öll hjá ólánsömum mök- um þessa fólks. Mikið lifandis skelfing- ar ósköp hlýtur að vera leiðinlegt að hafa bundið trúss sitt við manneskju sem gerir sér það að leik að láta velta sér upp úr tjöru og fiðri. Makar stjórn- málafólks eru hin raunverulegu fórnar- lömb sem þurfa að gjalda fyrir skakkan metnað eða þorsta í valdasukk og kjöt- katlaseyði lífsförunautarins. Svarthöfði komst við þegar hann las fréttir um daginn af eiginmanni breska ráðherr-ans Jacqui Smith sem kom sér, konu sinni og stjórnvöldum í bobba fyrir ekki merkari sakir en að kaupa sér smá klám. Enginn amast við því að Svarthöfði kaupi aðgang að klámi á Digital Ísland rásum Stöðvar 2 enda er Svarthöfða ekki í opinberu emblætti og klámreikningurinn skuldfærist ekki beint á krítarkort fjármálaráðuneytis- ins. Hversdagslegir hlutir sem við með- aljónarnir getum leyft okkur eru bann- aðir mökum pólitíkusa. Þessi maður í Bretlandi er beittur miklum rangind- um þar sem svona stjórnmálalið er aldrei heima og því hlýtur klám að vera hluti af sjálfsögðum mannréttindum eiginmanns Jacqui Smith. Makar íslensks stjórnmála-fólks búa við álíka þröngan kost. Þannig má til dæmis ástsæl forsetafrú okkar helst ekki tjá sig eftir- litslaust við fjölmiðla vegna þess að hún er svo skemmtileg og fyndin. Hún er of lífleg fyrir hið stein- runna embætti og er því haldið eins og arabakonu bak við ósýnilega blæju á Bessastöðum. Bryndís Schram komst sem bet- ur fer alltaf upp með að vera hress og skemmtileg á meðan hún stóð við hlið Jóns Baldvins í alls kyns embætt- um opinberum. Hún talaði samt hreint út um að það væri bæði leið- inlegt og full vinna að vera maki stjórn- málamanns og uppskar þá litlar þakkir. Sannleikurinn er stundum sár. Kristján Arason, eiginmaður varaformanns Sjálfstæð-isflokksins, hefur heldur betur þurft að gjalda fyrir störf maka síns undanfarið. Maðurinn starfaði á fjármálamarkaði en mátti varla hvorki fjárfesta né sinna starfi sínu án þess að það væri gert í meira lagi tortryggilegt. Ofan í kaupið var svo svæsnum kjaftasögum smurt í svo þykku lagi á hann að eiginkona hans sá sig knúna til þess að vinda ofan af einhverju af vitleysunni í landsfund- arræðu sinni. Sem var alveg óvitlaust vegna þess að ljótustu sögurnar voru víst spunnar af samflokksfólki hennar. Svarthöfði á bara eitt gott ráð fyrir maka pólitíkusa. Látiði lið-ið velja milli ykkar og þessarar ósvinnu og velji þau rangt skuliði skilja við þau á staðnum og lifa lífinu frjáls. Lykilorðið að kláminu á Digital Ísland er 1234. miðvikudagur 1. apríl 200914 Umræða Makalaus vitleysa svarthöfði sandkorn n Sjálfstæðismenn hafa kvartað undan því að breyta eigi stjórn- arskrá í trássi við þeirra vilja. Þannig hafa Björn Bjarnason og fleiri sjálfstæðismenn sagt að hingað til hafi verið lögð áhersla á að breyta stjórnarskrá í sátt allra flokka. Þó eru undan- tekningar frá þessu. Tvisv- ar var stjórnarskrá og kosninga- lögum breytt gegn harðri and- stöðu Framsóknarflokksins þegar þingsætafjöldi flokkanna var í ósamræmi við atkvæðamagnið. Þá var unnið að lýðræðisumbót- um í andstöðu við Framsókn- arflokkinn. Nú virðist Sjálf- stæðisflokkurinn hafa tekið við hlutverki Framsóknar og stendur einn gegn stjórnlagaþingi, sem margir telja í dag mikilvægustu lýðræðisumbæturnar. n Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur farið mikinn á bloggsíðu sinni undanfarið. Íslenskt mál og mál- notkun er Eiði mikið hjartans mál og fylgist hann vel með mál- fari í fjölmiðlum. Þannig tekur hann reglulega dæmi um það sem miður fer, bendir á vitleysur og hvernig megi bæta úr. Eiður hef- ur þó fengið eitt tilefni til að blogga um annað en málfar síðustu daga. Það var þegar honum sárnaði Alzheimer- brandari vinar síns Davíðs Odds- sonar um helgina. n Framsóknarmönnum þótti sumum hverjum nóg um síðustu vikurnar hvað þeim fannst fara lítið fyrir formanni sínum, Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni, eftir að hann náði kjöri og var búinn að ganga nýrri vinstri- stjórn í ljósmóður stað. Söknuðu menn þess sérstaklega að hann færi í herferð um landið til að efla fylgi Framsóknarflokksins. Nú er Sigmundur Davíð farinn af stað og slær ekki slöku við. Hann hef- ur haldið fjóra fundi síðustu tvo daga, er bókaður á þrjá fundi í dag og ófáa fundi næstu daga. n Agnes Bragadóttir, blaðamað- ur á Morgunblaðinu, staðhæfir afar fátt þessa dagana í sunnu- dagspistlum sínum sem kallast „Agnes segir“. Þess í stað spyr hún þeim mun fleiri spurninga sem hún svarar ekki. Síðastliðna tvo sunnudaga hefur Agnes spurt 18 spurninga í þessum pistlum sínum. Yfirleitt gerir Agnes þetta til að ata ein- hvern auri, nú síðast Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Spurning hvort pistl- arnir ættu að nefnast „Agnes spyr“. lyngháls 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég hélt að bæjarstjórinn væri að grínast.“ n Hermann Einarsson, íbúi á Siglufirði, sem átti ekki von á því að byggð yrði rýmd vegna mikilla varnargarða sem reistir hafa verið í fjallinu fyrir ofan byggðina. – RÚV. „Ég er ekki kominn í framboð.“ n Geir Ólafsson um að nafn hans hafi birst á lista Lýðræðishreyfingarinnar yfir þá sem bjóða sig fram fyrir hreyfinguna. Geir einbeitir sér að tónlist. – DV. „Þolinmæði, bjartsýni og hnausþykkt kaffi.“ n Dagur B. Eggertsson, nýkjör- inn varaformaður Samfylkingarinnar, um hvað þrennt lýsi honum best. – DV. „Þetta gæti verið í boði gömlu bankanna.“ n Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður um eggið frá Góu í páskaeggjasmökkun DV. Eggið fékk lægstu einkunn allra. – DV. „Þetta er náttúrlega mannrán.“ n Ólafur Ingvarsson um leigubílstjóra sem læsti bílhurðunum og skildi hann eftir hjá Reynisvatni þegar Ólafur, 76 ára, hugðist sækja peninga inn til sín til að greiða fyrir bílinn. – DV. „Þegar Margeir Pétursson keypti SPRON keypti ég mér OPAL.“ n Eiríkur Jónsson skrifar um ólíkar fjárfestingar íslenskra karlmanna síðustu dagana. Sá sem seldi Eiríki OPAL hefur þó ekki fengið sömu skammir og skilanefnd fékk frá Nýja Kaupþingi fyrir söluna til Margeirs. – DV.is. Undarleg eyðsla Leiðari Þegar neyðarlög voru sett á Íslandi síðasta haust vegna hruns efna-hagslífsins datt fæstum í hug að ein afleiðinganna yrði stórfelld fjölgun ríkisstyrktra listamanna. En það er engu að síður raunin. Ríkisstjórnin mun fjölga lista- mönnum um minnst 33 til að berjast gegn efnahagskreppunni. Listamönnum er margt til lista lagt, en það verður að teljast ólíklegt að fjölgun þeirra muni gera annað en að veita fólki skemmt- un og aðra andlega upplifun, í það minnsta þeim sem reynast hafa smekk fyrir listinni. Fjölgun listamanna um þrjá tugi kemur á sama tíma og ríkisstjórnin hefur nánast lýst yfir margra ára neyðarástandi og því muni fólkið í landinu fá að þola að ríkið taki meira af tekjum þess. „Tekjur ríkissjóðs eru eitt- hvað rúmlega 400 milljarðar, útgjöldin 550. Þetta er nú ekkert smá gat,“ sagði Steingrím- ur J. Sigfússon fjármálaráðherra þegar hann réttlætti yfirvofandi skattahækkanir. Steingrímur J. segir það vera réttlátt að hækka skatta á þá tekjuhærri til að koma til móts við þá sem eiga í erfiðleikum. Fæst- ir amast yfir því að borga skatta til að hjálpa nauðstöddum í þjóðfélaginu. Hins vegar er fólkið í landinu ósammála um hvort það vilji borga fyrir starfsemi tiltekinna listamanna. Það má líta á það sem ranglæti að hirða fé af fólki til að borga list sem fólkið hefur mögu- lega engan áhuga á. Ef rökin fyrir því að auka útgjöld til lista- mannalauna eru að það sé betra að fólk stundi listir á launum en að það sé atvinnu- laust á launum er illa komið fyrir okkur. Því þessi rök gilda um hvað sem er. Ríkið gæti til dæmis borgað fólki fyrir að leika atvinnu- lausa á götum úti, í eins konar gjörninga- list. Ferðamenn myndu heillast og jafnvel koma aftur til að sjá þessa miklu menningu. Og leikrænir tilburðir hinna atvinnulausu gjörningalistamanna myndu jafnt kæta fólk sem vekja það til umhugsunar um stöðu efnahagsmála á djúpum andlegum nótum. Fjölgun listamanna á tímum efnahags- hruns ber vott um ábyrgðarleysi í fjármál- um sem varpar skugga efasemda á margt gott sem ríkisstjórnin gerir. Einhverjir munu þurfa að borga þessi listamannalaun. Þessir einhverjir eru fólkið í landinu. Jón trausti reynisson ritstJóri skrifar. Fjölgun listamanna á tímum efnahagshruns ber vott um ábyrgðarleysi í fjármálum. bókstafLega spurningin „Nei, það er allt of valdalítið embætti fyrir Geir,“ svaraði Geir Ólafsson, stórsöngv- ari, þegar hann var spurður að því hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram í embætti forseta íslands. dv sagði frá því í gær að ástþór magnússon hefði hringt í geir um síðustu helgi til að fá hann í framboð fyrir lýðræðis- hreyfinguna. geir sagðist þá þakklátur fyrir traustið en að hann tæki sönginn fram yfir stjórnmálin og væri ekki á leiðinni í pólitík. Myndirðu íhuga forsetafraMboð?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.