Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Qupperneq 22
miðvikudagur 1. apríl 200922 Fólkið Nýjasta seleb-par bæjarins, sam- kvæmt heimildum DV, er Silja Hauksdóttir og Orri Hauksson. Silja er líklega þekktust fyrir að hafa leikstýrt kvikmyndinni Dís auk þess að vera einn þriggja höfunda samnefndrar bókar. Þá leikstýrði hún síðasta áramóta- skaupi auk þess að hafa verið á bak við myndavélina í nokkr- um seríum af Stelpunum. Orri er fyrrverandi stjórnarformað- ur Skjás eins en hafði þar áður meðal annars starfað sem að- stoðarmaður Davíðs Oddssonar í forsætisráðherratíð hans. Að sögn heimildarmanns DV hafa Orri og Silja verið að slá sér upp í smátíma og geisla bókstaflega af ást. Kannski rétt að taka fram að Silja Hauksdóttir og Orri Hauks- son eru ekki systkin. Taka upp myndband á Íslandi Söngkonan Emilíana Torrini opnar sig í viðtali við vefsíðuna Laist í Los Angeles, en Emilíana hélt tónleika í borg englanna í gær ásamt söng- konunni Lay Low. Blaðamaður bið- ur Emilíönu um að botna setning- una „Ef þú ert á Íslandi þá verður þú að ...“ Emilíana svarar: „...gefa okkur peninga! Kaupa eitthvað! Við erum blönk. En öllu gamni slepptu ættu allir að heimsækja Ísland einu sinni áður en þeir deyja“. Blaðamaður spyr út í nýjustu plötu söngkonunnar, Me and Arm- ini, og veltir því fyrir sér hver Armini sé: „Ég veit það ekki, “ segir Emilíana. „Ég man ekki eftir því að hafa skrifað þetta lag. Við sömdum það seint um kvöld eftir mörg glös af viskíi. Viku seinna sýndi Dan Carey mér lagið og ég sagði við sjálfa mig: „Ha, ég skrif- aði þetta ekki.“ Okkur fannst lagið passa vel við plötuumslagið en á því er virkilega undarleg mynd af mér. Við ímynduðum okkur að hún væri þessi kona sem ofsækir Armini,“ segir Emilíana í viðtalinu. Blaðamaðurinn spyr hana út í það undarlegasta sem komið hafi fyr- ir hana á tónleikum. Emilíana segist nánast aldrei sjá út í salinn sökum sterkra ljósa. Hún er haldin miklum sviðsskrekk og segist ekki geta gef- ið sig alla laginu ef hún sjái fólkið í salnum. „Ég man samt eftir einu at- viki. Það er það skrýtnasta sem ég hef nokkurn tíma séð og gerðist á Ít- alíu. Þar var gaur í salnum sem hélt á stórri, gulri ör sem hann beindi að sjálfum sér og á bolnum hans stóð: „Herra Torrini.““ hanna@dv.is „Við erum blönk“ Emilíana Torrini biðlar Til fErðamanna á íslandi: Stelpurnar í GirlS aloud: Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fær enn verkefni út á titilinn ungfrú heimur. Samkvæmt monitor.is heldur Unnur Birna til Þýska- lands í dag til þess að vera við- stödd opnun á skemmtigarði þar í landi. Unnur Birna sigraði í keppninni Ungfrú heimur árið 2005, þriðja íslenska konan til þess að bera sigur úr býtum í keppninni. Síðan þá hefur Unn- ur einbeitt sér að lögfræðinámi við Háskólann í Reykjavík og þess á milli tekið að sér einstaka fjölmiðlastörf, en Unnur var meðal annars kynnir í Bandinu hans Bubba í fyrra. unnur birna Í Þýskalandi Emilíana Torrini man ekki eftir því að hafa samið lagið me and armini. Hauksbörn orðin par „Þær eru að fara að taka upp mynd- band í Officera-klúbbnum og vant- ar ungt fólk til að leika í því,“ segir at- hafnamaðurinn Einar Bárðarson um bresku stúlknasveitina Girls Aloud. Hljómsveitin ætlar að taka upp tón- listarmyndband í Officera-klúbbnum sem Einar opnaði með pompi og prakt um síðustu helgi. Umboðsskrifstofa Girls Aloud bað Einar um aðstoð við vinnslu myndbandsins. „Nylon túraði með þeim á sínum tíma og þá varð ég málkunnugur þeirra fólki,“ en Einar bauð hópi fyrrverandi samstarfsfélaga sinna frá Bretlandi til þess að vera við opnun klúbbsins um síðustu helgi. „Það var nú meira bara í gríni gert að bjóða þessu fólki en það létu þó sumir sjá sig og þetta var af- raksturinn.“ Leitað er að ungu fólki á aldrinum 18 til 30 ára til þess að leika í mynd- bandinu en Einar segir bresku fram- leiðendurna borga þeim sem hreppi hlutverk. „Þeir borga 100 pund á haus,“ en eins og staða gengisins er í dag eru það rúmar 17.500 krónur. Einar seg- ir það algengt gjald fyrir slíka vinnu í Bretlandi en vera sérlega hagstætt hérna sökum stöðu krónunnar. „Það er alls ekki slæm búbót,“ segir Einar en aðeins hluti myndbandsins er tekinn upp í Officera-klúbbnum. „Tökur fara fram á fimmtudagskvöld og standa frá sirka fimm til miðnættis,“ en Ein- ar segir að útlit staðarins hafi hent- að myndbandinu vel. „Þetta lag er með svona sixtís sveiflufíling og þess vegna hentar „vintage“ útlit Officera-klúbbsins vel.“ Prufurnar fara fram í stúd- íóum Sagafilm sem eru til húsa í gamla Sjónvarpshús- inu á Laugavegi 176 og hefj- ast klukkan 12.00. „Saga- film er að vinna þetta með þekktu bresku framleiðslu- fyrirtæki,“ en verið er að leita jafnt að stelpum sem strákum. „Þótt prufurnar byrji tólf er hægt að mæta og skrá sig til þrjú.“ „Þær koma með seinni vélinni frá London í kvöld (í gær),“ en Einar segir að stúlkurnar úr Nylon ætli að snæða kvöldverð með meðlimum Girls Al- oud og fylgdarliði þeirra í kvöld en stúlkurnar kynntust þeim vel meðan á tónleikaferðalag- inu stóð. Nylon kom meðal annars fram með Girls Al- oud á hinum geysistóra Wembley- leikvangi. asgeir@dv.is stúlknasveitin Girls aloud er stödd á land- inu til að taka upp tónlistarmyndband. Einar Bárðarson leitar að ungu fólki á aldrinum 18 til 30 ára til þess að leika í myndbandinu en prufur fara fram í dag í stúdíóum sagafilm. Girls Aloud Stelpurnar eru komnar til landsins. Einar Bárðarson Þeir sem hreppa hlutverk fá greidd 100 pund. Nylon kom fram með girls aloud á Wembley.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.