Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 21
miðvikudagur 1. apríl 2009 21Fókus á miðvikudegi Eivör á Nasa Færeyski söngfuglinn Eivör Pálsdóttir heldur tónleika á NASA næst- komandi föstudag. Hún hélt síðast tónleika hér á landi í Langholts- kirkju í byrjun ársins og komust þá færri að en vildu. Nú er Eivör með hörkuband á bak við sig og hyggst spila ný lög af væntanlegri plötu í bland við vel þekkta smelli. Tónleikarnir eru liður í tónleika- ferð um Ísland sem Eivör er að leggja upp í. Miðasala er á midi.is. EiNs kvölds hátíð Nokia on Ice-tónlistarhátíðin verður haldin í annað sinn núna á föstu- daginn í Listasafni Reykjavíkur og á Sódómu Reykjavík. Bæði þekktustu hljómsveitir landsins og björtustu vonirnar koma fram á hátíðinni. Í Listasafninu verða Bang Gang, Dr. Spock, Jeff Who? og Sometime sem hefur verið á tónleikaferð um Evrópu og spilaði meðal annars á Great Escape-tónlistarhátíðinni í Brighton. Á Sódómu Reykjavík verða hljómsveitirnar Mammút, Sudden Weather Change, sem var valin von- arstjarna ársins 2009, Cosmic Call, Bárujárn og DJ Matti. Hátíðin hefst kl. 22, miðinn kostar 2.500 krónur og er miðasala á midi.is. Blúshátíð í rEykjavík Blúshátíð í Reykjavík 2009 hefst næstkomandi laugardag og stendur til 9. apríl. Hátíðin hefst með Blúsdegi – Blús í miðborg- inn – á laugardeginum og að vanda verða þrennir stórtónleik- ar á Hilton Reykjavík Nordica. Þeir fyrstu verða næstkomandi þriðjudag þar sem hin lifandi goðsögn, Pinetop Perkins, spilar með Vinum Dóra. Perkins er einn af síðustu blúsmönnum fyrstu kynslóðar blúsmanna sem enn lifa og enn spila, níutíu og fimm ára að aldri. Á meðal annarra tónlistarmanna sem spila á hátíð- inni eru Willie „Big Eyes“ Smith and the Blue Ice Band, Nordic All Stars Blues Band, Deitra Farr, KK, Blúsmenn Andreu og Mugison. Nánar um hátíðina á blues.is. sýNiNg um íslENska kvik- myNdagErð Sýningin Ísland:Kvikmyndir var opnuð í Þjóðmenningarhúsinu um síðustu helgi. Þar er í fyrsta skipti dregin upp mynd af þróun kvik- myndagerðar á Íslandi á árabil- inu 1904 til 2008. Myndbrot sýnd á skjáum endur- spegla andrúms- loft og umfjöllun- arefni mikilvægra kvikmynda. Á fjórum „kvikmynda- eyjum“ er hægt að horfa á um hundrað kvikmyndir að eigin vali í fullri lengd og eru þær flokkaðar í leiknar myndir, stuttmyndir, heim- ildamyndir og myndir byggðar á bókmenntaverkum. Sýningin stend- ur til 10. janúar á næsta ári. Rock Band-leikurinn varð að al- gjörri sprengju á tölvuleikjamark- aðinum þegar leikurinn kom út árið 2008. Áður höfðu í mesta lagi tveir vinir rokkað saman í Guitar Hero en með komu Rock Band gat heill vinahópur tekið lagið. Rock Band er án efa einn af skemmti- legustu leikjum síðari ára og gefur í raun góða mynd af framtíð tölvu- leikja, hvernig þeir verða og geta þróast og svo framvegis. Það eina sem háir þessum leik og þá sérstaklega hér á landi og þá sér- staklega í þessari bévítans kreppu er verðið. Til þess að geta upplifað allt sem Rock Band hefur upp á að bjóða þarftu nefnilega míkrófón, trommur og gítar, þú getur reynd- að notað Guitar Hero gítarana en skemmtilegast er að nota tvo slíka. Þegar þú ert kominn með all- an pakkann skaltu hugsa vel um hann því fólk hefur lent í því að til dæmis pedalinn á trommunum brotni og þar fram eftir götunum. En aftur að leiknum sjálfum. Nú er kominn út nýr Rock Band- leikur með fullt af nýjum lögum. Flestir sem spiluðu þennan leik eitthvað að ráði voru eflaust komnir með nóg af lögunum í fyrsta leikn- um. Þeir sem líta á Rock Band sem lífsstíl voru eflaust búnir að endur- nýja lagalistann í gegnum netversl- anir PS3 og X360 en alls ekki allir. Í kringum 84 lög eru í leiknum en lagalistinn er frekar fjölbreytt- ur og því ættu allir tónlistaraðdá- endur að geta fundið eitthvað fyr- ir sinn snúð. Meðal laga er Chop Suey með System of a Down, Ev- erlong með Foo Fighters, Livin’ on a Prayer með Bon Jovi og You Ouchta Know með Alanis Morris- ette. Litlar breytingar hafa verið gerðar á leiknum sjálfum fyrir utan eina breytingu í netspiluninni. Í nýja leiknum getur þú hoppað inn í hljómsveitir hjá öðrum og aðrir geta hoppað inn í hljómsveitina þína og spilað með þér leikinn. En svona heilt á litið er þetta eflaust einn skemmtilegasti partí- leikur sem hefur komið út á leikja- tölvur. Það jafnast ekkert á við það að grípa í leikinn á föstudags- eða laugardagskvöldum og þá sér- staklega í góðra vina hópi. Mæli eindregið með honum en verð að taka af honum stjörnu vegna þess hve dýr Rock Band-pakkinn er hér á landi. Atli Már Gylfason Frábær partíleikur Fyrir um fimmtán árum stökk Happy Madison-klíkan fram á sjón- arsviðið, með Adam Sandler í far- arbroddi, í gamanmyndunum Billy Madison og Happy Gilmore. Flestir komu þeir úr gamanþáttunum Sat- urday Night Live. Þeir voru óhemju- sniðugir, hæfilega öðruvísi en um- fram allt voru þeir eiturferskir. Síðan þá hefur margt breyst. Meðal annars hefur Adam Sandler ving- ast við hinn gáskafulla Kevin James með hræðilegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Nýjasta myndin úr smiðju þess- ara pilta er Paul Blart: Mall Cop. Dæmigerð saga um hjartahlýjan lús- er eins og Bandaríkjamenn vilja sjá, aftur og aftur. Paul er ógiftur, starf- ar sem öryggisvörður í verslana- miðstöð, vill verða lögga en þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem veldur því að hann sofnar ef hann innbyrð- ir ekki sykur. Hlæ hlæ í poka. Þegar svo hallærislegustu og mest ósann- færandi glæpamenn kvikmynda- sögunnar gera árás á verslanamið- stöðina færist fjör í leikinn. Paul Blart: Mall Cop er skelfileg kvikmynd. Hún er illa skrifuð og af slíku metnaðarleysi að maður nán- ast gleymir dýrðardögum Happy Madison. Kevin James er góður gamanleikari, með hresst látbragð og svo er hann vaxinn eins og nas- hyrningur. Þarna tekst honum að grínast nett, en hann nær aldrei flugi. Einhver drullusokkurinn sagði mér að grínistar væru eins og ávext- ir. Ferskir fyrst en rotna svo með tím- anum. Ömurleg spakmæli. En Paul Blart er vond mynd og bara til vitnis um hvað endurnýjun þeirra Happy Madison er léleg. Ef fólk vill sjá grín í verslanamiðstöð með ferskum blæ, mæli ég heldur með Observe & Rep- ort sem frumsýnd verður seinna í mánuðinum á Íslandi. Þar eru Seth Rogen og Jody Hill í fararbroddi, en þeir eru ferskustu eplin í körfunni um þessar mundir. Dóri DNA EpliN sEm otNu Kevin James Úr sjónvarpsþáttunum The king of Queens leikur aðalhlutverkið í paul Blart: mall Cop. Paul Blart: Mall CoP Leikstjóri: Steve Carr Aðalhlutverk: kevin James, Jayma mays, keir O’donnell, Bobby Cannavale kvikmyndir roCk Band 2 Tegund: Hljómsveitar- og partíleikur Spilast á: X360 og pS3 tölvuleikir Dýr pakki Það eina sem háir rock Band er hversu dýr pakkinn er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.