Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 8
miðvikudagur 1. apríl 20098 Fréttir Stjórnvöld herða gjaldeyrishöft til þess að verjast gengissigi krónunnar. Gjaldeyris- kreppan þjakar þjóðina langt umfram það sem aðrar þjóðir þurfa að þola í heimskrepp- unni. Stjórnarflokkarnir takast á um framtíðarlausn á gjaldeyrisvanda þjóðarinnar. Króna með þjóð í sjálfheldu Krónan er sem heit kartafla sem stjórnarflokkarnir kasta á milli sín. Vinstrigræn telja að krónan verði hér næstu árin og vilja miða aðgerð- ir stjórnvalda að því að skapa stöðug- leika með henni. Óþol Samfylkingar- innar vex, en hún telur eitt brýnasta efnahagsúrræðið vera að sækja sem fyrst um aðild að Evrópusamband- inu og miða aðgerðir í átt að stöðug- leika við að evra verði tekin upp hér á landi eins fljótt og auðið er. Króna á útsölu erlendis Þrátt fyrir háa stýrivexti og gjaldeyr- ishöft hefur gengi krónunnar lækkað að undanförnu og slök skil á gjald- eyri fyrir útflutning á vöru og þjón- ustu hafa nú orðið til þess að gripið hefur verið til hertra gjaldeyrishafta með lögum. Ástæðan er sú að brögð eru að því að útflytjendur kaupi íslenska krónu á niðursettu verði í viðskiptalöndum fyrir gjaldeyristekjur sínar af fiski eða öðrum afurðum. Selji fyrirtæki fiska- furðir fyrir 100 þúsund evrur get- ur fyrirtækið keypt um 25 milljón- ir íslenskra króna fyrir þær erlendis. Komi sama fyrirtæki með evrurn- ar 100 þúsund til landsins og skipti þeim í íslenskar krónur á seðlabanka- genginu hefði það í gær feng- ið liðlega 16 milljón- ir króna. Jafnvel þótt ís- lenska fyrir- tækið semdi við er- lendan kaupanda um að fá greitt í íslenskum krónum gegn þókn- un væri hagur íslenska fyrirtækisins eftir sem áður mikill af því að kaupa ekki krónur á seðlabankagenginu og skila ekki gjaldeyrinum milliliðalaust til landsins. Spennitreyja haftanna Það er þó lögbundið og í gær var í skyndingu lagt fram frumvarp um að allan útflutning skuli skrá í erlendri mynt. Í greinargerð með frumvarpinu seg- ir að sterkar vísbendingar séu um að því markmiði með skilaskyldunni að byggja upp gjaldeyrisforða vegna útflutningstekna verði ekki náð þar sem útflytjendur séu ekki skuld- bundnir til að selja útflutningsafurð- ir í erlendum gjaldmiðli. „Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands og tollyfirvöldum eru vísbendingar um að verðmæti útfluttra vara sem greitt er fyrir með íslenskum krónum á tímabilinu janúar til mars á þessu ári sé nærri 2 milljörðum króna hærri en á sama tíma árið 2008. Innflutningur til landsins hefur einnig dregist sam- an sem ætti að gefa frekari grundvöll fyrir styrkingu krónunnar. Veiking gengis gefur því vísbendingar um að einhverjir útflytjendur fái greitt fyr- ir vörur sínar innan lands með ís- lenskum krónum en að kaupandinn greiði, annaðhvort beint eða í gegn- um millilið, í erlendum gjaldmiðli til aðila utan landsteinanna. Þannig er dregið mjög úr áhrifamætti gjaldeyr- isreglna Seðlabankans.“ Ágreiningur stjórnar- flokkanna um krónuna Steingrímur segir að vaxtalækkun sé forgangsmál en einnig verði að reyna að tappa þrýstingnum af kerfinu. Hann neitar því að krónan sé óhæf- ur gjaldmiðill. „Krónan er ekki ónýt. Það er bara búið að stjórna svo illa hér að hún er grátt leikin. Við höfum alveg forsendur til að hafa hér stöð- ugan gjaldmiðil og skráðan á rétt- um forsendum ef við stjórnum okkar málum almennilega. Augljósasta sönnun þess er náttúrlega já- kvæður jöfnuður í viðskipt- um Íslands við önnur lönd. Það mun styrkja gjaldmiðilinn hvað sem hann heitir.“ Steingrímur tel- ur að ef vel sé stjórn- að verði í lagi með krónuna. „Ef menn stjórna illa endar það illa. Ef menn eyða meiru en þeir afla árum saman skiptir engu máli hvort þeir eyða of miklu í dollurum, pundum, evrum eða krónum. Það kemur alltaf að skuldadögum.“ Jóhanna Sig- urðardóttir, forsæt- isráðherra er ekki sammála því að góð efnahagsstjórn dugi. „Ég tel krónuna allt of veika og sé hana ekki til frambúð- ar sem okkar gjaldmiðil. Ég vil sem fyrst taka upp evru. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir hjá mér og mínum flokki.“ Krónan gjaldmiðillinn næstu árin „Krónan er og verður okkar gjald- miðill næstu árin, algerlega óháð því hvað menn vilja gera í framhaldinu,“ segir Seingrímur ennfremur. Þess vegna er það mikilvægt að við töl- um um hana þannig og við vinnum þannig að hún gagnist okkur sem best á meðan. Ég mun ekki sem ráð- herra tala íslensku krónuna niður á meðan hún er okkar gjaldmiðill næstu árin. Ég mun vinna að því að styrkja hana. Við vitum öll við hvaða erfiðleika er að glíma og álagið sem miklar skuldir valda krónunni. Við erum föst í klemmu hárra vaxta og ójafnvægis í hagkerfinu og úr út því þurfum við að vinna okkur og þess vegna er þróunin undanfarnar vikur okkur áhyggjuefni. En það þýðir ekki að það sé ekki hægt að koma þessu á réttan kúrs.“ Fyrirtæki í sjálfheldu Útflutningsgreinarnar eru í afleitri stöðu líkt og önnur fyrirtæki. Háir vextir til verndar krónunni eru þeim afar mótdrægir og nú eru blikur á lofti um að veiking krónunnar kunni að tefja hraða lækkun stýrivaxta. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins, segir málin öfugsnúin. Verst fari gengissveiflurnar, gjaldeyrishöft og ógnarvextir með fyrirtækin. „Allt er þetta til bölvunar fyrir iðnaðinn og allt atvinnulíf. Þetta virðist vera í sjálfheldu. Menn mættu skoða það betur hvers vegna gjaldeyrir skilar sér ekki til landsins. Við erum með ónýtt kerfi sem er grundvallarvandi. Stjórnvöld skulda atvinnulífinu útskýringar á því hvað þau ætlast fyr- ir ef ekki verður tekin ákvörðun um aðildarumsókn að Evrópusamband- inu og upptöku evru. Okkur hefur ekki verið bent á aðra kosti.“ Jón Steindór segir að borin von sé að unnt sé að halda krónunni. Með því að reyna að skapa fjármála- stöðugleika með krónunni sé verið að velja framtíð. „Við getum aldrei stjórnað vel með krónunni í frjálsum og alþjóðlegum viðskiptum. Okkur tókst það og með því að gæla áfram við þann kost værum við að reyna að leika list hins ómögulega.“ Jón Seindór segist telja sam- þykkt Sjálfstæðisflokksins um tvö- falda þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB og evru vera dæmigerða aðferð til að tefja mál og vinna tíma. Menn verði að hafa samningsdrög við ESB í höndunum til þess að taka afstöðu til. Ekki ætti að tefja lausnir á bráða- vanda þjóðarinnar. „Stjórnvöld skulda atvinnulíf- inu útskýringar á hvað þau ætlast fyrir.“ Jóhann hauKSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Forsætisráðherra „Ég tel krónuna allt of veika og sé hana ekki til frambúðar sem okkar gjaldmiðil. Ég vil sem fyrst taka upp evru. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir hjá mér og mínum flokki,“ segir Jóhanna Sigurðar- dóttir. Fjármálaráðherra „krónan er og verður okkar gjald- miðill næstu árin, algerlega óháð því hvað menn vilja gera í framhaldinu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Öfugsnúið „ við erum með ónýtt kerfi sem er grundvallarvandi,“ segir Jón Steindór valdimarsson. Guðlaugur til varnar davíð Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, bendir á bloggsíðu sinni á að nettó skuldir þjóðarbúsins hafi hækkað um 422 milljarða króna síðan Davíð Oddsson hætti í Seðlabankanum. Hann segir að krónan hafi verið í frjálsu falli síðan Davíð fór úr bankanum og sundurliðar skuldaaukninguna. „Það hlýtur að vera skoðunar virði þegar fyrrverandi seðla- bankastjóri heldur því fram að nýr seðlabankastóri og Fjár- málaeftirlitið hafi gert mikil mistök í tengslum við Straum, SPRON og Sparisjóðabankann. Hvað sem því líður hefur krónan verið í frjálsu falli síðan Davíð fór úr bankanum og hér er í töflu þróunin frá því að hann yfirgaf bankann.“ Næstum keyrt á einn félagann Mikil hálka var í Kömbun- um á Hellisheiði í gærkvöldi. Héraðsfréttavefurinn Sunn- lendingur.is hafði þó eftir björgunarsveitarmanni í Hveragerði í gær að litlu hefði mátt muna að einn félaga hans hefði verið ekinn niður. Björgunarsveitarmenn voru á Hellisheiði til að að- stoða vegfarendur sem lent höfðu í hremmingum. „Einn úr björgunarsveitinni var næstum ekinn niður og í raun mjög heppinn að verða ekki fyrir bílnum. Ef hann hefði verið búinn að stíga skrefið til fulls sem hann var byrjaður að taka hefði bíllinn lent á honum,“ sagði björgun- arsveitarmaðurinn í samtali við Sunnlending. skoða kaup eigna Baugs Gaumur, félag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, keypti fjórar verðmætar fast- eignir Baugs Group síðastlið- ið haust. Skiptastjóri þrotabús Baugs skoðar nú hvort verð- mætum hafi verið skotið undan. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær. Skoðunin snýr að fjórum fast- eignum, tveimur í London, einni í Kaupmannahöfn og skíðasetri í Frakklandi. Verðmæti þessara eigna er talið hlaupa á hundruð- um milljóna. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði í samtali við RÚV að viðskiptin hafi farið fram eftir mat þriðja aðila og hann telji þau með öllu eðlileg. sluppu eftir bílveltu Fjórir menn sluppu án teljandi meiðsla þegar fólksbíll þeirra fór út af veginum við Biskups- tungnabraut í Árborg og valt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var bíllinn fluttur með kranabíl af slysstað. Það sem varð mönnunum til happs er hversu mjúkur snjórinn var í kringum veginn en svo virt- ist sem bíllinn hafi sloppið að mestu við skemmdir vegna þess. Mjög slæmt skyggni var á slys- staðnum í gær og bað lögregla fólk um að fara varlega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.