Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 17
miðvikudagur 1. apríl 2009 17Sport Ísland eða oddaleikur? Stuðningsmenn kvennaliða Hauka og kr standa frammi fyrir miklum valkvíða í kvöld. Odda- og hreinn úrslitaleikur iceland Express-deildar kvenna fer þá fram á heimavelli deildarmeistaranna, Hauka, að Ásvöllum. Einvígið hefur verið hreint frábært en kr tryggði sér oddaleik í skemmtilegum leik í dHl-höllinni á sunnudaginn var. leikurinn fer hins vegar fram á versta tíma, á morgun klukkan 19.15. Á sama tíma, eða klukkan 19.00, hefst hinn gífurlega mikilvægi landsleikur íslands gegn Skotlandi sem er í beinni útsendingu en leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu. Stuðn- ingsmenn liðanna eru ekki í öfundsverðu hlutverki að þurfa að gera upp á milli liða sinna og íslenska landsliðsins. „Þetta er gífurlega mikilvægur leik- ur fyrir skosku þjóðina. Ég verð að líta á hann sem bikarúrslitaleik,“ sagði George Burley, þjálfari skoska knattspyrnulandliðsins, um leikinn gegn Íslandi í undankeppni heims- meistaramótsins í kvöld. „Það verð- ur mjög erfitt fyrir okkur að komast á HM ef við vinnum ekki þennan leik. Við verðum að vera mjög jákvæðir,“ bætti Burley við. Undir stjórn Burleys hefur lið- ið aðeins unnið einn af átta leikj- um en það var einmitt gegn Íslandi í Laugardalnum síðasta haust. Skot- land vann þá 2-1 með mörkum Jam- es McFadden og Kirk Broadfoot en hvorugur þeirra er með vegna meiðsla. Sigurinn síðasta haust skiptir engu þegar liðin verða kom- in út á Hampden Park í kvöld. „Ísland er gott lið. Það berst mik- ið, sigraði Makedóníu og náði í gott jafntefli gegn Noregi á útivelli. Ís- land hefur náð góðum úrslitum og á eftir að gera okkur mjög erfitt fyrir í leiknum. Við verðum að spila okkar besta leik til að sigra það lið,“ sagði Burley. Ísland tapaði fyrir Hollandi, 3- 0, á laugardaginn en aðstoðarþjálf- arinn Terry Butcher segir þó þessa landsleikjatörn geta endað á já- kvæðan hátt. „Það var alltaf okk- ar markmið að fá minnst þrjú stig í þessum tveimur leikjum en það skipti engu máli í hvorum leiknum það væri. Við þurfum ekkert að spila einhvern frábæran fótbolta gegn Ís- landi. Bara svo lengi sem við skor- um einu marki meira getum við allir andað léttar í bili,“ sagði Terry Butcher. tomas@dv.is George Burley, þjálfari Skotlands, á blaðamannafundi í gær: Bikarúrslitaleikur gegn Íslandi drillo Í dalinn Norska knattspyrnusambandið staðfesti í gær að þjóðhetjan þar í landi, Egil „drillo“ Olsen, stýrði norska landsliðinu út undankeppni heimsmeistaramótsins en Noregur er í níunda riðli með íslandi. Noregi gekk afleitlega undir stjórn fyrrverandi þjálfara, Åge Hareide, en frammistaðan og ekki síst sigur í æfingaleik gegn Þýskalandi varð til þess að drillo var ráðinn út undankeppnina. drillo var maðurinn á bak við glæstan árangur Noregs á tíunda áratugnum þegar hann kom liðinu á Hm 1994 og aftur fjórum árum seinna. ljóst er að þessi norska þjóðhetja mætir með Noregi í laugardalinn þegar það mætir íslandi í undankeppninni í haust. gjalda fyrir árangur luca de montezemolo, forseti Ferrari-liðsins í Formúlu 1, segir slæman árangur liðsins í Ástralíu- kappakstrinum um helgina vera titilbaráttu síðasta árs að kenna. Ferrari var þá í baráttu bæði í keppni bílasmiða og ökuþóra, vann þá fyrri en Felipe massa missti af ökumanns- titlinum með einu stigi. „Það er engin spurning að við gjöldum nú fyrir síðasta tímabil þar sem mótið réðst ekki fyrr en í síðustu beygju síðasta hrings. við og mclaren þurftum að þróa bílana okkar fyrir hverja keppni allt til enda á meðan önnur lið gátu hafist handa við að smíða nýjan bíl mánuðum fyrr,“ segir forsetinn. Báðir ökumenn Ferrari féllu úr keppni á sunnudaginn en heimsmeistarinn lewis Hamilton á mclaren varð fjórði og síðar færður upp í þriðja sætið. Persie vill titla Hollenski framherjinn robin van persie stendur ekki bara í ströngu með hollenska landsliðinu því hann er einnig í miðjum samningaviðræð- um við arsenal. Sagt er að hann vilji fá 80.000 pund í vikulaun og geti arsenal ekki reitt það fram bíði Barcelona átekta. „Samningaviðræð- urnar við arsenal halda áfram og það er allt mjög jákvætt í þeim. Síðasta tilboð þeirra var gott peningalega séð en þetta snýst ekki bara um peninga. Félagið þarf einnig að mæta kröfum sem ég geri um titla því ég vil vinna fleiri svoleiðis á ferlinum,“ segir van persie. umSjóN: tómaS Þór ÞórðarSON, tomas@dv.is / sport@dv.is „Líkamlega erum við nægilega sterkir til að mæta Skotunum. Þetta er bara spurning um hugarfarið og viljann. Það þarf að vera í lagi þegar að leikn- um kemur,“ segir Ólafur Jóhannes- son, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, um hinn gífurlega mikilvæga lands- leik Íslands gegn Skotum sem fram fer á Hampden Park í kvöld. Bæði liðin hafa fjögur stig og á sama tíma mætir Holland Makedóníu. Vinni Ís- land því Skotana í fyrsta skiptið eru strákarnir komnir í lykilstöðu um annað sætið í níunda riðli sem gæti gefið sæti í umspili fyrir heimsmeist- aramótið í Suður-Afríku 2010. Ánægður með stig Skotland sótti Holland heim í sama riðli á laugardaginn þar sem heima- menn fóru með auðveldan sigur af hólmi, 3-0. „Ég vil meina að Skotar hafi verið mjög slakir í fyrri hálfleik á móti Hollendingum og reyndu ekki mikið þótt þeir hafi ver- ið skárri í seinni hálfleik. Ég hafði það á tilfinningunni að þeir væru að bíða eftir leikn- um gegn okkur og höfðu litla trú á að þeir gætu fengið eitt- hvað út úr leiknum gegn Hollandi,“ segir Ólafur sem væri ánægður með eitt stig í leiknum í kvöld. „Ég hugsa að ég yrði ánægð- ur með stig. En eins og við höfum þorað að segja í fjölmiðlum teljum við okkur eiga möguleika á að ná í þrjú stig hérna. Vissulega þarf allt að ganga upp hjá okkur. Hver einasti maður þarf að eiga sinn besta leik og smá heppni þarf að fylgja okkur. Við trúum því að það geti gerst.“ Óhræddir við smá pressu Íslenski hópur- inn er heill segir Ólafur en þeg- ar DV ræddi við hann í gær var enn óljóst hvort Emil Hallfreðsson væri klár. Meiðsla- vandræði eru þó í íslenska liðinu en í það vant- ar Heiðar Helguson, Brynjar Björn, Birki Má og þá er Stefán Gíslason í banni. „Það eru ákveðin meiðsli í liðinu sem skipta okkur máli því það vantar reynslumikla menn. Þessi leikur er mikilvægur þannig við þurf- um á reynslumiklum mönnum að halda. Það þýðir samt ekkert að væla yfir því.. Við eigum fullt af fínum fót- boltamönnum og þeir spila leikinn,“ segir Ólafur sem er vel meðvitaður um þau fjölmörgu skipti sem íslenska landsliðið hefur bognað undan mikl- um væntingum þjóðarinnar. „Þetta gengur út á að menn séu með rétt spennustig á leikdegi. Við erum að reyna að sjá til þess að svo verði. Þegar væntingar eru miklar og annað hafa menn drullað á sig en við höfum rætt það og erum óhræddir við að setja smá pressu á okkur sem við og gerum fyrir þennan leik,“ segir Ólafur Jóhannsson landsliðsþjálfari. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Íslenska landsliðið mætir því skoska á morgun í undankeppni heimsmeistaramótsins. Með fyrsta sigri Íslands á Skotlandi frá upphafi og hagstæðum úrslitum í hinum leik riðilsins gæti Ísland verið komið í lykilstöðu um annað sætið í níunda riðli. Óhræddir við smá Pressu Eiður Smári Guðjohnsen Er heill af magakveisu og tilbúinn í Skotana. MYND RÓBERT REYNISSON Ólafur Jóhannsson trúir á sigur í Skotlandi. MYND RÓBERT REYNISSON 3-0 tap í Hollandi Skotar ætluðu sér þrjú stig úr leikjunum gegn Hollandi og íslandi. MYND AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.