Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Page 10
miðvikudagur 1. apríl 200910 Neytendur 50 erindi á dag Neytendasamtökin halda úti leið- beininga- og kvörtunarþjónustu þar sem fólk getur komið ábend- ingum um neytendamál á fram- færi. Í Neytendablaðinu kemur fram að í fyrra hafi 12.643 erindi borist samtökunum. Nærri lætur því að um 50 erindi berist á hverj- um virkum degi. Fram kemur að flest erindin hafi borist vegna verðlags og auglýsinga, ferðalaga, fjármálafyrirtækja og raftækja. Einnig hafi margar borist vegna bifreiða- og fjarskiptafyrirtækja. Álagið var mest eftir bankahrun- ið en alls hafði þjónustan milli- göngu í 235 kvörtunarmálum. Skýrslu kvörtunarþjónustunnar má lesa á ns.is. Kvartaðu sKriflega Á síðu Neytendasamtakanna, ns- .is, er neytendum ráðlegt að bera kvartanir sínar vegna samskipta við seljendur fram skriflega, mik- ilvægt sé að geta sannað hvað fer fram í samskiptum við seljend- ur. „Mjög algengt er að leiðbein- inga- og kvörtunarþjónustunni berist mál þar sem neytandinn á að vísu rétt en erfitt getur ver- ið að sanna hann. Atvik eru þá þannig að kvörtun hefur átt sér stað í síma og búið er að gleyma nafni viðmælanda og hvenær símalið fór fram. Þá er mjög erf- itt að sanna eftir á hvað fer fram í símtali. Til að draga úr sönn- unarerfiðleikum eru neytendur því hvattir til að senda kvörtun frekar í tölvupósti sé þess nokkur kostur.“ n Kona hafði samband við DV og sagði Hagkaup selja kardimommur frá Pottagöldrum á 31.200 krónur kílóið. Hún benti hins vegar á að í versluninni Asian á Suðurlandsbraut væri kílóverð af kardimommum á um 2 þúsund krónur og því ríflega fimmt- ánfalt lægra. n Lofið fær útistarfsmaður Shell í Ábrænum. Ungur maður kom á bíl og þurfti aðstoð með loft í dekkjum. Hún var veitt með bros á vör. Svo kom á daginn að bremsu- vökva vantaði en viðskiptavin- urinn var auralítill. Starfsmað- urinn setti það ekki fyrir sig, sótti bremsuvökva úr eigin bíl og fyllti á hjá manninum unga. SENdið lOF Eða laST Á NEYTENdur@dv.iS Dísilolía algengt verð verð á lítra 147,3 kr. verð á lítra 154,1 kr. skeifunni verð á lítra 145,8 kr. verð á lítra 152,6 kr. algengt verð verð á lítra 147,9 kr. verð á lítra 154,9 kr. bensín Kænunni verð á lítra 145,6 kr. verð á lítra 152,4 kr. fjarðarkaupum verð á lítra 145,3 kr. verð á lítra 152,5 kr. algengt verð verð á lítra 147,3 kr. verð á lítra 154,1 kr. umSjóN: Baldur guðmuNdSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i „Þetta er lélegur brandari“ „Samfylkingin og vinstri grænir eru að reyna að búa til endalausar biðraðir þar sem fólk þarf að lýsa sig ómaga til að fá einhverja leiðréttingu.“ Ný lög um greiðsluaðlögun, sem taka gildi í dag eru einungis sett til að uppfylla kosn- ingaloforð að mati Vésteins Gauta Haukssonar, stjórnarmanns í Hagsmunasamtök- um heimilanna. Lögin geri ekkert fyrir þorra fólks. Gert er ráð fyrir að 100 til 200 manns muni fá að nýta sér greiðsluaðlögun á ársgrundvelli. „Það er ekki verið að gera neitt annað en að slá ryki í augu almennings. Þetta er kjarninn í því sem Samfylkingin kallar skjaldborg um heimilin og þeir eru að gera ráð fyrir að hundrað til tvö hundruð manns geti nýtt sér þetta á ársgrundvelli. Þetta er lélegur brand- ari,“ segir Vésteinn Gauti Hauksson, varaformaður stjórnar Hagsmuna- samtaka heimilanna. Í dag taka gildi lög um greiðslu- aðlögun, sem samþykkt voru með 46 samhljóða atkvæðum á Alþingi í fyrra- dag. Eftir lögunum hefur verið beð- ið með mikilli óþreyju en samkvæmt þeim getur maður leitað nauðasamn- ings til greiðsluaðlögunar ef hann sýnir fram á að hann sé og verði um fyrirséða framtíð ófær um að standa í skilum með skuldbindingar sín- ar, eins og það er orðað í lögunum. Í nauðasamningum er það metið, með aðstoð dómstóla, hversu hátt hlut- fall af heildarskuldum einstaklingar í greiðsluvandræðum geti greitt. Það sem út af stendur er ýmist fellt niður eða greiðslum frestað þannig að ein- staklingar fari ekki í þrot. Hafnað á ýmsum forsendum Lögin sem taka gildi í dag ná þó ekki til einstaklinga sem hafa borið ábyrgð á atvinnustarfsemi undanfarin þrjú ár, nema rekstrinum hafi verið hætt og skuldirnar á honum séu tiltölulega lítill hluti af heildarskuldum þeirra. Beiðnin um greiðsluaðlögun þarf að fara í gegnum héraðsdómara en henni þurfa að fylgja mjög ítarleg gögn um fjárhags- og skuldastöðu þess sem eftir greiðsluaðlögun ósk- ar. Dómarinn getur hafnað beiðninni á ýmsum forsendum. Meðal annars ef upplýsingarnar gefa ekki nægilega glögga mynd af fjárhag skuldara eða væntanlegri þróun fjárhags hans. Þá er einnig hægt að hafna beiðninni ef skuldari hefur hagað fjármálum sín- um á verulega ámælisverðan hátt eða tekið áhættu sem ekki var í samræmi við fjárhagsstöðu hans á þeim tíma eða ef skuldari hefur ekki staðið í skil- um við lánardrottna þó hann hafi get- að það að einhverju eða öllu leyti. Einn til þrír að aðstoða Í greinargerð fjármálaráðuneytisins um lögin er gert ráð fyrir því að á bilinu hundrað til tvö hundruð manns muni fá heimild til að nýta sér greiðsluaðlög- un á ársgrundvelli. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna veiti fólki aðstoð við gerð beiðnar um greiðsluaðlögun, án endurgjalds. Ekki er gert ráð fyrir miklum mannafla til verksins, ef marka má greinargerðina. „Gert hefur verið ráð fyrir að ráða þurfi a.m.k. einn viðbótarstarfsmann og jafnvel allt að þrjá ef spurn eftir þjón- ustunni verður mjög mikil,“ segir þar meðal annars. Skelfilegur brandari Lögin sem nú taka gildi ná ekki til veðsettra eigna, svo sem skulda vegna húsnæðis, en gert er ráð fyrir því að lög um veðskuldir verði sam- þykkt á Alþingi fyrir þinglok. Vé- steinn segir almennt gott að setja lög um greiðsluaðlögun en bætir við að þessi lög séu einungis miðuð að því að bjarga þeim sem eru komnir í svo mikil vandræði að gjaldþrot blasi við. Hann er ekki bjartsýnn á þau lög sem eru sögð í bígerð. Hann segir að með lögunum um innheimtukostn- að hafi til dæmis ekki náðst sá árang- ur sem almenningur vonaðist eftir. „Lögin kváðu á um að innheimtu- kostnaður mætti ekki vera hærri en eitthvað ákveðið NEMA til kæmi út- lagður kostnaður. Á bak við hvert einasta fyrirtæki er lögfræðiskrifstofa sem sendir fólki reikninga. Þeir mega ennþá rukka að vild. Ég veit til dæmis um mann sem hætti að geta borgað af iðnaðarhúsnæði, sem á hvíldi er- lent lán. Hann fékk bréf frá lögfræð- ingi þar sem hann var krafinn um 13 milljónir í innheimtukostnað,“ segir Vésteinn. Hann segir að þessi lög séu bara til að uppfylla einhver kosningalof- orð. „Það er aldrei settur punktur á bakvið setninguna sem skiptir máli. Þetta er skelfilegur brandari og við einfaldlega baulum á þetta. Samfylk- ingin og vinstri grænir eru að reyna að búa til endalausar biðraðir þar sem fólk þarf að lýsa sig ómaga til að fá einhverja leiðréttingu. Fólki verður ekki hjálpað út úr vandræðum sín- um með þessari lagasetningu,“ segir hann og bætir við: „Það þarf að leið- rétta þau svik sem framin voru gagn- vart íslensku þjóðinni árin 2007 og 2008. Það verður ekki gert með þess- um lögum, það er alveg klárt.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Ryk í augu almennings vésteinn gauti Hauksson, varaformaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, segir ríkisstjórnina slá ryki í augu almennings. MyND GUNNAR GUNARSSON Fólk í biðröð vésteinn gauti Hauksson segir ríkisstjórnina búa til langar og niðurlægjandi biðraðir með lagasetningum sínum. Þær leysi engan vanda. MyND SiGtRyGGUR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.