Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 15
miðvikudagur 1. apríl 2009 15Umræða Hver er maðurinn? „margeir pétursson, formaður stjórnar mp Banka.“ Hvað drífur þig áfram? „Framfarir.“ Hvar ertu uppalinn? „í vogunum í reykjavík.“ Hvað er mesta lostæti sem þú veist um? „Ætli það sé ekki humar.“ Hver var lykillinn að velgengni MP Banka á síðasta ári? „Ef það er hægt að tala um velgengni var það bara áhættufælni og árvekni.“ Nýtist reynsla þín úr skákinni í viðskiptum? „Já, hún gerir það.“ Hafið þið mikla trú á vörumerk- inu Spron? „Já. Spron hefur fengið bestu einkunnir í ánægjuvoginni svo árum skiptir. Það hefur líka farið mjög gott orð af starfsólki þar um áratugaskeið.“ Hvert er markmiðið með kaupunum? „Það er að veita ríkisbönkunum samkeppni á viðskiptabankamarkaði.“ Haldið þið einhverjum við- skiptavinum Spron eða byrjið þið á núlli? „við erum í raun og veru að byrja á núlli. við þurfum að fá viðskiptavinina til baka.“ Hvernig líst þér á samkeppn- isumhverfi Spron? „Það er áhugavert. Það er mikil upplausn í ríkisbankakerfinu. Þar verður skorið niður og margir viðskiptavinir óánægðir í leit að betri kosti.“ Hvar sérðu MP Banka eða Spron fyrir þér eftir 10 ár? „við vonumst til þess að vera með dágóða sneið af viðskiptabankamarkaðnum. kannski 10%.“ Hvor er meiri fyrirmynd í þínum augum, Warren Buffett eða Garrí Kasparov? „Warren Buffett. Það er engin spurning.“ Hvernig páskaegg ætlar þú að fá þér? „Nóa Síríus, hef alltaf keypt það enda besta súkkulaðið.“ HeleN J. HalldórSdóttir 43 ára matráður „Ég ætla að fá mér númer sjö frá Nóa Síríus.“ Halla María HJartardóttir 11 ára NEmi „Ég vil fá bleikt páskaegg.“ SaNdra HeleNardóttir 3 ára lEikSkólaNEmi „Ég fæ mér Nóa Síríus páskaegg númer sex. Súkkulaðið frá Nóa er best.“ GíSli FiNNSSoN 22 ára NEmi Dómstóll götunnar MarGeir PéturSSoN fer fyrir mp Banka sem nýlega keypti Spron. markmiðið er samkeppni við ríkisbankana og að bjóða viðskipta- vinum betri kjör. margeir, stórmeistari í skák, segir Warren Buffett meiri fyrirmynd sína en garrí kasparov. Samkeppni við ríkið „Ég ætla að fá mér draumaegg númer sjö. Það er nýjasta páskaeggið með lakkrísbitum.“ GuðNý óSK FriðriKSdóttir 11 ára NEmi maður Dagsins Billegu stjórnmálaöflin hafa hvert af öðru komið fram í aðdraganda kosninga og slegið um sig með upp- blásnum loforðum um 20% afskrift skulda eða þá að hverju heimili séu sendar 4 milljónir í pósti. Framsókn- arflokkurinn og sömuleiðis fyrrver- andi efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, Tryggvi Þór Herbertsson, eru reynd- ar í gríðarlega góðri æfingu við að lofa vondum lánum, hvort sem það voru 90% lánin fyrir unga fólkið eða jöklalán Tryggva Þórs sem áttu að sýna styrk íslensks efnahagslífs! Minna hefur farið fyrir efnislegri umfjöllun og kynningu á raunhæf- um tillögum. Ein sanngjarnasta og best útfærða tillagan sem fram hefur komið er frá Guðjóni Arn- ari Kristjánssyni, formanni Frjáls- lynda flokksins. Tillagan gengur út á að verðtrygging lána verði afnumin frá og með síðustu áramótum. Það verði gert með því að verðbætur um- fram 5% verði ekki innheimtar held- ur lagðar inn á biðreikning. Þannig gefst almenningi kostur á að standa í skilum og beðið er með að greiða úr þeirri skuld sem sett er til hliðar. Stjórnvöldum gefst þá ráðrúm að leysa úr vandanum með almenn- um hætti með afskriftum eða leng- ingu lána. Það er engum greiði gerð- ur með því að stjórnvöld láti reka á reiðanum og geri ekki neitt eins og stefnan hefur verið hingað til. Það fer einungis á einn veg, bankarn- ir munu eignast fjölda íbúða vegna gjaldþrota á sama tíma og fasteigna- verð fer lækkandi. Ef ekki verður komið til móts við skuldugan al- menning sem skuldar megnið af fjármunum sínum í verðtryggðum lánum strax munu bankarnir þurfa að afskrifa skuldir og hætt er við að enn meiri erfiðleikar hellist yfir hús- næðismarkaðinn. Ýmislegt bend- ir til þess að neyslumynstur hafi breyst og að sú vísitala sem notuð er til grundvallar mæli ekki raunveru- lega þenslu heldur verðbreytingar á innfluttum varningi sem er orðinn sjaldgæfari í innkaupakörfum lands- manna. Hætt er því við að mælingin á vísitölunni sé langt frá því að vera rétt og verði enn einn liðurinn í að valda ójafnvægi og ölduróti í fjárhag heimila. Hér er um það gríðarlega rétt- lætismál að ræða að tekið verði til- lit til skuldugra þar sem stjórnvöld hafa þegar lagt gríðarlega fjármuni í að verja sparnað innistæðueigenda, meðal annars með þeim rökum að verið væri að verja fjármálakerfið. Stjórnvöld hafa sömuleiðis reitt fram mikla fjármuni og farið í víðtæk- ar aðgerðir til að halda uppi gengi íslensku krónunnar en um 10% af skuldum heimilanna eru í erlendri mynt sem að vísu skila ekki tilætl- uðum árangri sem hlýtur eitt og sér að vera mikill áfellisdómur yfir efna- hagsstjórn VG og Samfylkingar. Þær ríkisstjórnir sem ráðið hafa för eftir hrunið eiga það sammerkt að láta þá sem skulda bera hitann og þungann af hruninu. Það er að jafnaði yngra fólkið í landinu. Blak er hins vegar borið af fjármagns- eigendum. Það er með ólíkindum að formaður VG skuli heykjast á að taka á vanda skulduga unga fólks- ins á sama tíma og hann veitir verð- bréfafyrirtækjunum VBS og Saga Capital sérstök vildarkjör. Ef til vill ætti það þó ekki að koma á óvart þar sem Steingrímur J. Sigfússon hefur haldið mannréttindabrotum óhikað áfram þrátt fyrir álit mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna. Það er tímabært að almenningur leggi við hlustir þegar Guðjón Arnar Kristjánsson hefur upp raust sína og leggur til hófsamar, sanngjarnar og síðast en ekki síst raunsæjar tillögur fyrir heimilin og samfélagið. Frjálslyndi flokkurinn hafði rétt fyrir sér varðandi feigðina sem fylgdi kvótakerfinu í sjávarútvegi, fyrst fyrir sjávarbyggðirnar en sem bitnaði að lokum á þjóðarhag. Leiðin sem Frjálslyndi flokk- urinn markar út úr efnahagserfið- leikum þjóðarinnar er mikil vinna, sanngirni og aukin framleiðsla. Guðjón Arnar Kristjánsson og heimilin kjallari svona er íslanD 1 einhleypur Ásgeir Sjónvarps- og athafnamaðurinn ásgeir kolbeinsson og april Harpa Smáradóttir eru hætt saman. 2 Bankamaður græddi á vatni Sverrir H. pálmarsson, starfsmaður fyrirtækjasviðs landsbankans og talsmaður iceland glacier products, fékk þúsundir doll- ara og fimm hundruð þúsund hluti í vatnsfyrirtækinu. 3 Ævintýraeggið frá Freyju er best Freyju ævintýraegg bar sigur úr býtum í árlegri páskaeggjasmökkun dv. 4 „alls enginn glannaskapur“ Stefán Heimir matthíasson, í toppförum, segir að slysið sem varð á Skessuhorni um helgina hafi ekkert haft með veður að gera. 5 Jennifer Garner í götóttri brók Jennifer garner lenti í vandræðalegu atviki þegar hún sótti dóttur sína, violet, á leikskólann í vikunni. 6 Stoltenberg tjáir sig ekki um ummæli davíðs Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, vill ekki tjá sig um ummæli davíðs Oddssonar á landsfundi Sjáflstæðisflokks- ins síðastliðinn laugardag. 7 icesave-deilan á pólitískara plani en áður Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi við david miliband, utanríkisráð- herra Bretlands, um icesave-deiluna á dögunum. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að málið væri á „pólitískara plani“ en áður á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í gær. mest lesið á dv.is SiGurJóN ÞórðarSoN framkvæmdastjóri skrifar „Það er engum greiði gerður með því að stjórnvöld láti reka á reiða- num.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.