Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 19
miðvikudagur 1. apríl 2009 19Sviðsljós StíliSeruð í Afríku Hin tuttugu og átta ára leikkona og þokkadís Jessica Alba virðist kunna vel við sig í móðurhlut- verkinu ef marka má erlenda fréttamiðla. Nýlega bárust þær fréttir að hún og eiginmaður hennar, leikarinn Cash Warren, væru nú þegar farin að reyna að fjölga mannkyninu á nýjan leik en dóttir parsins, Honor Mar- ie Warren, er innan við eins árs gömul. Á dögunum sást til þeirra mæðgna á förnum vegi og er óhætt að segja að dóttirin hafi erft fegurðina frá mömmu sinni. Athygli vakti einnig hvað mæðg- urnar voru dannaðar og dömu- legar til fara. Flottar mæðgur Grænt á framhaldið Kvikmyndarisinn Paramount Pict- ures hefur þegar gefið grænt ljós og hafið undirbúning á framhaldi vænt- anlegrar Star Trek-myndar. Jafnvel þótt frumsýning sé ekki fyrr en eftir tæpan einn og hálfan mánuð. Þeir Roberto Orci, Alex Kurtzman og Damon Linde- lof munu skrifa handritið en all- ir unnu þeir að gerð fyrri myndar- innar. Orci og Kutzman eru einnig handritshöfundar Transformers- myndanna en Lindelof er þekktast- ur sem einn af höfundum Lost. Öruggt er að J.J. Abrams, sem leikstýrir og framleiðir væntanlega mynd, muni snúa aftur sem fram- leiðandi en óráðið er hvort hann leikstýrir mynd númer tvö. Stefnt er að því að handritið verði klárt fyrir árslok sem þýð- ir að myndin ætti að vera klár su- amrið 2011. Handritshöfundarnir hafa rætt söguþráðinn af framhald- inu en ætla bíða eftir viðbrögðum áhorfenda áður en skrif hefjast af fullum krafti. Star Trek Búist er við miklu af myndinni. Dönnuð Jessica alba var dönnuð og dömuleg þegar hún brá sér út á dögunum. Styttist í eins árs afmælið dóttir Jessicu alba og Cash Warren verður eins árs í byrjun júní. Líkar mæðgur Það er óhætt að segja að það sé svipur með mæðgunum. auglýsingasíminn er 512 70 5 auglýsingasíminn er 512 70 50

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.