Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 6
miðvikudagur 1. apríl 20096 Fréttir Síðbúnar kveðjur þingforsetans Forseti Alþingis, Guðbjartur Hannesson, hóf þingfund í gær með því að óska nýkjörnum for- mönnum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar til hamingju með formannskjör þeirra. Sagðist Guðbjartur hafa gert það per- sónulega en hefði láðst að gera það af forsetastóli daginn áður. Hann baðst afsökunar á þeirri yfirsjón sinni. Eins og dv.is greindi frá í gær- morgun gerði Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athugasemd við yfirsjón Guð- bjarts á bloggsíðu sinni í fyrra- dag. Þótti Birni ótækt að Guð- bjartur hefði ekki óskað Bjarna Benediktssyni og Jóhönnu Sig- urðardóttur til hamingju með formannskosningar sínar á nýaf- stöðnum landsfundum. Mun minna rafmagn Rafmagnsnotkun í Reykja- nesbæ hrundi niður þegar bærinn slökkti ljósin á laug- ardagskvöld til að taka þátt í átakinu Earth hour sem fram fór um allan heim. Þá slökktu fjölmargar stórborgir ljósin á helstu kennileitum sínum en þeirra á meðal voru píram- ídarnir á Gaza, Eiffel-turninn í París og Big Ben í London. Markmiðið var að vekja jarð- arbúa til aukinnar vitundar um hlýnun jarðar. Reykjanesbær lét ekki sitt eftir liggja og slökkti á öll- um götuljósum í bænum og stofnanir bæjarins voru ekki upplýstar. Starfshópur um tillögur Finna Ríkisstjórn Íslands ákvað í gær- morgun að skipa starfshóp til að vinna úr ábendingum og tillög- um finnska bankasérfræðings- ins, Kaarlosar Jännäris, til úrbóta á lagaumhverfi og framkvæmd fjármálaeftirlits hér á landi. Skýrsla Jännäris var birt á mánudag þar sem hann leggur fram tillögur til úrbóta í átta lið- um. Hópurinn verður skipaður fulltrúum þriggja ráðuneyta og á að skila ríkisstjórn tillögum eigi síðar en 15. apríl næstkomandi. Slæmar horfur hjá námsmönnum Þúsundir námsmanna standa frammi fyrir atvinnuleysi í sumar samkvæmt niðurstöð- um könnunar meðal stúdenta við háskóla landsins. 64 prósent hafa ekki fengið vilyrði fyrir vinnu. Stúdentaráð Háskóla Ís- lands berst nú fyrir því að kennt verði í sumar svo þær þúsundir námsmanna sem standa frammi fyrir atvinnuleysi í sumar geti stundað nám yfir sumartímann. Auk þess að nemendur eigi kost á sumarlánum frá LÍN vegna náms í sumar. „Það á eftir að skoða og rannsaka þetta mál. Það er í raun á frumstigi. Mistökin hjá mér eru að kalla ekki til lögreglu heldur reyndi ég að útkljá málin í bílnum. Það eru mín mis- tök,“ segir leigubílstjóri Hreyfils sem vill ekki koma fram undir nafni. Í DV í gær var viðtal við Ólaf Ingv- arsson sem sakaði leigubílstjórann um mannrán. Ólafur var í banka í Kringlunni á laugardaginn þegar hann gerði sér grein fyrir því að hann var ekki með skilríki á sér og pantaði því leigubíl hjá Hreyfli heim til sín í Teigasel til að ná í þau. Að sögn Ól- afs ætlaði hann að fara inn heima hjá sér og ná í peninga til að greiða leigubílstjóranum en þá hafi leigu- bílstjórinn læst hann inni í bílnum, ekið af stað upp í Norðlingaholt og hent Ólafi út úr bílnum. Ætlaði ekki að borga bílinn Leigubílstjórinn lýsir atvikinu með öðrum hætti. „Þetta er mjög einfalt mál og greinilega byggt á tómum misskiln- ingi. Ég fer í þessa ferð og þegar ég er kominn heim til mannsins segir hann að hann hafi ekki efni á bíln- um, ætli ekki að borga bílinn og ætli að fara út úr bílnum. Þá segir hann: „Og hvað ætlarðu að gera í málinu? Ætlarðu að hringja á lögreglu?“. Ég segi við hann að ég ætli ekki að kalla á lögreglu. Ég trúi ekki að þess þurfi. Við séum báðir stálpaðir menn og hann á þessum aldri þannig að við þurfum ekki að blanda lögreglunni í þetta mál. Ég segi honum að við getum bara leyst þetta mál okkar á milli. Annaðhvort með því að hann leggi pant fyrir greiðslunni eða að hann skrifi nótu og verði rukkaður eftir helgi eða um mánaðamótin. Ég fer með manninn af stað og reyni að ræða við manninn en hann vill ekki ræða við mig. Ég gef honum kost á að ljúka þessu með að fara með hann aftur heim til sín en hann vel- ur þann kost að fara út úr bílnum,“ segir leigubílstjórinn. Ekki haldið í gíslingu Ólafur segir leigubílstjórann hafa læst sig inni í bílnum en að sögn leigubílstjórans er það alrangt. „Bíllinn hjá mér er hannaður þannig að hann læsir sér alltaf þegar hann er kominn upp í 22 kílómetra til að smábörn og aðrir geti ekki far- ið sér að voða og farið út úr bílnum á ferð. Þegar ég stöðva bílinn opnast hann. Manninum var ekki haldið í neinni gíslingu í bílnum. Ég fór með manninn áleiðis upp að Rauðavatni, austan við Olís í Norðlingaholti. Ég vildi ræða við manninn á leiðinni um af hverju hann brást svona við og vildi ekki borga bílinn en hann vildi ekkert tala í bílnum.“ Ökugjaldssvik „Maðurinn var edrú og það benti ekkert til þess að hann væri ofbeld- ishneigður. Hann eyðilagði ekk- ert í bílnum né gekk á mig. Mér þykir mjög leitt að þetta hafi farið svona,“ segir leigubílstjórinn sem hefur unnið við leigubílaakstur síð- an sumarið 1999 en aldrei lent í máli sem þessu. „Mér líður ekkert rosalega vel yfir þessu máli. Þetta er leiðinda- mál. Ég hef aldrei fengið svona mál inn á borð til mín. Ég er ekki í vinnu þessa stundina. Ég tel það ekki rétt af þeirri forsendu að þetta eru af- glöp hjá mér í starfi að hafa farið með hann af stað án þess að kalla til lögreglu vegna vangoldins gjalds. Þetta eru náttúrlega hrein og bein ökugjaldssvik.“ Hefur áður stungið af DV sagði frá því í gær að fjölskylda Ólafs hygðist kæra leigubílstjórann fyrir framkomu sína en leigubílstjór- inn gat ekkert tjáð sig um það að svo stöddu. Heimildir DV herma að Ólafur sé grunaður um að hafa leikið sama leik við aðra leigubílstjóra, það er að segja að ganga út úr bíl án þess að borga, en ekkert hefur verið sannað í þeim efnum. „Manninum var ekki haldið í neinni gíslingu í bílnum.“ Leigubílstjórinn sem hefur verið sakaður um mannrán segir málið byggjast á mis- skilningi. Hann segir farþegann hafa neitað að borga bílinn og að hann hafi ekki hald- ið honum í gíslingu. Leigubílstjórinn harmar atburðinn og sér eftir því að hafa ekki leitað til lögreglu. Hann staðfestir að hafa ekið áleiðis að Rauðavatni með manninn. „Hrein og bein ökugjaldSSvik“ LiLja Katrín Gunnarsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Ekki í vinnu leigubílstjórinn hefur lent í ýmsu á ferli sínum í faginu en aldrei máli sem þessu. Hann keyrir ekki á meðan á rannsókn málsins stendur. Mannrán Ólafur ingvarsson sagði í dv í gær að leigubílstjórinn hefði rænt honum. MYnd raKEL ósK siGurðardóttir Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú kæru tvítugrar stúlku vegna nauðgunar eða misbeitingar sem á að hafa átt sér stað um helgina eða aðfaranótt laug- ardags. Þetta staðfestir Björgvin Björgvins- son, yfirmaður kynferðisbrotadeild- ar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu. Fjórir karlmenn af erlendu bergi brotnir eru grunaðir um að hafa átt mök við stúlkuna gegn vilja hennar en stúlkan var, samkvæmt heimildum DV, rænulítil sökum ölvunar þegar atvikið átti sér stað. Stúlkan lagði fram kæru vegna málsins núna í vikunni og var einn karlmaður handtekinn í kjölfar- ið í þágu rannsóknarinnar. Lögreglan hefur tekið skýrslu af honum en hann hefur staðfastlega neitað sök. Búist er við að skýrslutökur haldi áfram í þess- ari viku. Björgvin segir að ekki liggi fyrir á þessari stundu hversu margir meint- ir gerendurnir voru. „Það er líklegt að þeir hafi verið fjórir, þeir voru allavega fleiri en tveir,“ segir hann. Verknaður- inn átti sér stað á heimili eins af ger- endunum en fólkið var að skemmta sér í miðborg Reykjavíkur þegar það hélt á heimili mannsins undir morg- un. Verknaðurinn átti sér þó ekki stað í miðborginni. Lögreglan hefur ekki handtekið fleiri vegna málsins en enn á eftir að finna hina mennina. „Það er eitt af því sem við erum að vinna að,“ segir Björg- vin. Hann segir að rannsókn málsins sé á frumstigi en aðspurður segir hann að ekki liggi fyrir hvort lyf hafi verið not- uð. „Allavega var hún ekki með ráði og rænu þegar þetta átti sér stað. Við verð- um að sjá til hvað kemur út úr þessu.“ einar@dv.is Fjórir karlmenn eru grunaðir um að hafa nauðgað stúlku aðfaranótt laugardags: Tvítug stúlka kærir nauðgun Einn handtekinn Fólkið var að skemmta sér í miðborginni um helgina en mennirnir eru grunaðir um að hafa notað sér ölvunarástand tvítugrar stúlku og nauðgað henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.