Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Qupperneq 12
miðvikudagur 1. apríl 200912 Fréttir Áður fyrr deildu geimfarar í alþjóð- legu geimstöðunni aðstöðunni í bróðerni, bæði matvælum og að- gengi að ýmsum nauðsynjum, en nú ríkir þar þrátefli í anda kalda stríðs- ins sem var og hét. Rússneskur geimfari hefur nú kvartað vegna þess að hann fær hvorki að nota salernisaðstöðu Bandaríkjamanna né þrekhjól þeirra. Geimfarinn, Gennady Pad- alka, sagði í viðtali við rússneska dagblaðið Novaya Gazeta að ástand- ið væri farið að setja mark sitt á and- ann hjá áhöfninni. Að sögn Padalk- as er ástæða þessa ósamlyndis sú að starfsemi alþjóðlegu geimstöðvar- innar beri orðið meiri keim af við- skiptum en áður var. Það er af sem áður var þegar Padalka og Banda- ríkjamenn unnu og dvöldu saman í sátt og samlyndi upp úr 1998. Áður en Padalka lagði af stað á fimmtudaginn út í geim til að slást í hóp áhafnarinnar í geimstöðinni spurði hann hvort hann gæti not- að líkamsræktaraðstöðu Banda- ríkjamanna. „Þeir sögðu: Já, þú get- ur það. Síðan sögðu þeir nei,“ hafði Novaya Gazeta eftir Padalka. Gennady Padalka sagði að reglu- gerðir kvæðu á um að bandarísk- ir geimfarar neyttu eigin matar og Rússar sömuleiðis. „Þeir mælast einnig til þess að við notum salerni þjóðar okkar,“ sagði Gennady. Hann sagði að geimfar- ar væru hafnir yfir þessi þrætumál. „Það eru stjórnmálamenn og skrif- finnar sem komast ekki að sam- komulagi, ekki við.“ Gennady Padalka bættist, ásamt tveimur öðrum geimförum, í hóp þeirra þriggja sem fyrir voru í geim- stöðinni á laugardaginn. kolbeinn@dv.is Skriffinnar og stjórnmálamenn gera geimförum erfitt fyrir: kalt stríð í geimnum Fjögurra daga vinnuvika Næststærsta stéttarfélag Spán- ar, UGT, ætlar að berjast fyrir fjögurra daga vinnuviku. Að mati stjórnenda félagsins eiga meðlimir þess að verja meiri tíma með fjölskyldunni. Mark- mið fjögurra daga vinnuviku er tvíþætt. Annars vegar á að auka framleiðni og hins vegar á að koma vinnuvikunni í sama horf og tíðkast annars staðar innan Evrópusambandsins. Innan hinna fimmtán upp- runalegu Evrópusambands- landa er vinnudagurinn hvað lengstur á Spáni. Vinnudagur- inn hefst alla jafna klukkan níu að morgni og lýkur klukkan átta að kvöldi, en þess ber að geta að um miðdaginn er hvíldar- tími, siesta, sem er þriggja tíma langur. Demantar á glámbekk Lögreglan í ítalska bænum Sav- ona leitar nú eiganda jakka sem fannst á torgi bæjarins. Kona ein rak augun í grænan jakka og hafði samband við lögregluna þegar hún sá glitta í plastpoka með einhverju skínandi í vös- unum. Hún hélt að um væri að ræða eiturlyf af einhverju tagi. Þegar lögregluna bar að garði kom í ljós að innihald pokanna var ekki fíkniefni heldur dem- antar að andvirði um 6,5 millj- óna króna. Þrátt fyrir að lögreglan aug- lýsti eftir eiganda jakkans í sjón- varpi hafði enginn gefið sig fram í gær. Játar sök á dauða 14.000 Kaing Guek Eav, fyrrverandi yfir- maður hins alræmda S-21 fang- elsis Rauðu kmeranna í Kamb- ódíu á valdatíma Pol Pots, baðst í gær afsökunar vegna dauða yfir 14.000 manna í fangelsinu og viðurkenndi sök í þeim glæpum sem framkvæmdir voru af hálfu harðstjórnar landsins fyrir 30 árum. „Ég er ábyrgur fyrir glæpun- um sem framdir voru í S-21, sér- staklega pyntingunum og aftök- unum á fólki þar,“ sagði Kaing Guek Eav, sem þekktur var undir nafninu Duch á þeim tíma. „Leyfist mér að biðja þau, sem lifðu af harðstjórnina, af- sökunar, sem og fjölskyldur fórnarlamba sem áttu ástvini sem dóu á hrottalegan hátt í S-21,“ sagði Duch, en hann er fyrstur til að taka á sig sök vegna óhæfuverkanna. Gennady Padalka, fyrir miðju padalka ber skriffinum ekki góða söguna. Hæstiréttur Afganistans hefur úr- skurðað að Hamid Karzai, forseti landsins, geti verið við völd þar til nýr leiðtogi verður kosinn síðar á árinu. Samkvæmt stjórnarskrárákvæði renn- ur valdatími hans opinberlega út 21. maí, en ástæða þess að hæstiréttur tók málið í sínar hendur er sú að upphaf- lega var stefnt að kosningum í þess- um mánuði, en kjörstjórn ákvað að fresta þeim til ágústmánaðar af örygg- isástæðum. Úrskurðurinn er talinn mikill sigur fyrir Karzai, sem nú hefur verið sak- aður um tilraun til að tryggja sér at- kvæði í komandi kosningum með því að samþykkja lög sem þykja afar um- deild. Sameinuðu þjóðirnar telja að um- rædd lög heimili nauðganir innan hjónabands og banni eiginkonum að stíga út fyrir dyr heimilis síns án leyfis frá eiginmanninum. Keyrt í gegn með hraði Hamid Karzai skrifaði undir lögin í mars þrátt fyrir fordæmingu mann- réttindasamtaka og nokkurra þing- manna sem segja að lögin brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnrétti. Jon Boone, fréttaritari breska dag- blaðsins The Guardian í Afganistan, stiklar á stóru í þessum nýju lögum á vefsíðu dagblaðsins. Að sögn hans voru lögin keyrð í gegn á mjög skömm- um tíma og án mikillar umræðu. Boone segir lögin eðlilega valda mikl- um ugg bæði á meðal alþjóðlegra tals- manna réttar kvenna og kvenmanna úr röðum afganskra þingmanna sem óttist að mæla gegn frumvarpinu op- inberlega því með því baki þær sér óvild áhrifamikilla trúarleiðtoga. Lokaútgáfa laganna hefur ekki ver- ið gerð opinber en Jon Boone segir að um sé að ræða fjölskyldulög sem muni eingöngu hafa áhrif á samfélag Sjía í landinu. Lögin eru talin innihalda ákvæði sem kveði á um að konur geti ekki leitað vinnu, leitað til læknis eða menntað sig án leyfis eiginmanns síns, auk áðurnefndra hafta á ferðafrelsi og kynlífsoks sem þær verða undir af hálfu eiginmanns síns. „Verri en á tímum talíbana“ Í skjali frá Sameinuðu þjóðunum er einnig varað við því að forræði barna verði eingöngu hjá feðrum og öfum. Humaira Namati, þingmaður efri deildar afganska þingsins, sagði að lögin væru „verri en á tímum talíbana“. „Hver sá sem mótmælti var sakað- ur um að vera andvígur íslam,“ sagði hún. Samkvæmt afgönsku stjórnar- skránni er Sjíum, sem eru um tíu prósent þjóðarinnar, heimilt að hafa sérstök fjölskyldulög sem byggjast á réttarhefðum Sjía. En stjórnarskráin og ýmsir alþjóðlegir samningar sem afgönsk stjórnvöld hafa skrifað undir og samþykkt tryggja konum jafnrétti. Shinkai Zahine Karokhail lagði, líkt og fjöldi annarra kvenmanna á af- ganska þinginu, fram kvörtun eftir að lögin voru samþykkt með hraða sem átti sér engin fordæmi og fátæklegri umfjöllun þrátt fyrir samkomulag um annað. „Þeir vildu koma þeim í gegn nánast líkt og um leynisamkomulag væri að ræða. Það var fjöldi atriða sem við vildum breyta, en þeir vildu ekki ræða þau því Karzai vill þóknast Sjíum fyrir kosningar,“ sagði Karokhail. Til verndar kvenréttindum Enn sem komið virðist margt á huldu um nýju lögin og mannréttindasam- tök hafa farið bónleið til búðar í við- leitni sinni til að fá í hendur eintak af þeim. Að sögn dómsmálaráðuneytis- ins verða lögin ekki birt fyrr en búið er að slípa af ýmis „tæknileg vandamál“. Það er talið nokkuð ljóst að við ramman reip verður að draga hjá Hamid Karzai í komandi kosningum. Eftir sjö ár í embætti glímir hann við vaxandi óvinsældir bæði heima fyrir og erlendis og hin nýju lög kunna að tryggja honum stuðning á meðal Sjía- klerka sem njóta mikilla áhrifa í land- inu. Leiðtogar minnihlutahóps Hazara kröfðust einnig nýju laganna. Ustad Mohammad Akbari, þingmaður og leiðtogi Hazara, fór ekki leynt með að Karzai hefði stutt lögin til að komast í náðina hjá Hazara, en sagði þó að lög- in vernduðu í raun réttindi kvenna. „Samkvæmt íslam hafa karlmenn og kvenmenn jafnan rétt, en það er munur á hvernig karlar og konur eru sköpuð. Karlmenn eru sterkari og kvenmenn eru örlítið kraftminni; jafn- vel á Vesturlöndum sérðu ekki konu í slökkviliðinu,“ sagði Akbari. Að sögn Akbaris veita lögin kon- unni rétt til að hafna kynlífi með eig- inmanni sínum ef henni líður ekki vel eða ef hún getur komið með aðra raunsæja „afsökun“. Að auki yrði kon- unni ekki skylt að halda sig innan dyra ef neyðartilvik yrði til þess að hún þyrfti að yfirgefa heimilið án heimild- ar. Þögn Vesturlanda Enn sem komið er hefur lítið borið á spurningum af hálfu alþjóðasamfé- lagsins vegna nýju laganna og vest- rænn sendiráðsfulltrúi í Kabúl, höf- uðborg Afganistans, viðurkenndi að Vesturlönd ættu óhægt um vik með að setja sig upp á móti þeim, því þá yrðu þau sökuð um að vanvirða afganska menningu. Soraya Sobhrang, yfirmaður mál- efna kvenna hjá mannréttindanefnd- inni Afghanistan Independent Hum- an Rights Commission, sagði að þögn Vesturlanda hefði verið „hörmuleg fyrir réttindi kvenna í Afganistan“. Sob- hrang sagði að aðgerðir alþjóðasam- félagsins væru skammarlegar og að ef það hefði komið meira að ferlinu þeg- ar lögin voru til meðferðar á þinginu hefði verið hægt að stöðva frumvarp- ið. „Vegna kosninganna er ég ekki viss um að við getum breytt þeim núna. Það er orðið of seint,“ sagði hún. Nokkrar konur úr röðum stjórn- málamanna líta málið raunsæisaug- um og segja að barátta þeirra í neðri deild þingsins hafi skilað ákveðnum árangri. Þær hafi meðal annars haft í gegn að giftingaraldur stúlkna var færður úr níu árum upp í sextán og að ákvæði um tímabundið hjónaband var fellt niður. „Þettar er ekki hundrað prósent fullkomið, en miðað við fyrri drög er um að ræða mikla framför. Fyrir voru fjölskyldumál leyst samkvæmt hefð- bundnum lögum, svo þetta er mikil bót,“ sagði Shukira Barakzai þingmað- ur. Að sögn Akbaris veita lögin konunni rétt til að hafna kynlífi með eig- inmanni sínum ef henni líður ekki vel eða ef hún getur komið með aðra raunsæja „afsökun“. Úr öskunni í Ný lög sem Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur skrifað undir munu færa réttindi kvenna í landinu í svipað horf og var á tímum talíbana. Að mati Sameinuðu þjóðanna heimila lögin að eiginmaður nauðgi eiginkonu sinni og að konur verði settar undir ægi- vald eiginmanna sinna. elDi Kolbeinn ÞorsTeinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Hamid Karzai, forseti Afganistans Samþykkti ný umdeild lög sem eru „verri en á tímum talíbana“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.