Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2009, Blaðsíða 3
miðvikudagur 1. apríl 2009 3Fréttir bæjarstjórnarmenn í milljarða gjaldþroti bænum hafi ákveðið að gerast hlut- hafi í Suðurnesjamönnum árið 2007 eftir að oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, Sigmar Eðvarðsson, lagði það til en hann var formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar á þeim tíma. Þá var Samfylkingin í meiri- hluta í bæjarstjórn ásamt Sjálfstæð- isflokknum. Aðspurð af hverju Samfylking- in hafi ekki sett sig upp á móti því að bæjarfélagið tæki þátt í slíkum áhættufjárfestingum segir Jóna Krist- ín að það sé góð spurning. „Auðvit- að hefðum við átt að gera það. En við settum okkur upp á móti því að bæjarfélagið tæki þátt í frekari hluta- fjáraukningu félagsins,“ segir Jóna Kristín og bætir því við að þetta sé að einhverju leyti skiljanlegt þegar litið er á tíðarandann í samfélaginu á þessum tíma. „Þetta var áður en við byrjuðum að hafa áhyggjur af því hvert við værum að stefna sem sam- félag; þetta var 2007. Þetta eiga bæj- arfélög auðvitað ekki að gera, það er alveg af og frá,“ segir Jóna Kristín en Sigmar var valinn til að vera full- trúi bæjarins á hluthafafundi Suður- nesjamanna sumarið 2007. Vildu mótvægi við Geysi Green Sigmar segir að ástæðan fyrir því af hverju Grindavíkurbær hafi ákveð- ið að gerast hluthafi í Suðurnesja- mönnum sé sú að nokkur andstaða hafi verið gegn því víða á Suður- nesjunum að Geysir Green keypti hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja auk þess sem vilji hafi verið fyrir því að stuðla að atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi. Sigmar segir að yfirvöld í Reykjanesbæ hafi átt í samvinnu við Geysi Green um að fyrirtækið keypti hlutinn, en Reykjanesbær hafi helst viljað að Geysir Green eignað- ist hlutinn. „Það var ekki samstaða um þetta um öll Suðurnesin. Það var meiningin að búa til hóp sem væri mótvægi við Geysi Green,“ segir Sig- mar en Suðurnesjamenn áttu að lok- um næsthæsta tilboðið í hlut ríkis- ins í Hitaveitu Suðurnesja sem fór til Geysis Green fyrir ríflega 7,5 millj- arða króna. Þessi skýring Sigmars er áhuga- verð í ljósi þess að svo virðist sem einn af bæjarfulltrúum Sjálfstæð- isflokksins, Þorsteinn Erlingsson, hafi haft persónulega hagsmuni af því í gegnum Saltver og stjórnar- formennsku sína í Sparisjóðnum í Keflavík að Suðurnesjamenn fengju að kaupa hlutinn í Hitaveitu Suður- nesja. Á sama tíma virðist það hafa verið vilji forystu Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjanesbæ að Geysir Green keypti hlutinn, sem á endanum varð raunin. Suðurnesjamenn ákváðu svo í kjölfarið að fjárfesta í fjármálafyrir- tækjum í staðinn fyrir Hitaveitu Suð- urnesja. Kom til greina Sigmar segir að það hafi komið til greina hjá Grindavíkurbæ að draga sig út úr hluthafahópi Suðurnesja- manna eftir að það lá ljóst fyrir að fé- lagið fengi ekki að kaupa eignarhlut- inn í Hitaveitu Suðurnesja því bærinn hafi ákveðið að taka þátt í félaginu vegna hugsanlegra kaupa á þessum hlut. Hins vegar hafi bærinn ekki dregið sig út, meðal annars vegna þess að bærinn hafi einungis átt 2 prósenta hlut í Suðurnesjamönnum sem aðallega hafi verið táknrænn. „Það kom til greina að gera það, en svo bara gerðist það ekki,“ segir Sigmar en Grindavíkurbær átti 8 prósent hlut í Hitaveitu Suðurnesja á þeim tíma sem félagið var stofnað. Hlutur bæjarins í Hitaveitunni var svo seldur til Geysis Green Energy fyrir rúma fjóra milljarða. Átti í Suðurnesjamönnum Fjölskyldufyrirtæki Sigmars, Hópsnes hf., er einnig einn af eigendum Suð- urnesjamanna, eins og áður segir, og hefur Sigmar verið framkvæmdastjóri félagsins síðan 2006. Faðir Sigmars, Eðvarð Júlíusson, er auk þess skráð- ur sem einn af stjórnarmönnum Suð- urnesjamanna í gegnum starf sitt sem stjórnarformaður Bláa lónsins. Sigmar segist aðspurður hafa átt hlut í Suðurnesjamönnum í gegnum einkahlutafélag. Hann vill ekki gefa upp hversu hár hluturinn var né hvað einkahlutafélagið heiti. Hann neitar því að Hópsnes hafi átt hlut í Suðurnesjamönnum. Hluthafi í Suðurnesjamönnum Þorsteinn Erlingsson, stjórnarfor- maður Sparisjóðsins í keflavík og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í reykjanesbæ, er einn af hluthöfun- um í Suðurnesjamönnum. Bæjarfulltrúi fékk kúlulán Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi í reykjanesbæ og varamaður í stjórn Sparisjóðsins í keflavík, fékk rúmlega 3 milljarða króna kúlulán frá SprON í gegnum einkahlutafélag sitt Bergið. „Þetta var áður en við byrjuðum að hafa áhyggjur af því hvert við værum að stefna; þetta var 2007. Þetta eiga bæjarfélög auðvit- að ekki að gera, það er alveg af og frá.“ HSBC-bankinn í Bretlandi hef- ur sett 13,5 prósenta hlut Baugs og skyldra félaga í sölu í óþökk skilanefndar Landsbankans. And- virði hlutarins, sem metinn var á 7 milljarða króna, verður tekið upp í skuld Landsbankans við HSBC. Baugur Group átti 6,5 prósenta hlut í Debenhams og jafnstór- an hlut í gegnum Unity Invest- ment sem er í eigu Stoða, Baugs og Kevins Stanford. Þegar Baugur Group festi kaup á Debenhams á sínum tíma voru kaupin fjármögnuð af Landsbank- anum. Landsbankinn endurfjár- magnaði lánið, sem nemur nú um 9 milljörðum króna, hjá HSBC- bankanum í Bretlandi. Af þeim sökum voru hlutabréf Baugs Group vistuð hjá breska bankanum. HSBC var því í hópi almennra kröfuhafa í Landsbankann, með um 7 milljarða króna kröfu, eftir að hann komst í þrot og var settur undir skilanefnd. Meðan Baugur naut greiðslu- stöðvunar var ætlun skilanefndar Landsbankans að selja hlutabréf- in í Debenhams í samráði við Baug og fá andvirði þeirra til uppgjörs félagsins við Landsbankann. Þetta breyttist allt þegar Baug- ur var tekinn til gjaldþrotaskipta að kröfu skilanefnda Glitnis og Landsbankans. Fyrir þann tíma höfðu stjórnendur Baugs bent skilanefndunum á að með því að taka félagið til gjaldþrotaskipta kynnu verðmæti að glatast. Landsbankinn fær ekki neitt Með gjaldþroti Baugs gat HSBC- bankinn nýtt sér gjaldfelling- arákvæði og hirt hlutabréfin í Debenhams upp í kröfu sína á Landsbankann. Þetta gat bankinn í krafti þess að Debenhams-bréfin hefðu undir öllum kringumstæð- um fallið í hendur Landsbankans eftir gjaldþrot Baugs. Samkvæmt gengi dagsins í gær var andvirði hlutabréfanna um 9 milljarðar króna samkvæmt upp- lýsingum DV. Áform skilanefndar Lands- bankans um að fá andvirði Deben- hams-hlutabréfanna upp í skuldir Baugs við bankann hafa því runnið út í sandinn. HSBC-bankinn þarf aðeins að fá það verð fyrir hluta- bréfin sem duga fyrir skuld Lands- bankans. Landsbankinn fær ekki neitt og hefur því að minnsta kosti 7 milljörðum minni upphæð en til stóð til þess að greiða upp í Icesa- ve-skuldina við breska sparifjár- eigendur. Stefán Hilmarsson, fyrrver- andi fjármálastjóri Baugs, segir að hann og aðrir forráðamenn Baugs hafi fyrir löngu bent skilanefndum bankanna á þessa hættu. „Icesave- gatið hefur stækkað um 7 milljarða króna.“ Debenhams stendur illa þótt verslanakeðjan hafi staðið kreppuna nokkuð vel af sér hing- að til og hefur markaðsvirði hluta- bréfa rýrnað um tugi prósenta á undanförnum misserum. Skuld- ir Debenhams nema nálægt 180 milljörðum íslenskra króna. HSBC-bankinn í Bretlandi hefur selt hlut Baugs í Debenhams-verslanakeðjunni fyr- ir skuldum Landsbankans. Skilanefndin situr eftir með sárt ennið og milljarða gat. bretar hirtu bréfin Debenhams selt upp í skuldir Stefán H. Hilmarsson, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, segir að skilanefndunum hafi verið bent á þá hættu að fé kynni að glatast ef gjaldþrotaleiðin yrði farin. Áform skilanefndar Landsbankans um að fá andvirði Deben- hams-hlutabréfanna upp í skuldir Baugs við bankann hafa því runnið út í sandinn. JóHann HauKSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.