Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Qupperneq 4
Útrásarvíkingurinn Magnús Ármann
er einn af skuldsettustu Íslending-
unum í dag. Magnús er stofnandi og
stjórnarmaður í fjórum einkahluta-
félögum sem skulduðu samtals rúm-
ar tuttugu og fjögur þúsund milljón-
ir í árslok 2007 en félögin hafa ekki
skilað ársreikningi fyrir árið 2008.
Fjármálaspekingar segja stöðu félag-
anna aðeins hafa versnað síðan þá
en erfitt sé að gera sér grein fyrir því
hversu háar skuldirnar eru í dag en
þær munu þó hafa hækkað umtals-
vert. Öll félögin nema eitt eru skráð á
Laufásvegi 69 en þar býr Magnús Ár-
mann. Fjórða félagið, Materia Invest,
er skráð á Valhúsabraut 15.
Frá strippi í skuldir
Útrásarvíkingurinn Magnús Ármann
á að baki ævintýralega sögu en hann
fór frá því að eiga strípiklúbbinn Óðal
yfir í að kaupa helmingshlut í einu
þekktasta tískuvörufyrirtæki heims,
Karen Millen. Frá Karen Millen fór
hann í Sparisjóð Hafnarfjarðar, sem
síðan breyttist í Byr, og FL Group.
Nú virðist Magnús Ármann hins veg-
ar eiga lítið annað en skuldir ef litið
er á ársreikninga félaga hans. Skuld-
ugasta félag Magnúsar árið 2007 var
Materia Invest, sem hann á með Þor-
steini M. Jónssyni, eða Steina í Kók,
og Kevin Stanford, einum af stofn-
endum Karen Millen. Materia Invest
skuldaði rúmar sextán þúsund millj-
ónir í árslok 2007 en þrátt fyrir það
er félagið ekki enn orðið gjaldþrota.
Á sama tíma og félagið skuldaði sex-
tán þúsund milljónir keypti það einn
flottasta Mercedes Benz á landinu en
hann kostaði þrjátíu og fimm millj-
ónir þegar hann var keyptur hingað
til lands árið 2007 og spýtir út 614
hestöflum. Bifreiðin er hluti af dóta-
kassa þeirra Magnúsar, Þorsteins og
Hannesar Smárasonar og er geymd
í Sundaborg þar sem Magnús Ár-
mann og fjölskylda eiga gríðarstórt
húsnæði. Materia Invest skuldar op-
inber gjöld vegna bifreiðarinnar og
stóð sú skuld í rúmum fjörutíu þús-
und krónum þegar DV kannaði mál-
ið fyrir helgi. Félagið er tæknilega
gjaldþrota því þótt allar eignir félags-
ins yrðu teknar upp í skuldir myndi
félagið samt sem áður skulda sextán
þúsund milljónir.
Tæknilega gjaldþrota
Það félag sem skuldaði næstmest eft-
ir árið 2007 var Imon ehf., félag skráð
til heimilis á Laufásvegi 69 þar sem
Magnús Ármann býr. Félagið er jafn-
framt stærsti hluthafinn í Byr en það
fer með rúmlega 7,7% eignarhluta í
bankanum. Skuldir Imon ehf., um-
fram eignir og eigið fé, námu fjögur
þúsund, ellefu hundruð og sautján
milljónum árið 2007. Á mannamáli
þýðir þetta að ef Imon ehf. færi í þrot
og allar eignir félagsins yrðu teknar
upp í skuldir, skuldaði félagið samt
sem áður rúmar fjögur þúsund millj-
ónir króna.
Sólmon ehf. er enn eitt félagið
sem tengist Magnúsi og er verulega
skuldsett. Samkvæmt ársreikningi
félagsins fyrir árið 2007 skuldaði fé-
lagið, umfram eignir og eigið fé, tvö
þúsund eitt hundrað níutíu og átta
milljónir íslenskra króna. Þannig að
ef Sólmon fer í þrot eru engan veg-
inn til fjármunir til að greiða skuldir
félagsins og það er því einnig tækni-
lega gjaldþrota.
Það félag Magnúsar sem skuld-
ar minnst en skuldar samt himinhá-
ar fjárhæðir er félagið Maggi ehf. en
það er, rétt eins og Sólmon og Imon,
skráð til heimilis á Laufásvegi 69.
Skuldir félagsins umfram eignir og
eigið fé í árslok 2007 voru eitt þúsund
tvö hundruð áttatíu og ein milljón ís-
lenskra króna.
Sömu endurskoðendur
Eignatengsl eru milli fyrirtækj-
anna. Þannig á Maggi
ehf. í Mater-
ia Invest
sem á
síð-
an
Sólmon. En hvað eiga öll þessi félög
sameiginlegt fyrir utan að þau tengj-
ast öll Magnúsi Ármann, eiga hvert
í öðru og skulda þúsundir milljóna?
Sami endurskoðandinn hjá KPMG,
Ólafur Már Ólafsson, kvittar undir
alla ársreikningana. DV hafði sam-
band við Ólaf Má en hann vildi ekk-
ert tjá sig um
málið.
DV reyndi að hafa uppi á Magnúsi
Ármann en það tókst ekki þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir. Samkvæmt heim-
ildum DV er Magnús Ármann stadd-
ur erlendis, fjarri skuldum og vand-
ræðum hér á landi.
föstudagur 3. apríl 20094 Fréttir
Sandkorn
n Reykvískir framsóknarmenn
ættu að vera brosmildir á laug-
ardaginn. Þá hefja þeir kosn-
ingabaráttu sína formlega með
fjölskylduhá-
tíð og opnun
kosninga-
skrifstofu
sinnar á
Hverfisgötu.
Framsókn-
armenn
hafa verið
duglegir að
undanförnu, eru búnir að gefa
heimasíðu flokksins andlitslyft-
ingu og eru komnir með nýtt
vörumerki fyrir flokkinn til að
nota í kosningabaráttunni. Nú á
svo bara eftir að koma í ljós hvað
Vigdís Hauksdóttir og Sigmund-
ur Davíð Gunnlaugsson og aðrir
framsóknarmenn ná að gera í
kosningabaráttunni.
n Átök hafa nú sprottið upp á
milli bæjarstjórnarmanna í
Grindavík eftir umfjöllun DV um
einkahlutafélagið Suðurnesja-
menn sem bærinn var hluthafi í.
Félagið var úrskurðað gjaldþrota
í síðasta mánuði og skuldar að
minnsta kosti fimm milljarða
króna. Bæjarfulltrúi sjálfstæð-
ismanna í Grindavík, Sigmar
Eðvarðsson, skrifaði grein sem
birt var á vefsíðu Víkurfrétta á
fimmtudag þar sem hann vændi
Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur,
samfylkingarkonu og bæjarstjóra
í Grindavík, um að hafa logið því
að DV að aðkoma hans að Suð-
urnesjamönnum hafi verið meiri
en raun bar vitni. Sjálfstæðis-
manninum þykir þetta vera til
marks um að innanbæjarpólitík-
in í Grindavík sé nú heldur betur
farin að harðna en samskipti
meirihlutans og minnihlutans
í bænum hafa lengi þótt óvenju
slæm.
n Salvör Gissurardóttir ber Sig-
urði Kára Kristjánssyni kaldar
kveðjur á vefsíðu sinni. Sigurður
Kári hefur gagnrýnt ríkisstjórn-
ina fyrir að eyða tíma í að ræða
um stjórnarskrárbreytingar í
stað þess að leysa vanda heim-
ilanna. Sal-
vör gengur
svo langt að
kalla pistil
sinn „Sig-
urður Kári
er vandi
heimilanna“.
Þar bendir
hún á að
forgangsmál hans í stjórnmál-
um hafi ekki gagnast heimil-
unum sérstaklega og klykkir út
með: „Sigurður Kári er vænsti
drengur og hann kannski áttar
sig einhvern tíma á hve ógæfu-
legt er að kjörnir fulltrúar fólks-
ins berjist ekki fyrir neinu nema
blindri einkavæðingu, hömlu-
leysi og áfengisdrykkju.“
Lýðveldishúfa
kr 1.500.-
Nóatúni 17
S: 534 3177 eða 820 7746
www.icefin.is
Útrásarvíkingurinn Magnús Ármann skuldaði, umfram eignir og eigið fé, rúmar tut-
tugu og fjögur þúsund milljónir í lok ársins 2007 í gegnum félög sín Maggi ehf., Sólmon
ehf., Materia Invest ehf. og Imon ehf. Það síðastnefnda er stærsti hluthafi Byrs sparisjóðs.
Skuldirnar ná aðeins yfir árið 2007 en á árinu 2008 fékk Imon ehf. níu milljarða kúlulán
fyrir kaupum á bréfum í Landsbankanum aðeins þremur dögum fyrir fall hans.
ATli MÁr GylFASon
blaðamaður skrifar: atli@dv.is
Flottasta bifreiðin Materia Invest
skuldaði sextán þúsund milljónir eftir
árið 2007 en félagið hafði samt efni
á að kaupa Mercedes Benz s65 aMg
sem kostaði rúmar þrjátíu milljónir.
tugmilljarða skuld
útrásarvíkingsins
Útrásarvíkingurinn félög tengd
Magnúsi Ármann skulduðu í árslok 2007
rúmar tuttugu og fjögur þúsund milljónir.
Samkvæmt heimildum
DV er Magnús Ármann
fjarri skuldum og vand-
ræðum hér á landi en
hann bauð tólf vinum
og vandamönnum í
lúxusskíðaferð til Ítalíu.