Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Page 14
föstudagur 3. apríl 200914 Fréttir
G20-ráðstefnan hófst á fimmtudaginn í skugga hótunar Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Nicolas
Sarkozy Frakklandsforseta um að draga í land með stuðning sinn nema fyrir lægi samþykkt um harðari
reglur um fjármálamarkaði heims.
TekisT á í Lundúnum
Nicolas Sarkozy setti svip sinn á G20-
ráðstefnuna löngu áður en hún hófst
með því að hóta „auðu sæti“ ef ekki
yrði gengið að kröfum hans.
Kvöldið áður en ráðstefnan hófst
barst Sarkozy liðsstyrkur, en þá sneru
Angela Merkel og Sarkozy bökum
saman og sögðust ekki skrifa undir
nokkurt samkomulag sem ekki mætti
kröfum þeirra hvað varðaði skatta-
skjól, reglur um vogunarsjóði, veð-
settar eignir sem væru seldar víða um
heim og þak á þóknanir stjórnenda
fjármálastofnana.
En kanslarinn og forsetinn létu ekki
þar við sitja því þeir kröfðust einnig að
þau skattaskjól sem neita að gang-
ast undir hertar reglur verði „nefnd
og smánuð“, en Bandaríkjamönnum
hugnast engan veginn sú krafa.
Vegna harðrar afstöðu Þýskalands
og Frakklands má leiða að því líkur að
þessar öflugustu þjóðir meginlands
Evrópu hyggist ekki taka við fyrirmæl-
um um efnahagsmál frá Bandaríkjun-
um.
Þörf fyrir leikræna tilburði
Óhætt er að segja að útspil Angelu
Merkel og Nicolas Sarkozy hafi ver-
ið verulega á skjön við ummæli bæði
Gordons Brown, forsætisráðherra
Bretlands, og Baracks Obama Banda-
ríkjaforseta.
Skömmu áður en evrópska tvíeyk-
ið lét orð sín falla var haft eftir Gordon
Brown að samkomulag um áætlun til
efnahagsbata á heimsvísu væri hand-
an við hornið. Brown vísaði til Bret-
lands og Bandaríkjanna sem „félaga
í staðfestu“ og gaf til kynna að lönd-
in tvö væru þess megnug að sameina
leiðtoga heims.
Barack Obama sagði að hann væri
„fullkomlega sannfærður“ um að ráð-
stefnan myndi endurspegla samstöðu
um nauðsyn sameiginlegra aðgerða.
Barack Obama sagði ennfremur að
hann hefði skilning á þörf fyrir leik-
ræna tilburði á ráðstefnunni og skír-
skotaði til tilþrifa leiðtoga Þýskalands
og Frakklands. En Obama sendi einn-
ig frá sér viðvörun til annarra leiðtoga.
Hann sagði að Bandaríkin myndu axla
sína byrði til að örva hagvöxt, en þau
hefðu eigin djöful að draga heima fyrir.
„Ef ná á fram endurnýjuðum vexti
geta Bandaríkin ekki ein dregið vagn-
inn. Allir þurfa að leggja sitt af mörk-
um,“ sagði Barack Obama.
Erfitt lið eða klaufalegt
Í grein á vefsíðu breska blaðsins The
Guardian eru Nicolas Sarkozy og
Angela Merkel kölluð „EU awkward
squad“, sem gæti bæði útlagst sem
„erfiða ESB-liðið“ og „klaufalega ESB-
liðið“.
Hvor sem meiningin blaðsins er
verður að teljast nokkuð ljóst að skötu-
hjúin hafa rekið fleyg í þá samstöðu
sem gestgjafinn, Gordon Brown, hafði
væntingar um.
Ekki er laust við að ákveðinnar tví-
ræðni gæti í orðum blaðamanns um
Nicolas Sarkozy sem mætti á svæðið
„í fylgd fransks sjóliðsforingja sem var
þakinn gullbryddingum, áminning
um að maðurinn í Elysée-höll er einn-
ig æðsti yfirmaður herafla“.
Um Angelu Merkel segir að hún
hafi verið „röggsöm og viðskiptaleg“
í háttum, og að þrátt fyrir að Sarkozy
hafi verið öllu meira áberandi hafi
virst sem Angela Merkel væri áhrifa-
meiri.
Til þess hefur gjarna verið horft að
samband Merkel og Sarkozys sé að
mörgu leyti merkilegt; að sambandið
sé arfleifð frá þeim tíma þegar þjóð-
irnar tvær voru drifkraftur sameining-
ar Evrópu og Bretar sátu aðgerðalitlir
hjá.
Núna eru Evrópusambandsþjóð-
irnar 27 talsins og hafa flestar þeirra
valið ensku, frekar en frönsku, sem sitt
annað tungumál. Þessar tvær öflugustu
þjóðir innan sambandsins hafa ákveð-
ið að spyrna í sameiningu við fótum
gegn kröfu Bandaríkjanna um aukna
eyðslu ríkisstjórna G20-ríkjanna.
G20-ríkin samanstanda af öflug-
ustu hagkerfum heims, baklandi 90
prósenta allrar framleiðslu í heimin-
um, 80 prósenta alheimsviðskipta og
tveimur þriðju hlutum jarðarbúa.
Mótmæli vegna ráðstefnunnar
Að sjálfsögðu hefur ráðstefnan laðað
að sér fjölda mótmælenda, enda gefst
vart betra tækifæri til að láta í ljós álit
sitt á því sem leiðtogar heims, með að-
stoð einhverra fjárglæframanna, hafa
afrekað.
Mótmæli eru fyrir sumt fólk tæki-
færi til að njóta réttar síns til að mót-
mæla með friðsömum hætti, en fyrir
aðra tækifæri til útrásar fyrir annarleg-
ar hvatir með ofbeldi og eyðileggingu.
Því var engin furða að í undanfara
G20-ráðstefnunnar hefði verið grip-
ið til þess ráðs í viðskiptahverfi Lund-
úna að byrgja glugga bæði verslana og
banka.
Í Threadneedle-stræti sló heiftar-
lega í brýnu hjá lögreglu og mótmæl-
endum. Þar höfðu fjórir aðskildir hóp-
ar friðsamra mótmælenda mæst fyrir
framan Bank of England síðastliðinn
miðvikudag.
Samkvæmt fréttum enskra fjöl-
miðla bar þá að fámennan hóp hettu-
klæddra ungmenna sem sóttust eft-
ir átökum við lögregluna. Lögreglan
brást við með því að girða af torgið fyr-
ir framan bankann og koma í veg fyrir
að nokkur kæmist út fyrir.
Innan tíðar rigndi flöskum, dósum
og málningarsprengjum yfir lögregl-
una og átök brutust út. Lögreglan náði
síðar tökum á ástandinu og var hópn-
um haldið á torginu í nokkrar klukku-
stundir, og skipti engu hvort um var
að ræða friðsama mótmælendur, elli-
lífeyrisþega eða saklausa námsmenn.
Þegar húma tók byrjaði lögreglan að
hleypa fólki burt úr kvínni.
Einn mótmælandi lést á mið-
vikudaginn af eðlilegum orsökum
að því að talið er. Aðrir mótmælend-
ur höfðu samband við lögregluna
þegar þeir sáu manninn liggjandi á
götunni. Lögreglan sendi tvo sjúkra-
liða úr sínum röðum til að huga að
manninum og neyddust þeir til að
flytja manninn á öruggan stað þegar
rigndi yfir þá flöskum frá mótmæl-
endum.
KolbEiNN ÞorStEiNSSoN
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
„Ef ná á fram endurnýjuðum vexti
geta Bandaríkin ekki ein dregið
vagninn. Allir þurfa að leggja sitt
af mörkum,“ sagði Barack Obama.
umræðuefni LeiðToganna
Stækkun sjóða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins – að alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fái
500 milljarða bandaríkjadala til viðbótar þeim 250 milljörðum sem búið er að lofa.
pyngja sjóðsins hefur lést undanfarið vegna aðstoðar við nokkur austur-Evrópuríki.
Skattaskjól – að sögn stephen timms, fjármálaráðherra Bretlands, hafa g20-ríkin
samþykkt að beita þau skattaskjól sem neita að samþykkja reglur OECd refsiaðgerð-
um, til að hamla gegn peningaþvætti og undanskotum á sköttum. Ekk hefur náðst
samkomulag um hvort eigi að nefna og smána þau sem verða ósamvinnuþýð.
Viðskipti á heimsvísu – alasdair darling, viðskipta og iðnaðarráðherra Bretlands,
hefur staðfest að 250 milljörðum bandaríkjadala verði varið til að blása lífi í alþjóðlega
verslun og viðskipti.
Örvun efnahags – Meira fjármagni ekki heitið. En þess er vænst að leiðtogar heiti að
gera það sem hægt er til að örva hagkerfi þjóðar sinnar og lögð áhersla á að nú þegar
hefur 2 trilljónum verið varið – á heimsvísu - til að takast á við alheimskreppuna.
Verndartollar – stefnt að samkomulagi um að nefna og smána þær þjóðir sem
brjóta í bága við reglur um fríverslun.
reglur um fjármál – Vænst er hertari reglna gagnvart fjármálakerfum, þar á meðal
vogunarsjóðum.
Stjórnendur fjármálastofnana – Einnig kann að verða gripið til aðgerða til áhrifa á
laun stjórnenda fjármálastofnana.