Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Qupperneq 16
Veturinn sem nú er loks á undanhaldi er einhver sá versti, þunglyndislegasti og leiðinlegasti í manna minn-
um. Veðrið hefur verið frekar skítt en
þau leiðindi gleymdust eiginlega í
efnahagshrunadansinum og öllu því
svartagallsrausi sem við höfum mátt
kyngja síðan í september þegar allt
hér fór lóðbeint til helvítis. Svarthöfði
hefur ekki getað á sér heilum tekið
í kuldanum og kreppufarginu. Hef-
ur setið sem lamaður með hendur í
skauti og beðið þess að vont versni.
Síðan gerðist það loks í vikunni að Svarthöfði reis upp frá andlegum dauða enda ekki seinna
vænna. Páskarnir á næsta leiti
og svo kom blessað vorið í
vikunni. Svarthöfði var farinn
að trúa því að kjarnorkuvetur
hefði komið í kjölfar efnahags-
hörmunganna og hann
myndi framvegis lifa í
kulda og myrkri.
En sjá! Vorið er komið og vor-boðarnir
streyma nú fram
eins og sprækir
lækir. Vina-
legi veðurkall-
inn hann Siggi
stormur hefur lýst því yfir að vorið sé
loksins komið og færði þau einföldu
rök máli sínu til stuðnings að mars
væri vetrarmánuður en apríl vormán-
uður. Einfalt.
Svarthöfði hefur enn hvorki heyrt né séð lóu. Og þó. Kannski hefur hann gert það, hann bara þekkir ekki fugl-
inn í sjón og veit ekki hvernig hann
hljómar. Hins vegar þeyttist lögga á
mótorhjóli fram hjá Svarthöfða í fyrra-
dag. Jafnhrjúfur vorboði og lóan er ljúf
en um leið og okkar traustu laganna
verðir eru komnir í leðrið má bóka að
sumarið er handan við hornið.
Með vorinu kemur vonin og Svarthöfði sér það nú að
það er galið að leggja
upp laupana þótt
krónan sé í fokki
og gjaldþrota-
auðmaður
á asna
klyfj-
uðum
skulda-
vafn-
ingum
komist fyrr í gegnum gullna hliðið
en evran til Íslands. Það er enn Prins
Póló í sjoppunum og fiskur í sjónum
þannig að þetta reddast.
Svarthöfði hefur ekki enn heyrt símastaura syngja en er það ekki enn betri vorboði að hafa heyrt þingmann syngja þótt
falskur sé? Sjálfsagt veit enginn betur
en einmitt Árni Johnsen að í lífsins
melódíu koma drungalegir kaflar og
falskar aríur en er það ekki einmitt
það sem gerir þetta svo æðislegt?
Merking þrífst á andstæðu sinni og
þegar vetur víkur fyrir vori hljótum við
að sjá að þrátt fyrir kreppu, eymd og
blankheit er lífið yndislegt.
Halló heim-ur!
föstudagur 3. apríl 200916 Umræða
Sandkorn
n Í Reykjanesbæ hefur átt sér
stað nokkur umræða undan-
farið um fjárhagsstöðu Árna
Sigfússonar bæjarstjóra. Til að
mynda hefur veðbókarvottorðið
vegna nýlegs einbýlishúss bæj-
arstjórans á
Kópubraut
gengið á
milli manna
í bænum en
athygli hef-
ur vakið að
húsið er veð-
sett upp fyrir
þak. Lánin
sem hvíla á húsinu eru öll frá
Sparisjóðnum í Keflavík og námu
samtals um 70 milljónum króna
fyrir rúmu ári. Mörgum þykir
sem hér sé um einkennilega fyr-
irgreiðslu að ræða frá sparisjóðn-
um til bæjarstjórans því ekki geti
hver sem er fengið slík lán.
n Nýir eigendur tóku við Morg-
unblaðinu og hefur vakið athygli
hve mikil tengsl þeirra við Dav-
íðsarm Sjálfstæðisflokksins eru.
Fræg mynd er til dæmis til af ein-
um nýju eigendanna, Þorgeiri
Baldurssyni, sem meðal annars
var formaður fjármálaráðs Sjálf-
stæðisflokksins, þar sem hann
situr á bankaráðsfundi Lands-
bankans með Björgólfi Guð-
mundssyni,
Kjartani
Gunnars-
syni og Ein-
ari Bene-
diktssyni,
forstjóra og
eiganda Olís,
skömmu eft-
ir einkavæð-
ingu bankans. Sagt er að Kjartan
Gunnarsson sé ekki langt frá
nýja hluthafahópnum auk þess
sem Einar Benediktsson er ná-
inn samverkamaður annars nýs
eiganda Morgunblaðsins, Gísla
Baldurs Garðarssonar, stjórnar-
formanns og eiganda Olís. Jafn-
framt er annar eigandi Mogg-
ans, Guðbjörg Matthíasdóttir,
beintengd við Davíð Oddsson
í gegnum fjárhaldsmann sinn,
Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson.
Það er því ekki að ósekju sem allt
skelfur í Hádegismóum af ótta
við róttækar breytingar á ritstjórn
og efnistökum blaðsins.
n Ótti ritstjórnar Morgunblaðs-
ins við að miklar breytingar verði
gerðar á efnistökum blaðsins
birtist meðal annars í því að á
leiðaraopnu blaðsins á fimmtu-
daginn var birtur lítill pungur úr
bloggheimum undir fyrirsögn-
inni „Nýr Moggi?“ Þar var vitnað
í bloggarann Finn Bárðarson
sem spurði hvort Óskar Magn-
ússon, útgefandi Morgunblaðs-
ins, ætlaði að gera blaðið aftur
að „grímulausu og hallærislegu
málgagni Sjálfstæðisflokksins“
því allir stjórnarmenn Árvakurs
væru beintengdir við Sjálfstæð-
isflokkinn. Ljóst er af uppsetn-
ingu blaðsins á pungi Finns að
hræðslan við róttækar breyting-
ar er raunveruleg á ritstjórninni.
Meðal annars hefur það verið
nefnt sem möguleiki að Davíð
Oddsson taki við ritstjórastóln-
um af Ólafi Stephensen og að
blaðinu verði beitt gegn mögu-
legri aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu.
lyngháls 5, 110 reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn loftsson
framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50.
umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Fimm af stelpunum í
liðinu hef ég þjálfað síðan
þær voru 11 ára.“
n Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara
Hauka í körfuknattleik, um hversu frábært honum
hefur þótt að fylgja leikmönnum sínum alla þessa
leið. – DV
„Mér finnst ég geta gert
fjölmargt miklu, miklu
betur en mjög margir
þeirra sem líta út fyrir að
ætla sér inn á
þing núna.“
n Þráinn Bertelsson um
ástæðu þess að hann er í
framboði fyrir Borgarahreyfing-
una. – DV
„Íslendingar eru eflaust
orðnir vanir því að lokað
sé á þá erlendis.“
n Baldvin Björnsson, forstöðumaður Íslandsset-
ursins í Danmörku, um lokun þess. Hann segir
ástæðuna vera mannorðsmorð í íslenskum
fjölmiðlum. – DV
„... sér meira en helmingur
þeirra 13.500 stúdenta
sem stunda nám við
Háskóla Íslands fram á
atvinnuleysi í sumar.“
n Segir í yfirlýsingu stúdenta sem fóru í
setuverkfall. Þeir fóru fram á sumarannir til að
stúdentar þyrftu ekki að sitja aðgerða- og
atvinnulausir í sumar. – visir.is
Besti vinur spillta mannsins
Leiðari
Fjármálaeftirlitið er loksins farið að bregðast við lögbrotum í tengsl-um við hrun íslenska efnahagslífs-ins. DV hefur undanfarið greint frá
hverju hundraða milljóna króna kúluláninu
á fætur öðru, sem bankarnir notuðu til að
blekkja upp hlutabréfaverð með því að lána
til kaupa í sjálfum sér. En það eru ekki þeir
sem blekktu sem Fjármálaeftirlitið er á hött-
unum eftir, heldur þeir sem sögðu sannleik-
ann.
Tveir blaðamenn Morgunblaðsins sæta
nú hótunum FME um stjórnvaldssektir frá
10 þúsund krónum upp í 20 milljónir króna.
Ástæðan er að þeir ljóstruðu upp um við-
skiptafléttur Glitnis og FL Group og stórfelld
lán Kaupþings til eigenda Kaupþings. Blaða-
mennirnir greindu frá lykilatriðum þess sem
kollvarpaði íslenskum efnahag, en það er
ólöglegt að mati FME.
Bankaleynd er þægileg fyrir ríkt fólk og
fyrirtæki. En bankaleyndin er stórkostleg fyr-
ir þá sem gera eitthvað af sér og vilja hylma
yfir það, fyrir þá sem blekkja. Gott dæmi um
þann sem græðir á bankaleynd er
banki sem beitir bellibrögðum til
að hækka hlutabréfaverð. Sá banki
sem lætur hlutabréfaverðið hækka
með því að lána milljarða til fólks,
með þeim skilyrðum að fólk-
ið kaupi hlutabréf í sama banka,
græðir töluvert á slíku. En samfé-
lagið í heild tapar. Gott dæmi um
það er Ísland þar sem hlutabréfa-
verð var byggt á stórfelldum blekk-
ingum sem grasseruðu í jarðvegi
bankaleyndar. Allir Íslendingar
hafa þurft að taka höggið vegna
spillingar í viðskiptalífinu.
Það þarf ekki að vera að FME
sé sjúk stofnun, fyrir þann sjúka gjörning
að hegna þeim sem reyna að koma sann-
leikanum á framfæri. FME vinnur eftir lög-
um sem leiðbeindu okkur í blindni fram af
bjargi með blessun og hallelújahrópum frá
FME. Niðurstaðan er hins vegar sú að FME
ræðst gegn þeim sem hlífa skyldi. Þeir skjóta
sendiboðann.
Endursköpun samfélagsins á rústum
blekkingarhagkerfisins krefst nýrrar hugs-
unar. Nýtt fólk við stjórnvölinn breytir engu
ef það hugsar eins. Fólkið sem tók völdin í
nafni breytinga og endurreisnar verður að
nota tækifærið nú til þess að stofna samfélag
gegnsæis, þar sem fámennur hópur kemst
ekki aftur upp með að stórgræða á spillingu í
skjóli lögbundins leyndarhjúps.
Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar: Bankaleyndin er stórkostleg fyrir þá sem gera eitthvað af sér og reyna að hylma yfir það.
bókStafLega
Frelsari vor fæddur er ...
Um síðustu helgi komu sjálfstæðis-
menn á öllum dýru og fínu bílunum
sínum í Laugardalinn og héldu lands-
fund. Það sem hæst bar á fundinum
var að fyrrverandi bankastarfsmaður
háttaði sig og varð hið yndislegasta
aðhlátursefni. Að vísu telst til tíðinda
að menn í flokki þeim játi á sig mis-
tök, en nú gerðist það, að fráfarandi
formaður bað sjálfstæðismenn að
afsaka það að hann skyldi hafa leyft
framsóknarmönnum að eyðileggja
íslenska hagkerfið. Að vísu gleymdi
formaðurinn að tala um það hvernig
hann sjálfur skapaði mesta fjármála-
sukk sögunnar ... en það er nú önn-
ur saga. Á fundinum viðurkenndi frá-
farandi formaður að hann óttaðist að
núna myndu menn grípa til þeirra úr-
ræða að hækka skatta. Hann gleymdi
þó að biðjast afsökunar á því að flokk-
ur hans, með frjálshyggju að vopni,
skyldi hafa eytt svo um efni fram, að
núna verði ríkisvaldið að sækja pen-
inga í vasa þeirra sem ríkastir eru.
Hann veit, þótt hann viðurkenni það
ekki, að rót vandans er fortíðin – ekki
framtíðin. Hann veit einnig að núna
þurfa menn að komast að því hvað
fór úrskeiðis hjá frjálshyggjuliðinu. Í
framhaldi af rannsókninni áttar hann
sig kannski á því að vítin í Valhöll eru
varasöm.
Það gladdi menn á fundinum að
sjá frelsara sinn stíga á stokk, metta
2000 manns með stolnu brauði og
veðsettum fiski. Einkum þótti frels-
ari flokksins standa sig vel í hlutverki
hirðfíflsins þegar hann talaði um að
verklaus minnihlutastjórn hefði ráð-
ið óþekktan, norskan lausamann til
starfa í Seðlabankanum. Frelsarinn
laug því að sínu fólki að ekki væri
hægt að finna neitt um nýjan seðla-
bankastjóra í netheimum og hann
laug því einnig að hann sjálfur hefði
ekki tekið þátt í svallveislu góðæris-
kjaftæðisins
Það er nöturlegt að líkja sér sjálf-
um við Krist um leið og lygin er í
hávegum höfð. Auðvitað líkti hinn
fyrrverandi bankamaður Jóhönnu
Sigurðardóttur við álf, því hann er nú
einu sinni þannig gerður, blessaður,
að hann má til að reyna að koma fólki
niður fyrir þá syllu sem hann er sjálf-
ur settur á.
Við getum ábyggilega þakkað öll-
um máttarvöldum þá blessun að
þessi fyrrverandi bankamaður er
hættur störfum. Núna er næsta mál
á dagskrá að leggjast á bæn og biðja
um að hann tali ekki mikið opinber-
lega, það virðist nefnilega undan-
tekningalaust vera bull sem uppúr
honum kemur.
Að líkja sér við sjálfan Krist
er synd hjá íhaldshundum
sem sýna best þá ljótu list
að ljúga öllum stundum.
kristján hreinsson
skáld skrifar
„Hann veit, þótt
hann viðurkenni það
ekki, að rót vandans
er fortíðin – ekki
framtíðin.“
SkáLdið Skrifar
Svarthöfði
lJúfir og hrJúfir