Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Qupperneq 17
föstudagur 3. apríl 2009 17Umræða
Hver er konan? „Bara venjulegur
tannlæknir, eiginkona og móðir.“
Hvaðan ertu? „frá Húsavík. Þar var
fínt að alast upp. Maður fékk að gera
allt sem maður vildi.“
Hvað drífur þig áfram? „Börnin
mín og ánægjan af því að fá að gera
eitthvað gott og skapandi í lífinu.“
Hvers vegna bjóða tannlæknar
upp á þessa ókeypis þjónustu
fyrir börn og unglinga? „Ég held
að okkur tannlæknum sé bara nóg
boðið. Það hafa verið litlir samn-
ingar í gangi á milli tannlækna og
sjúkratryggingastofnunar þannig að
kostnaðarhlutdeild foreldra er alltaf
að aukast. Það virðist enginn vera að
hugsa almennilega um börnin og
þá foreldra sem eiga í engin hús að
venda með tannheilsu barna sinna.“
Vitið þið um mörg dæmi þess að
börn fái ekki viðunandi tann-
læknaþjónustu vegna fjárskorts
foreldra? „Já, allt of mörg dæmi þess
og afskaplega sorgleg.“
Hvernig er almenn tannheilsa
íslenskra barna og unglinga?
„Ekki mjög góð. frá því árið 2005
hefur tannheilsuástand íslenskra
barna farið síversnandi og er ástandið
orðið helmingi verra en annars staðar
á Norðurlöndunum. Og það hefur
ekkert verið gert. Mikið hefur verið
auglýst og lofað fyrir kosningar en
eftir þær hefur verið skellt í lás og
ekkert verið gert.“
Þetta eru nokkrar helgar í apríl
og maí sem boðið er upp á þjón-
ustuna; er ekki inni í myndinni
að gera þetta lengur? „Jú. Þetta
stjórnast af því að það eru sumarfrí
hjá tannlæknadeild Hí þannig að
hún er lokuð í sumar. En það er mjög
góður vilji fyrir því að taka aftur upp
þráðinn í haust.“
Er mögulegt að fullorðnum verði
boðið upp á svona fría þjónustu
líka? „Ég á ekki von á því, nei.“
Hvort tannkremið er betra,
Colgate eða Sensodyne? „alveg
sama, svo framarlega sem það er flúor
í tannkreminu.“
Ferðu í kirkju um páskana?
„Kannski.“
Kjartan BjarnaSon
37 ára atHafNaMaður
„Nei.“
Pétur BirgiSSon
25 ára rafvirKi
„Það er sama svarið. Nei.“
jón BjörnSSon
47 ára sJóMaður
„ósköp einfalt svar. Nei.“
Finnur óSKarSSon
65 ára starfsMaður á plaNi
Dómstóll götunnar
ingiBjörg S. BEnEdiKtSdóttir
er formaður tannlæknafélags íslands.
tilkynnt var í gær að tannlæknafélag
íslands og tannlæknadeild Háskóla
íslands ætluðu að bjóða ókeypis
tannlæknaþjónustu fyrir börn og
unglinga nokkrar helgar í apríl og maí.
Tannlæknum
nóg boðið
„Já.“
aðalHEiður SVanHildardóttir
49 ára KENNari
maður Dagsins
Besti vinur spillta mannsins
Nú í vikunni eru 60 ár liðin frá því
að Ísland gekk í NATO. Sumir hafa
talið þetta einhverja afdrifarík-
ustu ákvörðun lýðveldisins. Þó má
segja að hún hafi skipt minna máli
en margir bjuggust við. Ísland hef-
ur ekki dregist með beinum hætti í
hernaðarátök af völdum NATO (þó
vissulega séu Íslendingar í Afgan-
istan), né heldur er líklegt að Sovét-
ríkin hefðu ráðist á landið hefði það
áfram verið hlutlaust.
Árið 1949 spáðu bölsýnismenn
því að NATO-aðild myndi leiða til
þess hingað kæmi amerískur her.
Þetta rættist tveimur árum síðar og
ekki er hægt að neita því að Ísland
hafi lent á áhrifasvæði Bandaríkj-
anna. Bandaríski herinn hafði mikil
áhrif á íslenska menningu, heil kyn-
slóð ólst upp við Kanasjónvarpið
og sumir vilja rekja upphaf íslenska
rokksins til herstöðvarinnar, enda
var Keflavík lengi rokkbær Íslands.
Ísland hvarf þó ekki inn í Bandarík-
in eða varð bein bandarísk nýlenda
eins og sumir höfðu óttast. Menn-
ingaráhrifin hefðu að mestu komið
hvort eð er, eins og þau gerðu í Finn-
landi og Svíþjóð. Herinn fór svo loks
eftir 55 ára dvöl án þess að Suðurnes-
in færu á hausinn, að minnsta kosti
ekki fyrr en landið allt gerði það.
Erfðasynd íslenska lýðveldisins
Þó má segja að inngangan í NATO
hafi haft grundvallaráhrif á íslensk
stjórnmál. Andri Snær Magnason
segir til dæmis í Draumalandinu:
„Hin klofna heimsmynd Kalda
stríðsins skemmdi heila kynslóð
stjórnmálamanna og enn í dag falla
óskyld mál í „kaldastríðs skotgrafir“,
þær hafa orðið að sjálfvirku flokkun-
arkerfi fyrir hugsun margra.“
Í Noregi og Danmörku ríkir al-
menn sátt um veruna í NATO, í
Finnlandi og Svíþjóð ríkir sátt um að
standa fyrir utan. Það var aðeins á
Íslandi sem þjóðin var klofin í herð-
ar niður eftir afstöðunni til banda-
lagsins, og hefur hún að mörgu leyti
verið það síðan.
Slagorð mótmælenda á Austur-
velli 30. mars 1949 var um þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Ákvörðunin var
að mörgu leyti ólýðræðisleg, ákveð-
ið var að hafa umræðuna á Alþingi
eins stutta og hægt var og því fengu
ekki öll sjónarmið að heyrast. Ekki
er að undra að komið hafi til óeirða.
Hálftímagluggi til byltingar
Í bókinni Örlög Íslands velti Bene-
dikt Gröndal því fyrir sér hvort mót-
mælin hefðu getað leitt til valda-
ráns kommúnista. Hann talar um
hálftímaglugga sem hafi myndast á
bilinu 13.00 til 13.30 30. mars 1949,
þegar allt lögreglulið Reykjavíkur
var statt á Austurvelli.
Segir hann byltingarmenn hafa
orðið að ráðast inn í lögreglustöð-
ina til að verða sér úti um vopn
og samtímis hefðu menn þurft að
leggja undir sig Ríkisútvarpið og
Stjórnarráðið. Hefði þetta endað
með því að lögreglan á Austurvelli
yrði yfirbuguð, ráðist inn í Alþing-
ishúsið, alþingismenn handteknir
og lýst yfir stofnun alþýðulýðveld-
is.
Þó að Bandaríkin hefðu ekki af-
skipti af stofnun alþýðulýðvelda í
Austur-Evrópu er þó ekki líklegt að
þeir hefðu slíkt látið viðgangast hér
og ef til vill hefði komið til innrás-
ar. En þessar vangaveltur Benedikts
eru út í bláinn, ef svo má að orði
komast, enda höfðu íslenskir sósí-
alistar lítinn hug á byltingu þennan
hálftímann jafnt sem aðra.
Vegurinn til framtíðarinnar
Til byltingar kom ekki árið 1949,
hún varð ekki fyrr en 60 árum síðar
og var þá táragasi beitt á Austurvelli
í annað sinn. Slagorð búsáhalda-
byltingarmanna voru, eins og mót-
mælenda 60 árum áður, um aukið
lýðræði og kosningar. Hefði þjóðin
fengið að kjósa árið 1949 hefði lík-
lega komist á hefð sem hefði verið
haldið í varðandi seinni tíma deilu-
mál eins og Kárahnjúkavirkjun og
EES-samninginn. Aðferðafræðin
við inngönguna í NATO varð þannig
líklega skaðlegri en inngangan sjálf.
Á fyrri hluta 20. aldar voru haldn-
ar fjórar slíkar á Íslandi, á lýðveld-
istímanum ekki ein einasta. Það
er líklega löngu orðið tímabært að
endurvekja þær sem bestu leiðina
til að skera úr um helstu deilumál
þjóðarinnar.
Var 30. mars þess virði?
mynDin
Flottir skór fullt var út úr dyrum á tískusýningu fatahönnuðarins Munda í Hafnarhúsinu og gestir flottir í tauinu frá toppi til táar. róbert reynisson ljósmyndari notaði
tækifærið og tók mynd fyrir vikulega ljósmyndakeppni ljósmyndadeildar Birtíngs. Þema vikunnar var „fætur“ og var þessi mynd róberts valin mynd vikunnar.
Frelsari vor fæddur er ...
kjallari
Valur gunnarSSon
rithöfundur skrifar
„Þó má segja að
inngangan í
NATO hafi haft
grundvallar-
áhrif á íslensk
stjórnmál.“