Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2009, Qupperneq 18
föstudagur 3. apríl 200918 Fókus
um helgina
Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafninu
Boðið verður upp á barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands á sunnudaginn
klukkan 14. Leiðsögnin er að þessu sinni ætluð börnum á aldrinum 5 til 8
ára. Ferðalagið hefst á slóðum landnámsmanna á 9. öld og þaðan liggur leið-
in gegnum 1.200 ára sögu þjóðarinnar fram til nútímans. Meðal þess sem
verður skoðað er 800 ára gamall skór, dularfullur álfapottur, gömul hurð með
fallegum myndum, beinagrindur, hringabrynja og galdramunir.
Yrsa á araBísku
Réttindastofa Bjarts & Veraldar hef-
ur gengið frá samningi við Arab-
esque Publishing Press í Egyptalandi
um útgáfu á Þriðja tákninu eftir Yrsu
Sigurðardóttur. Þessi fyrsta glæpa-
saga Yrsu er því væntanleg á meira
en þrjátíu tungumálum um víða
veröld. Eftir því sem næst verður
komist hefur íslenskt skáldverk ekki
verið gefið út á arabísku, að minnsta
kosti ekki í háa herrans tíð, segir í til-
kynningu frá Bjarti-Veröld. Egypska
forlagið hefur jafnframt tryggt sér
rétt til að dreifa Þriðja tákninu um
allan hinn arabíska heim. Bókin hef-
ur nú þegar komið út víða um lönd
og fengið góðar viðtökur lesenda
og gagnrýnenda, meðal annars í
Bandaríkjunum og Bretlandi.
skakkamanage
í Borginni
Hljómsveitin Skakkamanage
heldur tvenna tónleika í höfuð-
borginni um helgina en það telst
tíðinda þar sem þorri hljóm-
sveitarinnar býr þessi misserin á
Austurlandi. Í kvöld, föstudags-
kvöld, kemur sveitin fram í Nor-
ræna húsinu á Norræna tískutví-
æringnum. Tónleikarnir hefjast
klukkan 16 og er frítt inn. Á morg-
un heldur Skakkamanage partí í
tjaldinu á Klapparstíg 38 við veit-
ingastaðinn Basil & Lime (áður
Pasta Basta). Austfirska sveita-
ballanýbylgjan Létt á bárunni
kemur þar fram með Skakkam-
anage-ingum og plötusnúðarn-
ir Pasta & Basta. Lætin hefjast
klukkan 22, standa til klukkan 1
og kostar 500 kall inn.
ljósmYndasýn-
ing í leifsstöð
Sýning á ljósmyndum eftir Kristján
Inga Einarsson var opnuð í Leifsstöð
á dögunum. Myndirnar eru allar úr
bókinni Kjarni Íslands / The Ess-
ence of Iceland sem gefin verður út
á þremur tungumálum hjá Bókaút-
gáfunni Sölku innan tíðar og sýna
íslenskt landslag. Kristján Ingi hefur
haldið sex ljósmyndasýningar og
gefið út nokkrar barnabækur. Einnig
hefur hann tekið ljósmyndir í fjölda
kennslubóka. Seinni árin hefur
Kristján Ingi lagt áherslu á lands-
lagsljósmyndun.
Um miðjan maí hefst tveggja vikna
þéttskipuð dagskrá Listahátíðar í
Reykjavík með fjölbreyttum við-
burðum. Viðburðirnir eiga sér stað á
götum úti, í leikhúsum, sýningarsöl-
um, óperuhúsum, listasöfnum, gall-
eríum, vitum, heima í stofu og teygja
einnig anga sína út á land. Listahá-
tíð verður sett á Kjarvalsstöðum 15.
maí og stendur út mánuðinn.
Meira en sjötíu viðburðir koma
við sögu með þátttöku um fimm
hundruð innlendra og erlendra
listamanna á Listahátíð í ár. Hátíðin
spannar allt litróf listarinnar en þó
má segja að tónlistin verði sérlega
fyrirferðarmikil. Margir tónlistarhá-
punktar eru á hátíðinni, þar á meðal
einsöngstónleikar bandarísku sópr-
ansöngkonunnar Deborah Voigt í
Háskólabíói. Tónleikar mexíkósk/
kanadíska söngvaskáldsins Lhasa
de Sela, ásamt hljómsveit, teljast til
mikilla tíðinda enda hennar fyrstu
um árabil, sem og einleikstónleikar
Víkings Heiðars Ólafssonar píanó-
leikara í Háskólabíói, að ógleymd-
um tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands undir stjórn rússnesku goð-
sagnarinnar Gennadí Rosdestven-
skíj. Þá eru ónefndir tónleikar breska
tríósins Tiger Lillies. Tónlist þess er
lýst sem blöndu af Berlínarkabarett
millistríðsáranna, anarkískri óperu
og sígaunatónlist.
Myndlistin verður einnig fyrir-
ferðarmikil á Listahátíð í ár. Má þar
nefna fimm skúlptúra frá Noregi
sem taka á sig mynd hjólhýsakvenna
og birtast hér og þar um borgina á
meðan hátíðin stendur yfir.
Heildardagskrá og ítarlegar upp-
lýsingar um alla viðburði er að finna
á listahatid.is. Miðasala á alla við-
burði Listahátíðar er á sama stað og
á midi.is.
goðsagnir og anarkismi
Tiger Lillies Þetta stórskemmtilega breska
tríó sem spilar á listahátíð átti tónlistina í
íslensku myndinni sveitabrúðkaupi.
„Ég er alltaf að spila og halda tónleika
þó að ný plata sé ekki væntanleg frá
mér,“ segir Eivör Pálsdóttir söngkona
sem heldur tónleika á NASA í kvöld
við mikinn fögnuð aðdáenda.
Eivör hefur verið ein af ástsælustu
söngkonum landsins allt frá því að
Krákan, hennar fyrsta breiðskífa sem
gefin var út hér á landi, kom út fyrir
sjö árum. Hún vakti um leið athygli
fyrir seiðandi söng, ómótstæðilegan
þokka, einlægt hugarfar.
Sama ár og Krákan kom út var
hún tilnefnd til Íslensku tónlistaverð-
launanna þar sem hún hreppti með-
al annars verðlaun sem besta söng-
kona ársins og besti flytjandi ársins.
Með útkomu Krákunnar stimplaði
Eivör sig inn í íslenskt tónlistarlíf
með hvelli. Þremur plötum síðar er
Eivör löngu orðin vinsælasta söng-
kona landsins þrátt fyrir að búa ekki
á landinu. Síðasta breiðskífa hennar,
Mannabarn, var á toppi flestra vin-
sældalista er hún kom út fyrir tveim-
ur árum.
Eivör er nú stödd hér á landi og
ætlar að halda tónleika ásamt hljóm-
sveit en það hefur hún ekki gert síð-
an platan Krákan kom út. Hún ætl-
ar sér að spila með þeim út árið og
jafnvel eitthvað lengur. Hljómsveit-
ina skipa Benjamin Petersen á gítar
og Mikael Blak á rafmagnsgítar og
kontrabassa, báðir tveir eru frá Fær-
eyjum. Á trommum er síðan Mambo
frá Finnlandi. „Ég hef unnið mikið
sóló undanfarin ár þannig að fá að
spila með bandi er búið að vera rosa-
lega gaman,“ viðurkennir hún. „Mér
hefur alltaf fundist gaman að vinna
með öðru fólki.“ Áður en Eivör kom
til landsins eyddi sveitin viku saman
í Færeyjum sem að Eivarar sögn var
„mjög intense“.
Hún segir þau hafa unnið mjög
náið saman síðastliðna viku og æft
öll lögin inn og út. „Það er mjög gam-
Eivör Pálsdóttir kom til Íslands aðeins 17 ára til þess að hefja söngnám. Færeyska
söngkonan endaði með því að dvelja hér á landi í rúm fjögur ár. Á þeim tíma komu
út þrjár breiðskífur hér á landi sem allar nutu mikilla vinsælda. Eivör flutti aftur til
Færeyja eftir margra ára flakk og hefur sjaldan liðið betur.
Þráði friðinn og
færeysku náttúruna
Eivör Ein ástsælasta söngkona
landsins mun túra um landið á
næstu dögum. Þetta ku vera í
fyrsta sinn sem söngkonan fer í
tónleikaferðalag um ísland. Eivör
verður með hljómsveit með sér
sem samanstendur af tveimur
færeyingum og finna.